Þögul íhugun, "þögn og verk getur breytt kringumstæðum"

Jesú og ástin

Meðlimur kirkju einnar ,sem hafði iðulega komið í messur reglulega, hætti allt í einu að mæta. Eftir nokkrar vikur á köldu kvöldi ákvað presturinn að sækja þennan mann heim og athuga líðan hans.  Þegar hann kemur heim til hans tekur hann eftir því að hann er einn og situr fyrir framan logandi arineld. 

Þessi heimsókn kom manninum ekkert á óvart, og bauð hann prestinum sæti í þægilegum stól rétt hjá arninum og beið.

Presturinn kom sér vel fyrir í þægilega stólnum enn sagði ekki eitt aukatekið orð. Í grafarþögninni horfði hann á dansandi logana í arninum og íhugaði það sem hann skildi segja við manninn, eftir nokkra stund, tók presturinn bjartan logandi kolar bita úr eldinum og lagði það vel fyrir framan eldinn þar sem það logaði eitt og sér út af fyrir sig. Eftir þetta settist presturinn aftur í sinn þægilega stól og þagði áfram.  Gestgjafinn hafði fylgst vel með gjörðum prestsins með stökustu ró og íhugun. Eftir einhverja stund, for kolið að kólna, eldur þess hjaðnaði  og ljósið dó, það sem eftir var, var ekkert nema kaldur kola kubbur.

Ekki eitt einasta orð hafði verið talaða mannanna á milli síðan prestinn bar á dyr. Það leið ekki að löngu að presturinn sá að tíminn leið og hann þurfti að fara, hann reis rólega á fætur, teygði sig eftir kalda kola molanum og lagði hann aftur  í miðju bálsins. Um leið fór kolið að glóa, kasta af sér yl og ljósi líkt og hin kolin í kringum það í dansandi eldinum.

Þegar presturinn kom að dyrunum og í þann mund sem hann var að opna dyrnar, sagði gestgjafinn við hann.  " Ég þakka þér innilega fyrir heimsóknina þó sérstaklega eldmessu þína.  Ég mun snúa aftur til kirkju á næsta Sunnudag.

Við búum í heimi í dag, sem reynir að segja of mikið með of litlu,  þetta hefur verið til þess að fáir hlusta.  Ef til vill er það ekki orðaflæðið heldur innihaldið sem skiptir máli.

 

Höfundur er óþekktur.

 

 

þýðandi:lre

 

Rómverja bréf 10:17 svarar spurningunni til hvers að lesa NT þó svo Jesú hafi ekki skrifað stakasta orð þar.

Setti þessa færslu upprunalega hér á bloggið í Apríl 2007, og mér þykir vænt um hana og langar svo að deila henni með ykkur aftur, það er svo mikill boðskapur þarna á ferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Góð grein Linda, það er einmitt innihaldið sem skiptir máli.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.4.2007 kl. 17:11

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Nákvæmlega tala minna og láta verkin tala.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 26.4.2007 kl. 23:31

3 Smámynd: Högni Hilmisson

Ég man eftir heilli pretigun, sem gekk út á þetta . . .  VÁ . . .   þetta snérist bara um það hver Drottinn er í raun.  Orð geta truflað líka.    en ég man eitthvað eftir þessari sögu, hún er frábær. Mjög Gott   . . .Vá . . .

Högni Hilmisson, 27.4.2007 kl. 01:31

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Frábær saga og takk elsku Linda fyrir innlitið í gestabókina mína

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.4.2007 kl. 12:45

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband