25.3.2008 | 13:54
Eins og hann
Í ranglæti sínu ásökuðu þeir Jesú um Guðlast, fylliraft, og öfgafylli. þeir sökuðu hann um villitrú. En var Jesú nokkurn tíman ásakaður um að nota vald sitt, um hroka um það að nýta sér sinn himneska rétt sjálfum sér til blessunar. Var hann nokkrum tíman sakaður um að vera fjarlægur eða kuldalegur. Nei, þess þó heldur, hann gaf allt, og læknaði marga og í lokin lagði hann líf sitt í sölurnar fyrir allt mannkynið.
Við eigum að hafa huga Jesú að fylgja honum eftir, ritningin er skýr þegar það kemur að þessu "5Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var." "6Þeim sem segist vera stöðugur í honum, honum ber sjálfum að breyta eins og hann breytti." og "8Að lokum, verið allir samhuga, hluttekningarsamir, bróðurelskir, miskunnsamir, auðmjúkir" Það skiptir engum máli hversu erfitt þetta ku vera, við verðum að gera allt sem við getum gert til þess að koma fram við hvort annað dags daglega eins og Jesú kæmi (kemur) fram við okkur.

Íhugun-já þessi orð eru þörf áminning fyrir okkur öll, þá sem trúa á Jesú og þá sem gera það ekki, þetta eru skýr boð um náunga kærleika sem stundum er erfitt að fara eftir, fyrir flest okkar, reiði og biturð, jafnvel ótti spilar þar inn í. Ég er viss um að Jesú sé lausnin þegar það kemur að þessu, bæði með íhugun og lestri NT, en það er engin að segja að þetta sé auðvelt, en mig grunar að með æfingu getur hver og einn náð þessu takmarki í lífi sínu, en bara með hógværð, bara með því að leggja hrokann frá sér bara með því að spyrja sjálfan sig þegar þess er þörf "hvað mundi Jesú gera í þessum kringumstæðum"?. Ég sá mynd um helgina sá einn hluta af henni, þar sem Jesú áminnti farísea og aðra vegna hræsni þeirra, þegar það kom að lögmálinu og mannasetningum og ég fann í hjarta mínu að þarna talaði hann til allra jafnvel okkur sem búum þessum heimi í dag, þetta var þörf áminning, ég tek á móti henni með auðmýkt. Endilega lesið Matt 23, ég kæri mig ekkert um að Jesú verði mér reiður, oh nei.
Allt sem er undirstrikað hér í þessari færslu er hægt að setja bendilinn á og smella, þá fáið þið alla ritninguna sem um er að ræða. Fyrri hlutin af þessari færslu er þýðing á hugleiðingu sem ég fékk senda í dag.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.3.2008 | 12:24
Ummm talandi um tilviljun..
Ég er með prívat blogg þar sem ég læt móðan rausa um prívat hluti, rétt áðan var ég að skrifa þar inni og að því loknu var mér litið á stjörnuspánna sem þar er inni mér til gamans og skemmtunar, en vá maður talandi um tilviljun ja hérna hér..
March 21 - April 19
![]() |
Stýrivextir hækka í 15% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2008 | 15:39
Gleðilega Páska elsku vinir
Ég ákvað að læsa blogginu mínu, verður sjálfsagt eitthvað tímabundið. Nú svo eru líka Páskar og maður á svo sannarlega að gera annað en að skrifa hér, nema kannski að senda gleði kveðjur.
Knús til ykkar allra.

Hot Myspace Glitters - Dezrum.com
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.3.2008 | 14:49
Fyrirgefning: bréf frá föður til morðingja sonar síns.
Eftirfarandi bréf var skrifað til mans sem er dauðadæmdur fyrir að valda dauða mans, sá sem skrifar það er faðir hins látna.
Þú er sjálfsagt hissa á því að ég skuli yfir höfuð skrifa þér þetta bréf. En ég bið þig um að lesa hvert einasta orð og íhuga beiðni mína mjög alvarlega. Sem faðir unga mannsins sem þú tókst þátt í að deyða, þetta er mér afar mikilvægt.
Ég fyrirgef þér. Af öllu mínu hjarta, ég fyrirgef þér. Vissulega geri ég mér grein fyrir því að þetta er erfitt fyrir þig að trúa, en staðreyndin er samt sú að ég fyrirgef þér. Þegar þú játaðir aðild þína að atvikinu sem leiddi til dauða sonar míns og baðst mig um að fyrirgefa þér, þá gerði ég það um leið. Ég vona bara að þú trúir mér og sért tilbúin að taka á móti þessari fyrirgefningu.
Þetta er ekki það eina sem ég vildi koma á framfæri til þín með þessum skrifum. Ég vildi gera þér tilboð... Ég vil fá að ættleiða þig, sjáðu til sonur minn sem dó var minn einkasonur og mig langar svo að deila lífi mínu með þér og gera þig að erfingja af öllu því sem ég hef. Ég veit að þetta er þér og öðrum gjörsamlega óskiljanlegt, en ég tel einfaldlega að þú sért þess virði. Ég hef komið því í kring að þú munt hljóta fullkomna fyrirgefningu og sýknun af gjörðum þínum, þú munt líka verða frjáls maður. Dauðdómur þinn er afnuminn. Kjósir þú að taka þessu tilboðið mínu munt þú verða ættleitt barn minn og erfingi alls sem ég á.
Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þetta er ólíklegast tilboð sem þú hefur fengið, og þú er íhugar jafnvel að hafna því algjörlega, en, þú getur treyst mér fullkomlega. Þú hugsar kannski að ég sé heimskur fyrir það að bjóða þér þetta, sérstaklega í ljósi þess að sonur minn dó vegna gjörða þinna, en ég hef einfaldlega óendanlegan kærleika og fyrirgefningu í hjarta mínu handa þér.
Í lokin, sem sonur minn og erfingi þá þarft þú aldrei að hafa áhyggjur af því að ég muni hafna þér eða taka frá þér arfinn sem ég hef lofað þér, þó svo að þú gerir mistök. Slíkt er af og frá, því ef ég get fyrirgefið þér þína hlutdeild í dauða sonar míns, þá get ég fyrirgefið þér hvað sem er. Þú ert ekki fullkomin, þú þarft ekki að vera fullkomin til þess að samþykkja tilboð mitt. Raunin er sú að þegar þú sérð hvað ég get gefið þér þá mun þú sína þakklæti þitt og tryggð alltaf. (Næstum því alltaf)
Sumir munu eflaust telja mig vera flón fyrir að bjóða þér þetta, en mín heitasta bón er sú að þú kallir mig föður þinn.
Af einlægni,
Faðir hans Jesú.
Íhugun - Núna á næstu dögum fer fram helgasta hátíð Kristinna manna, og það er svo auðvelt að gleyma því sakir anna hvers vegna næstu dagar eru frídagar hvers vegna þeir eru háhelgir. Ég vil biðja ykkur að íhuga með mér hvers vegna við höldum þessa helgu hátíð, munið að Jesú tók á sig okkar misgjörðir okkar syndir og hvað bað hann okkur um í staðinn að sækjast með honum í faðm föðurins að treysta Guði í einu og öllu að ganga fram í trú og kærleika og þakka fyrir það sem okkur er gefið. Hefur einhver annar elskað þig svo mikið að hann var tilbúin að deyja fyrir þig svo þú yrðir með honum hjá föður hans, föður okkar. Enginn annar hefur dáið fyrir mig. Páskarnir eru ekki súkkulaði og ferðalög, þó svo að slíkt sé gaman, Páskarnir eru von um líf og sigur yfir dauða, Gyðingarnir muna Páskana líka, þegar blóð lambsins var sett á hurðir hýbýla þeirra, svo dauðinn mundi ganga þar framhjá. Jesú er lamb lífsins hann er blóðið sem var úthelt fyrir okkur mennina, hvílík náð sem við eigum í Jesú. Kæru vinir njótið Páskanna, en ekki gleyma ástæðu þeirra.Vegna áskorunnar frá trúbræðrum þá hef ég tekið út orðið myrða í greininni, (þó svo að frumbréfið noti orðið Murder)Ég vil benda fólki á að þetta er dæmisaga, um fyrirgefningu, fyrirgefningu sem er svo fullkomin að jafnvel dauði hefur ekkert vald yfir henni, okkar eigin vankantar og miskunnleysi getur ekki barist gegn henni. Fullkomin fyrirgefning fullkomin kærleikur í okkar garð.
**Allar athugasemdir sem gera lítið úr trú minni og annarra á Jesú munu vera fjarlægðar, allur dónaskapur mun vera fjarlægður.
Lífstíll | Breytt 21.3.2008 kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (45)
18.3.2008 | 12:38
Sjúklega fyndið - margmiðlunarefni
Ellen og Hawaii stóllinn,......
Við fáum engu breytt með því að leyfa áhyggjum að yfirbuga okkur, efnahagsástandið mun batna en þangað til, anda og muna að hlátur gefur manni svo miklu meira en áhyggjur..
17.3.2008 | 18:04
Jákvæðar fréttir :)
Yndisleg dýr og verða eflaust yndislegir félagar. Tvö skemmtileg myndbönd fyrir dýravini. Fyrsta myndbandið má kalla fyrstu kynni og annað bestu vinir
![]() |
Fundust kaldir og blautir undir sumarbústað í Borgarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.3.2008 | 13:08
Heldur hann að fólk sé ..
Ég vona að engin láti blekkjast og trúi því að einkavæðing í heilbrigðiskerfi landsins, sem og á spítölum landsins sé eitthvað jákvætt. Staðreyndin er sú, að öll einkavæðing mun efla stéttaskiptingu samfélagsins. Öll einkavæðing á sjúkrastofnunum er þjóðinni til trafala, slíkt mun bitna á þeim sem hafa minnst Spyrjið BNA menn sem geta ekki leitað sér lækna vegna þess að það er of dýrt, það sama á við sjúkravist, spyrjið þá ....þar sem meira en 50% þjóðarinnar hefur ekki tök á því að kaupa sér tryggingar fyrir fjölskildu sínar, þar sem fólk verður gjaldþrota vegna langvarandi veikinda maka. Er ég of svartsýn, nei ég er það ekki, þetta er einfaldlega staðreynd. Viljum við kalla slíkt yfir okkur. Laumuspil ráðherrans er lýsandi fyrir hvað mun ske í auknu mæli ef við mótmælum þessu ekki.
Hér er blákaldur raunveruleiki kerfis sem er mest megnið í einkaeign. Viltu þú þetta fyrir þína fjölskildu?
![]() |
Eins og þingflokkur VG sé ekki í jafnvægi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2008 | 02:20
Frá öðru sjónarhorni...
Ung kona kona spurði Guð, hvað eru milljón ár fyrir þér. Guð svaraði "milljón ár fyrir mér er eins og eitt augnablik fyrir þér."
Næst spurði hún Guð hvað væru 100 milljónir krónur fyrir honum. Guð svaraði " 100 milljónir króna fyrir mér er eins og ein króna fyrir þér".
Þá dró unga kona djúpt andann og teygði sig í hugrekkið sitt og spurði Guð. "Guð, get ég fengið eina krónu hjá þér"?
Guð brosti og sagði "vissulega bara eitt augnablik."
Mattheusarguðspjall 6:19-21
19Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela.
20Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela.
21Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.
Íhugun-stundum fæ ég ekki skilið þann kærleika sem Jesú kom með í náðinni sem við eigum í honum, stundum er ég gjörsamlega orðlaus og vanmáttug þegar ég íhuga það sem er svo miklu stærra en ég get nokkurn tíman gert mér hugarlund um. Það þýðir samt ekki að ég hætti að reyna...

Lífstíll | Breytt s.d. kl. 02:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
9.3.2008 | 12:49
Guð hefur ekki gleymt eða hafnað Gyðingum.
Lesið neðangreint bréf Páls til Rómverja, og spyr þú svo sjálfan þig, hvort þú gætir tilbeðið Guð sem gerði slíkt þ.a.s að svíkja loforðið sem hann gaf feðrunum (Gyðingum). Jesú kom í holdi sem Gyðingur, hann lifði sem Gyðingur og hann dó sem Gyðingur var jarðsettur sem Gyðingur og hann reis upp sem Gyðingur. Þegar Jesú kemur aftur mun hann ekki stíga fæti niður á Íslandi, BnA, Rússlandi eða Mekka eða Medinu, hann muna stíga fæti niður í Ísrael, í heimkynnum feðrana. Dýrð sé Guði. Munið að biðja Jerúsalem friðar. (Guð blessi hana og varðveiti)
Bréf Páls til Rómverja 11
1Ég spyr nú: Hefur Guð útskúfað lýð sínum? Fjarri fer því. Sjálfur er ég Ísraelsmaður, af kyni Abrahams, ættkvísl Benjamíns.2Guð hefur ekki útskúfað lýð sínum, sem hann þekkti fyrirfram. Eða vitið þér ekki, hvað Ritningin segir í kaflanum um Elía, hvernig hann kemur fram fyrir Guð með kæru á hendur Ísrael:
3"Drottinn, spámenn þína hafa þeir drepið og rifið niður ölturu þín og ég er einn skilinn eftir, og þeir sitja um líf mitt."
4En hvaða svar fær hann hjá Guði? "Sjálfum mér hef ég eftir skilið sjö þúsundir manna, sem hafa ekki beygt kné fyrir Baal."
5Svo eru þá líka á vorum tíma leifar orðnar eftir, sem Guð hefur útvalið af náð.
6En ef það er af náð, þá er það ekki framar af verkum, annars væri náðin ekki framar náð.
7Hvað þá? Það sem Ísrael sækist eftir, það hlotnaðist honum ekki, en hinum útvöldu hlotnaðist það. Hinir urðu forhertir,
8eins og ritað er: Guð gaf þeim sljóan anda, augu sem sjá ekki, eyru sem heyra ekki, allt fram á þennan dag.
9Og Davíð segir: Verði borðhald þeirra snara og gildra, til falls og til hegningar þeim!
10Blindist augu þeirra, til þess að þeir sjái ekki, og gjör bak þeirra bogið um aldur.
11Þá spyr ég: Hvort hrösuðu þeir til þess að þeir skyldu farast? Fjarri fer því, heldur hlotnaðist heiðingjunum hjálpræðið af falli þeirra, til þess að það skyldi vekja þá til afbrýði.
12En ef fall þeirra er heiminum auður og tjón þeirra heiðingjum auður, hve miklu fremur þá ef þeir koma allir?
13En við yður, þér heiðingjar, segi ég: Að því leyti sem ég er postuli heiðingja, vegsama ég þjónustu mína.
14Ég gæti ef til vill vakið afbrýði hjá ættmönnum mínum og frelsað einhverja þeirra.
15Því ef það varð sáttargjörð fyrir heiminn, að þeim var hafnað, hvað verður þá upptaka þeirra annað en líf af dauðum?
16Ef frumgróðinn er heilagur, þá er einnig deigið það. Og ef rótin er heilög, þá eru einnig greinarnar það.
17En þótt nokkrar af greinunum hafi verið brotnar af, og hafir þú, sem ert villiolíuviður, verið græddur inn á meðal þeirra og sért orðinn hluttakandi með þeim í rótarsafa olíuviðarins,
18þá stær þig ekki gegn greinunum. Ef þú stærir þig, þá vit, að þú berð ekki rótina, heldur rótin þig.
19Þú munt þá segja: "Greinarnar voru brotnar af, til þess að ég yrði græddur við."
20Rétt er það. Fyrir sakir vantrúarinnar voru þær brotnar af, en vegna trúarinnar stendur þú. Hreyktu þér ekki upp, heldur óttast þú.
21Því að hafi Guð ekki þyrmt hinum náttúrlegu greinum, þá mun hann ekki heldur þyrma þér.
22Sjá því gæsku Guðs og strangleika, _ strangleika við þá, sem fallnir eru, en gæsku Guðs við þig, ef þú stendur stöðugur í gæskunni; annars verður þú einnig af höggvinn.
23En hinir munu og verða græddir við, ef þeir halda ekki áfram í vantrúnni, því að megnugur er Guð þess að græða þá aftur við.
24Þú varst höggvinn af þeim olíuviði, sem eftir eðli sínu var villiviður, og ert gegn eðli náttúrunnar græddur við ræktaðan olíuvið. Hve miklu fremur munu þá þessar náttúrlegu greinar verða græddar við eigin olíuvið?
25Ég vil ekki, bræður mínir, að yður sé ókunnugt um þennan leyndardóm, til þess að þér skuluð ekki með sjálfum yður ætla yður hyggna. Forherðing er komin yfir nokkurn hluta af Ísrael og varir þangað til heiðingjarnir eru allir komnir inn.
26Og þannig mun allur Ísrael frelsaður verða, eins og ritað er: Frá Síon mun frelsarinn koma og útrýma guðleysi frá Jakob.
27Og þetta er sáttmáli minn við þá, þegar ég tek burt syndir þeirra.
28Í ljósi fagnaðarerindisins eru þeir óvinir Guðs vegna yðar, en í ljósi útvalningarinnar elskaðir sakir feðranna.
29Guð iðrar ekki náðargjafa sinna og köllunar.
30Þér voruð fyrrum óhlýðnir Guði, en hafið nú hlotið miskunn vegna óhlýðni þeirra.
31Þannig hafa þeir nú líka orðið óhlýðnir, til þess að einnig þeim mætti miskunnað verða fyrir miskunn þá, sem yður er veitt.
32Guð hefur gefið alla óhlýðninni á vald, til þess að hann geti miskunnað öllum.
33Hvílíkt djúp ríkdóms, speki og þekkingar Guðs! Hversu órannsakandi dómar hans og órekjandi vegir hans!
34Hver hefur þekkt huga Drottins? Eða hver hefur verið ráðgjafi hans?
35Hver hefur að fyrra bragði gefið honum, svo að það eigi að verða honum endurgoldið?
36Því að frá honum og fyrir hann og til hans eru allir hlutir. Honum sé dýrð um aldir alda! Amen
Smellið hér til þessa að lesa einn af mörgum spádómum um Ísrael og hvað koma skal og mig grunar að við séum að horfa á þetta í dag. En hver og einn verður að pæla í þessu á eigin forsendum, ekki verður opið fyrir athugasemdir, þetta er mín sannfæring og ég þarf ekki að réttlæta hana neitt frekar.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook
6.3.2008 | 13:48
Hugrekki er hornsteinn til betra lífs.
Sækist þú heftir hamingju og sjálfstrausti til að takast á við lífið, þá þarf að hafa hugrekki sem er hornsteinn til að ná árangri, með hugrekki getum við klifið fjöll og sigrað allar hindranir í lífi okkar jafnvel þegar við töpum eða mistekst eitthvað. Þetta skrifaði vel þekktur stjórnandi fyrirtækis á sínum tíma. Persóna sem hefur hugrekki, mun á endanum mynda vist mynstur í lífi sínu, eins og jákvæðni, gleði og sjálfstraust. Þetta jákvæða atferli hefur m.a. þau áhrif að fólk sem kynnist henni eða honum mun þykja vænt um einstaklinginn og bera mikla virðingu fyrir þeim. (sjáið fyrir ykkur einstakt fólk í ykkar lífi eða ókunnuga sem þú berð virðingu fyrir, hvað einkennir það?)
Sálmarnir segja m.a. "Verið öruggir og hughraustir, allir þér er vonið á Drottin" það virðist sem svo að jafnvel Guð ber mikla virðingu fyrir þeim sem eru hughraustir/hugrekkir. Hugrekki er ótti sem hefur farið með bæn. "Hugrekki er jákvætt atferlis mynstur" sem við þurfum til þessa að bæla niður ótta. Þetta er mynstur sem er þess virði að innleiða inn í líf þitt, það mun bæta líf þitt til góðs.
Íhugun- Þegar ég fékk þetta sent á meili, las ég það nokkrum sinnum, Þessi orð eru töluð inn í líf mitt, eflaust eru margir sem þjást af ótta að einhverju leiti, geta ekki tekist á við jafnvel einföldustu hluti í lífinu. Ég hef þá reglu að skrifa ekkert hér inni sem ég hef ekki þræl hugsaði út í eða tekist á við jafnvel er að takast á við, ég vil læra meira þó svo að sá lærdómur geti verið erfiður og andstæður öllu sem ég hef áður talið mikilvægt.
Maður ímyndar sér að hugrekki sé bara í þeim sem komast af úr hræðilegum aðstæðum, eða eru í starfi sem krefst mikils hugrekkis, eins og t.d. hermaður, lögregla eða slökkviliðsmaður. Maður gleymir því að hversdagsleikinn getur haft með sér afleiðingar sem krefjast hugrekki, að takast á við erfiðar aðstæður, þó svo allt innra með þér hrópi "ég get þetta ekki" en þú berst á móti og segir "ég get og ég skal".
Eitt skerf í einu er líka dæmi um hugrekki, því staðreyndin er sú að við komust ekki áfram, nema með því að taka fyrsta skrefið. Við yfirstígum ekki erfiðleika bara vegna þess að einhver segir "þú verður, eða þú skalt", við yfirstígum erfiðleika þegar við sjálf finnum hugrekkið til að takast á við hann, þegar eitthvað innra með okkur hvíslar "ég get og ég skal" stundum þurfum við að hlusta á þögnina til að heyra hrópið sem er hvísl....
Ég þakka ykkur lesturinn
Fimmta bók Móses 31:6
6Verið hughraustir og öruggir, óttist eigi og hræðist þá eigi, því að Drottinn Guð þinn fer sjálfur með þér. Hann mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig."
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
5.3.2008 | 15:46
Er nýbúin að blogga um þetta bréf
Ég hef líka tekið tímann í það að lesa bréfið og ég hvet alla þá sem hafa áhuga á því að skoða þá hlið málsins að lesa það. Hér er bloggfærslan mín hlekkur á bréfið sjálft er í færslunni. Þetta bréf vekur í manni von og það eitt og sér er jákvætt.
Nú svo ef þið eruð eins og ég þreytt á neikvæðnum fréttum úr heiminum smellið þá bara hér og íhugið með mér. við verðum líka að finna það jákvæða í okkur og rækta það.
![]() |
Páfi boðar til ráðstefnu með leiðtogum múslima |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Úlfar Þór Birgisson Aspar
-
halkatla
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Mofi
-
Ruth
-
Flower
-
Helena Leifsdóttir
-
Aðalbjörn Leifsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Guðni Már Henningsson
-
Birgirsm
-
Árni þór
-
Kristín Ketilsdóttir
-
Theódór Norðkvist
-
G.Helga Ingadóttir
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Ragnheiður Katla Laufdal
-
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
-
Ragnar Kristján Gestsson
-
Unnur Arna Sigurðardóttir
-
Tinna Jónsdóttir
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Morgunstjarnan
-
Stefán Garðarsson
-
Tryggvi Hjaltason
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Bumba
-
Ólafur Jóhannsson
-
Kristinn Ásgrímsson
-
Jón Valur Jensson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Hörður Finnbogason
-
Sunna Dóra Möller
-
Janus Hafsteinn Engilbertsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðmundur Pálsson
-
Jón Hjörleifur Stefánsson
-
Halla Rut
-
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Adda bloggar
-
Ingibjörg
-
Steingrímur Jón Valgarðsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Mama G
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Eiríkur Ingvar Ingvarsson
-
Gestur Halldórsson
-
Högni Hilmisson
-
Magnús V. Skúlason
-
Sævar Einarsson
-
Kristján Björnsson
-
Kristján Magnús Arason
-
Böðvar Ingi Guðbjartsson
-
Svanur Heiðar Hauksson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Svala Erlendsdóttir
-
Bergþóra Guðmunds
-
Alfreð Símonarson
-
Ingvar Leví Gunnarsson
-
Kjartan Guðmundur Júlíusson.
-
Guðrún Markúsdóttir
-
Alexander Kristófer Gústafsson
-
gudni.is
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Hdora
-
Snorri Bergz
-
Jóhann Hauksson
-
Julie
-
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
-
Jeremía
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Huld S. Ringsted
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Björn Heiðdal
-
Gunnar og Jenný
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Bullukolla
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Mótmælum Durban II
-
Baldvin Jónsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Meðvirkill
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
Bwahahaha...
-
Guðjón Baldursson
-
Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Magnús Karlsson
-
Jón Ríkharðsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.