Dear Mr Brown (a letter from a taxpayer)

Dear Mr. Brown,

You will have to pardon me if I am tooooo rude, but being called a terrorist is not really my idea of polite insinuation. Now, this is what I wanted to tell you.

There is theory out there, been around awhile and it says "what goes up must come down" now I realise the concept might be foreign to you and some of the British investors, but this little theory applies to finance also. Really Mr. Brown, this is not a very complicated concept, even little ole me figured that out ever so long ago.

Now, here is a lesson if people invest their money, regardless if their are told that the investment will be in a low or high risk fund, these same people must if they have anything between those things called ears, realise that if you invest you take a risk, you can win, you can loose, but you are the one who signed the paper and made the investment. So lets say it again, what goes up, must come down.

Now, Mr Brown, you as a leader of country have done a terrible thing, you have placed a stamp on a small nation fighting for its survival (because of few fucked up individuals, pardon the French)the label being terrorists, yes indeed, you Mr. Brown hung us out to dry, you sir acted like a rapid pit bull and destroyed the only bank left standing, you sir have by your actions done more damage to your own people, and possibly the western alliance by your own stupid ignorant actions. (not to mention finding a scapegoat to save your not so royal ...)

Thank you ever so much, for handing us on a plate to the Russian Bear, yummy, so sweet of you Mr. Brown and so comforting to your people to know, that just maybe you friendly neighbour will have not so friendly financial backing, that is not so friendly to Britain.

Indeed, let us hope that my government will show more sense this time around, and take the help from the IMF. But never fear Mr. Brown, you are just a politician, just like the Icelandic politicians who did not heed the warning signs, who looked at the US and ignored the danger, this does not exclude my governments blind eye to the greed of the few, but thats another letter.

You see, greed, and power is causing the world as we know it to collapse around us, it is what I,  who will have to pay for the greed of 30 or so individuals,  have always known, what goes up, must come down, But don´t worry Mr. Brown, we will honor our obligations to your country, we will do what has to be done, and we will not cry over it, we will simply do what we have always done, survive.

Will the same be said of your nation.......

 Vengeance is mine said the Lord.

Best of luck and kind regards to the regular Brit who like me, are simple taxpayer, not power hungry, greedy rats, or a despot politician who kicks a friend when he is down.

Here Mr. Brown, let me give you a hand..

Linda.


UnderCover Mosque- framhald fréttaþáttur margmiðlunarefni

Wahhabismier rótæk trúaráhersla uppruninn í Sádí Arabíu, þeir sem stunda þessa arfleið Íslams, telja sig vera stunda hið eina sanna Íslam,  Sharía er stór partur af þessum öfgaarmi Íslam.  Verði Moska byggð á Íslandi þá er mjög líklegt að erlendir fjármunir munu koma að byggingu hússins, þar munu Sádar, ef þeir er fylgnir sjálfum sér koma að.  Þátturinn sem hér er sýndur mun útskýra þetta allt saman mun betur en ég get. (tek það fram, að ég hef engar heimildir fyrir því að múslímar á íslandi stundi wahhabisma eða ætli sér að koma slíku róttækum boðskap á laggirnar hér)

Hafið það í huga að hinn hófsami Múslimi tileinkar sér ekki wahhabisma, og telur slíkt vera afskræming á Íslam, en því miður þá eru þeir í auknu mæli minnihluta hópur í samfélagi sem er að verða ginkeypt af öfgum. Sádar geta ekki og hafa ekki hingað til geta þvegið af sér óþefinn sem fylgir þeim og þeirra tengslum við leiðtoga innan Wahabisma hreyfingarinnar, Það má samt ekki ætla að allir leiðtogar Sáda séu hlynntir þessari hlið Íslam, slíkt væri röng alhæfing og með öllu óréttlát, við getum hinsvegar verið vakandi fyrir þeirri staðreynd að þeir eru í einu og ollu í skugga Wahhabismans og eflaust berjast margir gegn þessari ógn.

Eftirfarandi fréttþáttur er um ítök Wahhabisamans í stærstu mosku Londons.


Ræða Naser Khaders um Sþ og völd Íslams innan þeirra raða.

Kæru vinir ég birti þessa færslu hér fyrir neðan sem er þýdd ræða flutt af Naser Khaders(á mynd), tilvitnanir í rit Múslíma eru ekki hluti af ræðunni heldur viðbætur af þýðenda greinarinnar til að sýna fram á að Naser er ekki að tala út í bláinn.  Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég er að taka áhættu með því að birta þessa grein hér á mbl, sú áhætta fellst í því að það verður mjög líklega lokað á mig.

Vinsamlega hafið í huga sem hér lesa að óginin er raunveruleg, en hún kemur ekki frá hinum venjulega lýðræðs elskandi Múslíma sem vill bara að hafa sína trú í friði og aðlagast vestrænu samfélagi, ógnin kemur frá öfgaarmi Íslams sem fáir þora að standa gegn innan Íslams, en með því að birta frásögur þeirra sem þora er ég að styðja þá í baráttu sinni við það sem þeir óttast og þekkja manna best. (Vinsamlega sýnið stillingu í allri umræðu um þetta mál)

Hér fyrir neðan er ræða Naser Khaders á ráðstefnunni í Genf.  Ráðstefnan er til undirbúnings
ráðstefnunni sem hefur verið nefnd Durban II  um kynþáttamismunun.
 
,,Trúarbrögð og tjáningarfrelsið í Mannréttindanefnd SÞ."
Genf, þann 18. September 2008
 
Þakka ykkur fyrir tækifærið til að koma hingað í dag – þakka þér Hr. Roy Brown fyrir að standa að þessari ráðstefnu.
 
Herrar mínir og frúr, leyfið mér að hefja þetta með því að segja:  Heimsstyrjöld nr. III er hafin.
 
Það er  ekki stríðið gegn hryðjuverkum sem ég er að vitna til,  þó að það fullnægi alveg skilyrðum þess að geta kallast heimsstyrjöld,  þar sem hryðjuverkaárásir virða ekki landamæri heimsins.  Það stríð er aðeins brot af því stríði sem raunverulega geysar.
 
Eins og hryðjuverkastarfsemin, þá hefur stríðið sem ég tala um engin efnisleg landamæri.
Það er hnattrænt stríð um gildi og það hefur staðið núna í þó nokkurn tíma.  Það er stríðið milli Íslamismans og hugmyndafræði lýðræðislegra gilda.
 
Það stríð hefur verið í gangi aðallega vegna þess að það hefur komið leiðtogum lýðræðisríkjanna og stjórnmálamönnum heimsins í opna skjöldu.
 
Margir leiðtogar heimsins álíta að þarna sú um skoðanaskipti að ræða þar sem eina vopnið sé samræður. En leyfið mér að undirstrika fastlega að svo er ekki.
Skoðanaskipti eru aðdáunarleg lausn við margháttaðar aðstæður.
 
En ég vil benda á að viðræður hafa sínar takmarkanir, og í þessu tilfelli, þurfum við að átta okkur á því að skoðanaskipti eru ekki notuð af Íslamistum og okkur mun væntanlega ekki miða neitt með þeim.
 
Það sem Íslamistarnir gera  er að troða sínum málum að ekki eingöngu í hinum íslamska heimi, en nú sjáum við þá vera komna með annan fótinn inn á ráðstefnur, þar sem aðeins ætti að leyfa aðgang þeirra, sem eru lýðræðissinnar, ef svo má að orði komast.
 
Það sem við erum að sjá að því er varðar  Durban II er fullkomið dæmi.
Íslamistarnir hafa rænt  málefnaskránni.  Hún hefði getað fjallað um hryllinginn í Darfur, eða mannréttindabrot gegn konum um allan hinn íslamska heim eða önnur mál sem lægju eðlilega innan verkefna ráðstefnunnar.
 
Jæja,  nú snýst málið um trúarlegar tilfinningar.
Eða að segja það beint út: Að vernda réttindi Guðs fram yfir og áður  en við verndum mannréttindin.
 
Þetta er þróun innan SÞ.  Sem ástæða er til að hafa verulegar áhyggjur af.
Hugsunargangur hjá SÞ.  Hefur smám saman mótast meir og meir af hugsanaferlum alræðisríkja.
Hugleiðið þetta: Durban II ráðstefnan er undirbúin af sendiherra Líbýu, sem ætti að vera síðast í röðinni.  Ég skal bæta því hér við að í augnablikinu þá heldur Líbýa dönskum þegn í fangelsi fyrir að skrifa gagnrýni um Mohammed Khaddafi.
 
Við skulum tala um Danmörk,  við sóttum fyrr á þessu ári um að verða meðlimir Mannréttindanefndar SÞ.,  en var hafnað.
Danmörk býr yfir framúrskarandi sögu um að styðja mannréttindi og að búa við frægt lýðræðislegt fyrirkomulag.
Sérfræðingar telja að höfnunin hafi meðal annars mótast  sem refsing vegna teikninganna af Múhameð Spámanni.
 
Í Bretlandi voru samþykkt lög nýlega þar sem fólk getur hlotið upp í 7 ára fangelsi fyrir  brot gegn trúarbrögðum.
 
Snúum okkur aftur að Durban II: tekið hefur verið fram nú þegar að gagnrýnir óopinberir starfsmenn á Íslam, fá ekki aðgang að ráðstefnunni.
 
Í allri einlægni þá ættum við að hafa miklar áhyggjur.  Athyglinni virðist vera mikið beint að Guði þessa dagana, jafnvel innan SÞ. Ég er ekki vissu um það að Guð sjálfur væri mjög ánægður með þessa stöðu mála.
 
En ég hefi áhyggjur af þessu.
Íslamistum á framskriði er tekið með umburðarlyndi og heimboðum á ráðstefnur og efnisdagskrár þar sem þeir hafa EKKERT – og ég meina EKKERT  - að  leggja fram.
 
Þeir munu segja að stefnuskrá þeirra sé eingöngu beint að hinum íslamska heimi. En það er lygi.  Eina markmið Íslamista er að sigra heiminn, ekki bara smá part af honum.
Allt heila klabbið  - mann og mús.
 
Þeir eru þræl vopnaðir og vel undirbúnir til að standa endalaust í þessari baráttu.
Og við gerum þeim ákaflega létt fyrir.
Við högum okkur eins og að  við höfum látið sviðsljósið ná okkur – aðeins vegna þess að samtök eins og OIC  segir að þeir  -  og þeir einir  - tali fyrir munn allra Múslíma.
 
Allt í lagi við álítum að það séu heil margir Múslímar.
Við getum ekki hundsað slíka rödd.
Látum þá fá orðið, segjum við -  vegna þess að við – erum  lýðræðissinnar og  álítum að allir eigi að fá að tala.
 
En í þessu tilfelli erum við bara einfaldir lýðræðissinnar (Naívókratar eins og ég kalla þá) Við trúum þeim.  Við höldum að OIC  tali fyrir alla  Múslíma.
En það gera þeir ekki.
Þeir tala ekki fyrir minn munn.
Þeir tala ekki fyrir munn margra hér á ráðstefnunni.
Þeir tala ekki fyrir helling vina minna – lýðræðissinnaða nútíma Múslíma, sem líta á trúarbrögð sem einkamál hvers og eins, en ekki opinberan boxhring með Íslam annars vegar og lýðræðið hinum megin.
 
Að mínu áliti talar OIC  aðeins fyrir sykurpabbana sína í Sádi Arabíu.
 
Og svo leyfum við þeim það.
 
Jæja, leyfum þeim að tala, já – en ekki yfirtaka dagskrána.
Látum þá ekki sannfæra okkur um að trúarleg gildi  séu hafin yfir lýðræðisleg gildi.
Þau eru það ekki.
 
En allt í einu þá virðist það vera svo  innan SÞ. Að það sé umræðuefnið:
 
Að við eigum að vernda  trúarlegar tilfinningar áður en við gætum lýðræðislegra gilda.
 
Ef trúarlegum tilfinningum þeirra er misboðið – þá skal ég segja ykkur nokkuð:
Að því er varðar framvindu mála á Durban II,  þá er lýðræðislegum tilfinningum mínum ákaflega misboðið.
 
Það sem ég áleit að aldrei myndi eiga sér stað er farið af stað: Ég er að missa tiltrú  á SÞ.
Ég fæ ekki skilið hvernig þessi stolta stofnun, með það efsta og göfuga markmið  er að sameina þjóðir.
Að berjast fyrir lýðræði á öllum tímum og vera verndari þeirra gagnrýnenda innan alræðisríkjanna og gjalda við lífi sínu fyrir baráttuna fyrir lýðræðislegum gildum: mál-  og tjáningarfrelsi.
 
Um það snýst málið í SÞ.
Eða það áleit ég.
Jæja, að því er varðar Durban II, þá virðist mér augljóst að SÞ. Hafi gerst hinn nýi vígvöllur Íslamismans undir forystu nokkurra alræðisríkja.
Ég geri ekki ráð fyrir því að okkur sé ljóst að við skjótum lagalegum grundvelli undir Íslmista með Durban II, ráðstefnunni.
 
Og þeir ná sínu fram á meðan lýðræðisþjóðirnar horfa fram hjá því – sumar krjúpa næstum því niður í eyðimerkursandinn og afhenda þeim dagskrána – og   um leið  sigurinn  - til alræðisríkjanna.
 
Ég tek ofan fyrir Kanada fyrir að standa fastir fyrir varðandi þetta mál og ætla að halda sig frá Durban II  ráðstefnunni í mótmælaskini  (Munu Íslendingar hafa bein í nefinu til að gera það sama? Innsk. Þýðanda.)
 
 
Við höfum horft   á þjóðir keppast um að fá inngöngu  í ESB.
Ef til vill er kominn tíminn á það að stofna Lýðræðisbandalag Þjóðanna – þar sem þjóðum er eingöngu hleypt að ef þær undirrita viss lýðræðisleg fyrirheit.
Það mundi  auka matarlystina verulega – ef þannig má komast að orði.
 
Það er vert að hugsa um það.
En hugleiðingar okkar um það hvernig standa skal að þessu ætti að kalla eftir andsvörum núna.
 
Ástæðan er sú að meðan við höngsum og erum að hugsa, eru Íslamistarnir á fullri ferð.
Og þeir hafa sannað meiriháttar atriði með því að ræna Durban II:
 
Þeir eru alls staðar.
Þeir eru skipulagðir í þaula.
Og þeim verður  vel ágengt.

Birt með góðfúslegu leyfi þýðenda, 
 
Surah 2.  Kýrin. 186 málsgrein.
Berjist í sjálfsvörn:
Kóran: 002:186. Berjist við þá sem gera "árás"  á yður vegna Íslam, en farið ekki yfir mörkin. Allah  elskar ekki þá sem kunna sér ekki hófs (fara ekki eftir Kóraninum og Sharia lögum).
Skýringar: Kóran002:186 m1. Skýring:
Að Múslímar  eigi ekki að ráðast á neinn að fyrra bragði skal nota sem vörn fyrir íslam.
 
Allsherjar návist vestrænnar menningaryfirráða getur skoðast sem" árás".
Í flestum stríðum geta verið misvísandi ástæður fyrir "árás".
Gagnrýni á hið pólitíska Íslam getur verið skoðuð sem "árás".
Sérhver árás eða atlaga að Múslímum getur skoðast sem" árás" á hið pólitíska Íslam
.

 

Smella hér, underground svíi að tjá sig á youtube

Smella hér, til að heyra hvað lögreglan og aðrir eru að segja í Malmö
 


Blessuð sé minning þín Sigurbjörn

Þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir þessa þjóð. Ég sendi  fjöldaskildu þinni samúðarkveðjur á sama tíma og ég samgleðst þér kæri Sigurbjörn að vera komin til Drottins, sem þú þjónaðir af allri sálu þinni með dyggð og tryggð, sem er okkur trúuðum til fyrirmyndar og uppörvunar á þessum tímum.   Ég veit að Guð mun taka á móti einstökum þjóni og englarnir munu fagna komu þinni í paradís.

 


mbl.is Forsætisráðherra minnist Sigurbjörns Einarssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Englar og Guð - hlekkur á netbók í færslunni.

Kæru vinir, ég hef lítið verið á blogginu, sakir ástæðna sem ég ætla ekki að tíunda hér en það sem ég get hinsvegar sagt ykkur er það að stundum þarf maður að grafa djúpt til þess að finna klettinn til að endurbyggja á.

En þessi færsla snýst ekki um mig, heldur um dásamlega bók sem heitir á frummálinu "Angels on Assignment" sem mætti kannski bein þýða Englar með verkefni.  Ég vil segja sem minnst um bókina sem þið getið lesið hér á vefnum án kostnaðar, er það að hún er undursamleg, dásamleg og útskýrir svo margt sem við skiljum ekki, eða erum að  misskilja.  Eitt vil ég taka fram, fyrir ykkur sem halda að þetta sé um tiltrú á Engla þá gætuð þið ekki haft meira rangt fyrir ykkur, bókin er um Guð almáttugan og Jesú Krist og himneska þjóna.  Hlekkur á bókina sem er ótrúlega auðlesin á netinu verður hér fyrir neðan.

SMELLA HÉR!!

Endilega látið þetta ganga til allra sem Guð leiðir ykkur til.

Eldri skrif sem ég kalla Íhuganir og eru trúarlegs eðlis, smellið hér

Eldri skrif sem ég skrifa um hina ofsóttu kirkju hægt að lesa með því að smella hér.


Ungar og vitlausar

þannig er þessu bara farið.  Ég deitaði "bad boy" og lærði stóra lexiu þá.  Hef ekki gert sömu mistök aftur.  "Lifðu og lærðu" Góðir menn fá sem betur fer sinn tíma, þegar upp er staðið þá held ég að við sækjumst á endum að mönnum sem við getum treyst með líf okkar og hjarta, og "Bad Boys" fylla ekki þann kvóta.  Mín skoðun.

 

góður nerd

Smellið á myndina til að fá hana stærri.


mbl.is Vondu strákarnir sigra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Louie Giglio - Laminin - margmiðlunarefni um Guð og prótín

Jæja, ég datt inn á merkilegt margmiðlunarefni þar sem predikari ræðir um hversu dýrðlega við erum skopuð, ég er búin að horfa á þetta í tvígang og get ekki annað sagt en "MERKILEGT". það er engin tilviljun í sköpun okkar, endilega horfið á efnið og dæmið sjálf.

 

 

 


Fáum Paul heim aftur

Kæru vinir, það eru margir búinir að skrifa um þetta mál, ég ætla ekki að bæta mér inn í þann hóp, nema að því leitinu til að sýna stuðning minn við þetta málefni og hvetja fjólk til þess að skrifa nafn sitt á undirskriftarlista sem er í gangi, einfaldlega með því að smella hér.

Auk þess hvet ég fólk til þess að skrifa persónuleg bréf til BB og ISG, viljið þið fá afrit af einu slíku er hægt að nálgast það hjá mér með því að senda mér tölvupóst, netfangið er í höfundarlýsingu.

 

Frá og með kl 1300 voru komnar rúmar 600 undirskriftir vantar smá upp á, svo höldum áfram látum þetta ganga og náum tilsettu markmiði, það er líf í húfi!!

Snúum Paul Ramses heim signature
goal: 10,000

mbl.is Fjölskyldu fleygt úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greyið litla ljósið

Voðalega var þessi heppinn að vera fundinn, hvað ætli það séu mörg dýr sem er farið illa með.  Ég bið bara að fólk sýni stillingu, hjálpum lögreglunni ef við höfum upplýsingar.  Ef ég hefði tök á því mundi ég taka þennan að mér, ekki spurning. 

Hjálpum löggunni að finna þá eða þann sem á raunverulega sök á þessu ómanneskjulega ódæði.

 


mbl.is Dýraníðings leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breyting á útliti á blogginu mínu

Vúhú, ég er rosalega ánægð með þetta nýja útlit, ég vildi þakka honum Hauki  vini mínum fyrir að koma að tæknilegu hliðinni, þúsund þakkir.Heart

Gleðilega Þjóðhátíð!!!

3dflags_isl0001-0003a

Lofsöngur

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
              :; Íslands þúsund ár, ;:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.

Ó, guð, ó, guð! Vér föllum fram
og fórnum þér brennandi, brennandi sál,
guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns,
og vér kvökum vort helgasta mál.
Vér kvökum og þökkum í þúsund ár,
því þú ert vort einasta skjól.
Vér kvökum og þökkum með titrandi tár,
því þú tilbjóst vort forlagahjól.
              :; Íslands þúsund ár, ;:
voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár,
sem hitna við skínandi sól.

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá.,
Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá.
Ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf,
vor leiðtogi í daganna þraut
og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf
og vor hertogi á þjóðlífsins braut.
              :; Íslands þúsund ár, ;:
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.

skjaldarmerki

 

flagg fengið með því að smell hér


Skoðum málið frá annarri hlið

Kristið bæjarfélag í Indónesíu verður fyrir fólskulegri árás frá nær liggjandi bæjarfélagi

í litlum bæ, Horale að nafni þar sem aðallega Kristnar fjölskyldur búa, þann 2 maí síðastliðinn skeði sá skelfilegi atburður að ráðist var á bæinn. Þeir sem stóðu að baki árásarinnar voru aðallega Múslímar úr nærliggjandi bæ Saleman. Þessir aðilar brenndu til grunna 120 hús, þrjár kirkjur og skólahús bæjarins. Fjórir Kristnir einstaklingar voru myrtir og 56 særðir. 15 hektarar af ræktuðu landi voru eyðilagðir ásamt 20 smábátum og 2 mótorhjólum.

þrír af hinum fjórum sem myrtir voru, höfðu verið skornir á háls ásamt öðrum barsmíðum. Welhelmina Pattiasina sem er 47 ára gömul var fyrst pínd og 6 ára barnabarn hennar var rist á kvið. Edward Unwaru 84 ára var brenndur til dauða eftir að hafa verið skorin á háls. Fjórða fórnalambið Jósef Laumahina 39 ára gamall var skorinn og brenndur..

Í Horale búa 175 fjölskyldur eða samtals 2.300 persónur.

Upprunalega frétt af þræðinum Barnabas Fund.

Í Amsterdam má ekki ekki samkynhneigð viðgangast, þ.a.s samkvæmt vilja öfga Íslams

 Amsterdam - Drottningardagur þjóðhátíðar dagur sem heldur upp á afmæli Júlíönnu drottningar heitinnar, á hliðargötu við Rembrands stræti er tískusýning samkynhneigða sem varð fyrir hatursárás.

Mike Duprée sem er samkynhneigður og mótel var togaður niður af gangveginum af 10 ungum mönnum, þegar hann reyndi að verja sig var hann barin nokkrum sinnum. Þegar maður reyndi að koma honum til hjálpar urðu úr því frekari slagsmál. Allt þetta vegna sýningar sem átti að kenna umburðalyndi og samhug í samfélaginu til samkynhneigða.

Áður en allt fór úr böndunum var andrúmsloftið þegar orðið þrungið spennu. Samfélagið hafði þegar byrjað að tala um fötin og sumt sýningarfólk móðgað. Árásin á Du Pree var versta tilfellið. "Mike var einfaldlega dregin niður af göngupallinum" Sagði Jennifer Delano sem er var skipuleggjandi sýningarinnar. Árásar mennirnir sem voru af innflytjenda bakgrunni, og Múslímar samkvæmt henni. Árásin stóð ekki yfir lengi, en lögreglan náði ekki á staðinn í tæka tíð samt sem áður.

Þessi frétt komst heldur ekki í heimspressuna, hér er hægt að sjá smávægilega umræðu um þessa hatursárás. Hér er enn eitt andlit fjölmenningar samfélagsins. Með því að smella hér er hægt að lesa allt um málið.  Svo vildi ég þakka Önnu Karen fyrir að benda á þessa frétt.

Slæða eða ekki slæða, það er víst engin spurning

Eigandi hárgreiðslustofu var gert að greiða Bushra Noah 4.000 pund fyrir að ráða hana ekki til starfa sakir kynþátta og trúar fordóma, ástæða fordóma, Desrosiers sagði henni að hún gæti ekki unnið með slæðu þar sem viðskiptavinir þyrftu að geta séð mismunandi hárgreiðslur.

Samkvæmt hinni 19 ára Bushra Noah fyrir atvinnumála rétti, tók viðtalið 15 mínútur og að Desrosiers átti greinilega ekki von á því að hún bæri slæðu og að slíkt skuli ekki hafa verið tekið fram fyrirfram.

Dómurinn féllst ekki á að um væri að ræða beina fordóma, en dæmdi Bushra Noah  4000pund fyrir tilfinningalegt tjón sakir óbeinna fordóma. Þeir sögðu ennfremur að ekkert benti til þess að það hafi verið komið fram við hana öðruvísi vegna þess að hún var múslími eður ei sem sakir trúar  eða annarra þátta

Það er nefnilega það, það er ekki amalegt að geta farið í 15 mínútna viðtal og á endanum fengið nærri 500.000Isk fyrir ómakið. Slæða eða ekki slæða það er hin stóra spurning? Smella hér til að lesa alla fréttina.

Ég tók hér fyrir mismunandi fréttir úr mismunandi áttum, hver og einn verður að dæma fyrir sig hvað er í gangi, en fordómar og hatur er ljótt í hvaða mynd sem þeir eru settir fram, en á meðan þögnin ríkir og fréttir eru einhæfar þá er ekki hægt að berjast gegn þeim nema að hluta til, ábyrgðin liggur ekki bara hjá næsta náunga hún liggur líka hjá þér. Ég þekki nægilega marga Múslíma sem hrýs hugur við því sem er gert í nafni þeirra og ég mun seint ef aldrei hætta að skrifa um þessi mál, því þögnin er óvinur frelsis og lýðræðis sá sem kveður niður fréttir hefur ekkert að gera að búa í lýðræðisríki, sá sem kveður niður óp hinna aumu og særðu hefur ekkert með það að gera að kalla sig lýðræðissinna, sá sem kveður niður rödd alþýðunnar á ekki rétt á því að vera hluti af henni eða tala fyrir hennar hönd


mbl.is Danskir læknar sakaðir um fordóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband