Boðorðin 10

Ég er Drottinn, Guð þinn, þú skalt ekki aðra guði hafa.
Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma.
Halda skaltu hvíldardaginn heilagan.
Heiðra skaltu föður þinn og móður.
Þú skalt ekki mann deyða.
Þú skalt ekki drýgja hór.
Þú skalt ekki stela.
Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
Þú skalt ekki girnast hús náungan þíns.
Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þjón, þernu, fénáð né nokkuð það sem náungi þinn á

Hvað er langt síðan að við höfum íhugað Boðorðin. Ef maður tekur hvert boðorð fyrir sig, skrifar það niður og spyr svo hvað hef ég brotið mörg? Ef þið eruð eins og flestir ef ekki allir þá hafið þið brotið þessi boðorð, ég veit að ég er sek um slíkt.

Sumir ku anda léttar og segja ég hef ekki deytt mann, enn spurðu þá sjálfa/n þig af því hvort þú hafir hatað, því ritningin er mjög skír ef við hötum þá erum við a fremja morð með hjörtu okkar. Kannski er létt yfir þér af því þú hefur ekki drýgt hór?Enn hefur þú haldið fram hjá, hefur þú girnst konu eða mann í huganum o.s.fv  þá hefur þú drýgt hór. Já það er oft erfitt að horfast í augun við sjálfan sig.

Þegar maður leggur huga sinn á lóðið sem vegur á móti boðorðunum, kemst maður að því að brotin boðorðinn vega þyngra enn þau sem við höfum haldið.  þetta er því miður ekkert grín. 

 Þó eru gleðilega fréttir í þessu öllu saman, Guð vissi að við  værum aum og gætum ekki haldið okkur frá synd. Í Lúk 13:18 segir  m.a. Guð, vertu mér syndugum líknsamur!` Guð skiptir ekki um skoðun, lög hans er óumbreytanleg, Boðorðin 10 eru vilji Guðs fyrir okkar, og á meðan Boðorðin eru ekki skrifuð á hjörtu okkur, þá erum við í frekar slæmum málum.

Jesú kom til þess að veita okkur náð, hann er Guðs miskunnar gjöf til mannanna, vegna ófullkomleika okkar, og hans (Guðs)þrá að vera með okkur sendi hann son sinn til þess að við mundum öðlast eilíft líf, athugið vegna Náðar Guðs ertu hólpin, Boðorðin eru enn til staðar og þjóna enn sama tilgangi og þau gerðu í byrjun, þau eru mælikvarði siðferðis okkar sem trúa, við verðum að muna að syndga ekki upp á náðina.

Margir eru þeirra skoðunar að Jesú hafi gert gamla sáttmálan að engu! Þetta er algrangt því hannBoðorðin 10 sagði í Mattheusi 5:17-20 ".

Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla.
18
Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram.
19
Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki.
20
Ég segi yður: Ef réttlæti yðar ber ekki af réttlæti fræðimanna og farísea, komist þér aldrei í himnaríki. "

Í gamla daga var ekki óalgengt að sjá Boðorðin 10 upp á vegg í hýbýlum manna, kannski er komin tími til að maður setji þessi boð aftur á virðingarstall á heimilum okkar, þau eru gott veganesti og þörf áminning til okkar að halda okkur á hinum þrönga vegi sem Jesú boðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Amen Alltaf þörf á þessum boðskap!

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.5.2007 kl. 17:38

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Glæsilegt innlegg og þörf áminning. Guð blessi þig Linda!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.5.2007 kl. 17:55

3 Smámynd: Linda

Guð á dýrðina.  Mikið rétt Skúli, enn hann afmáði samt ekki lögmálið hann afmáði mannasetningar lögmálsins, nota bene að það mætti gríta fólk og m.a auga fyrir auga tönn fyrir tönn.

Knús til ykkar allra.

Linda, 13.5.2007 kl. 18:01

4 Smámynd: Mofi

Jesú vildi auðvitað veita konunni fyrirgefningu því hún leitaði til Hans. Allir sem leita til Jesú til að fá fyrirgefningu munu fá hana en eins og Jesú sagði "ef þér gjörið ekki iðrun, munuð þér allir farast eins". Aðeins þeir sem skilja að þeir hafa brotið boðorðin og iðrast þess hafa ástæða til að biðja um fyrirgefningu og aðeins þeir sem gera það geta öðlast eilíft líf.

Takk fyrir gott innlegg Linda :)

Eitt samt, þetta eru ekki boðorðin eins og þau eru í Biblíunni og eins og þú sagðir sjálf þá eru boðorðin óbreytanleg svo endilega notaðu boðorðin eins og Guð setti þau fram ( 2. Mósebók 20 ).  Ekki nota breyttu útgáfuna sem miðalda kirkjan bjó til af því að boðorðin sem Guð setti fram hentuðu henni ekki.

Mofi, 13.5.2007 kl. 23:12

5 Smámynd: Linda

Takk fyrir innlitið Mofi, ég met það mikils.  Boðorðin sem ég er með hér eru beint af ef ég man rétt síðu kirkju.net (með fyrirvara) þetta er eins og ég lærði þau, og því er ég sátt við þau.  Ætla nú samt að kíkja á 2 Mósebók 20 og sjá hvað mætti betur fara með túlkun boðorðanna.

Linda, 14.5.2007 kl. 00:53

6 Smámynd: Mofi

Það sem er breytt í þessari útgáfu er að þarna er sleppt boðorðinu um að búa sér til skurðgoð og hvíldardagsboðorðið breytt þannig að það tilgreini ekki að það er sjöundi dagurinn sem á að tilbiðja á.

Kv,
Mofi

Mofi, 14.5.2007 kl. 09:57

7 Smámynd: Linda

Mofi, boðorinu um skurðgoð er ekki slept það tilheyrir fyrsta boðorðinu sem segir m..a þú skalt enga aðra Guði hafa.

Til að svara þér með hvíldardaginn þá ætla ég að láta Jesú og hans orð svara þér: Markúsarguðspjall 2. 24-28

Farísearnir sögðu þá við hann: ,,Lít á, hví gjöra þeir það, sem er ekki leyfilegt á hvíldardegi?`` 25 Hann svaraði þeim: ,,Hafið þér aldrei lesið, hvað Davíð gjörði, er honum lá á, þegar hann hungraði og menn hans? 26 Hann fór inn í Guðs hús, þegar Abíatar var æðsti prestur, og át skoðunarbrauðin, en þau má enginn eta nema prestarnir, og gaf líka mönnum sínum.`` 27 Og hann sagði við þá: ,,Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins. 28 Því er Mannssonurinn einnig herra hvíldardagsins.`það er rétt að við eigum að taka okkur hvíldar dag, en eins og Jesú bendir á þá er dagurinn fyrir manninn.  Enn hvíldardagurinn getur verið á hvað degi sem er.  Því Jesú er í hvaða deigi sem er.Takk aftur fyrir innlitið.`

Linda, 14.5.2007 kl. 14:52

8 Smámynd: Mofi

Lina, boðorðið sem fjallar um skurðgoð er greinilega sleppt, þess vegna er síðasta boðorðinu skipt í tvennt til þess að halda þeim áfram tíu. Ef Guð velur að taka þetta sérstaklega fram þá er auðvitað gífurleg móðgun að leiðrétta Hann.

Varðandi hvíldardaginn. Jesú braut auðvitað ekki hvíldardaginn, Hann braut hvað faríseijarnir vildu láta þetta boðorð þýða. Eina sem boðorðið segir er að halda daginn heilagann, tilgreinir ekki hvað má og hvað má ekki nema bara maður á ekki að vinna.  Þegar síðan Kristur segist vera herra hvíldardagsins þá er Hann aðalega að segja að þetta er Hans dagur; dagur bæna(Póstulasagan 16:13), dagur til að koma saman í húsi Guðs(3. Mósebók 23), dagur lækninga (Matteus 12)

Jesaja 58:13.
Ef þú varast að vanhelga hvíldardaginn, varast að gegna störfum þínum á helgum degi mínum, ef þú kallar hvíldardaginn feginsdag, hinn helga dag Drottins heiðursdag og virðir hann svo, að þú framkvæmir ekki fyrirætlanir þínar, annast ekki störf þín né talar hégómaorð,
14. þá munt þú gleðjast yfir Drottni...

Mofi, 14.5.2007 kl. 17:31

9 Smámynd: Linda

Mofi ég veit að þú er aðventisti og ég er það ekki, það þýðir ekki að þræta við mig um um hvíldardaginn, ég tek því sem Jesú sagði, hann kom ekki til að afmá lögmálið heldur uppfilla það, hann fjarlægði mannasetningar úr því.  

skurðgoð eru hjáguðir notabeni því aðrir enn hinn eini sanni Guð. Því er þetta hluti af boðorðinu "þú skalt ekki aðra Guði hafa"

Enn og aftur Mofi, takk fyrir innlitið. Og Guð blessi þig.

Linda, 14.5.2007 kl. 18:20

10 Smámynd: Mofi

Linda, þannig að þér finnst allt í lagi að breyta því sem Guð skrifaði sjálfur niður?  Ég myndi segja að skurðgoðadýrkun væri einnig þegar maður setur sjálfan sig fyrir ofan Guð með því að hafna því Hann segir og fylgja frekar því sem hentar manni sjálfum.  

Ef þú tekur því sem Jesú sagði þá einmitt er Hann sá sem bjó til hvíldardaginn og hélt hann og varaði okkur við að fylgja mannasetningum: "Markúsarguðspjall 7:7. Til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna þá lærdóma, sem eru mannasetningar einar.  8. Þér hafnið boðum Guðs, en haldið erfikenning manna."  Þegar Jesú uppfyllti lögmálið þá eins og þú sagðir sjálf þá þýðir það ekki að núna megum við brjóta lögmálið. Núna má ekki stela og ljúga af því að Jesú uppfyllti lögmálið er það nokkuð?   Það ætti ekki að vera einhver þræta um hvíldardaginn, hvílík sorgleg staða að það ætti sér stað. Að kristinn einstaklingur væri að reyna að finna leið til að hlíða ekki boðorðunum tíu.  Hvíldardagurinn er hluti af boðorðunum tíu; Jesú hélt hann, lærisveinar Hans héldu hann og hver sá sem er sekur um að brjóta eitt af boðorðunum er sekur um að brjóta þau öll ( Jakobsbréf 2:10).

Svo afhverju ætti einhver kristinn að velja að brjóta þetta boðorð þegar í rauninni er engin ástæða til þess?  Nema þá kannski af því að það hentar viðkomandi ekki og þá er auðveldara að fylgja kenningum manna en orði Guðs...

Mofi, 14.5.2007 kl. 20:12

11 Smámynd: Linda

Mofi,þú ert að snúa út úr. Þú færð mig ekki til þess að gera lítið úr því sem Kristur boðaði, "þú veist Guð á jörðu fæddur til þess að uppfilla sáttmálann."

Linda, 14.5.2007 kl. 20:32

12 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

hæ elskurnar mínar ég blátt áfram elska kristnar rökræður minn skilningur er sá að Guð hafi blessað laugardaginn á sérstakan hátt, enda er hann uppáhaldsdagur flestra. Ég held að ef við myndum halda hann sem hvíldardag myndi okkur líða betur líkamlega og andlega, svo ég  vil meina að þessi hvíldardagur sé fyrir manninn honum til góða, einsog öll boðorðin eru, að halda boðorðin eru til blessunar en á ekki að vera ánauðarok.   Ég hef ekki haldið hvíldardagsboðið en er að velta því fyrir mér. Einnig er athyglivert að lesa um  lög Guðs í Mósebókunum sem voru fyrst og fremst gyðingum til góða, einsog gera ekki þarfir sínar í tjaldbúðunum og bera allan ránsfeng yfir eld, og þvo sér um hendurnar fyrir mat, þetta eru hrein og klár sóttvarnarboð. einnig athyglisvert þetta með skelfiskinn, það deyja töluvert margir á ári hverju vegna bráðaofnæmis eða eitrunar eftir að hafa borðað skelfisk. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 14.5.2007 kl. 21:11

13 Smámynd: Mofi

Linda, ég er ekki alveg að skilja. Afhverju finnst þér ég vera að reyna að gera lítið úr því sem Kristur boðaði? Sagðir þú ekki einmitt að Kristur kom til að uppfylla og þegar maður les áfram þar sem Jesú talar um að uppfylla þá segir Hann "Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu".  Afhverju ætti núna eftir að Jesú er búinn að borga gjaldið fyrir okkur vegna þess að við brutum lögmálið, að við mættum þá brjóta lögmálið? Afhverju er það þannig að þú setur lögmálið fram sem eitthvað óbreytanlegt og gott en þegar ég bendi á að þú sjálf setur það fram í breyttri mynd þá allt í einu koma bara afsakanir?

Hæ Guðrún.  Já, hjartanlega sammála, gaman að rökræða hluti Guðs :)    Það er engin spurning í mínum huga að kristið samfélag er að verða af mikilli blessun vegna þess að það hunsar hvíldardaginn. Ef það er eitthvað sem sem vantar í okkar þjóðfélag þá er það hvíld og heilagleiki.

Mofi, 14.5.2007 kl. 23:05

14 Smámynd: Linda

Postularnir sjálfir hittust á Sunnudögum eftir að Jesú reis upp frá dauðum. Þeir vissu að lögmálið væri fullkomnað.  Eins og Jesú sagði Hvíldardagurinn er fyrir manninn ekki maðurinn fyrir hvíldardaginn. Sem þýðir að maðurinn getur tekið sér hvaða dag sem er til þess að tilbiðja Guð og hvílast. Þetta vissu postularnir.

Linda, 14.5.2007 kl. 23:14

15 Smámynd: Mofi

Linda, póstularnir hittust líka á miðvikudögum, það hefur enga þýðingu.  Kröfum lögmálsins var fullnægt sem var dauði Krist, synd er lögmálsbrot ( 1. Jóhannesarbréf 3:4) Að halda að núna má brjóta lögmálið er algjörlega í andstöðu við alla Biblíuna enda myndirðu vonandi aldrei segja að núna má stela og ljúga og myrða. Eina ástæðan fyrir þessum afsökunum er vegna þess að þér hentar ekki að fylgja þessu boðorði.

Lærisveinarnir sannarlega héldu hvíldardaginn heilagann, taktu eftir hvað Lúkas segir mörgum áratugum eftir krossfestinguna.

Lúkasarguðspjall 23:56. Þær sneru aftur og bjuggu ilmjurtir og smyrsl. Hvíldardaginn héldu þær kyrru fyrir samkvæmt boðorðinu.

Síðan í póstulasögunni þá komumst við að því að þeir héldu hvíldardaginn.

Postulasagan 13:42. Þegar þeir gengu út, báðu menn um, að mál þetta yrði rætt við þá aftur næsta hvíldardag.  43. Og er samkomunni var slitið, fylgdu margir Gyðingar og guðræknir menn, sem tekið höfðu trú Gyðinga, þeim Páli og Barnabasi. En þeir töluðu við þá og brýndu fyrir þeim að halda sér fast við náð Guðs.
44. Næsta hvíldardag komu nálega allir bæjarmenn saman til að heyra orð Drottins.


Taktu eftir því að þetta gerist mörgum áratugum eftir krossinn og þeir nota ekki tækifærið að tala við mennina á sunnudaginn, daginn eftir heldur þurftu menn að bíða til næsta hvíldardags.

Þú sjálf sagðir að það að lögmálið sé fullkomnað þýðir ekki að maður má núna brjóta það, svo afhverju þegar kemur að þessu boðorði þá allt í einu má brjóta það?

Mofi, 15.5.2007 kl. 11:01

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mofi, þú vitnar hér og þar og ítrekar að það eigi að halda hvíldardaginn heilagann. Sem er gott og gilt, ég hef ekki séð Lindu hvorki í geininni né svörum hennar að við ættum ekki að halda hann heilagan!

Málið snýst meira um á hvaða degi á að halda uppá hvíldardaginn. Ég er ekki alveg með það á hreinu en ég veit að samkvæmt kristinni hefð var sunnudagurinn fyrir valinu. Það eru til góðar og gildar ástæður fyrir því. Eins og þú veist sjálfur eru kristnir og aðventistar á öndverðu meiði í þessari skoðun, og sé ekki alveg tilgang þinn með að sannfæra okkur um annað.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.5.2007 kl. 12:47

17 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já í frumkristni, þegar Kristnir reyndu meira að aðgreina sig frá Gyðingum (líklega eftir eyðingu musterisins u 70 e.k), Þá er eins og Kristnir líti á sig meira sem Kristna fremur en bara sem Gyðinga er fundið höfðu messías sem Spádómsriti Gyðinga spáðu fyrir um. Það verður einskonar uppgjör við gyðingdóminn, líklega sakir ansdpyrnu Gyðinga gegn Kristnum og síðan vegna ofsóknar á hendur Gyðingum eftir uppreisn þeirra um 70 e.k.

Kristnir vildu auðvitað ekki kenna sig við annað en frið og kærleika, en Gyðingar þeir sem ekki enn voru orðnir kristnir, völdu hinsvegar blóðuga uppreisn gegn Róm. 

Ég man ekki hvort það var fyrr eða um þetta leiti sem Kristnir fara að hittast á Drottins degi = Sunnudegi. Þeim degi sem Kristur átti að hafa risið. Finna má heimildir um þetta í skrifum Justins Martyr (Jústiníus píslarvottur) frá c.a. 100-150 e.k. og í Didache frá c.a. 100-150 e.k. Þeir vildu aðgreina sig frá Gyðingum sem hittust á Sabbath = Laugardegi.

Hinsvegar finnst mér þetta ekki skipta megin máli í dag. Því hvíldardagurinn er fyrir okkur en ekki við vegna hans (sbr tilvitnun Lindu hér að ofan). Hinsvegar er mikilvægt fyrir samfélög að hafa samræmi í þessu fyrir sína safnaðarmeðlimi, en Aðventistar eru ekki innan þjóðkirjkunnar og ráða þessu því sjálfir.

Mér finnst hinsvegar óþarfi að gera lítið úr sunnudagshelgidegi okkar þjókirkjumanna. Hann á fyrir sér langa sögu allt frá fyrstu öldum kristninnar (frum- eða jafnvel fornkristninnar), en ekki frá miðöldum eins og haldið var fram hér að ofan.

Bryndís Böðvarsdóttir, 15.5.2007 kl. 14:02

18 Smámynd: Mofi

Guðsteinn, ég vitna einmitt í Biblíuna um að kristnir eiga að halda hvíldardaginn heilagann og meðan svörin eru afsakanir þá skil ég ekki betur en við ættum ekki að halda hann heilagann.

Það er ekkert hægt að halda boðorðið á einhverjum öðrum degi, boðorðið skilgreinir hvaða dagur það er.  Ef við ætlum að vita betur en Guð og óhlíðnast þá er það óhlíðni og það á bara kalla það sínu rétta nafni.  Eru til góðar ástæður til að ljúga, stela eða tilbiðja skurðgoð?  Minn tilgangurinn er auðvitað sá að fá kristið fólk til að hætta að viljandi brjóta boðorðin tíu og setja sjálft sig ofar Guði með því að breyta Hans lögum.

Matteusarguðspjall 15:9 Til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna þá lærdóma, sem eru mannasetningar einar.

Tilbeiðsla á sunnudegi er sannarlega mannasetning og væri forvitnilegt að skoða sunnudags tilbeiðslu í sögulegu samhengi því þetta var dagurinn sem var notaður til að tilbiðja sólina og alls konar guði og var Guði mikil andstygð.

Mofi, 15.5.2007 kl. 14:04

19 Smámynd: Mofi

Bænamær, það er rétt að smá saman þá byrjuðu menn að færa helgi haldið frá sjöundadeginum yfir á hinn fyrsta en spurningin er hvort þeir höfðu einhvern rétt til þess.  Ef menn(kristnir) meiga breyta þessu boðorði af hverju mega þeir þá ekki breyta hinum boðorðunum líka?  Ef páfinn eða Karl biskup myndi nú ákveða að drýgja hór væri í lagi og myndi gefa út enn aðra útgáfu af boðorðunum tíu þar sem væri aftur búið að skipta einhverjum boðorðum í tvennt til að halda í töluna. Væri það í lagi?

Ég reyni að halda boðorðin af því að þau eru lög Guðs skrifuð af Guði sjálfum, það eina sem Guð sjálfur skrifaði.  Svo ég hef enga ástæðu til að brjóta þau, sérstaklega það boðorð sem á að vera okkur til blessunar.  Hérna aftur á móti hafa sumir ástæðu til að brjóta það og það er vegna kirkjuhefðar og þeirra val er milli kirkjuhefðar og Orð Guðs. Spurningin er hver er það sem ræður og sá sem ræður er í rauninni sá sem er þinn guð.

Mofi, 15.5.2007 kl. 16:24

20 Smámynd: Linda

Bryndís og Guðsteinn þakka ykkur innilitið og svörin ykkar.  Mofi þú neitar að jafnvel íhuga að Sunnudags hvíladagurinn sé réttlátur í samhengi biblíunnar, það er þinn réttur.  Ég skil alveg hvað þú átti við með Laugardeginum og það er þinn réttur aðventista og gyðinga að halda þeim deigi sem hvíldardeigi áfram ekki ætla ég að gera lítið úr því.  Enn kristnir söfnuðir út um allan heim halda hvíldardag heilagan það er bara ekki laugardagur,  Við heyrðum upprisuna með þessum deigi. Í ég ætla láta ritninguna vera mitt lokasvar varðandi þetta mál.

Markúsarguðspjalli 12.

Þá kom til hans fræðimaður einn. Hann hafði hlýtt á orðaskipti þeirra og fann, að Jesús hafði svarað þeim vel. Hann spurði: ,,Hvert er æðst allra boðorða?`` 29 Jesús svaraði: ,,Æðst er þetta: ,Heyr, Ísrael! Drottinn, Guð vor, hann einn er Drottinn. 30 Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum.` 31 Annað er þetta: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.` Ekkert boðorð annað er þessum meira.`` 32 Fræðimaðurinn sagði þá við hann: ,,Rétt er það, meistari, satt sagðir þú, að einn er hann og enginn er annar en hann. 33 Og að elska hann af öllu hjarta, öllum skilningi og öllum mætti og elska náungann eins og sjálfan sig, það er öllum brennifórnum og sláturfórnum meira.``

Heldur þú að ljósi þessa svars að hann mundi útiloka heilan hóps kristinna manna frá náð og frelsun vegna þess að það gerir eins og postularnir gerðu, hvílist á Sunnudeigi og fari á samkomur á þeim deigi.

Linda, 15.5.2007 kl. 16:26

21 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Þið eruð öll frábær! og hvíldardagurinn er fyrir okkur gerður, og kristið fólk verður aldrei sammála um þetta mál og er það bara ekki allt í lagi?  komið inná mína síðu mig vantar ykkur þar

Guðrún Sæmundsdóttir, 15.5.2007 kl. 16:34

22 Smámynd: Mofi

Linda, ég neita alls ekki að íhuga hvort að hvíldardagur á sunnudegi geti verið í lagi. Búinn að gera það margoft og alveg til í að gera það aftur.  Það er ekkert að halda fram að hvíldardagurinn er sjöundi dagurinn, þannig stendur það í boðorðunum og eins og þú sagðir sjálf þá eru þau óbreytanleg. Ef þú mátt breyta þessu boðorði af því það hentar þér, afhverju máttu þá ekki breyta hinum?

Jesú talaði einmitt um að elska Drottinn Guð þinn af öllu hjarta og hvernig vitum við að við elskum Guð?  Jóhannesarguðspjall 14:15. Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín.  Við eigum að halda boðorðin af því að við elskum Guð og þetta er það boðorð sem fjallar um tilbeiðslu og hver það er sem við tilbiðjum.  Auðvitað mun Jesú ekki hafna þeim sem halda sunnudaginn heilagann samkvæmt þeirra samvisku. En stór en, gífurlega stórt en; Hann mun hafna þeim sem öðlast vitneskju um hvað er rétt en hafna henni af því sú vitneskja hentar þeim ekki. 

Hebreabréfið 10:26. Því að ef vér syndgum af ásettu ráði, eftir að vér höfum öðlast þekkingu sannleikans, þá er úr því enga fórn að fá fyrir syndirnar, 27. heldur er það óttaleg bið eftir dómi og grimmilegur eldur, sem eyða mun andstæðingum Guðs.

Ekki vil ég standa frammi fyrir Guði og útskýra fyrir Honum afhverju ég ákvað að fylgja lögum manna og hafna þeim lögum sem Hann sjálfur skrifaði með sínum eigin fingri.

Mofi, 15.5.2007 kl. 16:58

23 Smámynd: Linda

Mofi, Jesú svaraði sjálfur þegar hann var spurður hver eru mikilvægust boðorðanna, eins og ég benti þér á. Hann talar ekki um að það sé 7 dagurinn til hvíldar.  Dregur þú orð hans í efa. Vitanlega ekki.  Ekki breyti ég neinu í orðinu varðandi boðorðin. Ef Jesú sagði sjálfur að hvíldardagurinn sé fyrir manninn enn ekki maðurinn fyrir daginn þá verð ég líka að hlusta á það.  Hann sagði líka að ekki væri það vont sem kæmi inn um muninn sem saurgaði manninn heldur það sem kæmi frá honum þegar fólk talaði um hvað mætti borða eða ekki.  Enn ég ætla ekki að fara í ritningarstríð við þig, ég tel það gjörsamlega óviðeigandi og ekki GUÐI TIL DÝRÐAR.

Linda, 15.5.2007 kl. 17:27

24 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Takk Linda fyrir innleggin á síðuna mína  ég er að fara til Ítalíu á morgun og kem aftur á sunnudag svo að ég næ ekki að blogga á meðan En það er mikill styrkur af ykkur kristnu bloggvinunum Ég þekki vel til aðventista og veit þeir gera mikið úr sabbath en einsog ég og þú erum sammála um þá er hvíldardagurinn gerður fyrir manninn, honum til góðs. Og einsog Bryndís bendir á vilja margir kristnir meina að þar sem Jesús reis upp á Sunnudegi þá beri okkur að heiðra þann dag. ég fyrir mitt leyti les daglega í Orðinu og bið svo oft á dag að ég get ekki talið það. ég er háð nærveru Guðs, og vil ekkert öðruvísi vera! Þannig að einn dagur í viku dygði mér ekki Við skulum átta okkur á því Moli að Jesús er meiri en hvíldardagsboðorðið og þjóðin þarf á því að halda að við kristin höldum friðinn, einsog Páll postuli benti á. Við göngum inní erfiði Jesú og lærisveinanna og allra kristinna manna sem uppi voru á fyrr á öldum. Notum tímann okkar áður en við sofnum, Guði til dýrðar. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 15.5.2007 kl. 19:42

25 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Vildi bara ýtreka þetta og tók því afrit úr litúrgíuglósunum mínum: 

Jústíníus Píslarvottur – Justin Martyr c.a. 130:

Justin bjó i Sýreu og játaðist til kristin 130 e.k. samræður við gyðingin Trypho var ritað í Efesus og hefur að geyma elstu lýsingu á sakramenta máltíðinni sem til er. Lýsir hann þessu í tveimur þáttum: 1. þar sem fylgir skírn og 2. þar sem um hefðbundna sunnudagsþjónustu er að ræða.

Úr riti hans:  Fyrsta trúvörn, kemur eftirfarandi fram:

Við hittumst öll á sunnudegi vegna þess að það er fyrsti dagurinn sem Guð, eftir að hafa breytt myrkrinu í efni, skapaði heiminn og Jesú Kristur frelsari okkar reis upp frá dauðum á sama degi, því hann var krossfestur deginum áður á laugardegi. Á sunnudeginum byrtist hann postulunum og lærisveinum og kenndi þeim þessa hluti sem við höfum nú birt þér.

Bryndís Böðvarsdóttir, 15.5.2007 kl. 23:08

26 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

En ég er sammála Guðrúnu hér að ofan. Dagar eru bara formsatriði. Guð dæmir hjörtun. = Bænin skiptir hér mestu og afstaða okkar gagnvart Guði sjálfum. 

Bryndís Böðvarsdóttir, 15.5.2007 kl. 23:12

27 Smámynd: Mofi

Linda, þegar Jesú svaraði hver væru mikilvægustu boðorðanna þá kemur Hann með samantekt af boðorðunum tíu. Fyrst er að setja Guð í fyrsta sæti og síðan að elska náungann eins og sjálfan þig. Ætti það að breyta boðorðunum tíu?  Ætti það þá að þýða að núna megum við tilbiðja fleiri guði?  Auðvitað ekki.  Það er einmitt að setja Guð í annað sæti með því að fylgja setningum manna frekar en lögmáli Guðs.  Þú persónulega breyttir ekki boðorðunum en þú persónulega velur að fylgja breyttri útgáfu gerða af mönnum.

Það hentaði "kristnu" fólki seinna meir að halda fyrsta dag vikunnar því það var dagurinn sem notaður var til að tilbiðja aðra guði og auðveldaði að fá heiðingja inn í kirkjuna.  Þeir áttu líka erfitt með að henda öllum skurðgoðunum af Zeifi, Apólló og Plútó svo þess vegna var öðru boðorðinu hent.  Í dag eru einmitt til styttur sem voru einu sinni af heiðnum guðum en voru endurskýrðar Pétur og Páll.  Smá saman jókst sunnudags helgin þangað til að það var hreinlega bannað að hvíla sig á sjöundadeginum, ekki beint mjög kristilegt enda var þá lítið eftir af alvöru kristni í kirkjunni.

Þegar Jesú segir að hvíldardagurinn er fyrir manninn, afhverju ætti það að þýða að við þurfum ekki að halda það boðorð?  Það er ekki Guði til dýrðar að breyta Hans lögum eða brjóta Hans lög.

Mofi, 16.5.2007 kl. 10:14

28 Smámynd: Mofi

Guðrún, alveg sammála að Jesú er meira en hvíldardagsboðorðið en málið er að sá sem brýtur eitt af boðorðunum er að brjóta þau öll því sá sem sagði "þú skalt ekki ljúga" sagði líka "þú skalt halda hvíldardaginn heilagann".  Þetta er spurning um hver er þinn Guð, eru það hefðir manna eða er það Guð og Hans lög og þetta eru boðorðin sem Guð treysti engum fyrir og skrifaði þau sjálfur niður. Þau lög sem voru sett í hið allra helgasta og allt helgihald gyðinga snérist um boðorðin og blóð Krists. Þetta er einfaldlega spurning um hlíðni eða óhlíðni. Jóhannesarguðspjall 14:15 Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín

Mofi, 16.5.2007 kl. 10:24

29 Smámynd: Mofi

Bænamær, það er sannarlega gott að skoða söguna til að varpa ljósi á þetta mál.

1. Guð skapar heiminn og blessar sjöundadaginn.
2. Jesú heldur sjöundadaginn allt sitt líf ( Lúkas 4:16 )
3. Páll og heiðingjarnir héldu sjöundadaginn ( Póstulasagan 13:42,44) - sérstaklega athyglisvert að heiðingjunum var ekki boðið að hitta Pál daginn eftir þ.e.a.s. á sunnudaginn.
4. Jósephus - 1.öld: There is not any city of the Grecians, nor any of the Barbarians, nor any nation whatsoever, whither our custom of resting on the seventh day hath not come!"
5. Philo - 1. öld: Declares the seventh day to be a festival, not of this or of that city, but of the universe. M'Clatchie
6. Fyrstu kristnu- 2. öld: The primitive Christians had a great veneration for the Sabbath, and spent the day in devotion and sermons. And it is not to be doubted but they derived this practice from the Apostles themselves, as appears by several scriptures to the purpose." "Dialogues on the Lord's Day," p. 189. London: 1701, By Dr. T.H. Morer

Meira um sögu hvíldardagsins og breytinguna yfir í sunnudag, sjá: http://www.sabbathtruth.com/history/sabbath_history2.asp

Mofi, 16.5.2007 kl. 10:37

30 Smámynd: Mofi

Bænamær: En ég er sammála Guðrúnu hér að ofan. Dagar eru bara formsatriði. Guð dæmir hjörtun. = Bænin skiptir hér mestu og afstaða okkar gagnvart Guði sjálfum. 

Það er alveg rétt að það er hjartað sem skiptir máli en hvað er í því hjarta sem neitar að beygja sig fyrir lögmáli Guðs? Það er ekki mitt að dæma en ég sé stolt og ást á hefðum manna sem er sett ofar lögum Guðs og þá Guði sjálfum.

Mofi, 16.5.2007 kl. 10:39

31 Smámynd: Linda

Aðventistin has spoken ef svo má að orðið koma.  Merkilegt nok að allar Kristnar kirkjur skulu ekki bara gera eins og Ellen G. White boðið, ég þá á ég við þetta.

If you receive Christ as your Savior through the SDA's, only your past sins, up to that moment are forgiven. Now you must get to work to earn your salvation. Ellen G. White said in the Advent Review and Sabbath Herald of 10-26-1897 this statement,

Christ bore our own sins in his body on the tree according to the Bible. 1 Peter 2:24 says, "Who his own self bare our sins in his own body on the tree...". Become a SDA, and it will be Satan who will eventually bear your sins! Ellen G. White wrote,

You really won't be told about Ellen G. White's engaging in necromancy, communication with the dead, expressly forbidden by God in Deuteronomy 18:10-12

"There shall not be found among you anyone...who casts a spell, or a medium, or a spiritist, or one who calls up the dead. For whoever does these things is detestable to the Lord..."

This particular necromancy occurred after the death of her husband James, whom she called "Father". She recounts the experience in a letter to her son published in "The Retirement Years" p. 161 - 163.

She begins her letter by stating that she was seeking God regarding her future,

"A few days since I was pleading with the Lord for light in regard to my duty"...

It is evident she believed this dream was in response to her prayers to God. James (whom she called "Father") appeared beside her as she was in a carriage. She reported he looked "very pale, but calm and composed". (After all, he was dead!)

"...if we subsist largely upon the flesh of dead animals, we shall partake of their nature".

Partake of their nature? This is against God's creation laws of "kind", and Impossible. Also conveniently forgotten is Paul view, "Eat anything that is sold in the meat market, without asking questions for conscience' sake." ( 1 Cor. 10:25). Obviously no vegetarians evident in the early church!

Most of EGW's concerns over diet were in an effort to control what she considered to be an excessive sex drive in the male. She devoted endless pages to discussing "secret vice" (masturbation) and blamed the practice for a wide range of diseases. Here, in "Solemn Appeal" page 12 are a few of the diseases said to be caused by "secret vice"

"...dyspepsia, spinal complaint, headache, epilepsy, impaired eyesight, palpitation of the heart, pain in the side, bleeding at the lungs, spasms of the heart and lungs, diabetes, incontinence of urine, fluor albus or whites, inflammation of the urinary organs... rheumatism, affected perspiration, consumption, asthma, catarrah, polypus of the heart, affection of the bones, fevers, ..etc. etc.

Jesú bendi á komi einhver, hvort það er maður er engill sem boðar annan boðskap enn þennan sem hann(Jesú) hefur boðað hann verður bölvaður.

The end.

Linda, 17.5.2007 kl. 23:40

32 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Fyrirgefðu, það komst smá villa inn í textann hjá mér. Hérna á þetta að koma rétt :

Sæl kæra bloggvinkona. Sá að þú hafðir skrifað um Boðorðin 10. Þau eru illu heilli lituð kaþólsku kirkjunni þar sem annað Boðorðið hefur verið numið ábrott og hnu 10. skipt upp í tvö til þes aðhalda tölunni 10.  Þetta hefur einhverra hluta vegan fengið að standa vitlaust um langa hríð . Minnist þess í krisnifræðitímunum í barnaskólanum þá voru þau kynnt öll rétt.

 

Svona eru þau kynnt í Ritningunni, nánar tiltekið annarri Mósebók, versum 1-18 í 20. kafla :

1 Guð talaði öll þessi orð og sagði:

 
  • 1. 2 ,,Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. 3 Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.
  • 2.4 Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni. 5 Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata, 6 en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín.
  • 3.7 Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma.
  • 4.8 Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. 9 Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, 10 en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna, 11 því að á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn. Fyrir því blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann.
  • 5.12 Heiðra föður þinn og móður þína, svo að þú verðir langlífur í því landi, sem  Drottinn Guð þinn gefur þér.
  • 6.13 Þú skalt ekki morð fremja.
  • 7.14 Þú skalt ekki drýgja hór.
  • 8.15 Þú skalt ekki stela.
  • 9.16 Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
  • 10.17 Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.``
 

18 Allt fólkið heyrði og sá reiðarþrumurnar og eldingarnar og lúðurþytinn og fjallið rjúkandi.

  

Ég var áðan að senda inn svar til KiddaKef vegan umræðu um Hvíldardaginn/Sabbatsdaginn :

 

http://kiddikef.blog.is/blog/kiddikef/entry/275373/#comments

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.8.2007 kl. 04:25

33 Smámynd: Linda

Weird, ég var löngu búin að  loka þessum þræði, og voila svo er hann opin.  Já hér fór ég ekki alveg með rétt mál, því miður.  Boðorðin skal handa og vera rétt sett upp eða samkv. ritningunni.  Maður getur fest ótrúlega illa í mannasetningum.

Knús.

Mofi. Sorry hvað ég var þrjósk.

Linda, 1.8.2007 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband