Íhugun um leiðréttingu og fyrirgefningu

bible01anim

Nokkur umræða hefur verið hér á vefnum á meðal Kristna bloggara um kirkjuna og samskipti trúaðra.  Í einu tilfellinu þá var það ég sem fjallaði um Rómverjabréfið 12:1-12 þar sem talað er um líkama Krist sem er kirkjan öll.

Trúbróðir minn tekur undir mína færslu með því að skrifa um þetta mál, þ.a.s. að okkur ber að skoða það sem við eigum sameiginlegt enn ekki það sem aðskilur okkur, hvað þá sitja í dómi yfir heilum söfnuðum sakir mannasetninga.

Í athugsemdum hjá honum Guðsteinibenti ég að okkur ber að hafa í huga að leiðrétting á ekki að fara fram á opinberum vettvangi, heldur á einn úr kirkjunni að ræða við þann sem talið er að hafi syndgað gegn orðinu, síðan 2-3. samkvæmt NIV study bible þá er átt við í Matt 18:15[L1] , trúbróðir, auk þess er tekið fram að ekki er í öllum þýðingum persónuleg tenging þ.a.s. að viðkomandi syndgi gegn "þér" [L2] 

Svo hver er trúbróðir okkar, er það bara einstaklingurinn eða er það söfnuðurinn.  Í mínum huga er þetta ekki neitt sérlega flókið, ef ráðist er á söfnuð þá er ráðist á trúbræður innan safnaðarins.  Þannig að þá mætti taka kennsluna í Mattheusi 18:15-17 (með því að smella hér má lesa beinþýðngu úr forn Grískatestamentinu yfir á ensku)íhugun um framkomu og aðkomu ef leiðréttingar er þörf..  það er hægt að taka þessa ritningu fullbókstaflega enn ég held að í henni felist einmitt stærri sannleikur, sannleikur sem tengir okkur við Rómverjabréfið 12:1-12.

Fyrirgefningin- það er einfaldlega bara ekki annað hægt enn að taka þeim skilaboðum bókstaflega í Matteusi  18:21-22 fáum við svar er hrein og bein staðhæfing, alhæfing og skipun

21Þá gekk Pétur til hans og spurði: "Herra, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum, ef hann misgjörir við mig? Svo sem sjö sinnum?"

    22Jesús svaraði: "Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö

Þegar lestrinum er haldið áfram kemur Jesú með dæmisögu sem gjörsamlega fær hárin til að rísa og sálina til þess að taka eftir með því að smella hér fáið þið skilaboðin beint í æð og ef þetta fær mann ekki til þess að fara að fyrirgefa þeim hafa sært okkur eða haft trú okkar að háði þá veit ég ekki hvað gerir það. 

Því ef Drottinn fyrirgefur okkur nánast hvað sem er, hvernig réttlætum við það að fyrirgefa ekki öðrum .  Við getum ekki réttlætt það, þar að segja í mínu tifelli þá finnst mér að ég persónulega get ekki réttlætt það og í þessum skrifuðu orðum veit ég nákvæmlega hverjum ég þarf að fyrirgefa, og ég ætla ekki lýsa því hvað mér þykir þau skref erfið.

Aftur að málefni trúbræðra og leiðréttingu og fyrirgefningu hér er hægt lesa hvað ritningin hefur um það segja á fleiri stöðum,  smellið á hverja ritningu fyrir sig og þá farið þið sjálfkrafa á vefinn sem hægt er að lesa um þetta nánar.  Gal 6:1-5 og Lúk 17:1-4 .

 

Það er merkilegt hvað þetta situr í mér með sameiningu okkar í trú, ég er á því að þetta er eitthvað sem okkur ber að skoða með fylgstu alvöru. Reynum aftur og aftur að skoða það sem sameinar okkur hands_uplifted_to_the_cross_md_whtekki það sem sundrar okkur.

 

 

 

 [L1]15Ef bróðir þinn syndgar [gegn þér],

 [L2]Takið eftir að hér er  gegn þér  í sviga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flower

Linda, Guð blessi þig fyrir að minna á okkur á hvað fyrirgefningin er mikilvæg. Eftir mín grunnskólaár hafði ég margt að fyrirgefa og það var ferli sem tók langan tíma, en mikið leið mér betur þegar því var lokið og  Guð gefið mér þessa heilun. Samt á ég enn eftir margt ólært.

Flower, 2.10.2007 kl. 11:17

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen ! Linda! En sumir virðast ekki skilja hvað við meinum með þessu.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.10.2007 kl. 10:21

3 Smámynd: Jeremía

Einu sinni var ég að ræða við kunningjahjón mín sem eru mjög trúuð. Þau voru að segja mér að sonur þeirra sætti einelti í skólanum og að þau væru í smá vanda þess vegna. Þau sögðust hafa reynt að útskýra fyrir stráknum að allir yrðu að bera sinn kross og það væri kristilegt að sýna hina kinnina o.s.f. Að það væri dyggð fólgin í því. Þau bættu við að strákurinn skildi þetta alls ekki þannig. Ég er alveg mótfallinn þessum viðbrögðum hjónanna. Mér finnst sjálfsagt að verja sig ef á mann er ráðíst. Að vísu er auðvelt að segja það en erfitt fyrir hræddan strák að berjast á móti ofurefli. En alla vega að reyna frekar að efla kjark í honum til að berjast á móti, en að ala upp í honum einhverja uppgjöf. Að kreppa hnefann og miða á nefið myndi ég segja honum. Svo ef árásaraðili bakkar og biðst afsökunar og ætlar ekki að halda áfram árásum er sjálfsagt að fyrirgefa honum. En ástæðulaust að vera einhver gólfmotta ef hinn ætlar ekki að bakka.

Jeremía, 3.10.2007 kl. 22:03

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

ég tek undir með þér magnús, þegar að stelpan mín var að byrja í skóla voru einhverjir gaurar að toga í flétturnar hennar, ég sagði henni að toga fast í hárið á þeim á móti og eftir það fékk hún frið, en dóttir mín var þannig að hún hefði látið valta yfir sig, en ég gaf stráknum mínum allt önnur skilaboð sem voru þau að vera alltaf stilltur og prúður hann það hefði alls ekki mátt segja honum að slá frá sér.

Guðrún Sæmundsdóttir, 3.10.2007 kl. 23:17

5 Smámynd: Linda

Ef þið viljið hljóta fyrirgefningu, þá fyrirgefið þið. 

Linda, 3.10.2007 kl. 23:37

6 Smámynd: Linda

Að launa ofbeldi með ofbeldi þjónar heldur ekki neinum tilgangi, nema e.t.v. til þess að vekja haturs tilfinningar.  Einelti í skólum er stranglega bannað í dag, í skólum er aðstoð við slíkt og um að gera að ganga eftir þeirri aðstoð.  Ég hugsa að það erfiðasta sem við þurfum að gera er það að "fyrirgefa", ég vona að ég standi undir væntingum Drottins þegar þess er krafist af mér.

Linda, 4.10.2007 kl. 01:42

7 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já við Guðrún vorum einmitt að ræða þetta vandamál með skólana þegar við hittumst síðast. Það er meira en að segja það, að segja barninu sínu að að leysa öll deilumál friðsamlega og berja ekki til baka. Taka síðan á móti barninu öllu lemstruðum úr skólanum eða fá að heyra miður skemmtilegar sögur þegar barnið kemur heim.

Það hlýtur að vera undanþága með þessi börn, því oft er eins og sum börn læri ekki nema verða fyrir barðinu á einhverjum sjálf. Hvað græðir líka barnið sem er gerandinn á því að komast alltaf upp með ódæðisverkin sín. Ekki erum við að hjálpa því að "fúnkera" í venjulega samfélagi með því.

Auk þess virðist sem þetta gerist alltaf þegar skólaliðar og kennarar eru ekki á staðnum. Enginn sem getur sannað neitt eða þá að of vægt er tekið á barninu, bara góðlátleg áminning, því það má ekki vera of vondur.  Þessi væga refsing leiðir síðan til þess að barnið sér enga ástæðu til þess að láta af ódæðisverkum í framtíðinni.

Ég held stundum að það meigi jafnvel leifa bara börnunum að refsa þeim sem gera á hlut þeirra sjálf, með því að gera til baka. En nú veit ég ekki hversu kristið það er. Það er bara of sárt að vera foreldri og þurfa að horfa á barnið sitt þjást án þess að geta gert neitt. Það er næstum eins og að maður sé að hjálpa óþægu börnunum að gera ódæðin sín auðveldari með því að ala börnin sín upp við það að ekki meigi berja til baka..... Dæs!

Vona bara að skólarnir séu farnir að taka þessu fastari tökum í dag heldur en þeir gerðu fyrir 5 árum síðan.

Bryndís Böðvarsdóttir, 4.10.2007 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband