Englar og Guð - hlekkur á netbók í færslunni.

Kæru vinir, ég hef lítið verið á blogginu, sakir ástæðna sem ég ætla ekki að tíunda hér en það sem ég get hinsvegar sagt ykkur er það að stundum þarf maður að grafa djúpt til þess að finna klettinn til að endurbyggja á.

En þessi færsla snýst ekki um mig, heldur um dásamlega bók sem heitir á frummálinu "Angels on Assignment" sem mætti kannski bein þýða Englar með verkefni.  Ég vil segja sem minnst um bókina sem þið getið lesið hér á vefnum án kostnaðar, er það að hún er undursamleg, dásamleg og útskýrir svo margt sem við skiljum ekki, eða erum að  misskilja.  Eitt vil ég taka fram, fyrir ykkur sem halda að þetta sé um tiltrú á Engla þá gætuð þið ekki haft meira rangt fyrir ykkur, bókin er um Guð almáttugan og Jesú Krist og himneska þjóna.  Hlekkur á bókina sem er ótrúlega auðlesin á netinu verður hér fyrir neðan.

SMELLA HÉR!!

Endilega látið þetta ganga til allra sem Guð leiðir ykkur til.

Eldri skrif sem ég kalla Íhuganir og eru trúarlegs eðlis, smellið hér

Eldri skrif sem ég skrifa um hina ofsóttu kirkju hægt að lesa með því að smella hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín.

Englarnir eru í þjónustu Guðs almáttugs. Við erum öll lánsöm að hafa vernd Guðs og engla hans yfir okkur.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.7.2008 kl. 17:54

2 Smámynd: Linda

Nákvæmlega Rósa mín, og ég vona að þú gefir þér tíma í að lesa þessa bók á netinu því hún er kraftaverki líkust.

knús.

Linda, 24.7.2008 kl. 17:57

3 identicon

Gott að þú ert komin aftur.Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 18:48

4 identicon

Velkomin aftur Linda mín - ég var farin að hafa áhyggjur af þér - ef ég hefði haft símanúmer hjá þér hefði ég hringt í þig!! En í staðinn bað ég bara fyrir þér - Guð blessi þig og umvefji í öllum kringumstæðum!!

Ása (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 20:12

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei sko, loksins færsla frá þér! En ég kíki á þessa bók. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.7.2008 kl. 09:51

6 Smámynd: Linda

Sæl Birna mín, já ég varð að deila þessari bók með ykkur sem hér kíkið inn, ég vona að þú lesir hana, vinur minn prentaði hana út.

Sæl Ása mín, æi ég er hér og mun ég tala við þig mjög fljótlega, lofa að þú verður ánægð.

Sæll Haukur minn, sumir koma seint en koma samt eins og sagt er.  Ég mun vera hér á blogginu af og til, en mun ekki taka þátt í neinu sem kallast þrætur, slíkt er ekki uppbyggjandi og hef ég fullkomin frið fyrir þeirri ákvörðun.

Linda, 25.7.2008 kl. 13:29

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Skynsamlegt Linda - þrætur geta verið afskaplega þreytandi, og skil ég ákvörðun þína vel.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.7.2008 kl. 14:37

8 Smámynd: Linda

Takk Haukur, já þær þjóna engum tilgangi, nema að skapa leiðindi, og þegar það kemur að trú, þá þarf fólk ekki að réttlæta trú sína, heldur einfaldlega að deila henni með fólki án þess að til leiðinda komi.

Linda, 25.7.2008 kl. 15:05

9 Smámynd: Flower

Gaman að sjá þig Linda. Ég hef ekki verið dugleg að blogga heldur en stafar nú sumpart af því að ég er í annari tölvu en ég er vön og hún funkerar ekki eins vel einhvernvegin.

Varðandi engla þá er það afar heillandi að hugsa sér engla vaka yfir manni. 

Flower, 25.7.2008 kl. 20:35

11 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Sæl Linda mín!

Gott að fá þig til baka. Þakka þér fyrir að gerat bloggvinur minn og þín hvetjandi orð. Bráðlega mun ég skrifa á vefsíðuna.

það er mikill styrkur í að lesa þessa bók sem þú nefnir. Það virðist vera ótrúlega margir kristnir sem eru hræddir við að tala, skrifa, um engla.

Þó er mikið skrifað um engla í Biblíunni. Þeir eru í þjónustu Guðs, okkur til verndar og heilla.

Shalom kveðja

Ólafur

Ólafur Jóhannsson, 26.7.2008 kl. 13:13

12 identicon

Sæl Linda mín.

Mér léttir að heyra frá þér, ég hef verið að hugsa mikið til þín undanfarið. Guð sé lof að þú ert fram komin.

Ég er búinn að hlaða þessu niður hjá mér, en á eftir að lesa.  Ég vil þakka sérstaklega fyrir þetta framtak þitt, ( Hver önnur en þú drífur í því )

Megi Algóður vaka og vernda þig alla daga og allar nætur, og hjálpa þér á erfiðum stundum,sem við förum öll í gegn um.

Þinn Trúbróðir og Bloggvinur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 03:42

13 Smámynd: Linda

Sæl Flower mín, takk innilega fyrir athugasemdina, gaman að sjá þig, ég vona að þú venjist tölvunni þinni.

Kæri Óskar, mikið er gott að vita að þú ert búin að lesa þessa bók að mestu, endilega haltu áfram  hún er mikil blessun.

Kæri Þórarin, ég veit að þú átt eftir að njóta þess að lesa þessa bók og þakka þér fyrir þína yndislegu fallegu kveðju.

knús til allra sem hér skrifa

Linda, 27.7.2008 kl. 13:50

14 Smámynd: Linda

Kæri Ólafur, þakka þér innilega fyrir innlitið og kveðjuna, já ég er sammála því að Kristnir margir hverjir geta verið hræddir að tala um Engla, en það er munur á því að trú því að Englar gangi með okkur og verndi, en að trú því að þú getir beðið þá um eitt og annað að gera þá að Guðum, það má alls ekki. En að samþykkja þá og þakka fyrir þá að vita af þeim er yndisleg tilfinning, og þessi bók skrifar nákvæmlega um hlutverk þeirra í þjónustu Drottins. Yndislegt alveg.

Knús.

Linda, 27.7.2008 kl. 13:54

15 identicon

Heil og sæl Linda mín, góð færsla að vanda. Gott að sjá þig í gangi aftur.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 16:38

16 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Takk Linda, góð ábending, hef lesið margt gott eftir Hunter hjónin - skoða þetta

Ragnar Kristján Gestsson, 28.7.2008 kl. 07:56

17 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Linda mín!

Notalegt að heyra frá þér ,og ekki spillir að það sé á þessum nótum.

Mér finnst ég oft verða vör við engla og englavernd í mínu lífi.Það er sterk trú mín að Guð faðir sendi okkur á þennan hátt oftar en ekki hjálp frá himni sínum.

Linda! svo ertu frábær hér á blogginu,þig má ekki vanta

Drottinn blessi þig á alla lund, og veiti þér skjól undir höndum sínum!

     Takk fyrir færsluna!     Kveðja   Halldóra.
 

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 28.7.2008 kl. 13:39

18 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Blessunar kveðjur til þín frá mér. Ætla að reyna að lesa þetta fljótlega.

Bryndís Böðvarsdóttir, 1.8.2008 kl. 23:05

19 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Engla eru og hafa alltaf verið til. Guði sé lof.

Gunnar Páll Gunnarsson, 2.8.2008 kl. 12:59

20 identicon

Ása (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 10:27

21 identicon

Þetta er vissulega áhugavert

Jakob (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 19:40

22 Smámynd: halkatla

frábært, ég ætla að kíkja á þessa bók

njóttu sumarsins Linda

halkatla, 6.8.2008 kl. 11:10

23 Smámynd: halkatla

ég nenni heldur ekkert að blogga en hugsa samt mjög mikið til þín, Guðsteins, Dokksa og 2-3 annarra bloggara. (ég nenni heldur ekkert að blogga í sumar, það er bara eitthvað mindblock í gangi - því miður hef ég ekki verið nógu dugleg að sinna andlegu hliðinni og það verður drama að koma henni aftur í lag eftir sumarið...)

halkatla, 6.8.2008 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband