ég hef verið klukkuð

þær ágætu vinkonur mínar hér á blogginu Anna og Ruth777 hafa ákveðið að ég taki þátt, og vissulega geri ég það.

8 staðreyndir um mig sem tja eru ekki svo flóknar..oh well here goes.

1.  Ég er dýravinur, á einn hund sem heitir Pipp og eina Kisu sem heitir Snúður, ég hef átt dýr stanslaust frá því ég var 14 ára gömul eða þ.u.b.  Kisan mín fer í göngutúr með mér og Pipp.  Hundurinn sem ég kom með frá BNA fyrir  10 árum dó í Janúar, ég syrgi hann ennCrying þó er ég svo þakklát fyrir að hann hafi verið hlutur af mínu lífi, og tilvera hans varð mér lífsbjörg. Ég þoli ekki að fara frá dýrunum mínum til lengri tíma, veit get bara ekki án þeirra verið.

2.  Hef góðan húmor, get hlegið mig vitlausa af BuD abbott og Costelló Grin og ekki má gleyma Jerry Lewis og Dean Martin þegar þeir voru saman.  Skil ekki þann breska með aula fésið..hehe

3.  Les mikið, hef rosalega gaman af því að fræðast um sögu og menningu, á bók um Maríu drottningu Skotlands sem er æði.  Hef verulega gaman af því að lesa léttmeti eins og oh well, rithhöfundin J.R Ward og Noru Roberts, nú svo Dean Koonts og Sidney Sheldon. Bronte, Hugo, Alcott og fleiri fleiri, þoli ekki Jane Austin veit það er nánst stór synd enn svona er þetta bara. ER núna að lesa bók sem er svo hrifandi að ég bloggaði um hana fyrir 2 eða 3 færslum síðan "The Supernatural Power of the Transformed mind".

4.  Trúuð á Jesú, ekkert flókið mál, Biblían er heillög ritning sem er innblásin af Guði, ég trúi því að Jesú sé rétt ókominn, ég trúi því að það sé ein leið til fóðursins og hún er með trú á Jesú.  Ef ég tryði þessu ekki væri ég að kalla Jesú lygara, ekkert sérstaklega flókið.   Ég útiloka ekki vísindi og fræði, því ef ég gerði það væri ég einfaldlega að gera lítið úr mætti Guðs.  Að fyrirgefa þeim sem gera mér illt er eitthvað sem ég hef lært að gera og biðja fyrir þeim er hluti af ferlinu til betri skilnings og innri friðar.

5.  Elska Bíómyndir, uppáhalds mynd er "Gone with the Wind"  Fyrsta alvöru bók sem ég las þegar ég var 12 ára var bókinn sem þessi mynd er gerð eftir.  Lagði Nancy Drew frá mér eftir það. Nýjasta myndin sem ég mæli eindregið með er "Holiday" æðisleg  tvær aðra sem ég mæli með er Hótel Ruwanda og Shooting Dogs.  Elska Betty Davís þó sérstaklega myndirnar henna Now Voyager og Dark Victory. Vá.

6.  Er Femínisti þegar það hentar hehe sorry ..enn hef ég öðlast frelsi til þess að velja og hafna, ég þakka fyrir það.

7.  Trúi því að Pólitískur Rétttrúnaður sé að gera heiminn verri og mörg mannréttinda brot séu framin í nafni hans.  Ég þoli ekki samsæriskenningar.  Ég trúi því að við eigum að virða hvort annað enn ekki á kostnað mannréttinda og frelsis.  Sannleikur skal ávalt hafður í hávegum þó hann sé óvinsæll.

8.  Ég hef gaman að því að skrifa, ég hef gaman af því að yrkja ljóð, ég hef gaman af því að taka ljósmyndir af dýrunum mínum Sólsetri og blómum.  Ég hef gaman af því að elda á Formann grillinu mínu enda algjör snilld.  Ég á það til að búa til bestu pönnsur í heimi og súkkulaði kakan mín gefur ekkert eftir. mér finnst að maður eigi alltaf að eiga eitthvað með kaffinu handa gestum sem telst óholt og holt gestir verða að geta valið sjálfir. 

Ég Klukka Bænamær, Guðrúnu Sæm, Skúla, Pétur, Guðstein,Báru frænku og Isspiss

P7130157P7120165


Alveg óþarfi að fela sig á bak við orð

pólitísks rétttrúnaðs, þessir "herskáu karlmenn" voru ekkert annað enn múslímar sem eru Íslamsistar, þetta eru hryðjuverkamennog ekkert annað.  Það að konur og  börn dóu er tollurinn í öfgum, enda eru það ekki ófár konur og börn sem deyja í nafni Allah út um heim allan í dag.  Þetta er með öllu óásættanlegt, enn það breytir ekki staðreyndum, Pakistan var að berjast við Íslamista, punktur, og að  reyna skrifa þessa staðreynd öðruvísi svo engin móðgist er ekkert annað enn tilbeiðsla á guði Pr. 

Á meðan við felum okkur á bak við Pr, komum við í veg fyrir að þeir sem saklausir eru verða stimplaðir með sama stimpil og öfga menn....notum orðið ÍSLAMISTAR.

 

 

 


mbl.is Konur og börn meðal látinna í Rauðu moskunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voðlega á fólk eitthvað bágt.

Ætli Ástríkur verði ekki bannaður fyrir að níðast á rómverjum(ítölum) og þeirra sögu.  Svona lagað er bara sorglegt ef þetta væri ekki bara drep fyndið.  Þetta er teiknimyndasaga , erum við öll að verða eins og öfga Íslamistar, banna þetta, banna hitt því það gæti sært einhvern Guð sem stjórnar Pólitískum rétttrúnaði sem stjórnar orðið hugsjón Vesturlandabúa.  Ég ætla út í búð og kaupa Tinna í Kongó og svo einhverja Ástríksbók sem sem er nægilega krassandi til þess að hneyksla einhvern þarna úti.

Myndin hér fyrir er neðan er örugglega rosalega móðgandi fyrir suma.Grin svona eru hvíta liðið teiknað maður fer nú varla að banna allt.

Með því að blogga þessa frétt, hef ég gerst sek um bloggvændi (það sem tengir frétt við bloggið mitt sem hefur ekkert með mitt áhugamál að gera og er í raun bara til að auka lestur á blogginu)?  Nah, þetta er bara svo ógeðslega fyndið.Grin


mbl.is Tinni í Kongó of fordómafullur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Supernatural Power of a Transformed mind.

þeir sem þekkja mig vita að ég les mikið, ætla ekki að tíunda hvernig bækur ég les enn það kemur margt inn á náttborð hjá mér.  Enn, núna ætla ég að skrifa um bók sem er svo gjörsamlega heillandi að það liggur við að maður gráti af hrifningu ok veit smá drama, enn hey, það má af og tilWhistling

Bókin er eftir mann að nafni Bill Johnson hann er forstöðumaður  við söfnuð sem heitir Bethel og er í Redding Ca.  það sem gerir þennan mann eftirtektaverðan og bókina líka er boðskapurinn.  Þvílík upplifun  að lesa þess bók, þá nálgun sem hann hefur á Guði , Jesú og Heilögum Anda er hreint ótrúleg, enn vegna þess sem, aðrir bera honum vitni og vegna þess að hans orð er hægt að dæma út frá ritningunni,   er hér á ferð sjálfsagt ein merkilegast bók um Konungsríkið/Himnaríki og föðurinn og hans vilji fyrir okkar líf.

Hver er vilji Guðs fyrir okkur, Jesú svarar þessu með Faðir vorinu sem segir m.a. verði þinn vilji á jörðu sem á himni að Guðs vilji fyrir okkur sé sá sami og hans vilji fyrir himnaríki er hreint  og beint undursamleg tilhugsun og að við skulum ekki vera fyrir löngu búin að átta okkur á þessu, er sorglegt.  Enn til þess að skilja þetta fyllilega þarf að lesa bókina og ég ætla að lesa hana aftur því lík blessun að hafa upplifað þessa lesningu.

Svona í lokin, við vitum að í NT stendur,  að þeim sem trúa á Jesú og fylgja honum munu undur og stórmerki (kraftaverk)líka fylgja, hér á við postulana og trúaða almennt.  Hver laug að okkur, að þessi undur og stórmerki mundu líða undir lok með síðasta postulanum? Ekki er hægt að finna neitt um það í ritningunni að þetta ætti bara við postulana þetta á við hvern og einn sem er Kristinnar trúar.

Sækjumst í ríkið, sækjum arfinn sem er frá Guði okkar kristilega arf sem var keyptur fyrir okkur á krossinum fyrir 2007 árum síðan.

Ég gef þessari bók 10 stjörnum af 4 mögulegum enda algjört kraftaverk og undur.

Mæli með að þið pantið þessa bók og vinnubókina hjá Nexus þeir eru frábærir og afskaplega liðlegir til að panta fyrir mann. Ekki er löng bið frá pöntun, 2 vikur í mesta lagi.  Bókin fæst ekki á landinu er uppseld. Gætið athugað bókabúð Vegarins áður enn þið pantið.  

Hvar sem þið eruð í trúnni þá mun þessi bók skilja eftir sig meira enn þú getur gert þér von um.  Ég er að fara lesa bókina í annað skipti, því ég er viss um að ég hef misst af einhverju mikilvæguHalo svo bara til þess að vera viss...

Guð blessi ykkur. Knús og gleðistundir.

 

Þó allar athugsemdir séu velkomnar bið ég þá sem er vantrúar að virða það að hér á þessum þræði mun ekki fara fram rökræða um Guð, Jesú og Heilagan Anda. Guð hefur blessað mig persónulega með þessari bók og ég ég mun ekki leyfa neitt sem tekur frá þeirri hrifandi upplifun að koma hér fram.  The supernatural power of a transformed mind hjá Amazon.

 

 


Blessuð sé minning þeirra

og allra sem hafa orðið ofbeldi að bráð.  Því hvert einasta mansbarn sem fellur er eitt mansbarn of mikið. 
mbl.is 465 manns jarðsettir í Srebrenica
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breskur mullah talar!

að vantrúarmenn (þeir sem eru ekki Íslams trúar) séu ekkert annað enn bardagamenn(combatants) og því réttdræpir í augum Íslams. Auk þess talar hann um hvernig hann mun ávalt styðja Múslíma óháð því hvort þeir séu gjörendur í hryðjuverkum eða ekki. Þar að auki segir hann að þegar þeir (Múslímar)tala um saklaust fólk þá eru þeir að tala um aðra Múslíma.  

Endilega skoðið þetta stutta viðtal með því að smella hér.

 

 


Tyrkir og Öryggisráðið? Kíkjum aðeins dýpra...

Tyrkland er án efa merkilegt land sem á sér merkilega sögu.  Þar m.a. var mikil Kristin menning og margar fallegar kirkjur byggðar sem nú er margar hverjar vanræktar og tómar, sjáið til, á síðustu áratugum hefur í auknu mæli,  Íslam og þeirra stefna náðu tökum í í Tyrklandi.  Fljótt á litið virðist allt vera með feldu enn þegar dýpra er litið þá kemur margt rotið upp, því miður.

Hverjir muna ekki eftir hrotalegum morðum á Kristnum trúboðum í vor, hér er dæmi um viðbragð eins aðila sem sem er erindreki ríkisins.

In an official televised response from Ankara, the Interior Minister of Turkey smirked as he spoke of the attacks on our brothers in Malatya. Amid public outrage and protests against the event and in favor of freedom of religion and freedom of thought, media and official comments ring with the same message, “We hope you have learned your lesson. We do not want Christians here

Er þetta einsdæmi? Nei því miður þá er ofbeldi gegn þeim sem ekki iðka Íslam að færast í aukanna í Tyrklandi sem og annar staðar í hinum Íslamska heimi. 

Ég fjalla um ofbeldi gegn Kristnum á mínu bloggi ég tel að það sé þörf á því í umræðunni, því fátt fer um slíkt í hinum almenna fjölmiðla.  Hér er hægt að smella og lesa þar sem ég tek samann nokkrar ógnvekjandi tölur.

Fréttir frá Tyrklandi um ofbeldið gegn kristnum hér.

Styð ég aðild Tyrkja að OR SÞ?  Svarið er NEI.  Ekki á meðan Kristnir sæta ofbeldi þar á bæ.

 


mbl.is Tyrkir tjalda öllu fyrir sæti í Öryggisráði S.Þ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Von um trúfrelsi á Egyptalandi að verða að rauneruleika?

 
Koptrísk forn kirkja í Egyptalandi

Hæstiréttur  Egyptalands skipar svo að mál  Koptíska Kristna verið tekið fyrir á ný.

Istanbúl, 6 Júlí'07 (Compass Direct News) Hæstiréttur  Egyptalands feldi úr gildi fyrri dóm[1] sem hafði neitað Koptískum  þegnum þann rétt að  vera skilgreindir sem Kristnir einstaklingar. Rétturinn skipaði svo fyrir að þetta umdeilda mál yrði tekið fyrir aftur.

45 ákærendur í hinum Koptíska kristna samfélagi og stuðningsmenn þeirra fögnuðu þessum fréttum með ákafa og sögðu að þetta væri sigur fyrir sjálfsögð réttindi ríkisborgara, samkvæmt heimilda mönnum frá vikulega dagblaðinu Watnai.

Rétturinn náði þessari niðurstöðu í málinu þar sem almenn lög í Egyptalandi hafa enga heimild fyrir "ridda[2]" sem jafngildir dauðadómi sem refsing.

Mikil öryggisgæsla var við réttarhöldin þann 2 Júlí síðastliðinn, mikill hiti var á milli lögfræðinga  sem rifust hvor við annan á meðan reiðir Íslamistar létu heyra í sér svo að nærri kom til slagsmála í réttarsalnum.

Þegar lögmaður ákærenda Naquib Gabríel sagði að í Egyptalandi ætti að vera borgaralegt ríki og ekki Íslamskt ríki fór um réttarsalinn hróp og köll "Íslam! Íslam! Egyptaland er Íslamskt ríki."!

Um kvöldið meðan beðið var eftir dómi réttarins, fór Gabríel,  lögmaður ákærenda í viðtal hjá "Al-Ashira Misa'an  umræðu þáttur sem er á stöðinni Tv Dream Channel. Þar sem hann talaði um m.a. að samkvæmt 2 grein í stjórnskipun Egyptalands væri ritað að Íslam væri þjóðartrú og að lög Íslams væru aðal heimild fyrir löggjafarvald ríkisins,  væri eins og beitt hnífsblað axarinnar sem hvílir við háls  þeirra sem eru Kristnir þegnar landsins.

Lögmenn ákæranda eru vel þekktir Koptískir lögmenn sem m.a. eru  Mamdouh Ramzi, Ramses el-Nagar og Mamdouh Nakhla[3].  Ríkislögmaðurinn Mansour Abdel-Ghaffar alhæfði fyrir réttinum að  þessir aðilar sem áður höfðu snúið til Íslam og vildu núna snúa aftur til kristinnar trúar væru sekir um "kænskubrögð"[4].  Hinsvegar vildi lögmaður ákærenda , Ramzi,  minna réttinn á að samkvæmt texta úr Qur'an væri að finna vers sem í stæði "það er engin nauðung í Íslam"[5] .

Bæði Ramzi og Nakhla ítrekuðu,  að það  er auðsýnilegur misréttur  sem  Kristnum þegnum er beitt þegar það kemur að trúarbrögðum. Það tekur ekki nema 24 tíma fyrir koptískan Egypta að lagalega breyta trú sinni úr Kristni í Íslam.  Þeir sögðu  m.a. að þegar Egypti sem vill yfirgefa Íslam  og snúa til Kristinnar trúar þá er það  nánast "ógerandlegt".

Samkvæmt El-Nagar, þá mundi  þessi dómur í vikunni, lagalega séð koma í veg fyrir frekari mismunun á milli Múslíma og Kristna sakir trúarsannfæringar, að lögin verndi réttindi beggja samfélagshópa. Að  lögin séu  án greinamunar  og  gæta jafnréttis þegar það kemur að öllum breytingum eða afturhvarfs til trúar. Innanríkisráðuneitið  þarf því í framhaldi af þessum dómi að leyfa öllum sem kjósa að skipta um trú að gera það,  án þess að þurfa leita réttar síns hjá dómsstólum.

Í byrjun afrýjunnar dómsins þann 18 júní síðastliðinn, spurðu lögmaður ákæranda "Ramzi" lögmann ríkisins,   Mazhar Farghali, hvað hann mundi gera ef Múslími vildi snúa til Kristinnar trúar?.

Farghali svaraði "ég mundi skera hann á háls"!

Samkvæmt flutning vikulega dagblaðsins Watani, þann 1 Júlí,  hafði Farghali verið staðfastur í þeirri skoðun sinni að breyting á trúarafstöðu  og skráningu úr Íslam yfir í Kristni "skapar óstöðuleika á fyrirkomulagi samfélagsins"

El-Nagar furðaði sig þessum orðum  Farghalis, þar sem það gæfi augaleið að réttar upplýsingar  svo sem skráning trúarbragðs væri frekar til þess að efla stöðuleika samfélagsins heldur enn ella. Hann benti ennfremur  á að lög landsins sem hömluðu þegnum rétt til trúskipta væri án vafa brot á milliríkja samningum sem Egyptaland hafði  skrifað undir.

Ríkislögmaðurinn Abdel Mequid-al-Enani ítrekaði það að Íslam væri "einstefnu gata".  Fyrir Múslíma væri það  "landráð" að yfirgefa Íslam!  Sjáið bara, sagði hanna "öll kirkjan er hér í salnum þetta er samsæri gegn Íslam"!

Það var einn Kristinn einstaklingur í salnum þá, og það var  Koptískur prestur.

Essam Eddin Abdel-Aziz hæstaretta dómari, skipaði svo fyrir að málið færi aftur fyrir dóm  þann 1 September í Hæstarétti.

Í viðtali við blaðið Middle East Times, hafði  El-Nagar spáð jákvæðri útkomu í September næstkomandi, m.a. sagði hann. "dómurinn í þessari viku gefur von þess efnis  að ennþá sé smuga  fyrir frelsi í Egyptalandi.

 

Grein birt með góðfúslegu leyfi Compass Direct

Heimild Compass Direct News

[1]Sem innanríkisráðuneytið í Egyptalandi hafði dæmt í.

[2] (að yfirgefa Íslam)

[3]Í hópnum er vitanlega fyrrnefndur lögmaður Naquib Gabríel

[4]Textin á ensku segir "manipulators of religion"

[5]Vil benda lesendum á að ekki er tekið fram hvort að lögfræðingur sem að tala um vers fyrir eða eftir Mekka tímabil Muhamads stór munur á ritningum Qur'ansins á milli tímabila.


Já það er mikið um að vera hjá Íslamistum

á mbl.is taldi ég 10 greinar um fréttir sem tengdist þessum brjálæðingum flestar í dag.  Ég fæ það ekki skilið hvernig fólk getur neitað því að Íslandi gæti stafað hætta af öfgamönnum, þegar einn hringdi frá íslandi í síðustu viku!.  

Enn auðvitað þurfum við ekki að hafa áhyggjur,  vegna þess eins að við erum íslendingar og við erum"best í heimi"Sick.  Eitt svona í lokinn það skiptir nákvæmlega engu máli hvort þú sért Kristinn eða trúlaus eða v. grænn sem styður Palestínu,  fyrir öfga mönnum ertu einfaldlega Kafír og það,  mínu ágætu landar sem eru  meðlimir pólitísks rétttrúnaðs gerir ykkur óvini íslam.

Mæli með að þið lesið 2 síðustu blogg færslur mínar hvernig komið er fyrir kristnum í þjóðfélagi Íslams. 

 


mbl.is Erlendir vígamenn sagðir stjórna aðgerðum í Rauðu moskunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslamistar hóta öllu illu til að hrekja Kristna frá borginni Mosul í Iraq.!

Samkvæmt frétta yfirlýsingu frá  samtökum Íslamista sem kalla sig "Islamic Emirate of Mosul" hafa þeir hótað að ræna og/eða drepa alla Kristna einstaklinga, hvort um sé að ræða nemendur eða starfsmenn við háskólann í Mosul, ef þeir yfirgefa ekki háskólann svæðið innan þriggja daga..

Þessari yfirlýsingu var komið vel fyrir á götum borgarinnar, það kemur m.a fram að Íslamsistar hafa hótað öllum Kristnum þegnum  sem búa í Mosul verði hálshöggvnir ef þeir verða ekki farnir úr borginni eftir 3 daga.

Til þessa hafa "the Islamic Emirate of Mosul"  myrt 4 Kristna einstaklinga sem bjuggu inn á al sa' aa og Al Yarmook (1) svæðinu sem liggur hægra megin í borginni við ánna Tigris. Eftir að þeim var rænt fundust líkamar þeirra í Wadi'Aaqab (2).   Samtökin höfðu auk þess myrt 2 Kristna einstaklinga frá Hamadaniya svæðinu á Mosul þar sem þeir unnu.  Morð á ungri Kristinni konu sem vann fyrir "Iraqi Central Bank" á Mosul er talið á ábyrgð sömu samtaka.

 

Birt með góðfúslegu leyfi AINA "Assyrian International News Agency. http://www.aina.org

Dagsetning fréttar er GMT 7-5-2007 15:33:4

Hlekkur var upprunalega á þessa frétt í færslunni á undan þessari, enn þar sem ekki allir skilja ensku þá ákvað ég að birta hana hér.

skýringar. (1) hér er um að ræða smá úthverfi að öllum líkindum og ekki var hægt að finna þau á korti NGS þar sem orð eins og al-sa'aa þýðir m.a tími eða tímapunktur al-yarmook er virðist vera mjög algegnt nafn á Arabísku og tengist eldri borg á Sýrlandi sem hét Al-yarmook, þó á ekki við þá borg í því samhengi. því er ekki hægt að gefa betri útskýringu.  Mosul borg sem áður hét Nineva og flestir ættu að þekkja úr sögunni.

Skýrining (2) Wadi' Aagab er nafn á greftrunargarði við mundum kalla þetta kirkjugarð.

 


Frétt um ofbeldi gegn Kristnum í Irak!

 

Írak: Kristnir sæta ofbeldi...

Kaþólskur lögreglumaður myrtur, heimili  Chaldean samfélags sprengd.

Istanbúl, 27 Júní (compass Direct News)  Þegar mannræningjar slepptu 8 kristnum einstaklingum úr haldi sem voru úr bænum Oaraqosh var einn maður sem fann til sorgar á meðan hann samgladdist þeim sem voru frjálsir á ný.

10 dögum áður hafði mágur hans Fouad Aslim ekki verið svo heppin þegar herinn í Baghdad drap hann  á leið í vinnu hjá lögreglustöðinni í Razaliyah.

Þetta var sakir trúar hans, sagði mágur hans sem er kaþólskur maður frá Sýrlandi og vildi ekki vera nafngreindur.  Ástæðan fyrir því að hann var myrtur var sú að hann vildi ekki snúa til Íslams trúar, þegar hann neitaði var hann myrtur.

Salim sem var 32 ára, giftur og tveggja barna faðir, börnin hans eru 5 ára gamall sonur og 2 ára gömul dóttir..

Eins og margir þeirra 50.000 Íraka sem verða heimilislausir vegna stríðsins mánaðarlega, samkvæmt SÞ. Flúðu Salim og fjölskilda hans til  ættingja sem búa í bænum Qaraqosh, sem er 30 km frá Mosul.

Hinsvegar hefur það færst í aukanna að ræna og myrða þá sem er kristinnar trúar og búa nálægt og inn í Mosúl.  Það er svo margt sem spilar inn í það að búa í norður hluta Írak sem er ekki ákjósanlegur. Kostnaður við mannsæmandi lífsgæði farið fram úr öllu hófi og með ofbeldinu er fólk orðið langþreytt á þessu streði.  Þó eru það minningarnar sem eru erfiðastar að umbera, minningar sem hver einasti flóttamaður frá Suður Írak ber innra með sér.

Ég ætla ekki að búa í Írak , vegna þess að þetta er land dauðans "sagði eiginkona Salims við ættingja sína þegar hún kom til Qaraqosh(15 km frá Mosul).

Fjölskilda Salims trúir því að hann hafi verið myrtur af Shíja öfgahópi sem er innan lögreglunnar.  Áður enn hann dó, hafði hann sagt fjölskildu sinni að hann væri að fá hótanir þess efnis að hann mundi deyja ef hann mundi ekki játast  Íslam og afneita sinni Kristnu trú..

Salim trúði því að hótanirnar kæmu frá vinnufélögum sem væru Íslamistar..

Flótti undan sprengjum

Salims´s saga er ein af mörgum í auknum tilfellum þar sem ofbeldi gegn Kristnum þegnum í Baghdad á síðustu misserum.

Í einum af hverfum  Baghdads sem áður bjuggu 50 Kristnir einstaklingar hafa síðust tveir núna flúið heimilin sín eftir að bíllinn þeirra var sprengdur fyrir tveim vikum síðan.

Hjón á miðjum aldri frá Hai Al-Jamiyah héraðinu sagði fréttamanni frá Compass að þau hafi verið neydd til þess að hverfa frá heimili sínum af öfga mönnum, fötin sem þau báru á baki sér voru það eina sem þeim var leyft að taka með sér.  Sprengja var sprengt við bíl þeirra og fólk sem býr í hverfinu sagði þeim að forða sér.

Hjónin sögðu þó þessir öfgamenn hefðu ekki neitt þau til þess að borga jizya vissu[LRE1]  þau að líf þeirra var í hættu, enda var bíll þeirra sprengdur og vopnaðir hermenn neyddu þau út af heimili sínu.

Írönsk Kristilega vefsíða  Ankawa.com sagði þann 17 júní að öfga hermenn (militants) í Baghdad ´s Amariyah svæðinu hafi sprengd sprengju í garði hjá kristni fjölskildu og neitt þau burtu. (frekari staðfesting á frásögn hjónanna.)

Þann 20 júní er hafti eftir sömu vefsíðu að fjórar aðrar fjölskyldur hafi verið neyddar til þess að flýja heimili sín vegna hótanna frá öfgamönnum, þessar hótannir vöru af sama meiði og aðrar hótandir sem kristnir hafa fengið upp á síðkastið.

Dora sem er undir umráði Sunní Múslíma , þetta svæði  er m.a. ósýnleg lína í sandinum á milli þeirra (sunnía) og shía öfgamanna.  Í borginni Doru er nánast engin eftir sem telst til Kristinnar trúar.  Ástæðan  ku vera frá sú að í lok Mars og byrjun Apríl var Kristnum einstaklingum sagt að þeir þyrftu að snúa sér til trúar á Íslam eða borga Jizya[1]. Þessir íbúar höfðu í raun ekki um neitt annað að velja nema að fara frá borginni.

Samkvæmt upplýsingum frá U.s. LT. Gen. Raymond Odierno og The Associated press þann 16 Júní þá er ástandið mjög slæmt  og u.þ.b. 30% borgarinnar "Dora"  og svæðum í kring er ófremdar ástand, og að herinn væri að reyna ná tökum á ofbeldinu og endurtaka  höfuðborgina á ný með því m.a. að vera meira sjáanlegir

Öldungurinn  Emmanuel III Delly í Chaldean kirkjunni mótmælti harðlega her BNA manna í maí eftir að þeir  hernumdu kirkjuna,  og háskólann í Dora í Apríl síðast liðin. Sumir leiðtogar kirkjunnar höfðu þó það á orði að vera her BNA mundi vernda kirkjuna og skólasvæðið gegn skemmdarverkum.  Byggingarnar höfðu verið tómar síðan starfólkið hafði komið upp kennslu aðstöðu í bænum Ankawa vegna öryggis ástæðna.

Ofbeldið í Írak hefur ollið því að  aldrei sem áður hefur eins mikil fjöldi fólks flúið svæðið, talað er um að rúmlega 2.2 milljónir Írakar búa núna utan Íraq´s og að 2 milljónir til viðbótar séu heimilislausir innan landsins samkvæmt upplýsingum frá High Commissioner for Refugess innan Sþ (UNHCR).

Tölurnar sem UNHCR hefur gefið upp frá Sýrlandi og Jórdan á síðasta ári, að prósentu hlutfall þeirra flóttamanna sé hæðst meðal Kristinna. Þessar tölur eru skelfilegar þegar á það er litið  að ekki eru nema 3% Írönsku þjóðarinnar kristinnar trúar.

Haft er eftir Benidikti Páfa, eftir að hann hafði beðið umheiminn að taka vel á móti flóttamönnum (21 Júní) . Að Kristnar fjölskyldur og samfélög sérstaklega í Írak finna fyrir auknu óöryggi, ofbeldi og finnast þau vera yfirgefin.

Mágur Salim´s sagði í viðtali við Compass frá Qaragohs að fjöldi flóttamanna hefur aukist vegna ofbeldis og hótanna. Hann sagði m.a. þetta " það er kominn tími til þess að umheimurinn fari að taka eftir hvernig er komið fyrir kristnum í Írak.

 

Íslamistar halda áfram að hrekja kristna frá  Mosul smellið hér.

[1] Vantrúar skattur til þeirra sem neita að skipta um trú yfir til Íslam.

 [LRE1]Sjá skýringu hér beint fyrir ofan.

Grein er birt og þýdd með góðfúslegu leyfi Compas Direct News


Þegar okkur hugfallast?

the sheperad Ég ætla að láta Biblíuna tala fyrir mig í dag, því það er greinilegt að við lifum á erfiðum tímum, og stundum verðum við að láta orðið lyfta okkur upp yfir þau fjöll sem er  daglegt líf og þær dapurlegu umsaknir úr heiminum i dag. Vantrú er ekkert nýtt á nálinni Páll postuli tala um þann raunveruleika á sínum tíma og eins og það er  með "orðið" þá er ritningin  tímalaus hún á alltaf við, þó sumir vilja ekki gangast við þeirri staðreynd þá breytir það engu fyrir Guði hinum dásamlega YAhwe.

2. Kor 4 1-5

1
Með því að vér höfum þessa þjónustu á hendi fyrir miskunn Guðs, þá látum vér ekki hugfallast.
2
Vér höfnum allri skammarlegri launung, vér framgöngum ekki með fláttskap né fölsum Guðs orð, heldur birtum vér sannleikann, og fyrir augliti Guðs skírskotum vér til samvisku hvers manns um sjálfa oss.
3
En ef fagnaðarerindi vort er hulið, þá er það hulið þeim, sem glatast.
4
Því guð þessarar aldar hefur blindað huga hinna vantrúuðu, til þess að þeir sjái ekki ljósið frá fagnaðarerindinu um dýrð Krists, hans, sem er ímynd Guðs.

Þegar við trúum Jesú (Yashua) þá er það lágmarks skilirði að við skömmumst okkur ekki fyrir hann eða látum sem við þekkjum hann ekki og förum svo með kvöldbænirnar. Því hann sagði m.a. að þeir sem trúðu á hann, þekktu hann og afneituðu honum ekki þá sömu mundi hann þekkja fyrir  framan augliti föðurins, enn þeir sem neituðu honum þeim sömu mundi hann neita fyrir fram augliti föðurins.

Svo ef einhver spyr "hvað ertu trúuð eða trúaður"?  ekki fara undan í flæmingi, heldur svaraðu hreint út og skírt  "JÁ".  Ekki láta raddir hinna fáu efasemda og vandtrúaðra þagga niður í þinni rödd, ekki skammast þín fyrir krossinn og þeirri fórn sem þar var færði fyrir þig.

Páll postuli talaði um að það væru erfiðir tímar og oft á tíðum sjáum við aðeins magnleysi, breyskleika og synd.  Samt eigum við þetta réttlæti Jesú fyrir trúna. Ættum við þá að láta hugfallast? Nei, við stöndum stöðug og höldum áfram í trú á Jesú. (hér er stuðst við Daglegt Brauð eftir Carl fr. Wislöff)

2. Kor 4:13- 17

Vér höfum sama anda trúarinnar sem skrifað er um í ritningunni: ,,Ég trúði, þess vegna talaði ég.`` Vér trúum líka og þess vegna tölum vér.
14
Vér vitum, að hann, sem vakti upp Drottin Jesú, mun einnig uppvekja oss ásamt Jesú og leiða oss fram ásamt yður.
15
Allt er þetta yðar vegna, til þess að náðin verði sem mest og láti sem flesta flytja þakkargjörð Guði til dýrðar.
16
Fyrir því látum vér ekki hugfallast. Jafnvel þótt vor ytri maður hrörni, þá endurnýjast dag frá degi vor innri maður.
17
Þrenging vor er skammvinn og léttbær og aflar oss eilífrar dýrðar sem stórum yfirgnæfir allt.
18
Vér horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega. Hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega eilíft.

Ég mæli með að að lesa allan 2. kor 4, 1-18.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband