Eins og hann

Í ranglæti sínu ásökuðu þeir Jesú um Guðlast, fylliraft, og öfgafylli.  þeir sökuðu hann um villitrú. En var Jesú nokkurn tíman ásakaður um að nota vald sitt, um hroka um það að nýta sér sinn himneska rétt sjálfum sér til blessunar.  Var hann nokkrum tíman sakaður um að vera fjarlægur eða kuldalegur.  Nei, þess þó heldur, hann gaf allt,  og læknaði marga og í lokin lagði hann líf sitt í sölurnar fyrir allt mannkynið.

Við eigum að hafa huga Jesú að fylgja honum eftir, ritningin er skýr þegar það kemur að þessu "5Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var." "6Þeim sem segist vera stöðugur í honum, honum ber sjálfum að breyta eins og hann breytti." og "8Að lokum, verið allir samhuga, hluttekningarsamir, bróðurelskir, miskunnsamir, auðmjúkir" Það skiptir engum máli hversu erfitt þetta ku vera, við verðum að gera allt sem við getum gert til þess að koma fram við hvort annað dags daglega eins og Jesú kæmi (kemur) fram við okkur.

 


Íhugun-já þessi orð eru þörf áminning fyrir okkur öll, þá sem trúa á Jesú og þá sem gera það ekki, þetta eru skýr boð um náunga kærleika sem stundum er erfitt að fara eftir, fyrir flest okkar, reiði og biturð, jafnvel ótti spilar þar inn í.  Ég er viss um að Jesú sé lausnin þegar það kemur að þessu, bæði með íhugun og lestri NT, en það er engin að segja að þetta sé auðvelt, en mig grunar að með æfingu getur hver og einn náð þessu takmarki í lífi sínu, en bara með hógværð, bara með því að leggja hrokann frá sér bara með því að spyrja sjálfan sig þegar þess er þörf "hvað mundi Jesú gera í þessum kringumstæðum"?.   Ég sá mynd um helgina sá einn hluta af henni, þar sem Jesú áminnti farísea og aðra vegna hræsni þeirra, þegar það kom að lögmálinu og mannasetningum og ég fann í hjarta mínu að þarna talaði hann til allra jafnvel okkur sem búum þessum heimi í dag, þetta var þörf áminning, ég tek á móti henni með auðmýkt. Endilega lesið Matt 23, ég kæri mig ekkert um að Jesú verði mér reiður, oh nei.Crying 

Allt sem er undirstrikað hér í þessari færslu er hægt að setja bendilinn á og smella, þá fáið þið alla ritninguna sem um er að ræða. Fyrri hlutin af þessari færslu er þýðing á hugleiðingu sem ég fékk senda í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

BBC kom með þessa grein smelli hér þarna er verið að fjalla um lítinn bæ í Svíþjóð sem hefur tekið á móti innflytjendum frá Íraq 40% þeirra eru Assyrian Kristnir sem hafa sætt skelfilegu ofbeldi og ofsóknum.  Greinin er á ensku og afar fróðleg.

Linda, 25.3.2008 kl. 14:24

2 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 18:22

3 Smámynd: Aida.

Takk Linda. Jesús er Drottinn Hallelúja.

Aida., 25.3.2008 kl. 20:41

4 Smámynd: Linda

Þakka ykkur innlitið Birna og Arabína.

 Knús

Linda, 25.3.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband