Ekki láta líða yfir ykkur...

Kem hér með smá færslu, ég er eins og fína fólkið fer í þerapíu og kem út voðalega gáfuð og töffLoL.  Ég verð þvi að deila með ykkur að ég er talin vera mjög jákvæð persóna þessa dagana, og rosalega hress, ég hefði vitanlega getað sagt þerapistanum þetta sjálf, en það var vissulega gott að fá þetta í æð frá honum, ef svo má að orði komast, heheh.  ég er sem sagt ekki ímyndunar veik. (heppin ég).  

Nú ég er ekki mikið fyrir samsæriskenningar, en hef samt lúmskt gaman af þeim, þær koma manni jú til þessa að líta í kringum sig og segja hmmmmmmShocking nema hvað ég var að lesa í NT eftir bænir og viti menn, ég datt inn á Sálm 107 og ég ætla bara að deila honum með ykkur, og sjá hvort þið sjáið hvað ég er að pæla með því að setja hann hér inn.....very dúló.

Munið  all megnum við fyrir hann sem oss styrkan gjörir.

 

 

  Sálmarnir 107 

Fimmta bók
1 Þakkið Drottni því að hann er góður,
því að miskunn hans varir að eilífu.
2Svo skulu hinir endurleystu Drottins segja,
þeir er hann hefur leyst úr nauðum
3og safnað saman frá öðrum löndum,
frá austri og vestri, frá norðri og suðri.
4Þeir reikuðu um eyðimörkina, um veglaus öræfin,
og fundu eigi leið til byggilegrar borgar.
5Þá hungraði og þyrsti
og lífskraftur þeirra þvarr.
6Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni,
hann bjargaði þeim úr þrengingum þeirra,
7leiddi þá á réttan veg
svo að þeir komust til byggilegrar borgar.
8Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans
og dásemdarverk hans við mannanna börn
9því að hann svalaði hinum þyrsta
og mettaði hungraðan gæðum.
10Þeir sem sátu í sorta og svartnætti
voru fangar í eymd og járnum
11því að þeir höfðu þrjóskast gegn boðorðum Guðs
og haft að engu ráð Hins hæsta.
12Hann beygði hug þeirra með mæðu,
þeir hrösuðu og enginn kom til hjálpar.
13Þeir hrópuðu til Drottins í neyð sinni,
hann bjargaði þeim úr þrengingum þeirra,
14leiddi þá út úr sortanum og svartnættinu
og sleit sundur fjötra þeirra.
15Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans
og dásemdarverk hans við mannanna börn
16því að hann braut eirhliðin
og mölvaði járnslárnar.
17Þeir sem sýktust vegna syndugs lífernis,
þjáðust vegna misgjörða sinna,
18þeim bauð við allri fæðu
og þeir voru nærri dauðans dyrum.
19Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni
og hann bjargaði þeim úr þrengingum þeirra,
20sendi orð sitt og læknaði þá
og bjargaði þeim frá gröfinni.
21Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans
og dásemdarverk hans við mannanna börn,
22færa honum þakkarfórnir
og segja frá verkum hans með fögnuði.
23Þeir sem fóru um hafið á skipum
og ráku verslun á hinum miklu höfum
24sáu verk Drottins
og dásemdarverk hans á djúpinu.
25Því að hann bauð og þá kom stormviðri
sem hóf upp öldur hafsins.
26Þeir hófust til himins, hnigu í djúpið,
og þeim féllst hugur í háskanum.
27Þeir skjögruðu og reikuðu eins og drukkinn maður
og kunnátta þeirra kom að engu haldi.
28Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni
og hann bjargaði þeim úr þrengingum þeirra.
29Hann breytti storminum í blíðan blæ
og öldur hafsins lægði.
30Þeir glöddust þegar þær kyrrðust
og hann leiddi þá til þeirrar hafnar sem þeir þráðu.
31Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans
og dásemdarverk hans við mannanna börn,
32vegsama hann í söfnuði þjóðarinnar
og lofa hann í ráði öldunganna.
33Hann gerir fljótin að eyðimörk
og uppsprettur að þurrum lendum,
34frjósamt land að saltsléttu
sakir illsku íbúanna.
35Hann gerir eyðimörk að vatnstjörnum
og þurrlendið að uppsprettum,
36lætur hungraða setjast þar að
og reisir þeim borg til að búa í.
37Þeir sá í akra, planta víngarða
og uppskera ríkulega.
38Hann blessar þá og þeir margfaldast
og ekki fækkar hann fénaði þeirra.
39En þótt þeim fækki og þeir hnígi niður
undan kúgun, böli og harmi
40eys hann smán yfir höfðingja,
lætur þá villast í veglausri auðn,
41en hinn snauða hefur hann upp úr eymd sinni
og gerir ættirnar sem hjarðir.
42Hinir réttvísu sjá það og gleðjast
og allt illt lokar munni sínum.
43Hver sem er vitur gefi gætur að þessu
og menn taki eftir náðarverkum Drottins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Linda mín

Ætla ekki að láta líða yfir mig. Þið komið aftur og aftur þó þið segist vera í bloggfríi. Sjáðu bara Birnu Dís trúsystur okkar. Gaman af ykkur.

"Eru ekki fimm spörvar seldir fyrir tvo smápeninga? Og þó er ekki einn þeirra gleymdur Guði.

Hárin á höfði yðar eru jafnvel öll talin. Verið óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar." Lúk. 12. 6.-7.

 "Áður en þeir kalla, mun ég svara, og áður en þeir hafa orðinu sleppt, mun ég bænheyra."  Jesaja 65:24

 Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.3.2009 kl. 11:39

2 identicon

Amen.Drottinn blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 14:42

3 Smámynd: Linda

Hæ elskurnar, hef ég sagt ykkur í dag hvað þið eru yndislegar og hvað mér þykir vænt um ykkur, ef svo er ekki, þá er það komið.

Linda, 13.3.2009 kl. 15:29

4 Smámynd: Flower

Flower, 13.3.2009 kl. 16:03

5 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Linda mín "Gleði Drottins er hlífðarskjöldur þinn" be blessed and not stressed.

Aðalbjörn Leifsson, 13.3.2009 kl. 18:00

6 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Guð er góður allan tíman, "jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér."

Gott að heyra að þér líður vel. Bestu kveðjur  frá Kef.

Kristinn Ásgrímsson, 15.3.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband