Söguleg stund í BNA, þungt ok lagt á herðar ungs mans.

nýframtíðTil hamingju með sigurinn Herra Barack Obama, þessi sigur er magnþrungin fyrir þjóð þína, fyrir alla minnihluta hópa í BNA, og það er þess vegna sem ganga þín mun verða þung, allra augu verða á þér, meira verður krafist af þér, sakir litarhátt þíns(ekki hjá því komist), sakir reynsluleysis, sakir hversu ungur þú ert allt þetta mun vera þungt ok að bera.  En ég bið að almáttugur Guð verndi þig og styrki í einu og öllu sem mun draga á daga þína sem leiðtoga Bandaríkjanna.  Síraksbók hefur speki við hæfi, ég læt það vera lokaorðin við þessa færslu.

Um leiðtoga og valdhafa úr Sírkasbók 9

17Handaverk hagleiksmanna færa þeim lof
og orð leiðtoga lýðsins birta speki hans.
18 Borgin skelfist málgefinn mann
og orðhákur vekur hatur fólksins.

Síraksbók 10
1Vitur leiðtogi fræðir þjóð sína,
góð skipan er þar sem hygginn ræður.
2 Þjóðhöfðingja líkjast þjónar hans
og bæjarbúar borgarstjóra.
3 Ómenntaður konungur steypir þjóð sinni í glötun,
og borgin blómstrar undir stjórn viturra.
4 Yfirráð jarðar eru í hendi Drottins,
hann fær þau réttum manni á réttum tíma.
5 Í hendi Drottins er hagsæld manns,
ráðamönnum veitir hann vegsemd.


mbl.is Obama kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvunndagshetja stígur fram í kreppunni

Já hérna hér, maður leggur það nú ekki í vana sinna að happa þeim sem gera ólöglega hluti, en þessi frétt fékk mann nú til að brosa af djörfung viðkomandi, hvunndagshetja fæddist í dag, eins og þær gerðu á kreppu árunum á síðustu öld, löghlýðið fólk hafði lúmskt gaman af þeim sem storkuðu ríkinu. 

Ég vona samt að þessi maður leggi þetta ekki í vana og þetta hafi einfaldlega verið einsdæmi, svona "inn your face Dabbi" húmor.

 

 

Animated-Gifs
Animated Gifs
mbl.is Notaði seðil með mynd af Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá maður er bara hálf orðlaus

en samt ekki alveg, Færeyingar eru sannir vinir í raun.   Ég varð eiginlega klökk við þessa frétt og það kom í huga minn að þarna væri fullkomið dæmi um hina Kristnu trú í orði og verki. Það er fátt eins dýrmætt og fjölskilda og vinir.

Síraksbók 6:8
8 Margur er vinur þegar honum hentar
en er hvergi nærri þegar að sverfur.

Orðskviðirnir 18:24
24Til eru vinir sem bregðast
og til er sá vinur sem reynist tryggari en bróðir.

Síraksbók 6:10
10 Margur er vinur er þú býður til veislu
en er hvergi nærri þegar að sverfur.

 
   Síraksbók 6:14
14 Traustur vinur er örugg vörn,
finnir þú slíkan áttu fjársjóð fundinn.

 
   Síraksbók 6:15
15 Traustur vinur er verðmætari öllu,
á engan kvarða fæst gildi hans metið.

 
   Síraksbók 6:16
16 Traustur vinur er sem ódáinsdrykkur,
sá sem Drottin óttast mun slíkan finna.

Eins og þið sjáið þá heldur Síraksbók utan um mikin vísdóm og sannleika, njótið vel.  Orðskv. hafði líka eitthvað að segja um sanna vináttu.

 


mbl.is Vill gefa Íslendingum 300 milljónirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bland í poka og merkur fornleifa fundur í landinu Helga :)

Eftirfarandi bæn var á vef þjóðkirkjunnar, mér þótti hún svo innilega þess virði að blogga hana hjá mér:

Andspænis illsku og ranglæti vil ég ekki missa móðinn, heldur vil ég rísa upp og standa með því sem er rétt og satt, og ég vil horfast í augu við framtíðina með hugrekki, friði og gleði.

 

Úr Dýrmætara en Gull eftir Móðir Basilea Schlink.

"Gjörið allt án þess að mögla og hika"  Fil 2,14.

Ísraelsmenn mögluðu og komust þess vegna ekki inn í Kanaansland heldur uppskáru þann beiska ávöxt að þurfa að ráfa um eyðimörkina í 40 ár.  Forðastu þess vegna það að mögla og vorkenna sjálfum þér.  Það eru ekki erfiðleikarnir sem mæta þér sem eru orsök örvæntingarinnar á eyðimerkurgöngu þinni, heldur óánægja þín og mögli gegn Guði.

Já há, það má með sönnu segja að Móðir Basilea var sko ekkert að skafa utan af því sem hún trúði, og með því að koma heiðarlega fram við okkur í orðum sínum, getum við horft heiðarlega fram á við, og haldið áfram að sækja í Guð með trausti og þakklæti þrátt fyrir erfiðleika lífsins í dag.

Jæja þá er komið að síðasta molanum í pokanum og eins og okkur er vant þá er uppáhalds bitinn eftir, í þessu tilfelli þá er það um að ræða fornleifa gröft í Ísrael sem er hugsanlega af stórkostlegri stærðar gráðu.

Já, það er sko á hreinu að ritning hefur rétt fyrir sér þegar orð hennar töluðu um að Steinarnir mundu hrópa sannleikann.  Eina ferðina en, hefur merkilegur fornleifa uppgröftur hugsanlega leitt í ljóst  með nákvæmni sannannir fyrir tilvist Davíð Konungs. (ekki það að ég þurfi sannanirHalo)

Maður að nafni Yossi Garfinkel fornleifa fræðingur Hebreska Háskólanum í Ísrael hefur fundið m.a. brot úr keri sem er frá 3000 f.k á þessu keri er letur sem getur ekki verið neitt annað en forn Hebreska eða það sem er kallað prótó kannoníska, vissulega má segja að aðrir kynstofnar en Ísrael hafi notað þann dílalekt hinsvegar er sér fyrirbrygði í  notkun orðsins "to do" "að gera" sem er bara einkennandi fyrir Hebrea.  Svæði sem þessi merki fundur eru nokkrir ekrur og því mikið í húfi.  Vissulega eru ekki allir sammála Yossi hinsvegar eru meiri líkur en ekki að Yossi Garfinkel hafi rétt fyrir sér. 

Rabbín Levi Selavan sem er hópstjóri upp greftsins sagði, þegar ég stend hér þá er ég á fremstu víglínu bardagans á milli Fílestína og Ísraela. "þegar ég opna Biblíuna mína og les um Davíð og Golíat, þá skil ég að ég stend inn í ritningunni sjálfri (sögulegu Biblíulegu samhengi).

Smellið hér til þess að lesa meira um þetta á ensku.

Já það má með sönnu segja að frásagnir úr Biblíunni og fornleifa fræði eru að verða meira og meira samstíga þegar það kemur að landinu helga, sem er að sjálfsögðu engin tilviljun, trúaðir hafa trúað án þess að hafa séð, en Guð sér fyrir þeim sem neita að sjá og steinarnir hrópa!

knús.


Ritningin hefur svo margt að gefa okkur

og móðir Basilea Schlink hafði einstaka gjöf að koma frá sér orði Guðs, með einföldum hætti. Eftirfarandi er úr bókinni Dýrmætara en Gull, fæst þar sem kristilegar bækur er seldar.

"Safnið yður fjársjóðum á himni". Matt 6.20

Þeir fjársjóðir sem einhvers virði eru eftir himneskum mælikvarða, eru elska til náungans, afneitun eiginhagsmuna og jarðneskra gæða og skilyrðislaus eftirfylgd undir krossi Jesú.  Hafirðu safnað slíkum fjársjóðum á stuttri ævi bíður þín óendanleg auðlegð við heimkomu þína til himna.

Mikið afskaplega eru þetta dýrmædd orð, kannski tala þau bara ágætlega inni í aðstæður íslendinga í dag, kannski er þarna að finna nákvæmlega það sem við þurfum að gera til þess að ná okkur á strik aftur....

 

 


Nei, nei nei nei nei......

Það sem ég ætla að sýna ykkur mun fyrir sum ykkar virðast óhugganalegt, sum ykkar munu ekki skilja, aðrir munu hafa þetta af háði, en, hér er ekkert grín á ferð.  Íslendingar mega ekki, falla við fætur ES það mun tortíma okkur. Skoðið og íhugið.

Og einn af englunum sjö, sem halda á skálunum sjö, kom til mín og sagði: "Kom hingað, og ég mun sýna þér dóminn yfir skækjunni miklu, sem er við vötnin mörgu.

    2Konungar jarðarinnar hafa drýgt saurlifnað með henni, og þeir, sem á jörðinni búa, hafa orðið drukknir af saurlifnaðar víni hennar."

    3Og hann leiddi mig burt í anda á eyðimörk. Og ég sá konu sitja á skarlatsrauðu dýri, alsettu guðlöstunar nöfnum, og hafði það sjö höfuð og tíu horn. Lesa meira hér

Ég ætla setja hér inn nokkrar myndir, sú fyrsta mun vera tekinn fyrir framan höfuðstöðvar EU í Brussel, tilviljun, oh nei.  Sú næsta er mynd af hliði Babýlons sem heitir Ishtar hliðið, það hefur verið endurreist  í allri sinni dýrð í Berlín, lesið hér spádóma Daníels takið sérstaklega tímabilinu sem eru fætur styttunnar, sem eru úr leir og járni það er okkar tími, hið nýja Babýlon er risið, ekki í Írak, Ekki Kaþólska kirkja þó fljótt á litið mætti túlka það þannig, en hin Rómverska kirkja mun hinsvegar leika mjög stórt hlutverk, enda ef þið hafið fylgst með fréttum þá hefur verið talað um að sameina mótmælenda kirkjuna aftur við hina kaþólsku, þetta er en og aftur ekki eins fjarstæðukennt og fólk hefur haldið, en nýja Babýlon er ekki í Írak heldur í Evrópu. Svo má sjá mynd af mynt sem EU smá mynt frá Grikklandi, takið eftir myndinni. Síðustu tvær myndirnar eru nákvæmlega það sem þið sjáið, endurreisn trunsins "Babel" hefur þegar verið unnin,  haldið þið að þetta sé allt saman tilviljun, Nei! 

skækjan sem ríður á baki dýrsinsSæti Babilons endureist þegar í Berlin, hlið Babilonsgrískur peningurBabel trunin endurbyggðurEvrópa margar tungur, ein röddsmellið á myndirnar til að sjá þær í fullri stærð.  Það er mín von að Omega endursýni þáttinn sem þeir sýndu í gær eins oft og mögulega, því þátturinn útskýrir þetta svo vel.

Svo í lokin, þá langar mig að benda ykkur á aðra "ekki" tilviljun.  Ishtar hliðið og nafnið Ishtar er kvennaheiti og þýðir frjósemi, orðið Easther er tekið af orðinu Ishtar, frjóseimis gyðju. En ein tilviljun, ég held ekki.  En rannsakið þetta sjálf. Skækjan á dýrinu er orðin raunveruleiki....

 

 


mbl.is Aðildarviðræður við ESB strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert furðulegt, hefði mátt gerast fyrr

Darlingið hans Brown er þorskshaus, enda mikil aðdáandi hins Brúna.  Íslendingar eiga nota sér þennan leka óheftað, láta hann flæða yfir þessa hryðjuverkamenn sem þykjast vita hvað þeir eru að gera.  Mín skoðun.  Kannski bara að hann Garfield fái síðasta orðið, hann virðist hafa það sem þarf til að bjarga málunumLoL

 

Animated-Gifs
Animated Gifs
mbl.is Furðulegt að samtalið skyldi leka í fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höldum fast við játningu vonar vorar án þessa að hvika

Fyrirsögnin er úr Hebr. 10.23.

Eftirfarandi er tekið úr bókinni Dýrmætara en Gull eftir Móðir Basilea Schlink. Ég get engan vegin sagt að  ég skilji hvað starfsmenn KÞ eru að ganga í gegnum á þessari stundu, þá sem bíða eftir símtölum sem munu útkljá framtíð þeirra hjá  þessu fyrirtæki.  En Basilea hefur hughreystandi orð fyrir alla sem vilja.

Haltu á erfiðustu dögum lífs þíns fast við þá von sem þú hefur játað og það takmark sem þú lifir fyrir: að innganga þín í borg Guðs hafi verið verðskulduð fyrir þig í fórn Jesú Krists. Þessi borg dýrðarinnar, bústaður þeirra er sigra, er raunveruleiki.  Minnstu þess að "þjáningar þessa tíma" eru ekki neitt samanborið við þá dýrð sem bíður þín.  Sýndu því þolgæði!.

Mætum kl 16:00 og mótmælum á Austurvelli, við verðum að sína samstöðu.  Ég bið að Guð geymi ykkur og styrki í barátunni sem er þessi ólgusjór sem er Ísland í dag.

 


mbl.is Um 150 missa vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að telja blessanir - klukk

Ég veit að í allri þessari neikvæðni á þessum ögurtímum landsins okkar þá er stundum erfitt að sjá það góða í okkar umhverfi.  Svo ég ákvað að skella inn 10 blessunum í mínu lífi og þakka fyrir þær í leiðinni.

1. Foreldrar mínir eru yndisleg, og styðja mig eftir bestu getu, luv you.

2. Vinir mínir eru yndislegir og ég er svo þakklát fyrir þá.

3. Hundurinn minn er prakkari og lífsbjörg, dregur míg út í göngu, sem kemur af stað hjartanu og sorterar hugann, kemur jákvæðni hugsun af stað.

4. Trúin mín á Guð almáttugan og styrkkinn sem hann veitir mér.

5. Kisi minn sem eltir mig og hundinn þegar við förum út að labba og fær mig alltaf til að brosa að sjá hann elta okkur.

6. Falleg börn með rósrauðar kynnar að leika sér í nýföllnum snjó, þessa dagana.

7. bankafulltrúinn minn hún hjá Landsbankanum, hún er hreint og beint engill.

8. Vandamenn, að langflestir eru hraustir og hreint og beint gott fólk

9. Gjöfulli Nátturu Íslands

10. Kraftaverkið í hverjum andardrætti sem er lífið sjálft.

 

Ég klukka.  Guðstein Hauk, Rósu Aðalsteins. Úlli, Önnu Karen, Didda, Birnu dís og Ásu Grétu. Þórdísi Báru og Halldór Magnússon.

Stórt faðmalag til ykkar alla.

!cid__1_07BB37F007BB359C006C7F2100257406

Feel sorry for this __I__ Darling Brown

and your PMS (joke intended). We don´t want or need your pity Darling Brown, ups sorry Darling & Brown and the rest of the PMS and Mr Sawers. History will recall you backstabbing insult to nation within the UN, right now you are sitting in the twilight of an ill gained and evil deed, your nation is blinded  by the thought that you have saved their ass, but the truth is, you Darling Brown have screwed them royally, they just haven't felt the pain yet.  Just as soon as they do, the labour party will be buried in the annals of history as traitor's to a sovereign nation, traitors to an international alliance and traitors and liars to their own people.

Iceland will stand up, we will survive, we survived hell on earth more than once from nature and uncaring greedy rulers in the past,  we will survive the stupidity of few Icelandic greedy bastards, they will be held up as an example to the nation for shear stupidity and greed, and will pay the price.  Live and learn. 

We, can survive without any assistance if we have to, we can grow our own fruit, vegetables, and grain, we have the energy to power thousand green houses, we have oceans that are pure and have fish that are clean, we have intelligent well educated people along with the hard working, working class ready to stand and deliver us out of this valley, we have our faith, we are strong, we take it on the chin and keep going, we are today what the British used to be, a picture of courage and ice cold determination, to fight and become better, for with honor and self sufficiency the rightiousness will win the day. 

To our friends, who still stand at our back, we thank you.  To the rest of you ___I__

 God save your Queen, she surly needs it, and God keep the regular Brit safe from Darling Brown and their minions.

 


mbl.is Bretar vorkenna Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt sem ég er - lofgjörð (Hillsong)

Mín Íhugun með því að smella hér.

Traustsins verður, fyrirgefningar verður, mitt hux um ástandið í dag. (íhugun)

The_worship_of_MammonMér datt í hug að koma hér nokkrum orðum um hvernig mér líður sakir stöðu mála á Íslandi og í heiminum í dag út frá sjónarhorni trúar minnar og mín beiska eðlis.(samanber færslunni á undan þessari).

Ég eins og þið er óróleg, þó get ég sagt að þetta hafi ekki komið mér á óvart.(nema Landsbankinn, hefði aldrei geta ímyndað mér hann í vanda)  Ég hef bent á oftar en einu sinni í minni fjölskildu sem og í vinahópi að það mundi koma fall, það væri ekkert annað í stöðunni, það sem fer upp verður að koma niður, þetta á líka við hið fjárhagslega. 

Dýrkun á Mammon er og var fyrirsjáanlegt kapphlaup að falli mansins fram af klettabrún græðginnar, með ekkert undir fótum sínum sér til styrktar, ekkert til að grípa í sér til halds og enginn til að styrkja huga þess sem hefur valið að velja græðgi og vald í stað Guð almáttugan og hans boðskap.

Á samkomu í kvöld í minni yndislegu kirkju var mikið talað um fyrirgefninguna, og hversu erfitt það væri að fyrirgefa, og hvernig við ríghéldum í reiði, og særindi í daga, mánuði, eða ár eftir ár, í stað þess að fyrirgefa þeim sem hafði gert eitthvað í okkar garð.  Ég sat þarna og hugsaði, obbósí, kímdi hálfpartinn og hugsaði til þrumu ræðu minnar til Gordon Browns.(færslan hér á undan)

Óh já, maður var pínu á iði við þessa ræðu, en hún hughreysti mig líka og mig langar svo að setja hér in ritningarvers sem talar svo inn í aðstæður okkar samfélags í dag, í þeirri von og bæn að þeir sem hafa völdin taki þau orð til sín festi þau í hjarta sér og huga, og muni að þó von okkar sé í Guði þá verðum við almenningur að fá að upplifa að valdamenn ríkisins og bankanna séu traustsins verðir, þá fyrst getum við tekið skref í átt að endurnýjun og uppbyggingu með Guði og mönnum. (Matt 18)

Hve oft?

21Þá gekk Pétur til hans og spurði: „Drottinn, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum ef hann misgerir við mig? Svo sem sjö sinnum?“
22Jesús svaraði: „Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö.[3]

Eða: sjötíu og sjö sinnum.


23Því að líkt er um himnaríki og konung sem vildi láta þjóna sína gera skil. 24Hann hóf reikningsskilin og var færður til hans maður er skuldaði tíu þúsund talentur.[4]

Ein talenta jafngilti sex þúsund denörum en einn denar var þá venjuleg daglaun landbúnaðarverkamanns, sbr. Matt 20.2.

  25Sá gat ekkert borgað og bauð konungur þá að hann skyldi seldur ásamt konu og börnum og öllu sem hann átti til lúkningar skuldinni. 26Þá féll þjónninn til fóta honum og sagði: Haf biðlund við mig og ég mun borga þér allt. 27Og herra þjónsins kenndi í brjósti um hann, lét hann lausan og gaf honum upp skuldina.
28Þegar þjónn þessi kom út hitti hann einn samþjón sinn sem skuldaði honum hundrað denara. Hann greip hann, tók fyrir kverkar honum og sagði: Borga það sem þú skuldar! 29Samþjónn hans féll þá til fóta honum og bað hann: Haf biðlund við mig og ég mun borga þér. 30En hann vildi það ekki, heldur fór og lét varpa honum í fangelsi uns hann hefði borgað skuldina. 31Þegar samþjónar hans sáu hvað orðið var urðu þeir mjög hryggir og sögðu herra sínum allt sem gerst hafði. 32Konungurinn kallar þá þjóninn fyrir sig og segir við hann: Illi þjónn, alla þessa skuld gaf ég þér upp af því að þú baðst mig. 33Bar þér þá ekki einnig að miskunna samþjóni þínum eins og ég miskunnaði þér? 34Og konungur varð reiður og afhenti hann böðlunum uns hann hefði goldið allt sem hann skuldaði honum.
35Þannig mun og faðir minn himneskur gera við yður nema þér fyrirgefið af hjarta hvert öðru.“

trú og traust 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband