Kærleikur í orði - bréf sem blessaði mig sem blessa mun ykkur.

Kæru vinir.

Guðjón Ólafsson heiti ég, þið þekkið mig líklegast best úr starfi ný kynslóð á Íslandi. Það er nokkuð sem liggur mikið á hjarta mér þessa dagana og síðustu vikur og langar mig að deila því með ykkur, vonandi getið þið gefið ykkur nokkrar mínútur til að lesa orð mín.

Það orð sem ég hef fengið til mín aftur og aftur, svo oft að ekki er eðlilegt, er EINING. Við lifum á tímum á Íslandi í dag að eining líkama Krists hefur aldrei verið mikilvægara en akkúrat núna. Það er eitthvað stórkostlegt framundan, andi minn vitnar svo sterkt með því, að allt fer á fleygiferð innra með mér þegar ég leiði hugann að því.

 

Alltaf þegar Guð hrærir við ákveðnum stöðum í heiminum, þá hefur undanboðinn alltaf verið einmitt EINING líkama krists. Þannig eining að við baktölum ekki hvort annað, milli kirkna, milli einstaklinga eða skoðana, heldur blessum hvort annað í sannleika, með orðum, verkum og kærleika. Öll erum við ólík, með ólíkar áherslur í kirkjum okkar, en KJARNINN ER HINN SAMI. Drottinn Jesús, endurlausnarverk hans, upprisa og eilíft líf með honum.

Við höfum öll okkar sögu, slæma reynslu kannski af hvoru öðru eða öðrum kirkjum, jafnvel klofning og erfið sár. Þrátt fyrir sár, þá gefur Drottinn okkur enga heimild fyrir því að geyma gömul særindi í hjarta okkar.  Kæru vinir, fyrirgefum í sannleika og umvefjum sárin í kærleika Guðs. Það er Hann sem við elskum öll og þjónum. Það er Hann sem er eigandi okkar allra og það er hans vilji að við göngum í takt. Og þrátt fyrir slæmar reynslur af hvoru öðru þá erum við systkyni í Kristi. Að halda einhverju gömlu gegn hvort öðru er synd sem alltaf þarf að uppræta.

Rómverjabréfið 12.kafli talar um mikilvægi þess að við upphefjum hvort annað. Því öll erum við sami líkami, þótt við tilheyrum ólíkum samfélögum. Mig langar að nefna þessi 2 vers sérstaklega:

"Því að eins og líkaminn er einn og hefur marga limi, en allir limir líkamans, þótt margir séu, eru einn líkami, þannig er og Kristur."( v.12)

"...til þess að ekki yrði ágreiningur í líkamaum, heldur skyldu limirnir bera sameinginlega umhyggju hver fyrir öðrum. Og hvort heldur einn limur þjáist, þá þjást allir limirnir með honum, eða einn limur er í hávegum hafður, samgleðjastt allir limirnir honum". (v.25)

"Líf og dauði er á tungunnar valdi" segir í Orðinu. Ef við gómum okkur á því að hæða, spotta eða baktala aðra, þá erum við að tala dauða til þeirrar manneskju/kirkju sem við beinum orðum okkar til. Elsku vinir, þetta er svo mikilvægt. Minn líkami væri sjúkur og óstarfhæfur til fulls, ef líffærin mín bölvuðu hvoru öðru. Blessum hvort annað stanslaust og "blessum óvini okkar" (... í öðrum kirkjum)

 

 

Vakningar hafa oft fjarað út, vegna þess að innbyrðis átök tóku yfir í líkamanum og við misstum sjónar á því að þetta snýst allt um RÍKI HANS... en ekki okkar kirkjudeild. Guð fer alltaf nýjar leiðir, verum opin fyrir því hvað hann vill gera, það er vanalega eitthvað nýtt (Sjáiði til dæmis Ármúla vakninguna) Við megum ekki klikka núna og láta sundrung eða öfund komast að í líkamanum.

 

Þú getur haft áhrif í kringum þig!  Ég bið þess að við öðlumst öll náð til þess að gæta tungu okkar og tala blessun til hvors annars í hvívetna.

Drottinn blessi ykkur öll!

Kærleiks kveðja.

Guðjón Ólafsson.

Bréf birt með leyfi Guðjóns.


Kínverjar banna Biblíuna á vettvangi Ólympíu leikanna...

Skipuleggjendur Ólympíu leikanna í Beijing hafa gefið út lista yfir það sem er ekki leyfilegt að vera með innan veggja "Olympic Village" þar sem Íþróttamenn munu búa, það kom mörgum á óvart að Biblían er  bönnuð.

Samkv. heimildum frá Ítalska dagblaðinu LA GAzzetta Dello Sport hafa aðstandendur leikanna gefið ástæðuna vera vegna öryggisráðstafanna og hafa því  bannað íþróttamönnum að bera á sér trúarleg tákn innan svæði Ólympíu leikanna.

 

     Það var og, þetta ætti ekki að koma neinum á óvart, í Kína er lýðræði almennt dónalegt orð, hvað þá trúfrelsi.  Merkilegt að jafnvel á Ólympíu leikum geta þeir traðkað á lýðræði, hvernig þetta land fékk leikanna er mér hulin ráðgáta því mannréttinda stefna þeirra er engin og mannréttindabrot þeirra er margþætt og skelfileg..


Kall til föstu og bæna fram að bænagöngu

ég tek mér hér smá leyfi og ætla að birta tilkynningu sem ég fékk í tölvupósti frá vini, ég tel að fyrir þá sem geta og treysta sér að taka þátt í þessu og hafa köllun til þess munu gera það sem þarf.

Bæn og fasta fyrir Íslandi 

Fastað verður frá 7. nóvember kl. 18:00 til 10. nóvember kl. 18:00 Vegna þess ætlum við að koma saman á bænastund föstudaginn 9. nóvember kl. 20:00 í húsakynnum Ekrons á Smiðjuvegi 4b, Kópavogi  Nú er tími til að fasta og sjá Ísland vinnast fyrir KristBeðið verður sérstaklega fyrir Bænagöngunni 10. nóvember 2007

 www.baenaganga.com

Matt 6:16-18

16Þegar þér fastið, þá verið ekki daprir í bragði, eins og hræsnarar. Þeir afmynda andlit sín, svo að engum dyljist, að þeir fasta. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.

    17En nær þú fastar, þá smyr höfuð þitt og þvo andlit þitt,

    18svo að menn verði ekki varir við, að þú fastar, heldur faðir þinn, sem er í leynum. Og faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.

 

Að fasta er dásamleg fórn, og hver og einn verður að finna hjá sjálfum sér hvernig viðkomandi ætlar að fasta og hversu löng fastan verður hverju sinni.  Sumir geta ekki fastað frá fæði og vökva  sakir sjúkdóms, þetta kemur ekki í veg fyrir að þú getur tekið þátt í þessu, bæn þín er jafnmikilvæg þótt þú getur ekki fastað, Guð veit þínar aðstæður og sækist einfaldlega eftir tíma með þér. Munið einfaldlega að taka Matt 6:16-18 til fyrirmyndar.

 


Lofsöngur úr Vineyard samfélaginu

Í færslunni hér á undan skrifa ég smá vitnisburð um mína reýnslu  af Vineyard, sem var dásamleg og ekki síst vegna hversu sterk bænin er í söng hjá þeim, alveg einstakt.  Hér ætla ég að setja in eitt kannski fleiri myndbönd með lofgjörð í tilefni dagsins í dag sem er Drottins dagur, hann á daginn í dag og á morgun gefum honum dýrðina.

 

 

engar athugsemdir við þessa færslu, opið fyrir athugasemdir í færslunni á undan þessari. Knús og Guð blessi ykkur öll.


Smá vitnisburður um Vineyard og síðan Efesus 6:11-18 kall til hernaðs? (Not)!

Jæja ágætu vinir, það er komin yndisleg vakning til landsins, vakning sem ég hef ekki upplifað að svo stöddu, en hef verið þess aðnjótandi að heyra annað fólk lýsa upplifunin á slíkan máta að maður getur ekki annað en samgleðst því fólki, þó svo maður hafi ekki farið sjálfur á samkomu og reynt andann sem þar er á ferð. 

Þegar ég bjó erlendis þá tilheyrði ég söfnuði sem heitir Vineyard sem var svo dásamlegur og kærleiksríkur að maður vissi upp á hár að þarna var ekkert nema "gott". Þegar ég veiktist heiftarlega á þessum árum þá voru það bænarhermenn frá Vineyard sem komu til mín á sjúkrahúsið þar sem ég lá hræðilega þjáð og báðu fyrir mér, sem hafði afgerandi og dásamlegar afleiðingar sem ég tíunda ekki hér. Guð á dýrðina af því sem skeði í framhaldi af þeirra fyrirbæn. 

Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta er margþætt og það þjónar engum tilgangi að fara út í þá sálma hér, Vineyard er og verður ávalt mér afskaplega kært samfélag og ég vona svo sannarlega að fólk sæki Vineyard heim, og ekki þarf að fara til útlanda til þess, heldur er þessi söfnuður komin til íslands og búin að vera hér í nokkur ár, auk þess sem það eru ekki ófáir söfnuðir sem notast við lofgjörð frá Vineyard til þess leiða fólk í söng til Drottins.

*****************************************************************************

Armor_of_God

Í Efesus 6 er að finna merkan kafla um andlegan hernað, enda vitum við sem trúum að barátta okkar er ekki við mannleg öfl heldur andleg öfl.  Til þess að verjast þurfum við að styrkja okkur trúarlega og sú samlíking sem Páll gefur okkur í þessum kafla er afar myndræn og gefandi og ég tel nauðsynleg fyrir alla sem yðka mikið bænarlíf, líkt og Vineyard söfnuðurinn.  Hér fyrir neðan ætla ég að birta Efesus 6:11-18

11Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins.

    12Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum.

    13Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt.

    14Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins

    15og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins.

    16Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda.

    17Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð.

    18Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum.

Útilokum ekki vakningu vegna ótta við fortíðar drauga, heldur tökum höndum saman í trú og allri einlægni sem börn væru og leifum Guði að leiðbeina okkur og leiða okkur í sannleikann, því þegar við sækjumst eftir því sem er frá Guði þá munum bara finna Guð.

Með Guðs blessun.

 

Minni á www.baenaganga.com og stefnuskrá Vineyards sem er ígrunduð í ritningunni.

 

 


Bænaganga 2007!!!! Stór viðburður í Rvk þann 10 nóv.

Endilega kíkið á þennan hlekk sem er með upplýsingar um þetta allt saman "Hlekkurinn". Ég vona að Guði finni okkur sem flest í þessari göngu og að við undirbúum okkur vel fyrir þennan dag.  Guð blessi ykkur og varðveiti.

 

Bréf Páls til Kólossumann 1:10-12 

10svo að þér hegðið yður eins og Drottni er samboðið, honum til þóknunar á allan hátt, og fáið borið ávöxt í öllu góðu verki og vaxið að þekkingu á Guði.

    11Mætti hann styrkja yður á allan hátt með dýrðarmætti sínum, svo að þér fyllist þolgæði í hvívetna og umburðarlyndi og getið með gleði

    12þakkað föðurnum, sem hefur gjört yður hæfa til að fá hlutdeild í arfleifð heilagra í ljósinu.

 

 

 


Er í fríi pínu lengur.

Vildi samt láta vita af mér, er mikið búin að vera að hugsa ekki endilega góðs viti í mínu tilfelli, verð oft bara skapstygg W00t nú svo hef ég ákveðið að taka bloggið mitt út af lista þannig að einungis blogg vinir sjá þegar ég skrifa eitthvað af viti og af ekki svo miklu vitiWhistling.  Ég verð öllu róttækari héðan í frá, er hætt að vernda hina ofur viðkvæmu sem aðhyllast samfélagi ekki trúaðra og tileinka sér trúboð frá pólitískum rétttrúnaði.

Ég mun fara út í að koma með frekari fréttir af baráttu kristna einstaklinga út um allan heim sem berjast fyrir rétti sínum um að fá að trúa á Jesú, ég mun ekki skafa neitt af hlutunum þar, því sögurnar er átakanlegar og við verðum að vita hvað er í gangi. 

Sjáumst síðar baráttu kveðjur. 

  


Átakanleg frásögn um nauðgunar tilræði í miðbænum!!

Það fer um mann hrollur þegar maður les þessa frásögn, og ekki batnar það þegar maður les athugsemdirnar og sér hversu algengt það er orðið að  konur verða fyrir árásum manna af erlendu þjóðerni, margar tilraunir til nauðgana, dónaskapur og þukl, ólyfjan sett í drykki og konur nánast afklæddar á dansgólfum áður en dyraverðir koma til hjálpar.  Greinin er góð og ég vona að fletir lesi hana.  Ég er sammála þeim aðilum þarna inni sem og greinahöfundi að okkur ber að fara fram á sakavottorð þegar erlendir ríkisborgara koma til landsins í leit að vinnu, okkur ber að vísa þeim úr landi ef þeir gerast sekir um ofbeldisglæp eftir að þeir hafa setið af sér glæpinn hér á landi.

Með því að smella hér getið þið lesið greinina hennar Siggu.

Smellið hér til þess að fara á undirskriftalista umbætur á þessum málum.


Leiðréttum kjör aldraða og öryrkja - undirskriftarlisti!

Ég tek mér smá frí úr blogg leyfinu til þess að koma þessum undirskrifta lista áfram.  Hér er um að ræða málefni öryrkja og aldraða, með því að smella hér sjáið þið færslu um þetta mál og með því að smella hér er þá farið þið beint á undirskriftarlistann.

Ein leið til föðurins

Það virðist erfitt fyrir suma að átta sig eða sætta sig við orð Krists, sumir eru svo óttaslegnir við álit heimsins að þetta ágæta fólk segist trúa á Jesú síðan kemur smá pása og svo stórt  "EN" .....held að flestir geti fléttað inn afganginum.

Ég hinsvegar kýs að kalla Jesú ekki lygara og út frá því ritninguna lygi.  Því miður er ég allt of  syndug til þess að á það sé bætandi. Shocking já við erum öll syndug, við vöðum í skít sem mundi leiða okkur öll til heljar ef það væri ekki fyrir þá von sem við höfum í Jesú.  Nú, þó svo við eigum þessa von, þá þýðir það ekki að við megum ganga um á skítugum skónum með biblíuna í einni hendi, krossinn í hinni  og svo stórt "EN"  á vörum okkar.  Annað hvort trúir maður eða maður getur sleppt því.   Með þessum orðum þá kveð ég, hvort að ég komi aftur hingað inn mun velta á því hvort að ég finni greinar sem mig langar til þess að deila með ykkur sem varða málefni Messías trúar einstaklinga sem lifa við önnur kjör en við hér á Íslandi.  Guð blessi ykkur og varðveiti. Knús.

 

Jóhannesarguðspjall 14

 1"Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig.

    2Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað?

    3Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er.

    4Veginn þangað, sem ég fer, þekkið þér."

    5Tómas segir við hann: "Herra, vér vitum ekki, hvert þú ferð, hvernig getum vér þá þekkt veginn?"

    6Jesús segir við hann: "Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.

 


Hvernig flá skal kött og elda hann! OMG :(

Í þessum skrifuðu orðum hefur Bónus misst viðskiptavin.  Hverskonar verslun hefur tímarit í verslunum sínum sem kennir fólki að þennan viðbjóð.  Sjá alla fréttina hér á Vísir "smella" þar til þetta blað verður fjarlægt úr verslunum Bónus mun ég ekki versla þar, ég vona að fleiri taki undir.

 

ARGASTI VIÐBJÓÐUR


Lofgjörð-

Ég vona svo sannarlega að þetta færir ykkur veganesti, það er yndislegt að upplifa Kristilega lofgjörðar tónlist, hún færir okkur enn nær þeim sem við elskum, Jesú.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband