Traustsins verður, fyrirgefningar verður, mitt hux um ástandið í dag. (íhugun)

The_worship_of_MammonMér datt í hug að koma hér nokkrum orðum um hvernig mér líður sakir stöðu mála á Íslandi og í heiminum í dag út frá sjónarhorni trúar minnar og mín beiska eðlis.(samanber færslunni á undan þessari).

Ég eins og þið er óróleg, þó get ég sagt að þetta hafi ekki komið mér á óvart.(nema Landsbankinn, hefði aldrei geta ímyndað mér hann í vanda)  Ég hef bent á oftar en einu sinni í minni fjölskildu sem og í vinahópi að það mundi koma fall, það væri ekkert annað í stöðunni, það sem fer upp verður að koma niður, þetta á líka við hið fjárhagslega. 

Dýrkun á Mammon er og var fyrirsjáanlegt kapphlaup að falli mansins fram af klettabrún græðginnar, með ekkert undir fótum sínum sér til styrktar, ekkert til að grípa í sér til halds og enginn til að styrkja huga þess sem hefur valið að velja græðgi og vald í stað Guð almáttugan og hans boðskap.

Á samkomu í kvöld í minni yndislegu kirkju var mikið talað um fyrirgefninguna, og hversu erfitt það væri að fyrirgefa, og hvernig við ríghéldum í reiði, og særindi í daga, mánuði, eða ár eftir ár, í stað þess að fyrirgefa þeim sem hafði gert eitthvað í okkar garð.  Ég sat þarna og hugsaði, obbósí, kímdi hálfpartinn og hugsaði til þrumu ræðu minnar til Gordon Browns.(færslan hér á undan)

Óh já, maður var pínu á iði við þessa ræðu, en hún hughreysti mig líka og mig langar svo að setja hér in ritningarvers sem talar svo inn í aðstæður okkar samfélags í dag, í þeirri von og bæn að þeir sem hafa völdin taki þau orð til sín festi þau í hjarta sér og huga, og muni að þó von okkar sé í Guði þá verðum við almenningur að fá að upplifa að valdamenn ríkisins og bankanna séu traustsins verðir, þá fyrst getum við tekið skref í átt að endurnýjun og uppbyggingu með Guði og mönnum. (Matt 18)

Hve oft?

21Þá gekk Pétur til hans og spurði: „Drottinn, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum ef hann misgerir við mig? Svo sem sjö sinnum?“
22Jesús svaraði: „Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö.[3]

Eða: sjötíu og sjö sinnum.


23Því að líkt er um himnaríki og konung sem vildi láta þjóna sína gera skil. 24Hann hóf reikningsskilin og var færður til hans maður er skuldaði tíu þúsund talentur.[4]

Ein talenta jafngilti sex þúsund denörum en einn denar var þá venjuleg daglaun landbúnaðarverkamanns, sbr. Matt 20.2.

  25Sá gat ekkert borgað og bauð konungur þá að hann skyldi seldur ásamt konu og börnum og öllu sem hann átti til lúkningar skuldinni. 26Þá féll þjónninn til fóta honum og sagði: Haf biðlund við mig og ég mun borga þér allt. 27Og herra þjónsins kenndi í brjósti um hann, lét hann lausan og gaf honum upp skuldina.
28Þegar þjónn þessi kom út hitti hann einn samþjón sinn sem skuldaði honum hundrað denara. Hann greip hann, tók fyrir kverkar honum og sagði: Borga það sem þú skuldar! 29Samþjónn hans féll þá til fóta honum og bað hann: Haf biðlund við mig og ég mun borga þér. 30En hann vildi það ekki, heldur fór og lét varpa honum í fangelsi uns hann hefði borgað skuldina. 31Þegar samþjónar hans sáu hvað orðið var urðu þeir mjög hryggir og sögðu herra sínum allt sem gerst hafði. 32Konungurinn kallar þá þjóninn fyrir sig og segir við hann: Illi þjónn, alla þessa skuld gaf ég þér upp af því að þú baðst mig. 33Bar þér þá ekki einnig að miskunna samþjóni þínum eins og ég miskunnaði þér? 34Og konungur varð reiður og afhenti hann böðlunum uns hann hefði goldið allt sem hann skuldaði honum.
35Þannig mun og faðir minn himneskur gera við yður nema þér fyrirgefið af hjarta hvert öðru.“

trú og traust 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Linda þú varst sko ekki of hörð við Gordon Brown annars tek ég bara undir þessi skilaboð. Núna er tíminn til að fyrirgefa, bæði sjálfum sér og öðrum. Takk fyrir þessa færslu

halkatla, 13.10.2008 kl. 00:29

2 Smámynd: Linda

phew. Takk Anna mín, það var ekki gaman að iða eins og syndarselur á samkomu...

Knús.

Linda, 13.10.2008 kl. 00:33

3 identicon

Sæl Linda,

Jæja,margt kom uppá hjá mér í kvöld sem varð til þess að ekki fór ég yfir "brúna" í kirkjuna þína( mína).Ég hef verið að hugleiða mjög svo margt jafnhliða því að blogga á fullu til að fá útrás. En allt gengur þetta yfir. Og ég hlustaði á Omega í kvöld á þátt sem heitir  "  Ljós í myrkri " með Sigurði júlíussyni og fannst mér hann góður.

Þakka þér góðan pistil og Algóður Guð geymi þig.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 00:36

4 Smámynd: Linda

Kæri Þórarinn, það hefði verið yndislegt að sjá þig í kvöld, en, kannski næst :) Ég sá hvað þú skrifaðir um hina ofsóttu kirkju þakka þér fyrir það kæri vinur. Mikið er gott að sjá fjölmiðla taka eftir raunum bræðra og systra okkar í Írak.

knús.

Linda, 13.10.2008 kl. 00:39

5 Smámynd: halkatla

Þú varst að kommenta næstum því um leið og ég - spáðu í að vera á sömu bylgjulengdinni - það eina sem mig vantar í Litlu-Moskvu er að geta komist á almennilega samkomu, það hljómar yndislega

halkatla, 13.10.2008 kl. 00:39

6 Smámynd: Linda

Haha Takk takk Híppó minn, gaman að sjá þig í heimsókn. :)

Knús vinur.

Linda, 13.10.2008 kl. 00:39

7 Smámynd: halkatla

sko tilviljunin var að við kommentuðum hjá hvor annarri á sama tíma.

halkatla, 13.10.2008 kl. 00:40

8 Smámynd: Linda

Trallala Anna mín, við erum snillingar ekki spurning á sömu bylgjulengt í kvöld.  Enn, þú getur komið hvenær sem er á samkomu hjá Íslensku Kristkirkjunni í litlu Moskvu hvenær sem þú ert í bænum.

knús.

Linda, 13.10.2008 kl. 00:43

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín.

Allt í lagi að gefa Gordon Brown aðeins á baukinn.  Hann vildi fara í stríð við okkur. Við höfum alltaf sigrað Breta. Við tökum Bretana í bóndabeyju ef með þarf.

"Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður."1. Pét. 5:7

Guð veri með þé og einnig með Gordon Brown

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.10.2008 kl. 00:50

10 Smámynd: Linda

haha, þú ert yndisleg Rósa mín.

"Tökum Gordon Brown í bóndabeygju" argasta snilld sé það fyrir mér, muahahahah.

Guð veri með þér einnig kæra vinkona.

knús

Linda, 13.10.2008 kl. 00:54

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl aftur Linda mín.

Við værum flottar ef við værum sendar til Englands og taka karl í bóndabeyju eða í nefið.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.10.2008 kl. 00:57

12 Smámynd: Linda

.

Linda, 13.10.2008 kl. 01:01

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Altari Mammóns stendur í ljósum loga, og traust mannanna hefur sem betur fer snúist annað. Takk fyrir frábæra grein Linda mín!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.10.2008 kl. 09:32

14 Smámynd: Linda

Takk Svandís mín, alveg sammála :)

Takk Haukur minn, ´þín var saknað á samkomu í gær.

Knús á alla sem hér skrifa með Guðs blessun í farabroddi.

Linda, 13.10.2008 kl. 18:13

15 Smámynd: Aida.

Amen

Aida., 13.10.2008 kl. 18:35

16 Smámynd: Linda

Yndislegt að fá þig í heimsókn Alda mín, ég bið að Guð blessi þig og þína.

knús.

Linda, 13.10.2008 kl. 18:52

17 Smámynd: Linda

Mér datt í hug að bæta þessu inn, að á þriðjudögum kl 20 er hugleiðslu og kyrrðarstunda í Íslensku kristkirkjunni að Fossaleyni 14, Grafarvogi.  Þar fær fólk klt tíma í endurnæringu og nærveru Guðs, lærir að hugleiða og slaka á.  Endilega kíkið, þið munið ekki sjá eftir því. 

Megi almáttugur Guð blessa ykkur öll og varðveita.

knús.

Linda, 13.10.2008 kl. 19:43

18 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 15:16

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Linda!

Góð dæmisaga. Eiginlega ekkert mikið öðruvísi ennn sem ég fara að koma með á síðustu færsly. Hún er bara öðruvísi orðuð. Snilldarfærsla, takk fyrir það. :)

Óskar Arnórsson, 16.10.2008 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband