Til presta

gabriel-visits-mary.jpgNúna þegar það dregur nær að við höldum upp á Kristmessu hér á landi sem og í öðrum "Kristnum löndum" langar mig að minna presta á að hafi þeir ekki trú að Jesú hafi verið getin af Heilögum Anda, að móðir hans hafi verið hreinmey ung og saklaus stúlka, ættu viðkomandi prestar að taka af sér kragann og sinna sinni sönnu köllum sem er t.d.  trúarbragðafræði. 

Hafir þú ekki ekki trú fyrir þessu einstaka kraftaverki getur þú ekki verið þjónn Guðs, því þú afneitar Guði sjálfum sem kom í manslíkan sem Jesú Kristur, hann fæddist af jómfrú var syndlaus frá getnaði til upprisu.  Hafir þú hinn minnsta vafa um um trú þína taktu þér tak, hafðu hugrekki til að yfirgefa brauðið og gefa öðrum sem hafa sanna trú tækifæri að sinna þeim sem sækjast af öllu hjarta í Guð almáttugan. 

Er ég harðorð í  orðum mínum, það má ef til vill svo vera, en eitt er víst, að ég hef upplifað siðferðisbrest prests hér á landi og var ég þá ung að aldri. Ég líka  hef sé misbrest í þjónustu Biskupsstofu við sóknarbörn í samskonar máli og ég kalla eftir siðferðislegri vakningu innan kirkjunnar, heiðarleika í starfi og í framkomu. 

Sem prestar eruð þið hvorki betri eða verri en við, hinsvegar sem prestar Krists á þessari jörðu, ber ykkur að efast ekki um neitt sem að honum kemur, siðferði ykkar þarf að vera öllum framar, og hafið þið þetta ekki í ykkur, ber ykkur að leggja frá ykkur kraga og hempu.

Kristmessa mun innan tíðar vera haldin hátíðleg í okkar þjóð, Aðventan mun kalla á undirbúning, bæði með föstu og hátíðarbrag.  Það er kominn tími að fólkið taki trú sína og hrópi eftir sannri köllun presta til þjónustu.  Þetta er ekki bara starf, þetta er lífstíll, þetta er köllun, hafir þú ekki köllun....

Læt þetta duga.

 


Sharía-vopn til kúgunnar og mannréttindabrota.

Já vildi óska þess að þetta kæmi mér á óvart, en ég sem og aðrir höfum rætt um Sharía löggjöfina á m.a. mbl blogginu, mörgum til mæðu þar sem þeir gerðu sér ekki grein fyrir því að Sharía er notað í öfga trúartúlkun innan Íslam. 

Því miður breiðist þessi óssiður hratt út um Afríku og sæmdarmorð færast í aukanna í vestur Evrópu allt þetta er hægt að reka til Sharía.  Við megum ekki missa sjónir af því að þetta er að færast í aukanna innan Íslam, Egyptar berjast gegn þessu sem og Jórdanar, hinsvegar virðist sem svo að þessi barátta ætli að reynast þeim erfið,  og miðað við framganga mála í Afríku þá er voðinn vís.

Vestur Evrópa og BNA verða stemma stigum við því að Íslamskar konur fái að hylja sig alveg (búrkum) hví segi ég það í samhengi við þessa frétt, því Sharía er á bak við slíkt í flestum ef ekki öllum tilfellum.

Í Sómalíu eru konum ekki leyft að vera í brjóstahöldurum, gerast þær sekar um slíkt, er þeim misþyrmt.

Svo í lokin, erum við tilbúin að horfa á sæmdarmorð, erum við tilbúin að sjá konur ganga um í búrkum vitandi að öfgar hylja sig í skjóli þess fatnaða.  Persónulega er ég ekki tilbúin til þess.

Verum miskunnsöm hvert við annað, eins og ritningin kennir okkur, en horfum óhrædd á staðreyndir og verum miskunnsöm með því að vera vakandi fyrir misþyrmingu kvenna í skjóli trúarbragða og "trúfrelsi" lokum við augunum fyrir slíku er miskunn okkar orðin að engu.

 


mbl.is Hýddar fyrir að klæðast buxum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Griðastaður rofin

Stundum er erfitt að sjá alla myndina nema að hún sé undir góðu ljósi.  Mér þykir þetta afskaplega sóðalegur framgangur gegn prestinum af hálfu lögregluyfirvalda sem og blaðamannsins.  Kirkjan er griðastaður og sem slík á ekki að vera hægt að ráðist gegn henni með þessum hætti.  Fólk sem sækir vernd inn í kirkjur eru að sækja sér vernd undir hærra valdi en hinu veraldlega.  Presturinn er sannur guðsmaður og það væru óskandi að fleiri prestar hefðu þetta hugafar í dag.

 Jesú sagði: það sem þið gerið þeim sem minnst mega sín, gerið þið mér...(ekki orðrétt úr ritningunni, en kemur því til skila sem þarf)

Þessi orð hans eiga við bæði góða og slæma hluti, hugsið ykkur, hvað þessi aðför að prestinum og fólkinu undir hans vernd hefur sært Frelsarann.

 

Kirkjan á að vera griðastaður punktur.


mbl.is Prestur ákærður fyrir að aðstoða flóttamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá, hvað þarf til

Eru Íslenskir stjórnmála menn fæddir þorskhausar eða er þetta lærður eiginleiki, heimskan og undirlátssemin er algjör skandall.  Slítum stjórnmála sambandi við Breta og það strax.  Sendiherra þeirra gat ekki einu sinni séð sér fært að koma á fund við okkar fólk.  Hvað eigum við að láta þetta hyski fá að vaða lengi yfir okkur á skítugum skónum. Burt með þá og það í gær.Angry

 


mbl.is Mótmæli vegna Gordons Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Who, who, who spurðu Egyptar, hver veit, drepum bara svínin..ahem.

Annaðhvort hlustar fólk á "WHO" eða það hagar sér eins og þessi frétt er fullkomið dæmi um.  það er líka haft eftir vel þekktum Múslíma á íslandi segja í fréttum "þess vegna borðum við ekki svín" það er ekki svo einfalt hehe,  þeir borða ekki svín vegna þess að ritningin þeirra sem og okkar átelur að svín séu óhrein, sem er skiljanlegt þegar við skoðum hvernig svín voru notuð á tímum Gt svo dæmi sé tekið.  Þetta voru dýr sem voru á öskuhaugum, þau átu allt sem var ætt og óættSick, þar á meðal líkamsleifar dýra já og manna sem þar var hent.

Svín eru ekki verri en önnur dýr sem við étum sjáum bara hvað fólk getur sýkst af, vegna nautakjöts og lambakjöts, hvað þá villibráðar eins og hún þekkist í mismunandi heimshlutum.

Það sem skiptir máli er hreinlæti, upplýsingar og skinsemi.  Óþarfi að hræða fólk með svona bulli eins og í Egyptalandi.

Svínaflensan er einn factor í stærri flensu þar á meðal fuglaflensunni og almennri inflúensu, þetta þrennt kom saman í Mexico og úr því varð sú veira sem núna herjar á heiminn, að drepa öll svín hefur engin áhrif á útbreiðslu flensunnar.  Það var bent á hér ekki fyrir svo löngu að það ætti að kalla þessa veiru Mexikönsku flensuna, ég tel að það sé í raun það eina rétta í stöðunni.

Ég tek það fram að ég er sjúkdóma fælin, já mikið rétt hehe, en ég hlusta á sérfræðingana í þessum málum og fer eftir ráleggingum þeirra sem og ég býst ekki við að ég fari til Mexico á næstunni, ahem Whistling

Þvo hendur fólk, nota sótthreinsunar klúta sem fást í apótekum þegar þið farið út að borða, og please please haldið fyrir vitin ef þið hnerrið eða hóstið og þvoið ykkur svo um hendurnar, almenn skinsemi er það sem við þurfum að hafa í huga. 

 

 


mbl.is Átök í Kaíró vegna slátrunar svína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessar hafa ekki fengið siðferðisleg sterkt uppeldi eða aga.

Er fólk í alvöru hissa að þetta skuli vera að ske, öll réttindi foreldra og yfirvalda eru komin í hendur barnanna.  Ég er ekki á móti barnavernd langt því frá, en maður lifandi, fólk verður að fá að ala  börnin sín upp og já skamma og flengja ef þess er þörf, agi er af hinu góða.  þetta er fullkomið dæmi um agaleysi og ábyrgðaleysi í uppeldinu. Svona gera ekki vel upp alin börn, með gott siðferði og sjálfsaga.

Eflaust verða mér margir óssammála, það er allt í lagi ég er búin að segja mitt álit.  Flenging á hinsvegar að vera síðasta úrræði þegar barn er alið upp, og á ekki að þurfa oftar en einu sinni og vonandi aldrei.

 

Ég vona að þessar stúlkur sem þarna komu að verði allar sóttar til saka, og fái uppskorðið sem þær hafa sáð.


mbl.is Formleg kæra lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til Hamingju Íslendingar, vonin er komin á ný með Lóunni :)

Aftur mun ég opna bloggið tímabundið, sakir þess að ég vil fá að tjá mig um þessar kosningar, mína afstöðu til vinstri þróunarinnar og hvers vegna sem Kristinn einstaklingur slíkt sé mér ásættanleg útkoma.

Ég er mikil stuðningskona hennar Jóhönnu hef alltaf verið það, fyrir mér hefur hún ávalt verið rödd þeirra sem minna mega sín í samfélaginu, hún hefur barist af ástríðu fyrir landann og oftar en einu sinni verið höfð að háði  fyrir ýmislegt sem var henni huglægt.  Þrátt fyrir það, er þessi kona í dag leiðtogi landsins okkar, já Guð er réttlátur Guð, hann þekkir sína og situr vörð um þá, hjarta hennar og einlægni er okkur til sóma.

Þrátt fyrir aðdáun mína á Jóhönnu þá var atkvæði mínu ekki auðveldlega kastað, eins og ætla mætti miðað við ofangreind skrif, já ég íhugaði VG, en afstaða þeirra til hinna ýmsu heimsmála var og er gjörsamlega óásættanleg í mínum huga, auk þess var fólk á þeirra lista sem ég get ekki afborðið, og læt þar við sitja.  Í þessum flokki þrátt fyrir sterkan og góðan mannúðaranda er líka öfgaandi sem er ógnvekjandi og þar með var málið í mínum huga afgreitt.

Ég vil þó hafa eitt á hreinu, við erum mörg sem erum í hinu trúaða samfélagi sem eru sama sinnis þrátt fyrir að hafa kosið samfó, þá er ég gjörsamlega á móti allri aðild í ESB.  Samfó má engan vegin ganga út frá því að þrátt fyrir þennan sigur, þá bendi slíkt til að landinn og allir sem kusu flokkinn vilji ganga inn í fyrrnefnt bandalag.

Svo í lokin, þá er ég nokkuð viss um, að VG og aðrir sem eru á móti aðild í ESB, munu standa vörð um slíkar viðræður, þjóðin mun fylgjast vel með og ástunda að læra meira um málið, og við munum ekki þegja um þau lönd sem sitja á hakanum innan ESB þrátt fyrir að vera aðildarríki, þau lönd sem eru á barmi fátæktar og kreppu þrátt fyrir aðild, sem hafa ekki ekki séð blómstrandi efnahag þrátt fyrir evruna.  Já það er margt að fylgjast með á komandi tímum.  

Ég vil benda fólki á vefin www.ossammala.is til að láta rödd sína heyrast.  Auk þess vil ég benda nokkrum samtrúuðum einstaklingum að þessar kosningar þýði ekki að við séum orðnir sovéskt Ísland, ahem Shocking.  Heldur erum við með sönnu orðið land sósíalismans sem er ekki það sama og vera land kommansWink.

Ég bið að Guð blessi þjóð okkar og leiði hana inn á veg réttlætisins og friðar, sem er honum þóknanleg.


mbl.is Nýtt Alþingi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú loka ég blogginu aftur, og hægt er að fá lykilorð að því

Takk fyrir lesturinn, þið sem gáfuð ykkur tíma að fylgjast með mér um Páskana.  Núna er tími komin á að loka þessu aftur.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

 


Gleðilega Páska, Drottinn er risinn og lifir í dag.

Mikið er yndislegt að vakna á þessum fagra deigi hér í Reykjavík og líta út um gluggann á sólina og veðurblíðuna.  Ég er búin dúndra í mín vítamín drykkjum og vatni, næst var það að hita kaffi og opna heiðna Páskaeggið, mjög gott saman Halo

Þessi dagur kæru vinur er samt meira en sólskin og páskaegg. Þetta er hinn helgi dagur Drottins, upprisudagur skaparans, frelsarans og lífsins, já upprisu lífsins.  Jesú kom, sá og sigraði, ef einhver er í vafa um það, legðu slíkt frá þér og lestu frá Mattíasi 26 kafla.  Markús og Lúkasar Guðspjöllin eru líka afar fróðleg aflesnar.

Ég bið að Guð blessi og varveiti ykkur öll, njótið dagsins og munið að þakka fyrir sigurinn sem Drottinn okkar vann fyrir okkar með sínu blóði yfir dauðanum.

 

jesu_skirn.jpg

 


Logandi ótti hjá Sjálfselskuflokknum

ég ætla nú sem minnst um þetta að ræða, en eitt er víst að Barbie og Ken þurfa að slökkva þetta eldhaf innan flokksins með öðru en lúkkinu og sjarmanum.  Svo eitt til viðbótar kannski er bara kominn tími að Sjálfselskuflokkurinn taki sér smá frí í svona 2 ár, og fari í úrgangshreinsun hjá Jónínu Ben fyrir sunnan.Whistling

falki_826539_827946.jpg

 

 

slagord_826811.jpg

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrællinn

Það tók engin eftir því þegar hún yfirgaf hús Pílatusar, enda var hún þræll eiginkonu Pílatusar og hafði vegna þess aðeins meira frelsi en aðrir í húsinu sem voru lægra settir.  Frúin hafði lagt sig sakir höfuðverks og streitu út af erfiðu máli sem maður hennar þurfti að dæma í, og það gaf Rakel tækifæri til þess að komast frá í einhvern tíma, smá frelsi í nauð.

Hún var klædd eins og flest lágstéttar fólk í Jerúsalem, það var betra til þess að komast ferða sinna, því þrátt fyrir að vera þræll, þá var hún háttsett og klæðaburður hennar var samkvæmt hennar stöðu í húsi Pílatusar, en í dag, fór hún frá eina heimilinu sem hún hafði þekkt, klædd að hætti Gyðingakvenna af lægri stéttum, það hentaði vel, því ekkert var tekið eftir henni.

Hún var að skoða muni hjá skransala þegar hún varð fyrst vör við hrópin og köllin, grátur og angist hljómaði og skar djúpt inn í sálu hennar, slík var þjáning fólksins, hún þorði varla að snúa sér við til að sjá hvað var um að vera, en gerði það eins og knúin til þess, hægt og rólega snéri hún sér í áttina að mannþvögunni.

Það sem hún sá bar hana nær ofurliði, maðurinn var svo illa barinn að það sást vart í húðlit fyrir blóði, á höfði hans var þyrnikóróna sem sat svo þétt á höfði hans að blóðdropar láku niður andlit hans, um herðar hans var fjólublá skikkja, sem gat ekki hulið hvað hafði verið gert honum, blóð hans lak við hvert þjáningar fótspor sem hann tók. Á öxlinni bar hann þungann og stóran kross, hann var beygður og að þrotum komin, augu hann full af þjáningu, en samt ógurlegum kærleika til þeirra sem hann leit á.  

Rakel gekk í áttina til hans og rétti út höndina eins og til að segja ég er hér leyfðu mér að hjálpa þér, hún vissi vel að henni mundi verða hrint frá, augu hennar og mansins sem þjáðist svo, mættust um það sem virtist heila eilífð, og kærleikurinn sem skein úr augum hans til hennar  bugaði hana, hún fann hvernig tárin flæddu úr augum hennar og máttur fór úr hnjánum, svo hún kraup með útbreiddan faðminn, eins og til þess að segja komdu til mín ég skal hjálpa þér, sinna þér.

Það næsta sem Rakel vissi var það að maður reisti hana við og hjálpaði henni að standa í fæturna í þvögunni, hún leit á manninn, andlit hans var afmyndað af sorg, tárin flæddu í stöðugum straumi niður kynnar hans.  Hún spurði hann, "hver er þessi maður sem ber krossinn, sem er svo særður að engin ætti að geta borðið það sem hann ber"?  Maðurinn svaraði, "Þetta er Jesú frá Nasaret".  Hvað hefur hann gerst sekur um spurði hún?  Maðurinn var þögul um stund, og svaraði síðan "ekkert".  Rakel horfði á hann forviða og svo aftur á manninn sem hún núna vissi til nafns.

Þau gengu sem næst Jesú, fylgdu honum hvert angistarfullt spor sem hann tók, og þegar komið var til Golgata, stóðu þau og horfðu á þegar hann var lagður á krossinn, þegar nöglum var barið inn í hold hans, hendur og fætur, þau sáu þegar krossinn var reistur við, og þau sáu blóðið flæða niður á jörðina eins og lítil rauð á.  Konur stóðu sem næst honum og grétu sárum tárum, ein stóð aðeins til hliðar með ungum manni, tárin runnu og hendur hennar héldu um hjartastað, angist og friður börðust um á andliti hennar.

Maðurinn sem stóð við hlið Rakel sagði henni að þetta væri móðir Jesú.  Rakel gat ekki ímyndað sér þjáningu hennar, að horfa á barn sitt krossfest.  Allt í einu sá hún varir Jesú hreyfast og móðir hans og ungi maðurinn með henni tóku utan um hvort annað og kinkuðu kolli.  

Svo skók jörðin, himininn varð svartur sem nótt, rigning, eldingar og rok skáru alla sem þarna stóðu inn að merg, jafnvel náttúran kveinaði í angist þegar Jesú tók sinn síðasta andadrátt, augu hans lokuðust og þjáningin hvarf af andliti hans, en ekki þeirra sem stóðu við rætur krossins, engin, hvorki þræll, eða frjáls, Rómverji eða Gyðingur voru lengur í efa um hver hann var.

Rakel snéri sér að manninum sér við hlið og spurði er þetta hann, er þetta sá sem forfeðurnir spáðu um, hún var áköf í röddinni, er þetta sá sem afi minn sagði mér frá.  Maðurinn horfði á hana um stund og sagði já "þetta er Drottinn" þetta er frelsari heimsins, og ég heiti Pétur og ég afneitaði honum í þrígang, og mun aldrei gera slíkt aftur.  Hann snéri sér síðan frá Rakel án þess að segja meira og gekk í burt.

Rakel ætlaði að fylgja honum, þegar hönd er lögð á öxl hennar, og mjúk rödd spyr, hvað ertu að gera hér Rakel?  Án þess að snúa sér við, því hún þekkti röddina, svaraði hún, ég veit það ekki, en ég gat ekki gert annað en fylgt þessum manni og ég vil læra meira um hann.  Kona Pílatusar tekur þræl sinn og leggur utan um hana handleggi sína og segir, vert þú frjáls Rakel, fylgdu honum, lærðu það sem ég hef lært og um leið féll frá hálsi Rakelar, þræla bandið, og í hendur hennar lagði kona Pílatusar silfur henni til framdráttur og sagði, komdu til mín aftur frjáls þegar þú hefur lært um þennan mann, segðu mér allt sem þú lærir, viljir þú koma aftur í hús mitt, verður þú velkomin sem systir, þú hefur þjónað mér vel og þú verðskuldar frelsi.

Þegar Rakel ætlaði að snúa sér við var hún orðin ein og frjáls, frjáls til þess að velja að fylgja og fræðast um Jesú, hún gekk frá krossinum og líf hennar byrjaði upp á nýtt.

 

Saga Rakelar er eins og sagan á undan, bara úr mínum hugarheimi.  Ég get enn og aftur sett mitt ímyndunarafl í snertingu við fólkið, vitnin, hina venjulegu, þeirra sem eru eins og við sjálf erum.  Jesú sagði leitið og þér munið finna, knýið á og það mun upplokið verða, það er okkar frelsi til að trúa. Með því að flétta upp í ritningunni Mattías 26 og 27 kafla, getið þið lesið um píslagöngu Krists.

Guð blessi ykkur og varðveiti.


Vitnin

Naómí og Jeremías sátu í stiganum sem lá að efri hæð heimili þeirra, þau vissu að þau ættu ekki að vera þarna, en, maðurinn sem gekk þarna inn fyrir stuttu með fylgjendum sínum var sá sem faðir þeirra og móðir töluðu svo mikið um og sögðu að þessi maður væri uppfylling orðsins.

Á neðri hæðinni sátu Maríurnar eins og þau kölluð þær ásamt fleiri konum, sem voru líka fylgjendur mannsins í herberginu á efri hæðinni.  Konurnar voru þöglar þeir vissu eitthvað meira en mennirnir, enda var móðir hans með þeim, þær borðuðu saman, hvísluðu sín og milli og báðu svo heitt, að sviti var á enni þeirra og tár runnu niður kinnar þeirra.

Naómí hafði sagti Jeremías þetta, þegar hún kom upp stigann og settist hjá honum.  Jeremías horfði á Naómí og sagði henni að mennirnir með Jesú væru reiðir og sorgmæddir í senn, því hann hafði sagt þeim að hann yrði svikinn þetta kvöld og sá sem mundi gera það sæti til borðs með þeim.  Naómí tók andköf af hneykslun, og hvíslaði svo hver mundi svíkja þennan yndislega mann.  Jeremías vissi ekki svarið, hann náði ekki öllu sem Jesú sagði.

Allt í einu heyrðu þau Jesú segja við Pétur að hann mundi líka svíkja hann áður en öllu yrði yfir lokið, að haninn mundi gala í tvígang og í þrígang mundi Pétur neita að hafa þekkt Jesú.  Pétur varð forviða yfir þessum orðum Jesú, rödd hans barst niður stigaganginn til barnanna, og þau heyrðu harminn í rödd hans og já líka reiði.

Naómí horfði á bróður sinn, og hún hvíslaði ég er hrædd, ég líka sagði Jeremías, því þau skildu ekki.  Allt í einu er hurðinni hrundið upp og áður en þau gátu forðað sér sáu þau einn af lærisveinum Jesú rjúka út um dyrnar, andlit hans var rautt og sveitt, augu hans reið og sorgmædd í senn.  Hann hljóp fram hjá þeim.  þegar þau litu aftur í átt að herberginu sáu þau Jakob horfa á þau, hann brosti blítt til þeirra og lokaði hurðinni, svo ekki heyrðu þau neitt meira um það sem þar fór fram.  

Þau fóru niður til foreldra sinna og sátu hjá þeim, þungi hvíldi yfir húsinu, sorgin og óttinn var nærri því áþreifanlegur. Þegar hurðin á efri hæðinni opnaðist, risu Maríurnar og hinar konurnar á fætur, þruskið í stiganum gaf til kynna að allir mennirnir væru að koma niður, fyrstur þeirra var Jesú, hann kom horfði á móðir sína og brosti blítt og hún einfaldlega kinkaði kolli.  Að því loknu kvaddi hann foreldra barnanna og blessaði húsið, um leið varð eins og sorgin og óttinn hyrfi og friður hvíldi yfir heimilinu og litlu fjölskyldunni sem þarna bjó.  

Börnin horfðu á eftir Jesú og fylgjendum hans og vissu að þarna fór sá sem var uppfylling orðsins.  Ástæðan fyrir sorginni og óttanum sem hafði fyllt húsið varð þeim ekki ljós fyrir enn  seinna, en það er e.t.v. önnur saga.

Það sem er skrifað hér fyrir ofan er einfaldlega úr mínum hugarheimi, ég var að ímynda mér hvernig þetta hefði geta verið fyrir þá sem ekki voru í innsta hring frelsarans en voru samt mikilvæg í hlutverki sínu svo uppfylling spádómanna yrðu að veruleika.  Ég sé þetta skírt fyrir mér svona, hver veit nema að það hafi verið eitthvað þessu líkt í bakrunninum þetta kvöld, venjulegt fólk, börn sem urðu vitni af ástæðunni sem við minnumst ár eftir ár þegar við minnumst síðustu kvöldmáltíðarinnar á skírdag og þegar við göngum til altaris.   Guð blessi ykkur og varðveiti. Ég þakka ykkur fyrir að lesa þessa og færsluna sem á undan fór. 

Hægt er að lesa um þennan dag með því að flétta upp í Matthías 26 kafla.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband