Frétt um ofbeldi gegn Kristnum í Irak!

 

Írak: Kristnir sæta ofbeldi...

Kaþólskur lögreglumaður myrtur, heimili  Chaldean samfélags sprengd.

Istanbúl, 27 Júní (compass Direct News)  Þegar mannræningjar slepptu 8 kristnum einstaklingum úr haldi sem voru úr bænum Oaraqosh var einn maður sem fann til sorgar á meðan hann samgladdist þeim sem voru frjálsir á ný.

10 dögum áður hafði mágur hans Fouad Aslim ekki verið svo heppin þegar herinn í Baghdad drap hann  á leið í vinnu hjá lögreglustöðinni í Razaliyah.

Þetta var sakir trúar hans, sagði mágur hans sem er kaþólskur maður frá Sýrlandi og vildi ekki vera nafngreindur.  Ástæðan fyrir því að hann var myrtur var sú að hann vildi ekki snúa til Íslams trúar, þegar hann neitaði var hann myrtur.

Salim sem var 32 ára, giftur og tveggja barna faðir, börnin hans eru 5 ára gamall sonur og 2 ára gömul dóttir..

Eins og margir þeirra 50.000 Íraka sem verða heimilislausir vegna stríðsins mánaðarlega, samkvæmt SÞ. Flúðu Salim og fjölskilda hans til  ættingja sem búa í bænum Qaraqosh, sem er 30 km frá Mosul.

Hinsvegar hefur það færst í aukanna að ræna og myrða þá sem er kristinnar trúar og búa nálægt og inn í Mosúl.  Það er svo margt sem spilar inn í það að búa í norður hluta Írak sem er ekki ákjósanlegur. Kostnaður við mannsæmandi lífsgæði farið fram úr öllu hófi og með ofbeldinu er fólk orðið langþreytt á þessu streði.  Þó eru það minningarnar sem eru erfiðastar að umbera, minningar sem hver einasti flóttamaður frá Suður Írak ber innra með sér.

Ég ætla ekki að búa í Írak , vegna þess að þetta er land dauðans "sagði eiginkona Salims við ættingja sína þegar hún kom til Qaraqosh(15 km frá Mosul).

Fjölskilda Salims trúir því að hann hafi verið myrtur af Shíja öfgahópi sem er innan lögreglunnar.  Áður enn hann dó, hafði hann sagt fjölskildu sinni að hann væri að fá hótanir þess efnis að hann mundi deyja ef hann mundi ekki játast  Íslam og afneita sinni Kristnu trú..

Salim trúði því að hótanirnar kæmu frá vinnufélögum sem væru Íslamistar..

Flótti undan sprengjum

Salims´s saga er ein af mörgum í auknum tilfellum þar sem ofbeldi gegn Kristnum þegnum í Baghdad á síðustu misserum.

Í einum af hverfum  Baghdads sem áður bjuggu 50 Kristnir einstaklingar hafa síðust tveir núna flúið heimilin sín eftir að bíllinn þeirra var sprengdur fyrir tveim vikum síðan.

Hjón á miðjum aldri frá Hai Al-Jamiyah héraðinu sagði fréttamanni frá Compass að þau hafi verið neydd til þess að hverfa frá heimili sínum af öfga mönnum, fötin sem þau báru á baki sér voru það eina sem þeim var leyft að taka með sér.  Sprengja var sprengt við bíl þeirra og fólk sem býr í hverfinu sagði þeim að forða sér.

Hjónin sögðu þó þessir öfgamenn hefðu ekki neitt þau til þess að borga jizya vissu[LRE1]  þau að líf þeirra var í hættu, enda var bíll þeirra sprengdur og vopnaðir hermenn neyddu þau út af heimili sínu.

Írönsk Kristilega vefsíða  Ankawa.com sagði þann 17 júní að öfga hermenn (militants) í Baghdad ´s Amariyah svæðinu hafi sprengd sprengju í garði hjá kristni fjölskildu og neitt þau burtu. (frekari staðfesting á frásögn hjónanna.)

Þann 20 júní er hafti eftir sömu vefsíðu að fjórar aðrar fjölskyldur hafi verið neyddar til þess að flýja heimili sín vegna hótanna frá öfgamönnum, þessar hótannir vöru af sama meiði og aðrar hótandir sem kristnir hafa fengið upp á síðkastið.

Dora sem er undir umráði Sunní Múslíma , þetta svæði  er m.a. ósýnleg lína í sandinum á milli þeirra (sunnía) og shía öfgamanna.  Í borginni Doru er nánast engin eftir sem telst til Kristinnar trúar.  Ástæðan  ku vera frá sú að í lok Mars og byrjun Apríl var Kristnum einstaklingum sagt að þeir þyrftu að snúa sér til trúar á Íslam eða borga Jizya[1]. Þessir íbúar höfðu í raun ekki um neitt annað að velja nema að fara frá borginni.

Samkvæmt upplýsingum frá U.s. LT. Gen. Raymond Odierno og The Associated press þann 16 Júní þá er ástandið mjög slæmt  og u.þ.b. 30% borgarinnar "Dora"  og svæðum í kring er ófremdar ástand, og að herinn væri að reyna ná tökum á ofbeldinu og endurtaka  höfuðborgina á ný með því m.a. að vera meira sjáanlegir

Öldungurinn  Emmanuel III Delly í Chaldean kirkjunni mótmælti harðlega her BNA manna í maí eftir að þeir  hernumdu kirkjuna,  og háskólann í Dora í Apríl síðast liðin. Sumir leiðtogar kirkjunnar höfðu þó það á orði að vera her BNA mundi vernda kirkjuna og skólasvæðið gegn skemmdarverkum.  Byggingarnar höfðu verið tómar síðan starfólkið hafði komið upp kennslu aðstöðu í bænum Ankawa vegna öryggis ástæðna.

Ofbeldið í Írak hefur ollið því að  aldrei sem áður hefur eins mikil fjöldi fólks flúið svæðið, talað er um að rúmlega 2.2 milljónir Írakar búa núna utan Íraq´s og að 2 milljónir til viðbótar séu heimilislausir innan landsins samkvæmt upplýsingum frá High Commissioner for Refugess innan Sþ (UNHCR).

Tölurnar sem UNHCR hefur gefið upp frá Sýrlandi og Jórdan á síðasta ári, að prósentu hlutfall þeirra flóttamanna sé hæðst meðal Kristinna. Þessar tölur eru skelfilegar þegar á það er litið  að ekki eru nema 3% Írönsku þjóðarinnar kristinnar trúar.

Haft er eftir Benidikti Páfa, eftir að hann hafði beðið umheiminn að taka vel á móti flóttamönnum (21 Júní) . Að Kristnar fjölskyldur og samfélög sérstaklega í Írak finna fyrir auknu óöryggi, ofbeldi og finnast þau vera yfirgefin.

Mágur Salim´s sagði í viðtali við Compass frá Qaragohs að fjöldi flóttamanna hefur aukist vegna ofbeldis og hótanna. Hann sagði m.a. þetta " það er kominn tími til þess að umheimurinn fari að taka eftir hvernig er komið fyrir kristnum í Írak.

 

Íslamistar halda áfram að hrekja kristna frá  Mosul smellið hér.

[1] Vantrúar skattur til þeirra sem neita að skipta um trú yfir til Íslam.

 [LRE1]Sjá skýringu hér beint fyrir ofan.

Grein er birt og þýdd með góðfúslegu leyfi Compas Direct News


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Þakka þér fyrir Skúli, ég lagði mikla vinnu við að þýða þetta án þess að breyta frá upprunalegri frétt.  Ég held að mér hafi tekist það nokkuð vel.

Linda, 6.7.2007 kl. 20:53

2 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Þarna virðist sem verið sé að tala um kristna sem eru ekki aðfluttir heldur hafa ætið búið þarna. Mér finnst þetta skelfilegt og vera mikið fyrirbænarefni. Ég vona að Vesturheimur taki vel á móti þeim.

Bryndís Böðvarsdóttir, 6.7.2007 kl. 20:54

3 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Mér finnst svo mikil blessun yfir öllu sem þú skrifar. Þú ert greinilega með hjartað á réttum stað. = Hjá náunganum.

Bryndís Böðvarsdóttir, 6.7.2007 kl. 21:02

4 Smámynd: Linda

já þetta er Írakar sem eiga ættir sínar að rekja þarna eins og hver annar múslimi, þess má geta að efst í grein minni er hægt að smella á hlekk sem útskýrir þetta (Chaldean) kristna samfélag, sögulega og félagslega.

Linda, 6.7.2007 kl. 21:02

5 Smámynd: Linda

Var að svara fyrsta kommentinu þínu meðan þú skrifaðir það seinna.  Ég vildi þakka  þér fyrir þá fallegu athugasemd, hún veitir mér ómældan styrk til þess að halda áfram

Linda, 6.7.2007 kl. 21:04

6 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það sem þú ert að vinna góða vinnu Linda! Er ekki kominn tími til að þú sendir greinar í blöðin?

Guð blessi þig og gefi þér styrk og frið í Jesú nafni kæra bloggvinkona

Guðrún Sæmundsdóttir, 6.7.2007 kl. 22:21

7 Smámynd: Linda

Þakka þér fyrir Guðrún mín þú liftir mér upp með orðum þínum.  Knús til þín.

Linda, 6.7.2007 kl. 22:49

8 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Frábær samantekt Linda, hafðu þökk fyrir og Guð blessi þig.

Kristinn Ásgrímsson, 6.7.2007 kl. 22:52

9 Smámynd: Linda

Já þetta er sorglegt og því miður fer ástandinu ekki batnandi, ég veit í raun ekki ástæðuna almennilega fyrir þeirri þögn sem ríkir yfir ofbeldinu og morðum á kristnum einstaklingum í heiminum í dag, svo ég tek mig til og reyna að láta vita af þessu.  Ég þakka þér Kristinn og Þér Gunnar Friðrik fyrir áhugann ykkar og athugasemdir.

Linda, 7.7.2007 kl. 01:13

10 Smámynd: Linda

Vá ég þakka þér fyrir hrósið og Guðrúnu líka. Ég mun halda áfram að þýða greinar, það tekur stundum tíma á fá leyfi fyrir fullri þýðingu, enn maður verður bara þolimóður.  BTW það er ekkert að afsaka.  Góða helgi.

Linda, 7.7.2007 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband