Ég fékk ríflegan bónus í kvöld sjálf

Þessi bónus var með einu orði sagt dúndur góður!  Já, hefði þessi bónus verið mælanlegur, þá væri hann gullígildi, og mér skilst að únsan sé komin í 2.000$ hvorki meira né minna.  Já, það er sko hægt að fá bónusa úr ólíklegustu áttum og ekki eru þeir alltaf peningar, heldur einfaldlega að hitta fólk að hlægja og drekka kaffi og borða frábærlega góða sneið eða tvær af gulrótaköku sem ætti að vera bönnuð með lögum því hún var algjört sælgæti Elfa mín.  Með því að drífa mig á laugardags hitting hjá minni yndislegu kirkju fékk ég bónus sem skiptir máli, tilbreytingu úr hversdagsleikanum, góðan félagskap og "að kíkja" varð að 2 og hálfum tímum hahhaLoLWhistling.  Takk Elfa mín og Íslenska Kristkirkjan, ætla að sækja þetta aftur eftir áramót þegar þetta byrjar á ný.

Í lokin þá langar mig að deila með ykkur fyrsta Pétursbréfi 2 kafla, njótið vel og íhuguð orðið og kærleikann sem er í heilagri ritningu.  Guð blessi ykkur og varðveiti. biblia.jpg

 

 Fyrra Pétursbréf 2

Hinn lifandi steinn
1Segið því skilið við alla vonsku og alla pretti, hræsni, öfund og allt baktal. 2Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ómenguðu mjólk til þess að þið af henni getið dafnað til hjálpræðis 3enda „hafið þið smakkað hvað Drottinn er góður“.
4Komið til hans, hins lifanda steins, sem menn höfnuðu en er í augum Guðs útvalinn og dýrmætur. 5Látið sjálf uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús til heilags prestdóms, til að bera fram andlegar fórnir fyrir Jesú Krist, Guði velþóknanlegar. 6Því að svo stendur
í Ritningunni:
Sjá, ég set hornstein í Síon,
valinn og dýrmætan.
Sá sem trúir á hann mun alls eigi verða til skammar.
7Yður sem trúið er hann dýrmætur en hinum vantrúuðu er steinninn, sem smiðirnir höfnuðu,
orðinn að hyrningarsteini
8og:
ásteytingarsteini og hrösunarhellu.
Þeir steyta sig á honum af því að þeir óhlýðnast boðskapnum. Það var þeim ætlað.
9En þið eruð „útvalin kynslóð, konunglegur prestdómur, heilög þjóð, eignarlýður, til þess að þið skuluð víðfrægja dáðir hans,“ sem kallaði ykkur frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss. 10Þið sem áður voruð ekki lýður eruð nú orðin „Guðs lýður“. Þið sem „ekki nutuð miskunnar“ hafið nú „miskunn hlotið“.

Þjónar Guðs
11Þið elskuðu, ég áminni ykkur sem gesti og útlendinga að halda ykkur frá holdlegum girndum sem heyja stríð gegn sálunni. 12Hegðið ykkur vel meðal þjóðanna, til þess að þeir sem nú hallmæla ykkur sem illgjörðamönnum sjái góðverk ykkar og vegsami Guð þegar hann kemur.
13Verið Drottins vegna hlýðin allri mannlegri skipan, bæði keisara, hinum æðsta, 14og landshöfðingjum sem hann sendir til að refsa illgjörðamönnum og til að hrósa þeim er breyta vel. 15Það er vilji Guðs að þið þaggið niður í vanþekkingu heimskra manna með því að breyta vel. 16Þið eruð frjálsir menn. Notið frelsið til að þjóna Guði en ekki til að hylja vonsku. 17Virðið alla menn, elskið samfélag þeirra sem trúa, óttist Guð, heiðrið keisarann.

Í fótspor Krists
18Þjónar, hlýðið húsbændum ykkar og sýnið þeim alla lotningu, ekki einungis hinum góðu og sanngjörnu heldur einnig hinum ósanngjörnu. 19Ef einhver verður fyrir ónotum og líður saklaus vegna meðvitundar um Guð þá er það þakkarvert. 20Því að hvað er lofsvert við það að sýna þolgæði er þið sætið barsmíðum fyrir afbrot? En að þola illt með þolgæði og hafa þó breytt vel, það er mikilsvert í augum Guðs. 21Þetta er köllun ykkar. Því að Kristur leið einnig fyrir ykkur og lét ykkur eftir fyrirmynd til þess að þið skylduð feta í fótspor hans. 22„Hann drýgði ekki synd og svik voru ekki fundin í munni hans.“ 23Hann svaraði ekki með illmælum er honum var illmælt og hótaði eigi er hann leið, heldur fól það honum á vald sem dæmir réttvíslega. 24Hann bar sjálfur syndir okkar á líkama sínum upp á tréð, til þess að við skyldum deyja frá syndunum og lifa réttlætinu. Fyrir hans benjar eruð þið læknuð. 25Þið voruð sem villuráfandi sauðir en nú hafið þið snúið ykkur til hans sem er hirðir og biskup sálna ykkar.


mbl.is Ríflegir bónusar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Frábært að þú ert ánægð í Kristskirkju. Ert eins og nýútsprungin Rós.

Vertu guði falin.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.11.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband