Heldur hann að fólk sé ..

Ég vona að engin láti blekkjast og trúi því að einkavæðing í heilbrigðiskerfi landsins, sem og á spítölum landsins sé eitthvað jákvætt.  Staðreyndin er sú, að öll einkavæðing mun efla stéttaskiptingu samfélagsins. Öll einkavæðing á sjúkrastofnunum er þjóðinni til trafala, slíkt mun bitna á þeim sem hafa minnstCrying Spyrjið BNA menn sem geta ekki leitað sér lækna vegna þess að það er of dýrt, það sama á við sjúkravist, spyrjið þá ....þar sem meira en 50% þjóðarinnar hefur ekki tök á því að kaupa sér tryggingar fyrir fjölskildu sínar, þar sem fólk verður gjaldþrota vegna langvarandi veikinda maka.  Er ég of svartsýn, nei ég er það ekki, þetta er einfaldlega staðreynd.  Viljum við kalla slíkt yfir okkur.  Laumuspil ráðherrans er lýsandi fyrir hvað mun ske í auknu mæli ef við mótmælum þessu ekki.

Hér er blákaldur raunveruleiki kerfis sem er mest megnið í einkaeign. Viltu þú þetta fyrir þína fjölskildu?


mbl.is Eins og þingflokkur VG sé ekki í jafnvægi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl kæra Linda

Þegar ég fór til Bandaríkjanna í seinna skiptið þá dvaldi ég á heimili ungra hjóna í New York á leið minni til Texas.

Man ekki hvernig hlutirnir atvikuðust en ég kom til konunnar og var hún sárþjáð og bað mig að hringja í einginmann sinn. Ég hringdi og útskýrði hvernig hlutirnir voru og svo bað hún mig að fá að tala við hann líka til að undirstrika að hann yrði að koma. Hann var að vinna út á flugvelli og átti í rauninni engan möguleika að koma heim en þar sem þetta var neyðartilvik þá dreif hann sig í að koma.

Hringt var á sjúkrabíl. Þarna kom lögreglan og spurði okkur um allt milli himins og jarðar til að vera örugg um að þarna hafi ekki verið framkvæmt neitt ofbeldi. Konan var flutt út í sjúkrabíl og ég skildi ekkert í þessu hangsi, af hverju fór bíllinn ekki af stað. Þá þurfti að fara í gegnum það hvort allir pappírar og tryggingar væru í lagi. Ég varð mjög hneyksluð. ég var búin að hringja í tengdaforeldrana líka en ég gisti hjá þeim árinu áður þegar ég fór til Kanada. Þau voru ekki heima og við vorum beðin að hringja í þau til að láta þau vita hvað hefði komið fyrir og hvert var farið með konuna.

Í ljós kom að konan var með utanlegsfóstur. Ég er ennþá hneyksluð á þessari meðferð og eru 19 ár síðan.

Ekki viljum við svona þjónustu. Nei takk, búin að sjá hvernig þetta virkar í Bandaríkjunum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.3.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband