5.3.2008 | 14:29
Uppgjöf eða jákvæðni til sóknar?
Fyrir nokkrum árum í Seattle voru haldnir Ólimpíu leikar fatlaða, þar tóku 9 einstaklingar þátt í 100 metra sprett hlaupi, öll voru þau misjafnlega mikið fötluðu, líkamlega og andlega. Þau voru komin í start holurnar og biðu í ofvæni eftir hvellinum frá byssunni. Þegar hann kom hlupu þau af stað, kannski ekki rosalega hratt en af einbeitingu og miklum dug.
Öll þ.a.s. nema einn drengur, sem skeikaði fótur á blautri brautinni, datt illa og rúllaði nokkra hringi , hann byrjar að gráta, hjartað hans virtist brostið og bugað. Þau átta heyrðu í honum, hægðu á sér og litu til baka, þegar allt í einu þau snéru sér við öll sem eitt, hlupu til baka og umkringdu drenginn, ein stúlkan sem var með Downs einkenni kyssti hann og sagði " núna batnar þetta". Eftir smá stund og hönd í hönd, gengu þau saman 100 metrana og í gegnum sigurvegara borðann. Áhorfendur risu og fætur hrópuð af gleði klöppuðu af hrifningu yfir þessu dássamlega samspili keppenda í langan tíma eftir á.
þeir sem voru á vellinu þennan dag, segja ennþá frá þessari sögu, hvers vegna, kannski vegna þess að innst inni veit það, að það er ekki sigur einstaklingsins sem skiptir máli, heldur hvernig við getum hjálpað öðrum að sigra í lífinu, jafnvel þótt við þurfum að hægja á okkur og breyta stefnu í okkar eigin lífi.
Íhugun - Við erum á stað í þjóðfélaginu, sem grátur og gnístur tanna er áþreifanlegur í öllum miðlum landsins, neikvæðni og svartsýnis tal heldur landanum í gíslingu áhyggna. En staðreyndin er sú að áhyggjur breyta engu, tréð sem er höggvið niður mun falla sama hversu mikið við reynum að koma í veg fyrir það. Eigum við ekki frekar að taka höndum saman eins og krakkarnir í frásögninni, og sigrast á neikvæðni með því að taka afstöðu með sókn í stað uppgjöf.
Mattheusarguðspjall 6:34
34Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.
Orðskv. 3: 5-6
Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. 6Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.3.2008 | 00:23
Í her Drottins
Vinur minn var fyrir framan mig á leið út úr kirkju eftir messu. Presturinn var við dyrnar og eins og honum var vant, heilsaði hann öllum með handabandi. Þegar allt í einu dró hann vin minn til hliðar. Sagði síðan við hann "þú þarft að ganga í her Drottins!"
Vinur minn svaraði " Ég er nú þegar í her hans".
Presturinn horfði á hann um stund og sagði svo " hvers vegna sé ég þig þá ekki nema á jólum og Páskum?"
Vinur minn horfði á prestinn mjög svo alvarlegur á svip og hvíslaði "ég er í leyniþjónustunni".
Fyrra almenna bréf Péturs 1:8
8Þér hafið ekki séð hann, en elskið hann þó. Þér hafið hann ekki nú fyrir augum yðar, en trúið samt á hann og fagnið með óumræðilegri og dýrlegri gleði,

Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook
2.3.2008 | 02:40
Eru Páskarnir okkar samkvæmt ritningu?(Margmiðlunar efni)
Ég bið ykkur að íhuga með mér eftirfarandi myndband og skoða ritninguna ef þið þurfið þess með, og smella svo á þennan hlekktil að fá frekari upplýsingar. Þessi færsla er mér rosalega erfið, ekki vegna þess að ég tel þetta vera rangt heldur vegna þess að ég veit þetta er satt og ef ég deili þessu ekki með ykkur þá er ég að taka þátt í blekkingu sem hefur viðgengist í margar aldir.
Opið verður fyrir athugasemdir, varúðar skal gætt í nærveru sálar, ég mun hiklaust henda út athugasemdum sem niðurlægja eða svívirða trúna á Jesú Krists og upprisu hans.
Opinberun Jóhannesar 18:3-5
3Því að hún hefur byrlað öllum þjóðum af reiði-víni saurlifnaðar síns, og konungar jarðarinnar drýgðu saurlifnað með henni og kaupmenn jarðarinnar auðguðust af gnóttum munaðar hennar."
4Og ég heyrði aðra rödd af himni, sem sagði: "Gangið út, mitt fólk, út úr henni, svo að þér eigið engan hlut í syndum hennar og hreppið ekki plágur hennar.
5Því að syndir hennar hlóðust allt upp til himins og Guð minntist ranglætis hennar.
Eigum við þegar hlut í blekkingu, erum við þegar það fólk sem þarf að ganga út úr kirkjum okkar ef engin breyting veður gerð innan samfélaganna.
Lífstíll | Breytt 4.3.2008 kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (52)
29.2.2008 | 18:33
Heimilislausi maðurinn
Höfundur er óþekktur.
Sunnudagur og bílastæðið við Kirkjuna var farið að fyllast, ég ásamt öðrum kirkjugestum vildi flíta mér inn því norðan áttinn var sérstaklega nöpur þennan dag, á leið minni inn í kirkjunna tók ég eftir því að fólk var mikið að pískra og hvísla sín á milli.
Því nær sem ég kom að kirkjunni tók ég eftir manni sem var sjálfsagt orsök viðbragða sóknarbarna. Hann hálf lá við veggin, virtist vera sofandi. Klæðaburður hans var mjög tötralegur, frakkinn var svo illa slitin að hann var næstum því í bútum, hatturinn á höfði hans var dregin vel niður svo ekki var hægt að sjá andlit viðkomandi, skórnir hans litu út fyrir að vera 30 ára gamlir, og allt of litlir fyrir fætur hans, göt voru í skósólunum og það sást í tær mansins.
Ég gerði ráð fyrir því að maðurinn væri heimilislaus og sofandi, samt gekk ég fram hjá honum og inn í kirkjuna. Í nokkrar mínútur ræddu sóknarbörnin sín á milli, þ.á.m um vesalings manninn sem lá fyrir utan kirkjudyrnar, það var hægt að slúðra um hann, en engin íhugaði að bjóða honum inn, ekki frekar en ég.
Eftir nokkrar mínútur var kominn tími á að samkoman byrjaði. Við biðum öll eftir því að presturinn tæki sitt pláss og byrjaði að samkomuna. Allt í einu urðum við var við það að kirkjudyrnar opnuðust, og sá heimilislausi gekk inn um dyrnar lútandi höfði.
Fólk tók andköf og gretti sig af vandlætingu, en þrátt fyrir það hélt hann áfram inn kirkjugólfið, og tók sér stöðu á altarinu, þar snéri hann sér við tók af sér ljóta slitna frakkann og ljóta hattinn, hann leit yfir sóknarbörnin og ég fann hvernig hjartað í seig niður í maga því þarna stóð presturinn minn, hann hafði verið þessi heimilislausi maður.
Það hefði mátt heyra nál detta í gólfið því svo algjör var þögnin í salnum, hann tók Biblíuna sína og lagði hana frá sér á altarisstólin og sagði. " þið vitið væntanlega um hvað predikunin verður í dag, því ef þið dæmið svona fljót hvenær munu þið hafa tíma til að sína kærleika.."
1 Korin 13:1-3
Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.
2Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt.
3Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari.
28.2.2008 | 18:43
Sorglegt N´ kíkjum á hvað skeði í Ísrael síðasta sólarhring
Bara til að fá jafnvægi í þessa fréttmennsku sem viðhelst hér á landi þegar það kemur að þessu málefni.
- 47 ára gamal Ísraeli Ron Yihey 4 barna faðir var drepin í gær þegar Kassam sprengja sprakk við Sapir framhaldsskólann.
15 persónur voru lagðar inn á Ashkelon´s Barzilai sjúkrhúsið í gær eftir að stóra árás Íslamista úr röðum Hamas, árásinn var gerð með hinum vel reyndu Kassam sprengjum á Carlsberg bjór verksmiðju á svæðinu.
30 Kassam sprengjur voru sendar yfir til Ísraels á milli kl 3 til kl 14:30 í gær, fjórar til viðbótar sprungu fyrir kl 18 í bænum Ashkelon
2 börn þar af eitt alvarlega slasað varð fyrir sprengju fyrr í vikunni.
- 49 persónur þar af 1 látinn og annar alvarlega slasaður hafa þurft að njóta aðhlynningar og áfallahjálp á sjúkrahúsum vegna hryðjuverkamanna í gær.
- Svona er æskunni kennt að fremja morð á Gaza (barntími palestínu barna smellið hér)
Ég set þessa færslu inn svo fólk fái að sjá hina hlið málsins, að sjá hver hinn raunveruleikinn er og til þess að fólk fá metið sjálft um ástandið, það er ekki hægt nema báðar hlið málsins fái birtingu.
Orðið - Sakaría 8:7-9
7Svo segir Drottinn allsherjar: Sjá, ég mun frelsa lýð minn úr landi sólarupprásarinnar og úr landi sólsetursins, 8og ég mun flytja þá heim og þeir skulu búa í Jerúsalem miðri, og þeir skulu vera minn lýður og ég skal vera þeirra Guð í trúfesti og réttlæti. 9Svo segir Drottinn allsherjar: Verið hughraustir, þér sem á þessum dögum heyrið þessi orð af munni spámannanna, sem uppi voru, er undirstöðusteinninn var lagður til þess að endurreisa hús Drottins allsherjar, musterið.
![]() |
Palestínsk ungmenni létu lífið í loftárás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook
28.2.2008 | 13:51
Bréfið frá hinum 138 (frá Múslímum til Kristinna )
Áður en ég byrja þá vildi ég segja að það er mikilvægt fyrir okkur að vera réttlát þegar það kemur að hinum ýmsu málefnum í heiminum í dag, það á við málefni eins og Íslam, það er líka mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að sá sem stundar íslam er ekki alltaf Íslamisti, langt því frá, því get ég ekki ítrekað það nóg að við lærum að átta okkur á muninum. Margir setja samansem merki á milli múslíma og hryðjuverka, þetta er rangt, það er hinsvegar hægt að setja samansem merki á milli Íslam og hryðjuverka og í framhaldi af því Qur'an, Hadiths og hryðjuverka.
Innan Íslams eru mismunandi hópar, alveg eins og í Kristni trú, hér eru nokkur lítt þétt dæmi fyrir utan Súní og Shía, Sufi sem er með dulrænar áherslur (spíritismi í Kristni t.d.) þetta er hlutfallslega stór hópur Múslíma hér í okkar vestræna heimi. Ísmaelítar eiga rætur sínar í Shía túlkun. Jafaaritar sem koma líka í Shía hefðinni, Ribaditar sem er forn hlið Íslams og iðkuð í Jemen og það virðist vera ærandi þögn um þennan hóp. (hef sett hlekki svo hægt sé að fræðast um þessa hópa, en því miður þá fann ég ekkert um Ribaditar eða Jafa, þrátt fyrir það þá skrifuðu þeir undir og eru mikilvægur þáttur í "bréfinu frá hinum 138").
Áður en þið haldið áfram, er gott að hafa það í huga að þeir sem stunda Íslam er engin greiði gerður þegar við neitum að horfast í augu við ógnina sem steðjar að vegna "íslamista", það kemur fyrir að ég sé fólk skrifa og vera reytt yfir því hversu lítil viðbrögðin eru innan "Íslams" þegar fjöldamorð og önnur ódæði eru framin í nafni trúarinnar, en þegar við áttum okkur á því að það er útskýring fyrir þessu þá sjáum við mikilvægi þess að við sem eru ekki bundin Íslam tökum upp þeirra þöglu baráttu og berjumst með þeim gegn þeim sem vilja skerða lífskjör og lýðræði í okkar vestræna heimi. (megin ástæða þagnarinnar er sú að þeir eiga yfir höfði sér, ef þeir mótmæla "Fatwa" fyrir trúarsvik, þetta getur ollið því að fjölskilda þín verður fyrir árásum frá Íslamistum). En, við höfum kynnst fólki sem berst með okkur og við þekkjum sögur þeirra, tvær komu til landsins í haust, hugrekki í hnotskurn.
Ég er ekki að skrifa þetta vegna þess að ég hef skipt um skoðun þegar það kemur að Íslamistum (öfga hópum innan Íslam), ég mun berjast með orðum gegn óréttlæti svo lengi sem ég hef þrótt til. Með þessari færslu er ég að koma áleiðis upplýsingum sem hafa e.t.v. ekki verið borðliggjandi. Tvær greinar verða hlekkjaðir hér fyrir neðan, önnur útskýrir uppsetningu og innviðið bréfsins frá hinum 138 og svo er það bréfið sjálft. Auk þess mun ég setja in Suru úr Quran sem virðist vera hundsuð af öfgamönnum og lítt þekkt, en hún er engu að síður í Qur'an og hefur hún aldrei verið gerð úrelt (Quran er skipt í tven, það sem kom á undan "úrelt" og það sem kom á eftir.)
Had God willed He could have made you one community. But that He may try you by that which He hath given you (He hath made you as ye are). So vie one with another in good works. Unto God ye will all return, and He will then inform you of that wherein ye differ (Al-Maidah, n. 5:48).
Lauslega er þetta þýtt svona: Hefð Guð viljað, hefði hann látið ykkur vera eitt samfélag. En, hann vill reyna þig þar sem hann hefur sett þig. (þú ert sú/sá sem þú ert vegna hans)Sækist því eftir því að gera gott fyrir hvort annað, því til Guðs munu þið öll fara aftur og þar mun hann útskýra, það sem skilur ykkur í sundur (ég býst við að hér sé átt við trúarlega). Þetta er merkileg orð og þau eiga það skilið að fá áherslu í okkar samfélagi.
Svo er það Kristur vor okkar yndislegi kennari og frelsari sem bauð okkur eftirfarandi til að lifa eftir.
30Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum.` 31Annað er þetta: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.` Ekkert boðorð annað er þessum meira." 32Fræðimaðurinn sagði þá við hann: "Rétt er það, meistari, satt sagðir þú, að einn er hann og enginn er annar en hann. 33Og að elska hann af öllu hjarta, öllum skilningi og öllum mætti og elska náungann eins og sjálfan sig, það er öllum brennifórnum og sláturfórnum meira." 34Jesús sá, að hann svaraði viturlega, og sagði við hann: "Þú ert ekki fjarri Guðs ríki." Og enginn þorði framar að spyrja hann.
Ég vildi þakka ykkur lesturinn og ég vona að lesturinn hafi frætt og upplýst líf ykkar á jákvæðan máta. Endilega gangið skrefinu lengra og smellið á hlekkina hér fyrir neðan til að sjá aðra hlið málsins þegar það kemur að samskiptum Íslams og Kristinna manna, það er í fullkomlega skiljanlegt að vera efablendin, en þetta gefur manni þó von og það er alltaf jákvætt.
Útskýring á innihaldi bréfsins.
íhugun - ef við tökum ekki tíma til að opna hugann þá finnum við ekki sætti innra með okkur, trúarstaðfesti okkar verður tóm og einskins nýt, en þegar við sjáum lengra og munum að hversu lánsöm og blessuð við eru í lausnara okkar Jesú þá fyrst verður það auðvelt að sýna kærleika þeim sem hata þig og vanvirða. Að hlusta og íhuga og ganga fram í trú, í því fellst kærleikur og lærdómur. Guð blessi ykkur og varðveit í dag sem og alltaf.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
27.2.2008 | 17:56
Ahem..
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.2.2008 | 14:43
Barnatími á Gasa hvetur til morðs - Margmiðlunarefni
börn kalla morð yfir danska skopteiknaran allt þetta í baranatíma í sjónvarpi á Gaza.
Trúmál og siðferði | Breytt 29.2.2008 kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
27.2.2008 | 13:53
Hvað þénar þú?
Dag einn kom maður heim úr vinnu, eins og fyrridaginn, hann var þreyttur og pirraður. Fimm ára sonur hans tók á móti honum "Pabbi, má ég spyrja þig að einu"?
Já, auðvitað, hvað viltu vita? svaraði hann
Umm. pabbi minn, hvað þénar þú mikið á klukkutíma?
Þér kemur það bara ekki við sonur sæll svaraði maðurinn, og hvers vegna spyrðu svona?, sagði hann reiðilega
Ég bara verð að fá að vita það, gerðu það, segðu mér hvað þú þénar fyrir klukkutímann þrábað drengurinn.
Fyrst þú þarft endilega að vita það, þá þéna ég 2.000 kr á tímann.
Ó sagði drengurinn, og leit niður, varð smá hugsi og leit svo á pabba sinn aftur og spurði "má ég biðja þig um að lána mér þúsund kall pabbi minn"?
En pabbinn brást reiður og við og sagði "ef þú heldur að þú getur komist að því hvað ég þéna á klukkustund bara svo þú getir beðið um lán svo þú getur keypt eitthvað drasl eða nammi þá getur þú bara farið aftur upp í herbergi, ég hef ekki tíma fyrir svona bull"
Drengurinn horfði á pabba sinn um stund og fór inn í herbergið sitt og lokaði hurðinni rólega. Maðurinn settist niður og fór að pirrast og verða reiðari yfir spurningu og bón drengsins, hvernig dirfist hann að spyrja svona bara til þess að betla pening.
Eftir klukkutíma eða svo hafði hann nú róast og byrjaði að hugsa aftur um bón sonar síns, og áttaði sig á því að hann hafi nú verið of harður við drenginn, kannski var eitthvað sem drengurinn þurfti að kaupa fyrir þennan pening og hann bað svo sjaldan um vasapening. Maðurinn gekk inn í herbyrgi drengsins og spurði hann " ertu nokkuð sofnaður"?
Nei pabbi, ég er vakandi.
Sonur minn sagði maðurinn, ég veit að ég var of harður við þig áðan, dagurinn hefur verið langur og erfiðir og ég lét það bitna á þér vinur. Hérna er 1000 kallinn sem þú baðst um.
Drengurinn rauk upp brosti sínu breiðasta af einlægri gleði og þakkaði pabba sínu fyrir með faðmalagi. Svo stakk hann hendinni undir koddann og tók út hnefafylli af pening. Þegar maðurinn sá að drengur átti þegar pening, fann hann að hann varð aftur pirraður, en hann horfði á drengin telja peninga sína varlega. Maðurinn spurði drengin hálf hvumsa, "hvers vegna þarftu meiri pening þar sem þú átt þegar allan þennan pening"?
Vegna þess, svaraði drengurinn, ég hafði ekki nóg, en núna geri ég það. Pabbi, núna hef ég 2.000krónur og ég get núna borgað þér fyrir klukkutíma með mér.
1 Jóh 3:17-18
17Ef sá, sem hefur heimsins gæði, horfir á bróður sinn vera þurfandi og lýkur aftur hjarta sínu fyrir honum, hvernig getur kærleikur til Guðs verið stöðugur í honum?
18Börnin mín, elskum ekki með tómum orðum, heldur í verki og sannleika.
27.2.2008 | 12:07
Sigurvegarinn og séní dagsins er ....
Í 2 og 3 sæti eru þeir Henry Haugen og Sævar Einarsson sem eru því ofurheilar dagsins!!!

Animated Gifs
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.2.2008 | 14:20
Brain Teaser - Gáta
Vil taka það fram að ég fann 16 af 17 (tók tímana tvo)fyrir mitt litla líf þá hefði ég ekki getað giskað á númer 17, ´. hafið þið fundið svörin, sendið mér þau á netfangið vonogtru@gmail.com. Sá sem finnur öll svörin er séní og fær stórt hrós, annað og þriðja sæti fá titilinn ofurheili dagsins. Góða skemmtun! Ensku kunnátta nauðsynleg og Biblíu kunnátta æskileg. Vinsamlega setjið ekki svörin í athugasemdir. kl 19:32 Vó þetta er ekki svoooooona erfitt, sendið svör ég mun ekki geyma nein netföng til framtíðar ef það er eitthvað sem þið kærið ykkur ekki um, þetta er eina leiðin svo allir fá að taka þátt...komon þið getið þetta alveg...
I once made a remark about the hidden books of the Bible. It was a lulu, kept people looking so hard for facts, and for others it was a revelation. Some were in a jam, especially since the names of the books are not capitalized, but the truth finally struck home to numbers of readers. To others, it was a real job. We want it to be a most fascinating few moments for you. Yes, there will be some really easy ones to spot. Others may require judges to help them. I will quickly admit it usually takes a minister to find one of the 17, and there will be loud lamentations when it is found. A little lady says she brews a cup of tea so she can concenrate better. See how well you can compete. Relax now, for there really are the names of 17 books of the Bible in these sentences. (One preacher found 16 books in 20 minutes. It took him three weeks to find the seventeenth one.)
Lífstíll | Breytt 27.2.2008 kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
23.2.2008 | 17:07
Farið til fjandans....obbóssí Villy Sövndal búin að fá nóg
Formaður vinstri jafnaðarmanna gefur öfga samtökunum Hizh ut-Tahrir tóninn.
Villy Sövndal kom mörgum á óvart með skrifum sínum á bloggi sínu, þegar hann gagnrýndi harkalega mótmæli öfga samtaka Hizb ut-Tahrir á föstudaginn var. Hann mælti með því að þessi samtök færi að leita af öðrum og grænni ökrum þar sem þessi verknaður þeirra, ætti engan hljómgrunn, eða framtíð í Danmörku.
Ennfremur í viðtali við Jyllands-Posten sagði hann þeim að fara til fjandans og lætur hann reiði sína bersýnilega í ljós í garð Íslamista sem með þessum mótmælum hafi verið ráðist beint á Danskt samfélag. Hann heldur áfram og segir ef "þeir" vilja búa í trúarlegur einræðisríki geta "þeir" bara flutt til mið austurlanda.
Þessi mótmæli voru sérstaklega fjandsamlega og höfðu þau áhrif að Pia Kjarsgaard lagði fram nýtt frumvarp á alþingi þess efnis að það ætti að banna þessi umdeildu samtök. En Sövndal er óssammála þessu og segir að það mundi einungis gera þá að píslavottum, nei, það verður að hafa þá áberandi í sviðsljósinu, svo það leiði í ljós fáránleikann á bak við stefnu þessara samtaka....hægt er að lesa áfram um þetta mál með því að smell hér.
Grein er lauslega þýdd af höfundi bloggsins.
Íhugun blogghöfunds - það má með sönnu segja að þegar vinstri menn eru búnir að fá nóg, þá er mikið að ske í pólitík þegar það kemur að þessum málum, hvað er langt þangað til flestir vinstri sinnaðir hér á landi fatti þennan ljóta raunveruleika?
Bréf Páls til Efesusmanna 5:11
11Eigið engan hlut í verkum myrkursins, sem ekkert gott hlýst af, heldur flettið miklu fremur ofan af þeim
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Úlfar Þór Birgisson Aspar
-
halkatla
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Mofi
-
Ruth
-
Flower
-
Helena Leifsdóttir
-
Aðalbjörn Leifsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Guðni Már Henningsson
-
Birgirsm
-
Árni þór
-
Kristín Ketilsdóttir
-
Theódór Norðkvist
-
G.Helga Ingadóttir
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Ragnheiður Katla Laufdal
-
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
-
Ragnar Kristján Gestsson
-
Unnur Arna Sigurðardóttir
-
Tinna Jónsdóttir
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Morgunstjarnan
-
Stefán Garðarsson
-
Tryggvi Hjaltason
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Bumba
-
Ólafur Jóhannsson
-
Kristinn Ásgrímsson
-
Jón Valur Jensson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Hörður Finnbogason
-
Sunna Dóra Möller
-
Janus Hafsteinn Engilbertsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðmundur Pálsson
-
Jón Hjörleifur Stefánsson
-
Halla Rut
-
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Adda bloggar
-
Ingibjörg
-
Steingrímur Jón Valgarðsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Mama G
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Eiríkur Ingvar Ingvarsson
-
Gestur Halldórsson
-
Högni Hilmisson
-
Magnús V. Skúlason
-
Sævar Einarsson
-
Kristján Björnsson
-
Kristján Magnús Arason
-
Böðvar Ingi Guðbjartsson
-
Svanur Heiðar Hauksson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Svala Erlendsdóttir
-
Bergþóra Guðmunds
-
Alfreð Símonarson
-
Ingvar Leví Gunnarsson
-
Kjartan Guðmundur Júlíusson.
-
Guðrún Markúsdóttir
-
Alexander Kristófer Gústafsson
-
gudni.is
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Hdora
-
Snorri Bergz
-
Jóhann Hauksson
-
Julie
-
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
-
Jeremía
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Huld S. Ringsted
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Björn Heiðdal
-
Gunnar og Jenný
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Bullukolla
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Mótmælum Durban II
-
Baldvin Jónsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Meðvirkill
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
Bwahahaha...
-
Guðjón Baldursson
-
Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Magnús Karlsson
-
Jón Ríkharðsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.