Á göngu í fegurð Guðs

Svo margt hefur gengið á í þjóðfélaginu, og það hefur stundum verið eins og dimmt og þungbúið í náttúrunni og í sál landans yfir hremmingum þjóðfélagsins.  Eitt er víst að dagurinn í dag var eins og vonarglæta, náttúran hefur skartað sínu fegursta hér í Reykjavík síðustu daga og á göngu minni í dag tók ég nokkrar myndir, til að minna mig á hversu lánsöm við erum að eiga þetta fallega land fyrir náð Guðs, og hversu mikilvægt er að við högum huga okkar í samræmi við þá náð, og höldum ótrauð áfram í hans nafni með fallegu birtuna frá honum okkur að leiðarljósi, svona er Guð fagur og undursamlegur, hann er von.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Vonin

Gaman að sjá þessar fallegu myndir og meira að segja sumir voru að reyna að smygla sér inná myndirnar sem ég er að herma eftir, you now.

Hér byrjaði að sjóa í gærkvöldi en nú í dag er búið að vera fallegt veður og sólin er búin að skína og minna okkur á alla fegurðina sem er allt umhverfis okkur.

Vinir mínir skemmtu sér vel þegar ég heimsótti þau tvisvar á meðan ég var í Froðuvík og Kvoðuvogi. Ég var alltaf að derra mig við barnið þeirra sem er ferfætt. Ég var að herma eftir barninu sem heitir Samson og láta öllum illum látum við Samson og á meðan hlógu þau og hlógu.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.1.2009 kl. 18:42

2 identicon

Það er svo fallegt úti þessa dagana.Ég þýkist þekkja Rimahverfið á myndunum.Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 11:37

3 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Guð blessi þig, já landið okkar er fallegt, ekki "mótmæli" ég því heldur

En vantar ekki einhverja til að mótmæla hvalveiðistefnu hinnar nýju stjórnar?  

Ætla nú ekki að spilla þinu góða skapi, Linda mín, sammála að það er betra að horfa á náttúruna og skaparann, heldur en stjórnmálin.A.m.k. Stundum

Kristinn Ásgrímsson, 6.2.2009 kl. 00:20

4 Smámynd: Linda

hæhæ alles, gaman að sjá ykkur og ykkar fínu athugasemdir.

Kiddi minn, segðu bara hvenær og ég mun mótmæla Hvalveiðum tíhí.  

bk.

Linda

Linda, 7.2.2009 kl. 15:50

5 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Já Guð hefur sko dekrað við okkur í vetur, þvílík veðurblíða og fegurð sem hefur verið. Fer alltaf á morgnanna með hundinn minn út á bala og sé þar sólina koma upp og þvílík litadýrð sem hefur verið sem speglast í skíunum, sjónum og á fjöllunum. Sköpunarverk Guðs er svo sannarlega fallegt.

Guð geymi þig Linda mín.

Kær kv.

Unnur Arna Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband