Bréfið frá hinum 138 (frá Múslímum til Kristinna )

Áður en ég byrja þá vildi ég segja að það er mikilvægt fyrir okkur að vera réttlát þegar það kemur að hinum ýmsu málefnum í heiminum í dag, það á við málefni eins og Íslam, það  er líka mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að sá sem stundar íslam er ekki alltaf Íslamisti, langt því frá, því get ég ekki ítrekað það nóg að við lærum að átta okkur á muninum. Margir setja samansem merki á milli múslíma og hryðjuverka, þetta er rangt, það er hinsvegar hægt að setja samansem merki á milli Íslam og hryðjuverka og í framhaldi af því Qur'an, Hadiths og hryðjuverka.

Innan Íslams eru mismunandi hópar, alveg eins og í Kristni trú, hér eru nokkur lítt þétt dæmi fyrir utan Súní og Shía, Sufi sem er með dulrænar áherslur (spíritismi í Kristni t.d.) þetta er hlutfallslega stór hópur Múslíma hér í okkar vestræna heimi. Ísmaelítar eiga rætur sínar í Shía túlkun. Jafaaritar sem koma líka í Shía hefðinni, Ribaditar sem er forn hlið Íslams og iðkuð í Jemen og það virðist vera ærandi þögn um þennan hóp. (hef sett hlekki svo hægt sé að fræðast um þessa hópa, en því miður þá fann ég ekkert  um Ribaditar eða Jafa, þrátt fyrir það þá skrifuðu þeir undir og eru mikilvægur þáttur í "bréfinu frá hinum 138").

Áður en þið haldið áfram, er gott að hafa það í huga að þeir sem stunda Íslam er engin greiði gerður þegar við neitum að horfast í augu við ógnina sem steðjar að vegna "íslamista", það kemur fyrir að ég sé fólk skrifa og vera reytt yfir því hversu lítil viðbrögðin eru innan "Íslams" þegar fjöldamorð og önnur ódæði eru framin í nafni trúarinnar, en þegar við áttum okkur á því að það er útskýring fyrir þessu þá sjáum við mikilvægi þess að við sem eru ekki bundin Íslam tökum upp þeirra þöglu baráttu og berjumst með þeim gegn þeim sem vilja skerða lífskjör og lýðræði í okkar vestræna heimi. (megin ástæða þagnarinnar er sú að þeir eiga yfir höfði sér, ef þeir mótmæla "Fatwa" fyrir trúarsvik, þetta getur ollið því að fjölskilda þín verður fyrir árásum frá Íslamistum). En, við höfum kynnst fólki sem berst með okkur og við þekkjum sögur þeirra, tvær komu til landsins í haust, hugrekki í hnotskurn.

Ég er ekki að skrifa þetta vegna þess að ég hef skipt um skoðun þegar það kemur að Íslamistum (öfga hópum innan Íslam), ég mun berjast með orðum gegn óréttlæti svo lengi sem ég hef þrótt til. Með þessari færslu er ég að koma áleiðis upplýsingum sem hafa e.t.v. ekki verið borðliggjandi. Tvær greinar verða hlekkjaðir hér fyrir neðan, önnur útskýrir uppsetningu og innviðið bréfsins frá hinum 138 og svo er það bréfið sjálft. Auk þess mun ég setja in Suru úr Quran sem virðist vera hundsuð af öfgamönnum og lítt þekkt, en hún er engu að síður í Qur'an og hefur hún aldrei verið gerð úrelt (Quran er skipt í tven, það sem kom á undan "úrelt" og það sem kom á eftir.)kristnir og Múslímar

 

Had God willed He could have made you one community. But that He may try you by that which He hath given you (He hath made you as ye are). So vie one with another in good works. Unto God ye will all return, and He will then inform you of that wherein ye differ (Al-Ma’idah, n. 5:48).

Lauslega er þetta þýtt svona:  Hefð Guð viljað, hefði hann látið ykkur vera eitt samfélag. En, hann vill reyna þig þar sem hann hefur sett þig. (þú ert sú/sá sem þú ert vegna hans)Sækist því eftir því að gera gott fyrir hvort annað, því til Guðs munu þið öll fara aftur og þar  mun hann útskýra, það sem skilur ykkur í sundur (ég býst við að hér sé átt við trúarlega).  Þetta er merkileg orð og þau eiga það skilið að fá áherslu í okkar samfélagi.

Svo er það Kristur vor okkar yndislegi kennari og frelsari sem bauð okkur eftirfarandi til að lifa eftir.

30Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum.` 31Annað er þetta: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.` Ekkert boðorð annað er þessum meira." 32Fræðimaðurinn sagði þá við hann: "Rétt er það, meistari, satt sagðir þú, að einn er hann og enginn er annar en hann. 33Og að elska hann af öllu hjarta, öllum skilningi og öllum mætti og elska náungann eins og sjálfan sig, það er öllum brennifórnum og sláturfórnum meira." 34Jesús sá, að hann svaraði viturlega, og sagði við hann: "Þú ert ekki fjarri Guðs ríki." Og enginn þorði framar að spyrja hann.

Ég vildi þakka ykkur lesturinn og ég vona að lesturinn hafi frætt og upplýst líf ykkar á jákvæðan máta. Endilega gangið skrefinu lengra og smellið á hlekkina hér fyrir neðan til að sjá aðra hlið málsins þegar það kemur að samskiptum Íslams og Kristinna manna, það er í fullkomlega skiljanlegt að vera efablendin, en þetta gefur manni þó von og það er alltaf jákvætt.

Útskýring á innihaldi bréfsins.

Bréfið frá þeim hinum 138

íhugun - ef við tökum ekki tíma til að opna hugann þá finnum við ekki sætti innra með okkur, trúarstaðfesti okkar verður tóm og einskins nýt, en þegar við sjáum lengra og munum að hversu lánsöm og blessuð við eru í lausnara okkar Jesú þá fyrst verður það auðvelt að sýna kærleika þeim sem hata þig og vanvirða. Að hlusta og íhuga og ganga fram í trú, í því fellst kærleikur og lærdómur. Guð blessi ykkur og varðveit í dag sem og alltaf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Frábært að heyra þetta. Mikil uppörvun að vita til þess að þarna eru Islamstrúarmenn sem er alvara í því að viðhalda friði og kærleika. Við í hinum vestræna heimi verðum að hjálpa þeim í þeirra baráttu við öfgaöflin innain Islam (Íslamista).  Þannig getum við viðhaldið friði á milli ólíkra trúarhópa.

Bryndís Böðvarsdóttir, 28.2.2008 kl. 16:41

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vel gert Linda mín, þarna útskýrir þú þann mikla mun sem er innan íslams, til eru hinar ýmsu stefnur og verður að benda á hver þeirra er full af öfgum og hver ekki. Því venjulegir múslimar eiga ekkert nema gott skilið og er það yndislegasta fólk. Það eru öfgarnar sem eru hættulegar sem þú útskýrir í þessari góðu grein!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.2.2008 kl. 16:50

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

P.s. ég get ekki betur séð en að þetta sé vandaðasta grein þín til þessa! Vel gert Linda mín!   Þú ert snilli !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.2.2008 kl. 16:59

4 Smámynd: Linda

Þakka ykkur fyrir það, já ég er mjög ánægð með þessa færslu, en ég er það nú oftast þegar ég tek á stærri upplýsingum sem og fréttum, en svo reynir maður jú að gera betur í hvert sinn.  Ég vona að þessi færsla gefa betri innsýn inn í Íslam og að fólk sem skilur og les ensku, fari óspart inn á tenglana sem eru hlekkjaðir í, slíkt er iðulega undirstrikað í færslunni, endilega skoðið málið dýpra ef þið hafið ekki þegar gert það.

knús.

Linda, 28.2.2008 kl. 17:19

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín. Þetta höfum verið að reyna að benda á að það eru ekki allir múslímar sem eru öfgamenn. en allt þetta fólk fær stimpil. En öfgamúslimum á ekki að sýna umburðarlyndi eins og Evrópubúar hafa gert. Ég er einnig ánægð með greinina fyrir ofan þessa. Þetta mun ekki koma í fréttum í Kommúnískum fjölmiðlum á Íslandi. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.2.2008 kl. 19:37

6 Smámynd: Linda

Sæl og blessuð Rósa mín, já til þess að geta rætt um þessi mál þarf einmitt að hafa mjög skírar línur um hvað er rætt, annað er ekki réttlátt.  Varðandi greinina  á eftir þessari, já , það er alveg á hreinu á henni er þörf, það kemur sjálfsagt engum á óvart að ég kaupi engan vegin "staðgengils boðskap" vissra fræðimanna

Linda, 28.2.2008 kl. 20:39

7 Smámynd: Flower

Stærsti vandi íslams er þetta alræðisvald og valdasýki klerkana, það eru þeir sem eru í stríði við allt og alla. Væri hægt að breyta því væri hitt örugglega auðveldara en þetta er bara orðinn einn risa snjóbolti sem er búinn að rúlla um aldir.

Flower, 29.2.2008 kl. 17:56

8 Smámynd: Linda

Já Flower þetta er mjög flókið, en þrátt fyrir það er alltaf pláss fyrir von, þetta bréf er merkilegt og við megum ekki loka á von, hvað annað höfum við .  Við þekkjum óvinin, hann er Íslamisti, eru þessir menn sem skrifa þetta bréf ekki einlægir, ég veit það ekki, en mig langar að taka skref í trú og von að þeir vilji frið í stað heimsyfirráð og kúgun okkar sem eru vantrúarseggir í þeirra huga. 

Linda, 29.2.2008 kl. 18:46

9 Smámynd: Linda

Sæll Skúli minn, ég gat ekki séð þetta sem þú bendir á, en ég mun lesa bréfið aftur og sjá hvað mér hefur yfirsést.

Linda, 29.2.2008 kl. 18:48

10 Smámynd: Linda

Sæll aftur Skúli, ég las síðari hluta bréfsins eða frá blðs. 10 til 16 og gat ekki fundið það sem þú talar um, hugsanlega á blaðsíðu 15, en það er samt ekki talað um dráp á einum eða öðrum.  Ég er annað hvort gjörsamlega blind eða bloggþreytt, endilega bentu mér á þetta.

Linda, 29.2.2008 kl. 19:16

11 Smámynd: Halla Rut

Þoli ekki öfga í hvaða átt sem þeir eru. Þetta er vandaður pistill Linda og það var virkilega gaman að lesa hann (ef gaman skal kalla).

Vil samt bæta við að það þarf ekki öfga í Íslam til að konan sé einskis virði eða alla vega lægra sett en maðurinn, þannig er það bara í Íslam og þarf enga öfga til. Í Pakistan eru algengt að stelpur séu giftar miðaldra mönnum um 12 ára aldur og er það líka hjá þeim sem ekki teljast til öfgahópa. 

Halla Rut , 6.3.2008 kl. 12:58

12 Smámynd: Linda

Takk Halla mín, góður og merkur punktur hjá þér.  Stundum koma breytingar of hægt sérstaklega þegar það kemur að mannréttindum, en meðan það er til "von" þá ert möguleiki á bættum kjörum kvenna og barna innan Íslams  þar sem Sharía er í hávegum höfð.

Knús og takk fyrir innlitið.

Linda, 6.3.2008 kl. 13:54

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er fróðleg grein Linda, ég tek líka undir með Höllu að við eigum ekki að líða brot gegn konum. Við sjáum hvað setur.

Sigurður Þórðarson, 6.3.2008 kl. 22:08

14 Smámynd: Linda

Ég er svo innilega sammála  og þegar ég sá gönguna sem var í gærkveldi "fiðrildagönguna" þá varð ég miður mín, ég veit ekki hvernig ég fór á mis við hana, ég hefði svo gjarnan viljað taka þátt.  En ef Guð gefur þá verð ég þarna á næsta ári. 

Knús

Linda, 6.3.2008 kl. 23:08

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, það var víst mjög vel heppnuðu ganga, um 500 manns og gleðilegt hvernig til tókst. Um hádegi sama dag voru um 100 manns á rækilega boðuðum mótmælafundi til stuðnings Palestínu-Aröbum (til samanburðar).

Kærar þakkir fyrir þessa grein þína, Linda, og nú fer ég að líta á tengilinn á bréf hinna [upphaflega] 138, sem eru víst orðnir 200 skv. BBC-frétt, sem vísar í þetta sama bréf og ég ræði líka um í sambandi við áform páfans að halda ráðstefnu eða toppfund (summit) með múslimum í nóvember til að reyna að bæta samband kaþólsku og islams í heiminum. Ég ætla þá líka að skyggnast eftir þessu atriði bréfsins, sem Skúli talaði um að væri þar – og verður þá, ef satt reynist, að teljast vont búsílag í bréf sem á þó að að heita einhvers konar jákvæð nálgun eða tilraun til samræðu við kristna menn

Með kærri kveðju og þakklæti, 

Jón Valur Jensson, 7.3.2008 kl. 01:55

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég segi eins og þú, Linda, það er ekki auðvelt að finna þetta umrædda atriði í textanum, kannski þó á bls. 15 þar sem vitnað er í Kóranininn: al-Baqarah 2: 136–137, en þá e.t.v. með öðruvísi enskri þýðingu en Skúli þekkir. Gott væri að hann kæmi hér okkur til aðstoðar í leitinni!

Jón Valur Jensson, 7.3.2008 kl. 02:11

17 Smámynd: Linda

Sæll Jón Valur og þakka þér innilega fyrir heimsóknina, ég sé að þú hefur sömu niðurstöðu og ég, þ.a.s. á blðs 15, þetta er eini staðurinn sem kemur til greina. Ég ætla sjá hvort hann Skúli kíki ekki á þetta með okkur og ég læt þig svo vita.

Knús og kv.

Linda, 7.3.2008 kl. 11:39

18 Smámynd: Linda

Sæll Skúli minn - takk fyrir og ég verð bara að segja alveg eins og er, að bréfið sem ég vísa í færslunni hér fyrir ofan hefur ekkert af þessum greinum að  ég get best séð, nema e.t.v. á blðs 15.

En, ég kannast vissulega við þær málsgreina sem þú setur hér fram úr Qur'an ´(þó ég sjái þær ekki í bréfinu)og efast þær engan vegin, en það þýðir samt ekki að þeir vilji ekki nýta sér slíkt lengur, að þeir vilji mæta okkur á sameiginlegum grunni.  Gyðingar nota ekki lengur lögmáls texta sem eru vafasamir í siðferði samtímans.  Þú skilur hvað ég á við. En augun mín eru galopin ekki hafa áhyggjur, ég veit vel hvað þetta fer eflaust fyrir hjartað á "Íslamistum"(öfga múslíma)og þeir mun ef þeir geta reyna koma höggi á þetta ferli, en ég vil samt ekki henda von fyrir bí.

Knús.

Linda, 7.3.2008 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband