5.4.2009 | 13:41
Dagur Pálmanna
Á göngu minni áðan og eftir samtal mitt við minn yndislega himneska föður, kom í huga minn, að í dag væri Pálmasunnudagur, eða dagur Pálmanna eins ég kalla hann í dag.
Mér var hugsað til þess Þegar Drottinn reið inn um borgarhliðið í Jerúsalem og þar tók á móti honum mikill mannfjöldi sem veifuðu pálmum honum til heiðurs, fólkið vissi að þarna fór réttlátur og mikill maður, þarna í mansmynd var fyrirheitið fullkomnað, frelsari þeirra og konungur var komin til að leiða það aftur inn í helga samveru með Föður okkar allra.
Á sama tíma stóðu á húsþökum eða við glugga farísear og aðrir æðstuprestar, já e.t.v líka heiðnir leiðtogar Rómar og annarra ríkja og horfðu á þennan viðburð, sumir vissu ástæðu fyrir gleði fólksins og voru byrjaðir að skipuleggja fall mansins sem reið inn um borgarahliðið á "asna" dýri sem bara þeir fátæku gátu átt ef heppni var með þeim.
Eflaust voru þessi vitni, forviða yfir ákafa og ást fólksins á þessum lítilátlega manni sem reið inn á asna, eflaust voru þeir líka forvitnir, því það fór ekki á milli mála að þeir höfðu heyrt um andúð æðstu presta og tigna manna innan Gyðingsdómsins á þessu hógværa manni. Ef til vill voru þarna menn sem mundu taka trú á Jesú, menn sem mundu upplifa og sjá þjáningu hans nokkrum dögum seinna, menn og konur sem mundu skilja eftir heiðna trú og byrja að ganga fram með orð Krists í hjarta sínum. En á þessari stundu var þessi maður og fylgjendur hans bara forvitnilegur sérvitringur.
Þannig er þetta líka í dag, þeir sem eru ekki Kristnir, skilja ekki hvers vegna við trúum, skilja ekki hvers vegna við tilbiðjum Guð Gyðinganna sem var Krossfestur fyrir syndir okkar allra. Ég sé fyrir mér þetta fólk standa á þökum og við glugga og horfa á erfingja Krists með sama hugarfari og furðu og gert var á þessum deigi fyrir 2000 árum síðan. Tímarnir breytast en fólkið gerir það ekki, þannig er það og þannig verður það áfram.
Kristur kom, til þess að frelsa Gyðinga, og vegna þeirra hjörtu voru mörg orðin hörð, og sjálfselsk og höfðu í raun gleymt Guði, fengu heiðingjar arfinn, og það er undir okkur komið að vera hrein og bein í trú, að flækja ekki það sem er einfalt, að gefa Jesú af gleði til þeirra sem hafa ekki upplifað gleði honum tengdum, að útskýra að hann sé konungur okkar í þessu lífi og í því næsta, sem gaf allt svo að við gætum komið til hans á hinsta deigi.
Vissulega er ætlast til þess að við förum eftir reglum og gildum sem hann gaf okkur, en kærleikurinn er það sem á að vera sem lýsandi ljós í gegn um okkur, við megum líka vera ófeimin við að tala út það sem er Guði andstyggð, en ef við göngum með boðorðin og síðasta boðorðið sem Kristur gaf okkur í hjörtum okkar og reynum ávalt að fara eftir þessu, þá erum við á réttri leið.
Verum ekki eins og þeir sem tóku á móti Jesú af gleði og lofgjörð þegar hann kom inn um borgarhliðið fyrir 2000 árum, sem margir hverjir snérust gegn honum sakir orða fáfróðra manna sem þorðu ekki að trúa að þarna hafi komið mitt á meðal þeirra fyrirheitið sjálft.
Verum frekar trúföst, já jafnvel þegar það virðist vera sambandsleysi í bæn okkar til Guðs, höldum áfram að biðja og tala út okkar mál við Föðurinn, því hann heyrir hvert einasta orð af vörum okkar, huga okkar, það erum bara við sem náum ekki að hlusta á svarið í þögninni.
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Með því að smella hér, getið þið lesið um atburð Pálmasunnudags.
ps. ég er á facebook, leitið bara af nafninu Linda Einars.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.3.2009 | 02:26
Ekki láta líða yfir ykkur...
Kem hér með smá færslu, ég er eins og fína fólkið fer í þerapíu og kem út voðalega gáfuð og töff. Ég verð þvi að deila með ykkur að ég er talin vera mjög jákvæð persóna þessa dagana, og rosalega hress, ég hefði vitanlega getað sagt þerapistanum þetta sjálf, en það var vissulega gott að fá þetta í æð frá honum, ef svo má að orði komast, heheh. ég er sem sagt ekki ímyndunar veik. (heppin ég).
Nú ég er ekki mikið fyrir samsæriskenningar, en hef samt lúmskt gaman af þeim, þær koma manni jú til þessa að líta í kringum sig og segja hmmmmmm nema hvað ég var að lesa í NT eftir bænir og viti menn, ég datt inn á Sálm 107 og ég ætla bara að deila honum með ykkur, og sjá hvort þið sjáið hvað ég er að pæla með því að setja hann hér inn.....very dúló.
Munið all megnum við fyrir hann sem oss styrkan gjörir.
Sálmarnir 107
því að miskunn hans varir að eilífu.
2Svo skulu hinir endurleystu Drottins segja,
þeir er hann hefur leyst úr nauðum
3og safnað saman frá öðrum löndum,
frá austri og vestri, frá norðri og suðri.
4Þeir reikuðu um eyðimörkina, um veglaus öræfin,
og fundu eigi leið til byggilegrar borgar.
5Þá hungraði og þyrsti
og lífskraftur þeirra þvarr.
6Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni,
hann bjargaði þeim úr þrengingum þeirra,
7leiddi þá á réttan veg
svo að þeir komust til byggilegrar borgar.
8Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans
og dásemdarverk hans við mannanna börn
9því að hann svalaði hinum þyrsta
og mettaði hungraðan gæðum.
10Þeir sem sátu í sorta og svartnætti
voru fangar í eymd og járnum
11því að þeir höfðu þrjóskast gegn boðorðum Guðs
og haft að engu ráð Hins hæsta.
12Hann beygði hug þeirra með mæðu,
þeir hrösuðu og enginn kom til hjálpar.
13Þeir hrópuðu til Drottins í neyð sinni,
hann bjargaði þeim úr þrengingum þeirra,
14leiddi þá út úr sortanum og svartnættinu
og sleit sundur fjötra þeirra.
15Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans
og dásemdarverk hans við mannanna börn
16því að hann braut eirhliðin
og mölvaði járnslárnar.
17Þeir sem sýktust vegna syndugs lífernis,
þjáðust vegna misgjörða sinna,
18þeim bauð við allri fæðu
og þeir voru nærri dauðans dyrum.
19Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni
og hann bjargaði þeim úr þrengingum þeirra,
20sendi orð sitt og læknaði þá
og bjargaði þeim frá gröfinni.
21Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans
og dásemdarverk hans við mannanna börn,
22færa honum þakkarfórnir
og segja frá verkum hans með fögnuði.
23Þeir sem fóru um hafið á skipum
og ráku verslun á hinum miklu höfum
24sáu verk Drottins
og dásemdarverk hans á djúpinu.
25Því að hann bauð og þá kom stormviðri
sem hóf upp öldur hafsins.
26Þeir hófust til himins, hnigu í djúpið,
og þeim féllst hugur í háskanum.
27Þeir skjögruðu og reikuðu eins og drukkinn maður
og kunnátta þeirra kom að engu haldi.
28Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni
og hann bjargaði þeim úr þrengingum þeirra.
29Hann breytti storminum í blíðan blæ
og öldur hafsins lægði.
30Þeir glöddust þegar þær kyrrðust
og hann leiddi þá til þeirrar hafnar sem þeir þráðu.
31Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans
og dásemdarverk hans við mannanna börn,
32vegsama hann í söfnuði þjóðarinnar
og lofa hann í ráði öldunganna.
33Hann gerir fljótin að eyðimörk
og uppsprettur að þurrum lendum,
34frjósamt land að saltsléttu
sakir illsku íbúanna.
35Hann gerir eyðimörk að vatnstjörnum
og þurrlendið að uppsprettum,
36lætur hungraða setjast þar að
og reisir þeim borg til að búa í.
37Þeir sá í akra, planta víngarða
og uppskera ríkulega.
38Hann blessar þá og þeir margfaldast
og ekki fækkar hann fénaði þeirra.
39En þótt þeim fækki og þeir hnígi niður
undan kúgun, böli og harmi
40eys hann smán yfir höfðingja,
lætur þá villast í veglausri auðn,
41en hinn snauða hefur hann upp úr eymd sinni
og gerir ættirnar sem hjarðir.
42Hinir réttvísu sjá það og gleðjast
og allt illt lokar munni sínum.
43Hver sem er vitur gefi gætur að þessu
og menn taki eftir náðarverkum Drottins.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 02:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.2.2009 | 15:46
Góðan dag kæru vinir
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2009 | 15:06
Á göngu í fegurð Guðs
Íhugun | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.1.2009 | 13:12
Ærandi þögn frá stuðningsmönnum Hamsanna á Íslandi.
eru kannski tvær grímur að renna á Ísland Palestínu hópinn, sjá þeir kannski núna að þeir hafa verið að styðja við bakið á djöflum í mansmynd, sem myrða sitt eigið fólk, nota börn í áróðurskini, og nota peninga sem vestrænar þjóðir hafa sent til hjálparstarfs til að kaupa vopn..ég efast samt um að þeir séu það vel gefnir að þeir átti sig á þessu, eru sjálfsagt bara skömmustulegir yfir þessu tapi.
Ég bið að augu palestínu fólks hafi opnast við þetta og það fari að krefjast mannréttinda sinna, og vinni með Ísrael til að koma á heilbrigðu samfélagi, sem getur tekið á móti framtíðinni með opnum örmum og gleði ekki ótta.
![]() |
Enginn sigur hjá Hamas? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 17:49
Lögreglan vinnur starfið sitt eftir bestu getu
er ekki komin tími til þess að við styðjum við bakið á þeim og þökkum þeim fyrir, ekki hef ég þor og dug til að standa gegn svona mótmælum eins og hafa verið síðasta sólarhringinn. Ég vil að við biðjum fyrir þeim, að Guði gefi þeim hugarró í þessum áttökum, visku og þolinmæði við þá sem veitast að þeim, að við biðjum Guð að taka frá þeim stress og streitu sem fylgir þessu starfi. Drottinn við leggjum lögreglufólk þjóðar okkar í þínar hendur, gef þeim þinn styrk ó Guð. Amen.
![]() |
Hættið að kasta sprengjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.1.2009 | 00:49
og hvað svo...
jæja, þið sem hér lesið, fáir sem þið eruð, þakka ég lesturinn, vegna googlefælni eins og þið vitið þá er bloggið læst, oh yeah. hahah Fyrir vikið hefur lesendum fækkað, sem er leiðinlegt, en þeir voru nú ekki margir til að byrja með sko, svo ég bara held áfram fyrir ykkur sem nenna. Knúsó
Fyrst, vildi ég þakka Halldóru Ásgeirs fyrir að bjóða mér á Aglow fund/samkomu í kvöld, það var með einu orði sagt frábært. Þar hitti ég líka mína kæru vinkonu Helenu, og er hún snilldar ræðumaður, hún tók fyrir Rut og Naomí og maður var svo spenntur hvað mundi koma fyrir næst, þó svo að maður þekkti sögu Rutar vel Kræsingar voru á boðstólnum, algjört gúmmulaði en, ég var rosalega pen, bara svo þið vitið það, pínu hér, smá hér og ánægð með að hafa getað smakkað á þessu öllu án þess að falla í gildru sælkerans heheh. Sá liggur enn í dvala hjá mér. THRILLING.
Svo út í smá þyngri pælingu, mér verður ómótt þegar ég les sum hatursskrifin hér á mbl gegn Ísrael, og já pínu reið, ok, mjög reið, svo það var svei mér gott að komast á Aglow kvöld, því þar var beðið fyrir Jerúsalem/Ísrael og Gaza, sungið og beðið um frið og mér varð það svo ljóst að við megum ekki blanda pólitíkinni inn í afstöðu okkar til landsins helga, þetta vissi ég vitanlega áður, en var búin að missa sjónir af þessari staðreynd. Mér verður líka ómótt þegar ég hugsa til barnaanna á Gaza og allra þeirra sem saklausir eru hversu þjáð og hrætt fólkið er og ég get ekki sætt mig við að svona sé lífið þeirra, hví hafa börnin ekki verið send í burtu, gæti maður spurt sjálfan sig eins og var gert í Englandi svo dæmi sé tekið á síðari heimstyrjöld, hví hafa þessi börn ekki fengið griðastað frá Gaza, hví voru landamæri Egyptalands og Jórdans líka lokuð þeim, hví beið þeirra enginn með opna arma og sagði, þú verður hult/ur hér þar til yfir líkur. Drottin Jesú ég bið þig að frelsa þá saklausu úr viðjum þess valds sem þarna er, ég bið að þau fái að upplifa þig og finni frið í þér. Guð opnaðu leið svo hægt sé að koma börnum undan. Þetta er mín bæn fyrir Gaza.
Nú á léttari nótunum aftur, ég lenti í því að tína snyrtivöruveskinu mínu, oh já, þetta er sko hræðilegt, ég veit að þið finnið rosalega til með mér, ég leitaði um alla íbúð, alla 67fm for ofan í veski nokkrum sinnum en hvergi fannst snyrtiveskið mitt með dýru Xanebo vörunni minni sem ég leyfi mér að kaupa einu sinni á ári, smá lúxús í þröngu búi, nema hvað ég hringdi og fór í allar þær verslanir sem ég gæti hafa skilið það eftir, þar sem ég verslaði daginn áður (þið vitið maður þarf stundum að taka upp úr veskinu til að finna peninga veskið) en, hvergi var gersemin, ég fór strax í þetta leiðinlega, þið vitið, dóminn, uss og svei, hver mundi stela því sem aðrir gleyma, eða hver mundi stela snyrtibuddu, það er eins og að stela óhreinum þvottapoka, euww, (er mjög eigingjörn á mitt makeup sko) nema hvað ég þurfti því að kaupa nýtt, oh já, hrollur fer um ykkur sem þetta skiljið, nærri því 10.000 kr takk fyrir. Oh nei,sagan er ekki búin Enga svona bjartsýni, ég er á leiðinni heim eftir að hafa stoppað og keypt kisumat(þið vilduð pottþétt vita þetta líka) og þá er mér hugsað til þess að kisa eins og honum er vant hefur örugglega hent veskinu af borðinu og það farið undir sofa, það væri bara eina útskýringin á málinu. svo ég fer heim og geri dauðleit aftur, en, nei, eingin snyrtibudda.
Úrkula vonar, hugsa ég til þess að 10.000kr eru horfnar úr buddu minni, sakir eigin vanrækslu og þar með var sagan öll, eða svo mætti ætla, er það ekki? Heldur betur ekki, því þegar ég fór inn í baðherbiki þá var snyrtibuddan í skranpoka (svona eyrnalokka, armbönd í saman í poka), það skondna við þetta er það að ég man ekki eftir því að hafa potað henni þarna. Nema hvað, ég fór í Hagkaup og skilaði því sem ég hafði keypt fyrr um daginn, og þessar elskur miskunnuðu mér og létu mig fá beinharðan pening, eftir öll þessi átök. Notabene, er byrjuð að taka aftur vítamína B dúndur sterka blöndu og ég á von á því að blondínan hverfi aftur, og eðlilega heilastarfsemi, fari að sýna sig...ég lifi í voninni..heheh.
Ég veit að þetta er rosaleg runa að lesa, en ég veit líka að konur skilja þetta mjög vel...
bæjó frá pæjó í bili.
Verið Guði falin.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Jæja þá er það komið á hreint kæru vinir, ég er skúrkur, já ég, Linda er skúrkur, fyrir hvað kunnu þið að spyrja, sem er ekki nema von, þið sem til mín þekkja Það er vegna þess, samkvæmt rás eitt, að ég þoldi ekki myndina (hér er svona trommu hljóð til að auka spennuna, nota ímóið
) MAMAM MÍA!!! já fyrir það er ég í 10 sæti með öðrum með sömu skoðun yfir verstu skúrka 2008. Haldið að það sé nú, Davíð var að vísu númer 1, bara svo að þið vitið hvaða félagsskap við Mamma mía vanþakklætendur (nýtt linduorð)erum í.
Nú svo ég haldi áfram, þá vaknaði ég eld snemma í morgun, ekki fyrir sjálfa mig ó nei, heldur til að verða öðrum til hjálpar, ég er sko engin hetja fyrir vikið, sko, bara dugleg já dugleg og ég læt þar við sitja, ætla sko að vera jákvæð, það drepur mig varla..
Ok ég veit að þið sem mig þekkið eruð e.t.v. að pæla hví ég hef ekki skrifað um málefni liðandi stundar eins og svo dæmi sé tekið Ísrael, nú svo ég svari ykkur pælendum(nýtt lindu orð), þá er það afar einfalt, þetta kemur bara ekkert á óvart, það hlaut að koma að því að þeir fengu nóg af þessu Hamsa liði og þeirra poti í þá dag eftir dag í suður Ísrael. Maður gleðst vitanlega ekki yfir dauða saklaus fólks eða þeirra sem búa þarna í ótta við Hamas og þori vart orð að segja vegna ofbeldis. Já aumingja fólkið á Gasa er á milli steins og sleggju eins og sagt er, og það er skelfilegt að horfa upp á, og það er skelfilegt að sjá Ísrael nota vald sitt á þennan over the top máta. En það má e.t.v. segja að Ísrael sé búið að fá nóg af linnulausum sprengingum frá Gaza og ætli að losa sig við Hamas í eitt skipti fyrir öll, ég skil það, og það sem við erum að sjá er það sem Ísraels vinir hafa alltaf vitað, ef ekki grunað, að Hamas væri að fela sig í skjóli hins almenna borgara, eins og flestum sem til þessa máls þekkja, þá eru Hamas duglegir við að fela vopn og sjálfa sig á sjúkrahúsum, skólum og öðrum stöðvum sem tengjast griðaðstöðum almennings. Þetta eru skrímsli, Ísrael er að ganga bessersgang vegna þeirra og við horfum upp á þetta, með tár í hjarta og biðjum fólkinu vægðar. Verður Al Fatah betri kostur, það mun koma í ljós, en eitt er víst, þeir gráta ekki Hamas, og hví ættu við...? Ok, nú er ég búin að segja mitt álit og það er komið nóg, við verðum að muna að Guð mun sjá fyrir sínum og hann svíkur engan. Sjá Róm 11 kafla varðandi Ísrael. Höldum því áfram að vera dugleg að biðja Ísrael friðar og mundið að Ísrael byggja, Gyðingar, Kristnir, Múslímar, já flóran er markbreytileg á þessu litla svæði sem heimurinn hatast út í.
Nú, ef ég ætti brandara þá mundi ég vitanlega koma með einn síkann, enn ég hef hvorki þann eiginleika að segja brandar, muna þá eða skrifa niður. Ég veit að þetta kemur ykkur rosalega á óvart, því ég er svo mikill trúður, nei í alvöru ég er það..hmmmmm, hví hef ég það á tilfinningunni að þið séuð ekki alveg að kaupa það Jæja læt þetta jarm mitt duga, bæjó frá pæjó. heheh
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.1.2009 | 11:21
Verður þetta fyrsta færsla ársin eða sú síðasta?
Hún gæti orðið sú síðasta, alla veganna á opnum vettvangi. Ég er afskaplega prívat persóna, ég skammast mín ekki fyrir það sem ég hef skrifað, en ég hef mikla trú á það meðal annars, að fá að eiga mitt líf út af fyrir mig, mig er ekki að finna í símaskrá, ég er á bannlista með ónæði frá söluaðilum o.s.fv. Þetta gefur því líka til kynna að ég vil ekki að það sé hægt að Googla mig.
Ég hef bloggað undir nafni, Linda Einars., ég nota ekki milli nafn mitt að ráði, enda ekkert hrifin af því. Ég nota Einars í stað dóttir af persónulegum ástæðum og látum þar við liggja.
Svo ég bið þá sem hér lesa að verða ekki hissa ef þeir koma að lokuðu bloggi, muni ég kjósa persónuvernd og prívat blogg, í stað þess að hægt verði að googla mig. Sem hentar mér vel. Velji ég þennan kost munu þeir sem vilja hafa aðgang að mínum skrifum, með aðgangsorði.
Jafnframt mun ég einblína á málefni dagsins með jákvæðu hugarfari og uppbyggilegri hugsun, í stað, reiði og gremju, slíkt er andstætt minni trúarsannfæringu, þrátt fyrir sterka réttlætiskennd, þá trúi ég því að við áorkum meira með jákvæðni en neikvæðni. 'i framhaldi af þessu, mun ég eflaust ræða um Íslamista og ofbeldi gegn Kristnum, finni ég köllun til þess, á þessari stundu er engin slík köllun í sál minni, eflaust á einhver annar að taka upp þau mál, ég hef lagt mitt til málanna, að svo stöddu. En Guð hefur þann eiginleika að koma mönnum á óvart og sannfæra okkur um að okkar áform um hitt og þetta, sé bara ekki á hans dagsskrá, svo við sjáum hvað setur
Að lokum vil ég þakka ykkur sem hér reglulega lesa fyrir áhuga ykkar, og skilja ykkur eftir með orð úr bókinni Dýrmætara en Gull eftir móðir Basilea Schlink.
"Syngið drottni, lofið nafn hans, kunngjörið hjálpráð hans dag eftir dag" Sálm. 96,2.
Lofaðu Drottin á hverjum deigi, einnig á þeim stundum þegar þú ert ekki í skapi til þess og innri og ytri byrðar íþyngja þér. Þegar þú syngur nafni hans lof opnast farvegur fyrir hjálp Guðs til þín. Þá muntu fá að reyna að hann lýtur niður að þér og fyllir líf þitt friði og gleði Andans og huggar þig.
31.12.2008 | 11:02
GLEÐILEGT NÝTT ÁR !!!
og kærar þakkir fyrir allt liðið. Guð gefi að við getum tekist á við næsta ár með reisn og sigri, neitum að taka þátt í allri neikvæðri umræðu og gefum okkur frjálsa til þess að líta björtum vonar augum á næsta ár. Mitt áramótaheit er að "koma fram við náungan eins og ég vil að komið sé fram við mig". Ekkert flóknara. Stöndum vörð um hvort annað, hjálpum hvort öðru eftir bestu getu, sækjum í Guð, því bænin virkar, og ekkert er yndislegra en að komast í kirkju og finna friðinn líða yfir og inn um mann.
GLEÐILEGT NÝTT ÁR!!!

PicSpiK.Com | Happy New Year Scraps, Comments
23.12.2008 | 18:50
Gleðileg Jól og farsælt komandi ár!
Kæru vinir megi Jólin/Kristmessan vera allt sem eru ykkur kært, megi þið finna fyrir blessun Guðs, nærveru hans og kærleika í fjölskildu ykkar, verið dugleg að gefa hvort öðru faðmalag og stefnið að því að efna aðeins eitt áramótaheit, að elskan náungan eins og þú elskar sjálfa/n þig. Guð blessi hvert og eitt ykkar sem hér hafa lesið.

Christian Glitter by www.christianglitter.com
18.12.2008 | 17:39
Dagur í lífi, saga um blessun.
Jólin að koma, eina ferðina enn hugsaði hún og fann til kvíða, eins og henni var vant á síðustu árum rétt fyrir jól, hún fann fyrir pirringi enn vissi sem var að hún þyrfti bara að drífa sig á fætur og út með hundinn og þar gæti hún nálgast Jesú í bæn til Guðs, henni hefur þótt að þetta væri besta leiðin fyrir hana að tilbiðja Guð og leggja þá sem henni þótti vænt um og landið sitt í hans hendur.
Trúin hafði verið endurnýjuð í henni á þessum síðustu tveimur árum, vissulega með lægðum en slíkt er ósköp eðlilegt þegar maður fer að treysta Guði fyrir sjálfinu og öllu því tengt aftur.
Þennan dag, hugsaði hún um baksturinn líka og þær gjafir sem hún átti eftir að kaupa, og síðan hvernig hún ætti að haga fjármálum sínum eftir þessum þrönga hag sem lífið hennar var í og hafði verið í all langan tíma. Eftir smá stund og undirbúning var hún tilbúin að fara út með hundinn sinn og drífa sig í göngu, hún fann hvernig pirringur og kvíði var að ná tökum á sér og vildi komast út sem fyrst og finna fyrir nærveru Guðs og þeirri ró sem því fylgdi að tala við hann.
Eins og henni var vant, kíkti hún ofan ofan í póstkassann, þar stóð gjafa eintak Mbl upp úr, hún tók það upp með tregðu og hugsaði það er eflaust gluggapóstur þarna líka, ekki hjálpaði það hugarástandinu. Enn nei, það var bara mbl. Samt var eitthvað sem sagði henni að þreifa betur fyrir og hún setti hendina ofan í póstkassann og þar fann hún fyrir umslagi, hún dró það hægt upp úr kassanum með hálfgerðum kvíða.
Henni til mikils léttis, reyndist þetta vera venjulegt hvítt umslag eins og jólakort koma í, henni létti mikið og hún reif það upp, og hún átti ekki til orð, þar var gjafabréf fyrir klippingu og litun 1 febrúar. Hún varð orðlaus og svo þakklát, hún kíkti á það til að athuga hver hafði verið henni svona gjafmildur, því hárið á henni var orðið mittissítt og hún hafði ekki efni á því að láta klippa sig. Þegar hún hélt á umslaginu inn í eldhús, með hundinn vælandi á eftir sér af spenningi við að fara út, þá fann hún fyrir að eitthvað frekar var í umslaginu, hún leit ofan í það og leit á það sem þar var skrifað á annað umslag.
Kæra Linda!
Þetta er kærleiksgjöf til þín
frá Jesú
Hún opnaði annað umslagið, þar var peningur, peningur sem mundi létta henni árstíðina, bænasvar og blessun sem varð henni nærri því um megn að taka við.
Ég græt enn af þakklæti yfir þessum kærleika, að þarna úti á ég engil sem hlustaði á rödd Guðs og vann kærleiksblessun í hans nafni, ég veit ekki hver þú ert, en ég vil að þú vitir að ég umvef þig í faðmalagi kærleikans. Ég hef alltaf trúað á kraftaverk, ég hef fengið að upplifa slíkt, og ég trúi á bænasvör því ég sé þau sem fótspor í minni fortíð bæði svör eins og ég hafði beðið um og svo svör með Guðs vilja í aðalhlutverki, þau gátu verið erfið, og eru enn erfið en afara lærdómsrík.
Í lokin ég á yngri systir, hún sagði við mig fyrir nokkru að stundum verðum við að gefast upp fyrir hjálpinni, þá átti hún við að við getum ekki allt undir okkar eigin krafti stundum verðum við að taka á móti hjálp frá öðrum, það á við frá Guði líka. Ég legg allt mitt við fætur hans, allar áhyggjur, allar byrðar, alla gleði og þakklæti við hans fætur, ég gafst upp fyrir hjálpinni og fékk frábæran læknir og ég gafst upp fyrir hjálpinni og leyfði Guði að vinna með mér og í mér.
Ekkert skeður eins og skot, allt sem er þess virði tekur einhvern tíma, jafnvel trúin, en ég vildi gefa ykkur sem hér lesið, smá hluta af minni sögu á þessum deigi í mínu lífi, að treysta því og trúa að Guð er til, Jesú er til, Heilagur Andi er til, þú þarft bara að gefast upp fyrir hjálpinni sem þeir veita og sækja í þeirra kraft og kærleika.
Bænasvörin eru ekki alltaf eins og við eigum von á, enn þau eru alltaf alltaf, í vilja Guðs, stundum eru svörin erfið, en oftast þegar ég hef litið til baka þá skil ég að ég hef lært af þeim og er betri og bættari persóna fyrir vikið, vegna reynslunnar.
Sækið í Guð aftur hafið þið yfirgefið hann, hann bíður, sækið í hús hans og félagsskap við trúaða, hlustið á það sem hann segir, leyfið ekki uppgjafaranda að snerta sálu ykkar með orði sínu og neikvæðni, þessi andi talar gegn Guði, talar gegn allri mannlegri reisn í hans nafni, hlustið á Jesú hann gefur leiðarvísir sem er ómetanlegur, lærðu að treysta honum, gerir þú það ekki nú þegar, því blessunin mun ekki vera fjarri uppgjöf þinni fyrir hjálpinni.
Gleðilega Jól til allra ykkar sem hér lesa.
Linda.
Lífstíll | Breytt 20.12.2008 kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Úlfar Þór Birgisson Aspar
-
halkatla
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Mofi
-
Ruth
-
Flower
-
Helena Leifsdóttir
-
Aðalbjörn Leifsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Guðni Már Henningsson
-
Birgirsm
-
Árni þór
-
Kristín Ketilsdóttir
-
Theódór Norðkvist
-
G.Helga Ingadóttir
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Ragnheiður Katla Laufdal
-
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
-
Ragnar Kristján Gestsson
-
Unnur Arna Sigurðardóttir
-
Tinna Jónsdóttir
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Morgunstjarnan
-
Stefán Garðarsson
-
Tryggvi Hjaltason
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Bumba
-
Ólafur Jóhannsson
-
Kristinn Ásgrímsson
-
Jón Valur Jensson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Hörður Finnbogason
-
Sunna Dóra Möller
-
Janus Hafsteinn Engilbertsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðmundur Pálsson
-
Jón Hjörleifur Stefánsson
-
Halla Rut
-
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Adda bloggar
-
Ingibjörg
-
Steingrímur Jón Valgarðsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Mama G
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Eiríkur Ingvar Ingvarsson
-
Gestur Halldórsson
-
Högni Hilmisson
-
Magnús V. Skúlason
-
Sævar Einarsson
-
Kristján Björnsson
-
Kristján Magnús Arason
-
Böðvar Ingi Guðbjartsson
-
Svanur Heiðar Hauksson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Svala Erlendsdóttir
-
Bergþóra Guðmunds
-
Alfreð Símonarson
-
Ingvar Leví Gunnarsson
-
Kjartan Guðmundur Júlíusson.
-
Guðrún Markúsdóttir
-
Alexander Kristófer Gústafsson
-
gudni.is
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Hdora
-
Snorri Bergz
-
Jóhann Hauksson
-
Julie
-
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
-
Jeremía
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Huld S. Ringsted
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Björn Heiðdal
-
Gunnar og Jenný
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Bullukolla
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Mótmælum Durban II
-
Baldvin Jónsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Meðvirkill
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
Bwahahaha...
-
Guðjón Baldursson
-
Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Magnús Karlsson
-
Jón Ríkharðsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.