9.12.2008 | 15:45
Svona er lífið
Oh boy, algjör skandall, aumingja börnin á Íslandi. Þó er allt í lagi að spyrja foreldra hvort að þau vilji að skrá barnið í trúfélag eða ekki, svona til að koma til móts við alla, ef það er hægt.
En svo er það annað. Mér datt allt í einu hug að leggja fram smá pælingu sem ég hef verið að hugsa um af og til þegar vissar umræður um trúmál koma upp. Það virðist (takið eftir ég notaði orðið virðist) vera eins og fólk hafi einhverjar vissar hugmyndir um Kristna, ranghugmyndir um okkur, hvernig við eigum að haga okkur, hvernig við eigum jafnvel að skemmta okkur, jafnvel tjá okkur. Að allir Kristnir séu sammála í einu og öllu o.s.f.v.
Það er alveg á hreinu að ég fyrirverð mig ekki fyrir orð Krists eða ritninguna. Ég er hef hinsvegar sjálfstæða hugsun og vilja saman ber flestum þegnum þessa heims. Kjósi ég hinsvegar að lúta undir vilja Guðs fyrir mitt líf og stunda samkomur, biðja bænir og ræða orðið hví ætti slíkt að fara fyrir hjartað á sumu fólki í þjóðfélaginu.
Hafi ég skoðun á máli, þá er mér gert upp sú staðreynd að það er vegna þess að ég trúi á Jesú að ég hafi þessa afstöðu til hina og þessa mála, þegar staðreyndin er sú að margir hafa sömu skoðun og ég og eru alls ekki trúaðir.
Beiti ég kaldhæðni þegar ég tjái mig, þá er ég reið eða ómálefnaleg, sem er bara alls ekki kristið siðferði samkvæmt götudómstóli bloggsins og við vitum öll að ef götudómstóllinn dæmir þá er það bara staðreynd, eða þannig (smá kaldhæðni, ef það fór fram hjá einhverjum)
Nú megið þið ekki halda að ég sé reið eða sár yfir þessum fordómum, slíkt væri jú af og frá því ég er Kristin og verð ekki reið og hef gaman af því að láta traðka á mér og gera mér upp skoðanir, þarna var aftur kaldhæðni.
Ég er sein til reiði (já alveg satt og engin kaldhæðni) ef ég verð reið, þá fer slíkt ekki á milli mála, þið getið alveg treyst því. Ég blóta ekki að jafnaði, slíkt er bara dæmi um lélegan hugsunar hátt eða rökleysu, það sama má segja um að uppnefna fólk, kalla það heimskt eða vitlaust fyrir að hafa vissa afstöðu í lífi sínu (smá kaldhæðnisskot á ónefnda viðkvæma aðila).
Ég vildi að ég gæti sagt hér "í hnotskurn" en ég er ansi hrædd um að slíkt á bara ekki við mig, ég mala áfram og áfram og áfram, afsk. gleymdi mér smá.
Málið er einfald, Kristnir hafa trú, þeir gera sitt besta að lifa eftir þessari sannfæringu sinni, okkur tekst það misvel, enda bara venjulegt fólk eins og hver annar, við höfum gaman af því að skemmta okkur, fara út, fara í bíó, fara á kaffihús, gera grín, við grátum og reiðumst, en umfram allt þá leggjum við mikinn metnað á heiðarleika, kærleika, réttlæti og samhug með samfélaginu, við förum líka í mótmæli (sum okkar) sem er algjör skandall (kaldhæðni) við erum einfaldlega eins og þið.
Munurinn er sá að allt sem við gerum og segjum er lagt undir "hvað mundi Jesú segja eða gera" okkur tekst þetta misvel, en við reynum. Við erum eins mismunandi og við erum mörg, en það er alda í samfélaginu í dag, sem er að sameina líkama Krists í þjóðfélaginu samanber þverkirkjulegri bænagöngu, við erum hætt að þegja, við erum að koma út úr trúarskápnum.
Við erum partur af þessum samfélagi, við erum eins ófullkomin og næsti maður það eina sem aðskilur okkur er trúin á Jesú, en þessi aðskilnaður ætlar að vera sumum erfiður, meðan við þögðum var það besta mál að eiga trú, en núna eru breyttir tímar og barnið sem fjölskyldan skammaðist sín fyrir er komið út að leika....
![]() |
Sjálfvirk skráning í trúfélög andstæð jafnréttislögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2008 | 04:54
Af hverju þessi von?
Vonin í hverju fellst hún? Ég get vitanlega bara talað út frá mínum huga og sannfæringu. Gyðingar t.d. bíða ennþá í von um að frelsarinn fari að fæðast og leysi þá undan því oki sem þeir bera. Kristnir hinsvegar hafa fengið þessa von í vöggugjöf ef svo má að orði komast, fyrir það eitt að hafa tilheyrt hopi manna sem kölluðust heiðingjar á sínum tíma.
Á hvað vonar þá Kristin persóna í dag, þar sem frelsarinn er þegar komin. Við vonum á hann, við biðjum til hans, við lesum ritninguna með hugarfari fyrir kennslu, áminningu og hugleiðslu orðsins, við sem trúum á Jesú, eigum von í honum, eigum von á eilíft líf, eigum von að hann leiði okkur í gegnum þetta líf, ekki af því hann lofaði að það yrði auðveld ganga, heldur vegna þess að við einfaldlega elskum hann og viljum vera með honum, það er okkur nóg. Við leggjum okkar veraldlegu áhyggjur og byrðar á við fætur Guðs, við vitum að hann mun leiða okkar veraldlega byrði til lausnar, í hans vilja, og hans vilji fyrir okkur er ekki alltaf augljós, stundum þurfum við að líta til baka til að sjá hvernig hann tók á okkar bænum og málum.
Verið því hughraust í trúnni, það skiptir ekki máli hvort þú sért Jón eða séra Jón, Guð fer ekki manngreinarálits, samanber ritningunni, hann vill einfaldlega þinn félagsskap og það er allt of sumt.
Njótið dagsins í dag.
1. Um manngreinar álit Pet 1:17
2. Nokkur vers hér á eftir sem tala um heiðingjanna, og hvers vegna við fengum boðskapinn.
Lúkasarguðspjall 21:24 |
24Menn munu falla fyrir sverðseggjum og verða herleiddir til allra þjóða og framandi þjóðir munu fótum troða Jerúsalem þar til tímar heiðingjanna eru liðnir. |
Postulasagan 13:46 |
46Páll og Barnabas svöruðu þá einarðlega: Svo hlaut að vera að orð Guðs væri fyrst flutt ykkur. Þar sem þið nú vísið því á bug og metið sjálfa ykkur ekki verða eilífs lífs, þá snúum við okkur nú til heiðingjanna. |
Postulasagan 18:6 |
6En er þeir snerust gegn honum og fóru að lastmæla hristi hann dustið af klæðum sínum og sagði: Þið getið sjálfir ykkur um það kennt að þið farist. Ekki er mér um það að kenna. Upp frá þessu fer ég til heiðingjanna. |
Postulasagan 21:19 |
19Páll heilsaði þeim og lýsti síðan nákvæmlega öllu sem Guð hafði gert meðal heiðingjanna með þjónustu hans. |
Rómverjabréfið 9:30 |
30Hvað skal um þetta segja? Heiðingjarnir, sem sóttust ekki eftir réttlæti, hafa öðlast réttlæti - réttlæti af trú. |
Rómverjabréfið 11:13 |
13En við ykkur, heiðingjar, segi ég: Nú er ég einmitt postuli heiðingja og þá þjónustu vegsama ég. |
Rómverjabréfið 11:25 |
25Ég vil, bræður mínir og systur, að þið varist að ofmeta eigið hyggjuvit. Því vil ég að þið þekkið þennan leyndardóm: Nokkur hluti Ísraels er forhertur orðinn og það varir uns allir heiðingjar eru komnir inn. |
Rómverjabréfið 15:9 |
9en heiðingjarnir vegsami Guð sakir miskunnar hans eins og ritað er: Þess vegna skal ég játa þig meðal heiðingja og lofsyngja þínu nafni. |
Rómverjabréfið 15:10 |
10Og enn segir: Fagnið, þið heiðingjar, með lýð Guðs |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 04:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
6.12.2008 | 21:28
Bænin - Bænaganga var farin í dag, beðið fyrir landi og þjóð, verið hughraust í Jesú.
Matteusarguðspjall 5:44
44En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður.
Matteusarguðspjall 6:8
8Líkist þeim ekki. Faðir yðar veit hvers þér þurfið áður en þér biðjið hann.
Matteusarguðspjall 7:7
7Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða.
Matteusarguðspjall 9:38
38Biðjið því Drottin uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.
Matteusarguðspjall 20:22
22Jesús svarar: Þið vitið ekki hvers þið biðjið. Getið þið drukkið þann kaleik sem ég á að drekka?
Þeir segja við hann: Það getum við.
Matteusarguðspjall 21:22
22Ef þið trúið munuð þið öðlast allt sem þið biðjið.
Matteusarguðspjall 24:20
20Biðjið að flótti yðar verði ekki um vetur eða á hvíldardegi.
Matteusarguðspjall 26:41
41Vakið og biðjið svo að þið fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn en holdið veikt.
Markúsarguðspjall 10:38
38Jesús sagði við þá: Þið vitið ekki hvers þið biðjið. Getið þið drukkið þann kaleik, sem ég drekk, eða skírst þeirri skírn sem ég skírist?
Markúsarguðspjall 11:24
24Fyrir því segi ég ykkur: Ef þið biðjið Guð um eitthvað og treystið því að þið öðlist það, þá mun hann veita ykkur það.
Markúsarguðspjall 13:18
18Biðjið að það verði ekki um vetur.
Markúsarguðspjall 14:38
38Vakið og biðjið svo að þið fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn en holdið veikt.
Lúkasarguðspjall 6:28
28blessið þá sem bölva yður og biðjið fyrir þeim er misþyrma yður.
Lúkasarguðspjall 10:2
2Og hann sagði við þá: Uppskeran er mikil en verkamenn fáir. Biðjið því Drottin uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.
Lúkasarguðspjall 11:9
9Og ég segi yður: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða.
Lúkasarguðspjall 21:36
36Vakið því allar stundir og biðjið svo að þér megið umflýja allt þetta sem koma á og standast frammi fyrir Mannssyninum.
Lúkasarguðspjall 22:40
40Þegar hann kom á staðinn sagði hann við þá: Biðjið að þið fallið ekki í freistni.
Lúkasarguðspjall 22:46
46Og hann sagði við þá: Hví sofið þið? Rísið upp og biðjið að þið fallið ekki í freistni.
Jóhannesarguðspjall 4:22
22Þið tilbiðjið það sem þið þekkið ekki. Við tilbiðjum það sem við þekkjum því hjálpræðið kemur frá Gyðingum.
Jóhannesarguðspjall 14:13
13Og hvers sem þér biðjið í mínu nafni það mun ég gera svo að faðirinn vegsamist í syninum.
Jóhannesarguðspjall 14:14
14Ef þér biðjið mig einhvers í mínu nafni mun ég gera það.
Jóhannesarguðspjall 15:7
7Ef þér eruð í mér og orð mín eru í yður, þá biðjið um hvað sem þér viljið og yður mun veitast það.
Jóhannesarguðspjall 15:16
16Þér hafið ekki útvalið mig heldur hef ég útvalið yður. Ég hef ákvarðað yður til að fara og bera ávöxt, ávöxt sem varir svo að faðirinn veiti yður sérhvað það sem þér biðjið hann um í mínu nafni.
Jóhannesarguðspjall 16:23
23Á þeim degi munuð þér ekki spyrja mig neins. Sannlega, sannlega segi ég yður: Hvað sem þér biðjið föðurinn um í mínu nafni mun hann veita yður.
Jóhannesarguðspjall 16:24
24Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið og þér munuð öðlast svo að fögnuður yðar verði fullkominn.
Postulasagan 8:24
24Símon sagði: Biðjið fyrir mér til Drottins að ekkert komi það yfir mig sem þið hafið mælt.
Fyrra Korintubréf 10:7
7Tilbiðjið ekki skurðgoð eins og nokkrir þeirra. Ritað er: Lýðurinn settist niður til að eta og drekka og stóð upp til að skemmta sér.
Efesusbréfið 6:18
18Gerið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið þannig árvökul og stöðug í bæn fyrir öllum heilögum.
Efesusbréfið 6:19
19Biðjið fyrir mér að mér verði gefin orð að mæla, þá er ég lýk upp munni mínum, til þess að ég kunngjöri með djörfung leyndardóm fagnaðarerindisins.
Efesusbréfið 6:20
20Boðberi þess er ég í fjötrum mínum. Biðjið að ég geti flutt það með djörfung eins og mér ber að tala.
Kólussubréfið 4:2
2Verið stöðug í bæninni, vakið og biðjið með þakkargjörð.
Kólussubréfið 4:3
3Biðjið jafnframt fyrir mér að Guð opni mér dyr fyrir orðið og ég geti boðað leyndardóm Krists. Hans vegna er ég nú í böndum.
Kólussubréfið 4:4
4Biðjið að ég megi birta hann eins og mér ber að tala.
Fyrra Þessaloníkubréf 5:17
17Biðjið án afláts.
Fyrra Þessaloníkubréf 5:25
25Systkin, biðjið fyrir mér.
Síðara Þessaloníkubréf 3:1
1Að endingu, systkin: Biðjið fyrir mér að orð Drottins megi breiðast út og vera í heiðri haft eins og hjá ykkur
Fyrra Tímóteusarbréf 2:2
2Biðjið fyrir konungum og öllum þeim sem hátt eru settir til þess að við fáum lifað friðsamlegu og rólegu lífi í guðsótta og siðprýði.
Hebreabréfið 13:18
18Biðjið fyrir mér því að ég er þess fullviss að ég hef góða samvisku og vil í öllum greinum breyta vel.
Jakobsbréfið 4:2
2Þið girnist og fáið ekki, þið drepið og öfundið og getið þó ekki öðlast. Þið berjist og stríðið. Þið eigið ekki af því að þið biðjið ekki.
Jakobsbréfið 4:3
3Þið biðjið og öðlist ekki af því að þið biðjið illa, þið viljið sóa því í munaði.
Jakobsbréfið 5:16
16Játið því hvert fyrir öðru syndir ykkar og biðjið hvert fyrir öðru til þess að þið verðið heilbrigð. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.
Júdasarbréfið 1:20
20En þið elskuðu, byggið ykkur sjálf upp í helgustu trú ykkar. Biðjið í heilögum anda.
Opinberunarbókin 14:7
7og sagði hárri röddu: Óttist Guð og gefið honum dýrðina. Stundin er komin er hann kveður upp dóm sinn. Tilbiðjið þann sem hefur gert himininn og jörðina og hafið og uppsprettur vatnanna.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.12.2008 | 15:38
Fullkomið lag fyrir okkur Íslendinga - kreppulagið

![]() |
„ Særandi að vera sakaður um glannalegar athafnir “ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.11.2008 | 18:54
Rætur í heiðni?
Æi lífið er svo erfitt, hjá sumum, sumir gleyma einfaldlega hinum eina sanna boðskap Jólanna, um Jesú okkar yndislega frelsara.
Það veit hver heilvitamaður að Jólin eru forn hátíð, ljósahátíð, ætla ekkert út það nánar hér, en þó get ég sagt að til þess að ná heiðingjum inn í kirkjuna, þá voru sumar hátíðir eins og ljósahátíðin innlimuð í kristið samfélag og stað þess að tilbiðja falsguð þá var haldi upp á fæðingu frelsarans í staðinn.
Er það rangt að við höldum slíku áfram? Ég sem trú á Guð almáttugan, verð að segja, ég er tvístígandi, já, kæru vinir ég er tvístígandi sitjandi á grindverki varðandi þetta mál. Hinsvegar, þá fær ekkert mig af því að við sem virkilega stundum Jólin í nafni Jesú að við sem notum þennan tíma til að minnast fæðingar hans, fæðingu vonarinnar og fyrirheitsins í mansmynd erum ekki að gera neitt rangt.
Ég veit líka það sem stendur í ritningunni um að taka á sig siði heiðingjanna, og mig langar rosalega að setja hér stórt "EN" og þarna kemur grindverkið mitt fram aftur.
Svörin verður hvert okkar sem trúir á Frelsarann að finna innra með sér, og leita svars hjá Guði, og við sem trúum, verðum að leggja okkur öll fram við að halda þessa hátíð heilaga, og kenna börnunum að þetta gengur ekki út á nammi í skóinn eða litla jólasveina, eða kóka kóla jólasveininn (sem er bara sætastur) heldur lítið barn sem fæddist okkur til blessunar, leyfum Guði að ljóma á þessum tíma og alltaf, verum í honum og hann í okkur, og þá getur okkur ekki misfarnast.
Á sama tíma og börnin okkar vita út á hvað þetta gengur, er gaman að sjá andlit þeirra ljóma yfir því sem er í skónum út í glugga, eða við að opna pakka á Jólum, spennt og brosandi hrein og bein Guðsgjöf í sinni yndislegu mynd.
Það eiga svo margir við sárt að binda, svo margir fátækir, einmanna og líður andlega illa, mun fleiri en nokkru sinni fyrr, tökum höndum saman og gerum gott fyrir hvort annað, með brosi, faðmalagi, þolinmæði og mest af öllu kærleika, þetta kostar ekkert nema einlægni og velvilja til nágrannans. Ég bið að Guð blessi ykkur og varðveiti í einu og öllu í dag sem og alla daga. Elskið og þið munuð elskuð verða.
26En í sjötta mánuði sendi Guð Gabríel engil til borgar í Galíleu, sem heitir Nasaret, 27til meyjar er var föstnuð manni, sem Jósef hét, af ætt Davíðs en mærin hét María. 28Og engillinn kom inn til hennar og sagði: Heil vert þú sem nýtur náðar Guðs! Drottinn er með þér.
29En María varð hrædd við þessi orð og hugleiddi hvað þessi kveðja ætti að merkja. 30Og engillinn sagði við hana: Óttast þú eigi, María, því að þú hefur fundið náð hjá Guði. 31Þú munt þunguð verða og son ala og þú skalt láta hann heita JESÚ. 32Hann mun verða mikill og kallaður sonur Hins hæsta. Drottinn Guð mun gefa honum hásæti Davíðs föður hans 33og hann mun ríkja yfir ætt Jakobs að eilífu og á ríki hans mun enginn endir verða.
34Þá sagði María við engilinn: Hvernig má þetta verða þar eð ég hef ekki karlmanns kennt?
35Og engillinn sagði við hana: Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur Hins hæsta mun yfirskyggja þig. Þess vegna verður barnið heilagt, sonur Guðs. 36Elísabet, frændkona þín, er einnig orðin þunguð að syni í elli sinni og þetta er sjötti mánuður hennar sem kölluð var óbyrja 37en Guði er enginn hlutur um megn.
38Þá sagði María: Sjá, ég er ambátt Drottins. Verði mér eftir orðum þínum. Og engillinn fór burt frá henni.
Smellið hér til að lesa jólaboðskapinn
![]() |
Vill banna jólasveina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 3.12.2008 kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
30.11.2008 | 00:02
Ég fékk ríflegan bónus í kvöld sjálf
Þessi bónus var með einu orði sagt dúndur góður! Já, hefði þessi bónus verið mælanlegur, þá væri hann gullígildi, og mér skilst að únsan sé komin í 2.000$ hvorki meira né minna. Já, það er sko hægt að fá bónusa úr ólíklegustu áttum og ekki eru þeir alltaf peningar, heldur einfaldlega að hitta fólk að hlægja og drekka kaffi og borða frábærlega góða sneið eða tvær af gulrótaköku sem ætti að vera bönnuð með lögum því hún var algjört sælgæti Elfa mín. Með því að drífa mig á laugardags hitting hjá minni yndislegu kirkju fékk ég bónus sem skiptir máli, tilbreytingu úr hversdagsleikanum, góðan félagskap og "að kíkja" varð að 2 og hálfum tímum hahha. Takk Elfa mín og Íslenska Kristkirkjan, ætla að sækja þetta aftur eftir áramót þegar þetta byrjar á ný.
Í lokin þá langar mig að deila með ykkur fyrsta Pétursbréfi 2 kafla, njótið vel og íhuguð orðið og kærleikann sem er í heilagri ritningu. Guð blessi ykkur og varðveiti.
Fyrra Pétursbréf 2 |
Hinn lifandi steinn 1Segið því skilið við alla vonsku og alla pretti, hræsni, öfund og allt baktal. 2Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ómenguðu mjólk til þess að þið af henni getið dafnað til hjálpræðis 3enda hafið þið smakkað hvað Drottinn er góður. 4Komið til hans, hins lifanda steins, sem menn höfnuðu en er í augum Guðs útvalinn og dýrmætur. 5Látið sjálf uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús til heilags prestdóms, til að bera fram andlegar fórnir fyrir Jesú Krist, Guði velþóknanlegar. 6Því að svo stendur í Ritningunni: Sjá, ég set hornstein í Síon, valinn og dýrmætan. Sá sem trúir á hann mun alls eigi verða til skammar. 7Yður sem trúið er hann dýrmætur en hinum vantrúuðu er steinninn, sem smiðirnir höfnuðu, orðinn að hyrningarsteini 8og: ásteytingarsteini og hrösunarhellu. Þeir steyta sig á honum af því að þeir óhlýðnast boðskapnum. Það var þeim ætlað. 9En þið eruð útvalin kynslóð, konunglegur prestdómur, heilög þjóð, eignarlýður, til þess að þið skuluð víðfrægja dáðir hans, sem kallaði ykkur frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss. 10Þið sem áður voruð ekki lýður eruð nú orðin Guðs lýður. Þið sem ekki nutuð miskunnar hafið nú miskunn hlotið. Þjónar Guðs 11Þið elskuðu, ég áminni ykkur sem gesti og útlendinga að halda ykkur frá holdlegum girndum sem heyja stríð gegn sálunni. 12Hegðið ykkur vel meðal þjóðanna, til þess að þeir sem nú hallmæla ykkur sem illgjörðamönnum sjái góðverk ykkar og vegsami Guð þegar hann kemur. 13Verið Drottins vegna hlýðin allri mannlegri skipan, bæði keisara, hinum æðsta, 14og landshöfðingjum sem hann sendir til að refsa illgjörðamönnum og til að hrósa þeim er breyta vel. 15Það er vilji Guðs að þið þaggið niður í vanþekkingu heimskra manna með því að breyta vel. 16Þið eruð frjálsir menn. Notið frelsið til að þjóna Guði en ekki til að hylja vonsku. 17Virðið alla menn, elskið samfélag þeirra sem trúa, óttist Guð, heiðrið keisarann. Í fótspor Krists 18Þjónar, hlýðið húsbændum ykkar og sýnið þeim alla lotningu, ekki einungis hinum góðu og sanngjörnu heldur einnig hinum ósanngjörnu. 19Ef einhver verður fyrir ónotum og líður saklaus vegna meðvitundar um Guð þá er það þakkarvert. 20Því að hvað er lofsvert við það að sýna þolgæði er þið sætið barsmíðum fyrir afbrot? En að þola illt með þolgæði og hafa þó breytt vel, það er mikilsvert í augum Guðs. 21Þetta er köllun ykkar. Því að Kristur leið einnig fyrir ykkur og lét ykkur eftir fyrirmynd til þess að þið skylduð feta í fótspor hans. 22Hann drýgði ekki synd og svik voru ekki fundin í munni hans. 23Hann svaraði ekki með illmælum er honum var illmælt og hótaði eigi er hann leið, heldur fól það honum á vald sem dæmir réttvíslega. 24Hann bar sjálfur syndir okkar á líkama sínum upp á tréð, til þess að við skyldum deyja frá syndunum og lifa réttlætinu. Fyrir hans benjar eruð þið læknuð. 25Þið voruð sem villuráfandi sauðir en nú hafið þið snúið ykkur til hans sem er hirðir og biskup sálna ykkar. |
![]() |
Ríflegir bónusar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2008 | 15:53
Stormar lífsins og náttúrunnar
Mikið gengur á hér heima fyrir, efnahagsstormar, andlegir stormar og svo kemur náttúran með smá hressingu til að krydda upp á þegar of kryddaða tilveru, en svona er lífið.
Ég hvet alla þá sem vettlingi geta valdið að biðja fyrir fólkinu sem er að takast á við þetta hræðilega ástand á Indlandi, að biðja fyrir fjölskildu starfsmanni SOS sem var myrtur á vinnustað sínum hjá SOS, biðjum fyrir þeim sem á okkar landi þjást sakir áhyggna, þeim sem leyfa reiðinni að ná stjórn á sér, biðjum fyrir landi okkar í allri sinni mynd og fjölbreytni. Biðjum Guð að leiða okkur fram í réttlæti fyrir sakir sonar hans Jesú Krists.
Sálmarnir 40 |
1Til söngstjórans. Davíðssálmur. 2Stöðugt vonaði ég á Drottin og hann laut niður að mér og heyrði ákall mitt. 3Hann dró mig upp úr glötunargröfinni, upp úr fúafeni, veitti mér fótfestu á kletti og gerði mig styrkan í gangi. 4Hann lagði mér ný ljóð í munn, lofsöng til Guðs vors. Margir sjá það og óttast og treysta Drottni. 5Sæll er sá maður sem gerir Drottin að athvarfi sínu og snýr sér ekki til dramblátra eða þeirra sem fylgja falsguðum. 6Drottinn, Guð minn, mörg eru máttarverk þín og áform þín oss til handa, ekkert jafnast á við þig. Ég vil segja frá þeim, kunngjöra þau, en þau eru fleiri en tölu verði á komið. 7Á sláturfórn og kornfórn hefur þú enga þóknun, þú hefur gefið mér opin eyru, brennifórnar og syndafórnar krefst þú ekki. 8Þá sagði ég: Hér er ég. Í bókinni er skrifað hvað ég á að gera. 9Að gera vilja þinn, Guð minn, er mér yndi og lögmál þitt er innra með mér. 10Ég hef flutt fagnaðarboðin um réttlæti í stórum söfnuði, ég lauk ekki vörunum aftur, það veist þú, Drottinn. 11Ég leyndi eigi réttlæti þínu í hjarta mér, ég vitnaði um trúfesti þína og hjálp og dró eigi dul á náð þína og tryggð í hinum mikla söfnuði. 12Tak þú eigi miskunn þína frá mér, Drottinn, lát náð þína og trúfesti ætíð vernda mig 13því að ótal hættur umkringja mig, misgjörðir mínar hafa náð mér svo að ég má eigi sjá, þær eru fleiri en hárin á höfði mér, mér fellst hugur. 14Drottinn, lát þér þóknast að frelsa mig, Drottinn, skunda mér til hjálpar. 15Lát þá verða til skammar og hljóta kinnroða er sitja um líf mitt, lát þá hverfa aftur með skömm er óska mér ógæfu. 16Lát þá sem hrópa að mér háðsyrði hrylla við eigin smán. 17En þeir sem leita þín skulu gleðjast og fagna yfir þér. Þeir sem unna hjálpræði þínu skulu sífellt segja: Mikill er Drottinn. 18Ég er hrjáður og snauður en Drottinn ber umhyggju fyrir mér. Þú ert fulltingi mitt og frelsari, tef eigi, Guð minn. |
![]() |
Varað við stormi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.11.2008 | 22:08
Snilldar Borgarafundur
![]() |
Þetta er þjóðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2008 | 20:57
Betur væri að þú væri annaðhvort kaldur eða heitur
Svo segir í Opinberunarbók ritningarinnar. Hvað er átt við með þessu, gætir þú spurt? Það er mjög einfalt ræktir þú ekki trú þína á Jesú, samkomur og samfélag trúaðra af öllu hjarta, sál og hug, er betra fyrir þig að vera gjörsamlega Kaldur í trúnni,(hjartað forherðist) því á dómsdeigi mun dómarinn samkv. Op 3:15-16 "skyrpa þér úr munni sér".
Að lesa ritninguna, er að tengja sig við almættið, að stunda samkomur(ef þú hefur færi á) og samfélag trúaða er þér til halds og trausts. (verðum að efla heimsóknir til þeirra sem komast ekki á samkomur) Með Guði er allt mögulegt, í kirkjum sem trúa þessu er öflugt safnaðarstarf og ekki síst öflugt hjálparstarf, þeim sem minna mega sín. Sumir söfnuðir eru betri en aðrir að sinna þessu starfi, aðrir eru að byrja að efla þetta starf og svo eru þeir söfnuðir sem hafa sinnt þessu starfi í mörg ár, eins og Hjálpræðisherinn og Þjóðkirkjan.
Hvers vegna er ég að skrifa um þetta núna? Svarið er í raun sára einfalt, því það er þörf á því. Það eru öfl í landi okkar sem tala gegn Þjóðkirkjunni (að hún sé Trölli og komi til að skelfa og hrella blessuð börnin m.a.) og skipulögðum trúarbrögðum, þessi öfl telja sig vera tala fyrir þjóð vora og vilja ekki til hugsa hvað þá heyra að kirkjan gerir góða hluti.
Hlustir þú á þessi öfl á sama tíma og þú telur þig hafa þína barnatrú, á meðan ráðist er á ritninguna í greinum frá þeim,(þegir hljóðan) í beinum orðum frá þeim, þá ertu því miður á handriði trúarinnar hvorki heitur né kaldur, heldur volgur.(við eigum að forðast þann er gerir lítið úr orði Guðs) Við verðum að muna að Jesú sjálfur er þeim sem trúa, sem klettur, traustur, staðfastur og já áþreifanlegur. Hann biður þig um einskins meira en það að þú verður í honum og leyfir honum að vera í þér.
" En af því að þú ert hálfvolgur, hvorki heitur né kaldur, mun ég skyrpa þér út af munni mínum"
finnst þér þetta vera full harður dómur af þeim sem er talað um að fyrirgefi allar syndir og umberi allt fyrir þína hönd. Kannski ef þú horfir á þetta frá sjónarhorni hans, Drottins okkar Jesú Krists.
1. Hann fæddist til að frelsa þig
2. Hann fór fram á að þú tryðir því að hann væri sonur Guðs
3. Hann var krossfestur til þess að taka á sig syndir heimsins
4. Hann fór til heljar fyrir þig.
5. Hann reis síðan upp frá dauðum
6. Fyrir blóð hans og benjar, stendur hann fyrir framan þig, og biður fyrir þér á himni, hann tekur á sig hverja synd sem þú fremur.
Þegar þú skoðar allt þetta, er það ekki besta mál að Drottinn hafi kröfur til þíns lífs, að þú farir eftir hans vilja að þú fylgir honum, að þú gerir allt sem á þínu valdi stendur til að taka afstöðu með honum í einu og öllu, að þú sýnir í orði og gjörðum að hann sé frelsari þinn, að þú játir hann fyrir heiminum, svo að hann geti játað þig fyrir Guði, að þú lætur ekki blekkjast af beiskum mönnum sem eru blindir og neita að sjá.
Guð hefur lofað að sjá fyrir þeim sem trúa á hann, sem eru heitir í trú, ritningin staðfestir þetta, ég stórlega efast að hann hafi sérstakan áhuga á okkur sem kjósum að sitja hálfvolg á grindverki sem við köllum lífið okkar, nema auðvitað að við snúum okkur frá syndugu líferni og lifum samkvæmt vilja hans fyrir okkar líf, verðurm heit..
Ef Guð er með okkur hver er þá á móti okkur segir í Rómverjabréfi 8:31 versi. Hver er á móti þér? Hafa þessi öfl eitthvað í Guð?, barátta okkar eru ekki við völd þessa heims heldur við ill öfl, öfl frá djöflinum sjálfum, já ég sagði djöflinum, það er kominn tími til að við fyrirverðum okkur ekki fyrir Guðs orð, fyrir Jesú, heldur stöndum upp sterk og heit og látum gott af okkur og leiða og látum ekki glepjast af græðgi, hæðni og fáfróðum einstaklingum sem skilja ekki það sem er gott og fallegt.
Verum óhrædd að tala út orð Guðs, verum óhrædd við að viðurkenna hann, stöndum á klettinum sem er Drottin Jesú sonur Guðs. Komum út úr trúarskápnum og tökum afstöðu með honum sem tók og tekur enn afstöðu með okkur.
Hér á eftir eru ritningarvers. Njótið þeirra og íhugið. Standið upp og verið talin með Guði, Jesú og Heillögum anda, það er bara aðal málið og það eina skiptir máli.
1. Pétursbréf.
Lifandi von3Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum 4og veitt oss óforgengilega, flekklausa og ófölnandi arfleifð sem yður er geymd á himnum. 5Kraftur Guðs varðveitir yður sem trúið til þess að þér öðlist hjálpræðið sem albúið bíður þess að opinberast á efsta degi.
6Fagnið því þótt þið nú um skamma stund hafið orðið að hryggjast í margs konar raunum. 7Það er til þess að trúfesti ykkar, langtum dýrmætari en forgengilegt gull, sem þó er reynt í eldi, geti orðið ykkur til lofs og dýrðar og heiðurs við opinberun Jesú Krists. 8Þið hafið ekki séð hann en elskið hann þó. Þið hafið hann ekki nú fyrir augum ykkar en trúið samt á hann og fagnið með óumræðilegri og dýrlegri gleði 9þegar þið eruð að ná takmarki trúar ykkar, frelsun sálna ykkar.
Jeremia 17:
5Svo segir Drottinn:
Bölvaður er sá sem treystir mönnum
og reiðir sig á styrk dauðlegra
en hjarta hans víkur frá Drottni.
6Hann er eins og nakinn runni í eyðimörk
og verður ekki hins góða var sem fram hjá fer.
Hann verður að búa í sviðnu landi í eyðimörkinni,
á óbyggilegri saltsléttu.
7Blessaður er sá maður sem treystir Drottni,
Drottinn er athvarf hans.
8Hann er sem tré, gróðursett við vatn
og teygir rætur sínar að læknum,
það óttast ekki að sumarhitinn komi
því að lauf þess er sígrænt.
Það er áhyggjulaust í þurru árferði,
ber ávöxt án afláts.
Júdasarbréf 1.
2Miskunn, friður og kærleiki margfaldist með ykkur.
3Þið elskuðu, mér var það ríkt í huga að rita ykkur um sameiginlegt hjálpræði okkar. En nú kemst ég ekki hjá því að skrifa og hvetja ykkur til að berjast fyrir þeirri trú sem heilögum hefur í eitt skipti fyrir öll verið í hendur seld. 4Nokkrir menn hafa laumast inn í söfnuðinn. Það eru óguðlegir menn sem misnota náð Guðs okkar til taumleysis og afneita okkar eina lávarði og Drottni, Jesú Kristi. Fyrir löngu var ritað um þann dóm sem biði þeirra. 5Ég vil minna ykkur á, þótt þið vitið það allt (lesa meira)
Rómverjabréfið 10:9 Fyrsta Jóhannesarbréf 2:23 Fyrsta Jóhannesarbréf 4:2 Fyrsta Jóhannesarbréf 4:3 Fyrsta Jóhannesarbréf 4:15
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
23.11.2008 | 15:43
Íhugun um vinskap
Ég þarf eiginlega að fara út að ganga, en það er svo kuldalegt að ég kem mér ekki í það, alveg strax. Því ákvað ég að blogga pínu. Bloggið hefur opnað nýjan heim, vegna bloggsins er ég að hitta mjög skemmtilegt og lifandi fólk, fólk sem ég tel til vina, fólk sem mér þykir vænt um, sumir eru ennþá kunningjar, en hver veit nema að það verði breyting á því.
Það fólk sem ég tel til vina, tel ég að séu traustsins verðugt, ég er svo mikil öfgamanneskja varðandi trúnað, að þegar mér er sagt eitthvað í trúnaði þá set ég slíkt svo langt og djúpt inn í huga minn að oftast þurfa vinir mínir að minni mig á að hafa sagt mér hitt og þetta, mitt svar er iðulega, þú sagðir mér þetta í trúnaði, slíkt ber manni að grafa svo djúpt að maður getur gleymt því.
Svona er þetta hjá mér. Stundum treysti ég of auðveldlega, eða er of fljót til að taka fólk að mér, engin er fullkomin Guð veit að það er langt í það hjá mér. En maður lifir og lærir eins og sagt er.
Í Síraksbók kafla sex er að finna speki um vináttu, og eins og 99% af því efni sem finnst í þessari bók þá er ekki hægt annað en að hrífast af fegurðinni sem þar er að vinna, speki og kennslu um svo margt.
Síraksbók er hluti af því sem kallast Apókrífu ritum ritninganna, ekki eru allir sammála um réttmæti þess að þau rit skulu vera í nýju og endurþýddu Biblíu okkar Íslendinga, en ég tel að Síraksbók eigi fullt erindi þar inn. Njótið og verið velkomin á samkomu hjá Íslensku Kristkirkjunni í kvöld kl 20:00.
5Fögur orð fjölga vinum
og ómþýtt mál vekur vinsemd fleiri.
6 Kunningsskap við marga skaltu halda
en veit einum af þúsundi trúnað þinn allan.
7 Vin skaltu reyna viljir þú vin eiga
og ver eigi fljótur til að veita honum trúnað.
8 Margur er vinur þegar honum hentar
en er hvergi nærri þegar að sverfur.
9 Aðrir eru þeir vinir sem í óvini breytast
og gera þér hneisu með því að ljóstra upp hvað olli.
10 Margur er vinur er þú býður til veislu
en er hvergi nærri þegar að sverfur.
11 Þegar þér vegnar vel er hann sem hugur þinn
og segir þjónum þínum til.
12 En gerist þér mótdrægt snýst hann gegn þér
og fer í felur sjái hann þig nálgast.
13 Hald þig fjarri fjandmönnum þínum
og vertu á varðbergi gagnvart vinum.
14 Traustur vinur er örugg vörn,
finnir þú slíkan áttu fjársjóð fundinn.
15 Traustur vinur er verðmætari öllu,
á engan kvarða fæst gildi hans metið.
16 Traustur vinur er sem ódáinsdrykkur,
sá sem Drottin óttast mun slíkan finna.
17 Sá sem óttast Drottin vandar val vina,
hann heldur sér að slíkum sem honum sjálfum líkjast.
22.11.2008 | 18:48
Núna hefur fólkið fengið hina sönnu mynd skrílsláta.
Að brjóta rúður, hurðir, að nota ofbeldi til þess að fá sínu framgengt er "skrílslæti" .
Að kasta eggjum, skyri, að hengja upp mótmæla fána, skilti eru einfaldlega mótmæli. þetta er hægt að þrífa og fjarlægja, en skemmdarverk eru engum sönnum mótmælenda þóknanleg svona lagað má ekki koma fyrir aftur.
Þetta er mín skoðun.
![]() |
Mótmæli við lögreglustöðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
22.11.2008 | 08:43
Síraksbók 4 - þetta var sent á nokkra útvalda Ráðherra og þingmenn
Ég er nokkuð viss um að það sé ekki vanþörf á.
1Barnið mitt, sviptu ekki bágstaddan björg,
lát eigi þurfandi augu lengi mæna.
2 Særðu ekki þann sem sveltur,
skaprauna þeim eigi sem líður skort.
3 Auk ekki angur þess sem þegar er bitur
og drag ekki nauðstaddan á gjöf þinni.
4 Synja ei bón aðþrengds manns
og snú eigi baki við fátækum.
5 Bein eigi sjónum frá þurfandi manni
og gef honum ekki ástæðu til að formæla þér.
6 Biðji hann þér bölbæna í nístandi biturð
mun sá sem hann skóp heyra bæn hans.
7 Gjör þig kæran söfnuðinum,
auðsýn valdsmönnum virðingu.
8 Hlýð á orð fátæks manns,
svara ávarpi hans vingjarnlega.
9 Bjarga ofsóttum frá ofsækjendum
og ver fastur fyrir þegar þú dæmir.
10 Vertu munaðarlausum sem faðir
og ekkjum stoð í makans stað.
Þá munt þú verða Hinum hæsta sem sonur,
hann mun elska þig meir en móðir þín.
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Úlfar Þór Birgisson Aspar
-
halkatla
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Mofi
-
Ruth
-
Flower
-
Helena Leifsdóttir
-
Aðalbjörn Leifsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Guðni Már Henningsson
-
Birgirsm
-
Árni þór
-
Kristín Ketilsdóttir
-
Theódór Norðkvist
-
G.Helga Ingadóttir
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Ragnheiður Katla Laufdal
-
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
-
Ragnar Kristján Gestsson
-
Unnur Arna Sigurðardóttir
-
Tinna Jónsdóttir
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Morgunstjarnan
-
Stefán Garðarsson
-
Tryggvi Hjaltason
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Bumba
-
Ólafur Jóhannsson
-
Kristinn Ásgrímsson
-
Jón Valur Jensson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Hörður Finnbogason
-
Sunna Dóra Möller
-
Janus Hafsteinn Engilbertsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðmundur Pálsson
-
Jón Hjörleifur Stefánsson
-
Halla Rut
-
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Adda bloggar
-
Ingibjörg
-
Steingrímur Jón Valgarðsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Mama G
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Eiríkur Ingvar Ingvarsson
-
Gestur Halldórsson
-
Högni Hilmisson
-
Magnús V. Skúlason
-
Sævar Einarsson
-
Kristján Björnsson
-
Kristján Magnús Arason
-
Böðvar Ingi Guðbjartsson
-
Svanur Heiðar Hauksson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Svala Erlendsdóttir
-
Bergþóra Guðmunds
-
Alfreð Símonarson
-
Ingvar Leví Gunnarsson
-
Kjartan Guðmundur Júlíusson.
-
Guðrún Markúsdóttir
-
Alexander Kristófer Gústafsson
-
gudni.is
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Hdora
-
Snorri Bergz
-
Jóhann Hauksson
-
Julie
-
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
-
Jeremía
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Huld S. Ringsted
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Björn Heiðdal
-
Gunnar og Jenný
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Bullukolla
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Mótmælum Durban II
-
Baldvin Jónsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Meðvirkill
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
Bwahahaha...
-
Guðjón Baldursson
-
Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Magnús Karlsson
-
Jón Ríkharðsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.