Dagur í lífi, saga um blessun.

Jólin að koma, eina ferðina enn hugsaði hún og fann til kvíða, eins og henni var vant á síðustu árum rétt fyrir jól, hún fann fyrir pirringi enn vissi sem var að hún þyrfti bara að drífa sig á fætur og út með hundinn og þar gæti hún nálgast Jesú í bæn til Guðs, henni hefur þótt að þetta væri besta leiðin fyrir hana að tilbiðja Guð og leggja þá sem henni þótti vænt um og landið sitt í hans hendur.

Trúin hafði verið endurnýjuð í henni á þessum síðustu tveimur árum, vissulega með lægðum en slíkt er ósköp eðlilegt þegar maður fer að treysta Guði fyrir sjálfinu og öllu því tengt aftur. 

Þennan dag, hugsaði hún um baksturinn líka og þær gjafir sem hún átti eftir að kaupa, og síðan hvernig hún ætti að haga fjármálum sínum eftir þessum þrönga hag sem lífið hennar var í og hafði verið í all langan tíma.  Eftir smá stund og undirbúning var hún tilbúin að fara út með hundinn sinn og drífa sig í göngu, hún fann hvernig pirringur og kvíði var að ná tökum á sér og vildi komast út sem fyrst og finna fyrir nærveru Guðs og þeirri ró sem því fylgdi að tala við hann.

Eins og henni var vant, kíkti hún ofan ofan í póstkassann, þar stóð gjafa eintak Mbl upp úr, hún tók það upp með tregðu og hugsaði það er eflaust gluggapóstur þarna líka, ekki hjálpaði það hugarástandinu. Enn nei, það var bara mbl.  Samt var eitthvað sem sagði henni að þreifa betur fyrir og hún setti hendina ofan í póstkassann og þar fann hún fyrir umslagi, hún dró það hægt upp úr kassanum með hálfgerðum kvíða.

kiss.jpgHenni til mikils léttis, reyndist þetta vera venjulegt hvítt umslag eins og jólakort koma í, henni létti mikið og hún reif það upp, og hún átti ekki til orð, þar var gjafabréf fyrir klippingu og litun 1 febrúar. Hún varð orðlaus og svo þakklát, hún kíkti á það til að athuga hver hafði verið henni svona gjafmildur, því hárið á henni var orðið mittissítt og hún hafði ekki efni á því að láta klippa sig.  Þegar hún hélt á umslaginu inn í eldhús, með hundinn vælandi á eftir sér af spenningi við að fara út, þá fann hún fyrir að eitthvað frekar var í umslaginu, hún leit ofan í það og leit á það sem þar var skrifað á annað umslag.

Kæra Linda!

Þetta er kærleiksgjöf til þín

frá Jesú Heart

Hún opnaði annað umslagið, þar var peningur, peningur sem mundi létta henni árstíðina, bænasvar og blessun sem varð henni nærri því um megn að taka við.  

Ég græt enn af þakklæti yfir þessum kærleika, að þarna úti á ég engil sem hlustaði á rödd Guðs og vann kærleiksblessun í hans nafni, ég veit ekki hver þú ert, en ég vil að þú vitir að ég umvef þig í faðmalagi kærleikans. Ég hef alltaf trúað á kraftaverk, ég hef fengið að upplifa slíkt, og ég trúi á bænasvör því ég sé þau sem fótspor í minni fortíð bæði svör eins og ég hafði beðið um og svo svör með Guðs vilja í aðalhlutverki, þau gátu verið erfið, og eru enn erfið en afara lærdómsrík.

Í lokin ég á yngri systir, hún sagði við mig fyrir nokkru að  stundum verðum við að gefast upp fyrir hjálpinni, þá átti hún við að við getum ekki allt undir okkar eigin krafti stundum verðum við að taka á móti hjálp frá öðrum, það á við frá Guði líka. Ég legg allt mitt við fætur hans, allar áhyggjur, allar byrðar, alla gleði og þakklæti við hans fætur, ég gafst upp fyrir hjálpinni og fékk frábæran læknir og ég gafst upp fyrir hjálpinni og leyfði Guði að vinna með mér og í mér. 

Ekkert skeður eins og skot, allt sem er þess virði tekur einhvern tíma, jafnvel trúin, en ég vildi gefa ykkur sem hér lesið, smá hluta af minni sögu á þessum deigi í mínu lífi, að treysta því og trúa að Guð er til, Jesú er til, Heilagur Andi er til, þú þarft bara að gefast upp fyrir hjálpinni sem þeir veita og sækja í þeirra kraft og kærleika.

Bænasvörin eru ekki alltaf eins og við eigum von á, enn þau eru alltaf alltaf, í vilja Guðs, stundum eru svörin erfið, en oftast þegar ég hef litið til baka þá skil ég að ég hef lært af þeim og er betri og bættari persóna fyrir vikið, vegna reynslunnar.  

Sækið í Guð aftur hafið þið yfirgefið hann, hann bíður, sækið í hús hans og félagsskap við trúaða, hlustið á það sem hann segir, leyfið ekki uppgjafaranda að snerta sálu ykkar með orði sínu og neikvæðni, þessi andi talar gegn Guði, talar gegn allri mannlegri reisn í hans nafni, hlustið á Jesú hann gefur leiðarvísir sem er ómetanlegur, lærðu að treysta honum, gerir þú það ekki nú þegar, því blessunin mun ekki vera fjarri uppgjöf þinni fyrir hjálpinni.

Gleðilega Jól til allra ykkar sem hér lesa.

Linda.

 

 

jolamynd_752660.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Mikið er dásamlegt að fá að lesa um mátt Jesú Krists. Drottinn sér um sína.

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár.

Vertu Guði falin kæra vinkona.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.12.2008 kl. 17:56

2 Smámynd: Linda

Yndislega vinkona, þakka þér fyrir kveðjuna, og já Jesú er bestur :)

Knús

Linda.

Linda, 18.12.2008 kl. 18:08

3 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Amen, Jesú ER bestur!!

Ragnar Kristján Gestsson, 18.12.2008 kl. 19:27

4 Smámynd: Linda

Sæll Ragnar,  Gleðileg Jól og takk fyrir þína athugasemd.

bk.

Linda

Linda, 18.12.2008 kl. 19:59

5 Smámynd: Flower

Guð gefi þér jólagleði í hjarta, hún kostar sem betur fer ekkert

Flower, 18.12.2008 kl. 20:21

6 Smámynd: Linda

Takk Flower mín, það er svo mikið rétt.

knús

Linda, 18.12.2008 kl. 20:29

7 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Linda mín!

Takk fyrir að deila þessari reynslusögu með okkur 

það blessar. Drottinn blessi þig ogveri með þér þessa hátíð sem og alltaf.

Guð veri með þér

              Kveðja Halldóra

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 18.12.2008 kl. 22:35

8 Smámynd: Linda

Takk Halldóra, ég mátti til, stundum þarf fólk að fá þá innsýn inn í líf okkar með Kristi og hvernig hann sér fyrir þörfum okkar, málið er ekki að lofa því að peningar séu alltaf svarið eða blessunin, heldur er það Jesú sjálfur sem skiptir málinu, hann einn er ástæða til þess að eiga þessa von.  Ekki um ríkidæmi, heldur kærleika og traust, og líf með honum. 

Knús á þig .

Linda.

Linda, 18.12.2008 kl. 23:20

9 Smámynd: Aida.

Elsku Linda.

 Takk fyrir þessa yndislega og fallegu færslu.

Gæsa húð frá topp til tá, hárið mitt eins og ég væri með hanakamb og skæl brosandi.

Eg bið um meiri blessun þér  til handa og þakka honum fyrir þig að þú ert sú sem þú ert.

I Jesú nafni.Amen.

Aida., 18.12.2008 kl. 23:27

10 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Enn dásamlegt!

Enn hvað Guð er góður! Hann tendrar ljós í hugum og hjörtum þeirra sem treysta honum og sem eiga nóg, en líta á það sem blessanir frá Guði. Þeir vita að Guð vill að þeir deili með sér af gæðum sínum. Guð blessi þennan engil sem breytti í vilja Guðs og gladdi mína yndislegu vinkonu.

Knús!

Bryndís Böðvarsdóttir, 18.12.2008 kl. 23:38

11 Smámynd: Linda

Kæra Aida mín, já vegir Guðs og hans verka eru okkur gjörsamlega óútreiknanleg, hann sá og sendi mér hjálparhönd, sem er engill inn í mitt líf þessa stundina.  Hann á dýrðina og ég þigg þessa fallegu gjöf af auðmýkt.

knús og kveðja.

Linda

Linda, 19.12.2008 kl. 00:30

12 Smámynd: Linda

Sæl elsku Bryndís mín, Guð er mikill og miskunnsamur, ég á þetta ekki skilið frekar en næsti maður, en hvað sem það var sem olli því að mér var miskunnað, mun ég halda áfram að gera og ég bið að Guð gefi mér færi á því að blessa aðra í framtíðinni, að hann fái að nota mig til að létta byrði hjá öðrum. 

Þú ert ekki síður Engill í mínu lífi kæra vinkona. Guð blessi þig.

Knús og kveðja.

Linda.

Linda, 19.12.2008 kl. 00:36

13 Smámynd: Kristín Ketilsdóttir

Sæl elsku Linda ,svona er Guðs andi yndislegt kraftaverk. þakka þér fyrir þennann vitnisburð um það hvernig Guðs andi megnar að reisa okkur upp  aftur og aftur . Guð gefi þér dýrðarjól í Jesú nafni Amen!

Kristín Ketilsdóttir, 19.12.2008 kl. 15:32

14 Smámynd: Linda

Sæl Kristín mín, já það það er svo mikið rétt, ég vildi að allir mundu opna hjarta sitt fyrir honum og sjá hvað hann er miskunnsamur, og hvernig hann leiðir fólk til að hjálpa, að gefa af sér. Yndislegt alveg.

Megi þú og þínir eiga dýrðarjól líka Kristín mín.

bk.

Linda

Linda, 19.12.2008 kl. 17:16

15 identicon

Amen.Nákvæmlega svona vinnur Drottinn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 23:34

16 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Þetta var yndisleg lesning kæra Linda mín,og svo finnst mér þú bara líka vera yndisleg og takk fyrir ráðin í kvöld.Minns er alsæll með síðuna sem þú bentir mér á.

Snórt knús og koss í kaupbæti.Þinn vin Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 20.12.2008 kl. 00:30

17 Smámynd: Linda

Sæl Birna mín og Gleðileg jól, vegir Drottins eru óransakanlegir og dásamlegir.

Linda, 20.12.2008 kl. 01:49

18 Smámynd: Linda

Sæll Ulli minn, takk kærlega fyrir innlitið og lesturinn, og það gleður mig að þú getur notið góðs af síðunni  Hafðu það sem allra best kæri bloggvinur.

knús og koss.

Linda.

Linda, 20.12.2008 kl. 01:52

19 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Linda min!

Sendi ter blessunar oskir yfir tessar hatidir, med takk fyrir tessa grein og adrar sem hafa blessad mig a arinu sem er ad lida.

Her i Landinu helga er mikid um gledi tassa daga. Jol, hinna kristnu og Hanukka hatid gydinga a sama tima.

Okkar Gud er hatt upp hafinn fyrir trufesti sin og fyrirheit.

Oska ter einnig himingjurikt nytt ar, i nafni Jeshua.

Shalom kvedja fra Jerusalem
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 21.12.2008 kl. 13:48

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Linda! Þú hjálpar mörgu fólki...ég vildi gjarna hjálpa til, enn kann það ekki... 

Óskar Arnórsson, 21.12.2008 kl. 13:57

21 Smámynd: halkatla

Heil og sæl - mjög góður pistill - mig hlakkar líka obboðslega til að hittast og spjalla við þig, en í bili færð þú bara jólakveðju frá mér og köttunum

halkatla, 21.12.2008 kl. 17:10

22 identicon

Góð lesning . Kveðja jurí .

Júrí (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband