Þetta er bara æðislegt

mér þykir samt vanta í þessa frétt að vita hvað verður svo um bænirnar sem eru fjarlægðar, það skiptir svo sem engu máli, þær eru á sínum stað hjá Guði, hvað sem skeður með þær hér í okkar tilveru.

Með því að smella hér getur þú sent inn bæn sem mun vera færð í Grátmúrinn. Nú svo  með því að smella hérfarið þið beint á mínar íhuganir um Guð og tilveruna.Smile

Animated-Gifs
Animated Gifs
mbl.is Póstþjónusta Guðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá þeim

Ég hef nefnilega lent í því að kaupa vöru svo er verðið mun hærra en var á hillunni, þá var vitlaus merking, í þessu tilfelli fékk ég vöruna á því verði sem var fyrir neðan vöruna, en það hefur ekki alltaf verið tilfellið.  Auk þess sem það kemur oft fyrir að verð á kælivöru er rangt, sérstaklega hjá minni verslunum, ég hef lent í því að vita ekki hvað eitthvað kostar fyrr en ég kem að kassanum og þá kemur fyrir að ég skilji það eftir við kassa. Whistling Gangi þeim vel með þetta.

 

 

Animated-Gifs
Animated Gifs
mbl.is Neytendasamtökin með átak í verslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á vængjum Arnarins - Íhugun

Ég fékk sendan póst í dag sem talaði um það hvernig smáfuglar bregðast við stormi og hvernig örninn bregst við stormi.  Smáfuglarnir leita sér skjóls til þess að bíða í öryggi þar til að óveðrið er yfirstaðið en örninn flýgur eins hátt og hann getur þar sem hann tekur á móti vindum, þenur út vængi sína og leyfir rokinu að lyfta sér jafnvel hærra en hann getur venjulega flogið, hann svífur í rokinu og það flytur hann áfram ...

Í Jesaja 40:31 kemur eftirfarandi fram

trú og traust31en þeir sem vona á Drottin fá nýjan kraft,
þeir fljúga upp á vængjum sem ernir,
þeir hlaupa og lýjast ekki,
þeir ganga og þreytast ekki.

Mér þykir þessi orð lýsandi fyrir hvernig við sem trúum finnum fyrir Guði, hann gefur okkur kraft þegar við þurfum á því að halda, þegar allt virðist vera ómögulegt setur hann fólk í farveg okkar sem getur hjálpað og stutt okkur í erfiðum aðstæðum, hann lyftir okkur upp hærra en við héldum að við gætum farið, hann ber okkur áfram þegar áföllin ætla að buga okkur og stundum sjáum við ekki kraft hans í lífi okkar fyrr en við lítum til baka, þá sjáum við spor hans í lífi okkar, stundum er Guð svo hljóðlátur að við höldum að hann heyri ekki í  okkur, þar til við lítum til baka og sjáum hvernig hann svaraði okkur.  Trúin er svo mörgum óskiljanleg en fyrir þá sem trúa eru hún einfaldlega áþreifanleg.

Kannski til þess að finna Guð, þurfum við að ganga fram í trú og til þess að sjá hann að líta til baka yfir liðið líf.


Gott hjá Pólverjum

Styð þá heilshugar í þessari baráttu sinni, þetta ágæta fólk á að geta búið í nýja landinu sínu í friði frá  bölvuðum óþokkum sem ofsækja gott og  heiðarlegt fólk af Pólskum ættum, og við verðum að styðja þetta framtak þeirra. frelsiblóm
mbl.is Pólverjar hafa áhyggjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ó boy Obama ertu laumu elítisti? Margmiðlunarefni

Svona svona áður Obamagrúbbarar fá hjartaáfall yfir fyrirsögninni, þá set ég hér inn frétt og umræðu um nýjasta Obama klúðrið, MSNBC ekki Fox..LoL

 


mbl.is Obama harmar ummæli sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

8 ára stúlka sækir um skilnað

8 ára og sækir um skilnaðNojoud Muhammed Nasser er 8 ára stúlka, hún bað pabba sinn og mömmu um hjálp við að sækja um skilnað frá 30 ára  eiginmanni sínum, en þau sögðu nei, ef hún vildi fá skilnað skildi hún bara fara sjálf til dómara og sækja um það. Stúlkan gerði því nákvæmlega það, hún fór til dómara ákærði manninn sem hún er gift um kynferðislega misnotkun og annað heimilisofbeldi.  Vegna laga í landinu getur dómarinn ekki veitt henni lagalega aðstoð, en hann hefur sótt föður og eiginmann stúlkunnar til saka, þeir hafa verið handteknir.

Stúlkan sagði m.a. að faðir hennar hafi hótað henni nauðgun ef hún giftist ekki þessum manni sem er 22 árum eldri en hún. Ennfremur er haft eftir stúlkunni að þegar hún vildi leika sér í garðinum, kom maðurinn hennar og skammaði hana og fór með hana inn í svefnherbergi, "hann var vondur við mig og gerði ljóta hluti við mig".  Samkvæmt lögum í Jemen er bannað að börn yngri en 15 ára geti gift sig, en það er viðbótar klausa sem getur gert fólki kleift að fara fram hjá þessum lögum landsins. Eiginmaður hennar sem núna situr í fangelsi segist ekki hafa gert neitt rangt, að hún væri jú konan hans og gæti því gert hvað sem er og engin gæti stoppað hann. Hægt er að lesa alla fréttina með því að smella hér

Frétt er lauslega þýdd og stytt af blogghöfundi.

"Yes, child marriage, and hence child divorce, does happen. The Qur'an even envisions the prospect of divorce for prepubescent girls. It stipulates a waiting period to determine whether or not the wife being divorced is pregnant: "If you are in doubt concerning those of your wives who have ceased menstruating, know that their waiting period shall be three months.” Then it goes on: “The same shall apply to those who have not yet menstruated” (Qur'an 65:4)."


Suðuþvottur og Biblía 21 aldar

Hvað getur þetta tvennt haft sameignlegt?  Ég er með suðuþvott í gangi, þurrkarann í gangi, þvott þvottarkonantil að brjóta saman, þá datt mér í huga að  íhuga  nýju Biblíu landsmanna, ég hef verið að skoða þá bók og verð bara að segja alveg eins og er að eins og staðan er núna þá er hún skemmtilega auðlesin og ég var að pæla í því að leggja drög að því að kaupa hana bara, sjáið til ég nota nefnilega enska þýðingu af King James version sem ég elska. Ég á eina Íslenska 1981 útgáfan sem mér þykir rosalega vænt um, en, letrið er óþægilega smátt og því nota ég hana ekki neitt, nema til að bera saman þýðingar.  Hvað hefur þetta svo sem að gera við suðuþvott, ekki neitt svo sem, nema að því leitinu til að ég var að hugsa um orðin úr síðara Pétursbréfi á meðan ég býð eftir þvottinum að klárast og ég fæ ekki 3 kaflann úr huga mér, frekar en ég fæ Matt 23 frá 13 versi úr huga mér og það segir mér að þarna eru orð sem mér ber að íhuga og e.t.v. öðrum líka, hver veit.  En, mig langar að setja hér inn hluta af  S.Pét 3 kafla og læt það duga, þar sem ég þarf að sinna þvottinum og öðru. Knús.

biblia 21 aldar3 kafli vers 3-4 (viðeigandi orð í samtíman)Þetta skuluð þið þá fyrst vita, að á síðustu dögum munu koma spottarar er stjórnast af eigin girndum 4og segja með spotti: „Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans? Því að síðan feðurnir sofnuðu stendur allt við hið sama eins og frá upphafi veraldar.“

3 kafli, vers 8-9 (erum við ekki lánsöm)8En þetta eitt má ykkur ekki gleymast, þið elskuðu, að einn dagur er hjá Drottni sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur. 9Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur við ykkur þar eð hann vill ekki að neinn glatist heldur að allir komist til iðrunar

3 kafli, 15 vers (eitthvað til að hugsa um)Álítið langlyndi Drottins vors vera hjálpræðisleið.

3 kafli, vers 16-17 (þung orð en þyngri þeim sem falla frá)Það gerir hann líka í öllum bréfum sínum þegar hann talar um þetta. En í þeim er sumt þungskilið er fáfróðir og staðfestulausir menn rangtúlka, eins og aðrar ritningar, sjálfum sér til tortímingar.
17Fyrst þið vitið þetta fyrir fram, þið elskuðu, þá hafið gát á ykkur að þið látið eigi dragast með af villu þverbrotinna manna og fallið frá staðfestu ykkar. 18Vaxið í náð og þekkingu Drottins vors og frelsara Jesú Krists. Honum sé dýrðin nú og til eilífðardags. Amen

*****það sem skrifað er innan sviga og með rauðu letri eru mín orð, ég held að það sé bara engu við að bæta, engin íhugun eða afsökun fyrir orðið, það stendur í dag eins og það hefur alltaf gert, öllum tl áminningar og leiðbeiningar sérstaklega þó þeirra sem trúa, því orðið er þeim sem lifandi andi, og í því er byrjunin að skilningi.  Ég vona að þið hafið það sem allra best, lesið orðið ekki sem dóm heldur sem kennsla og íhugun. Notið Jesú sem túlkunarlykil orðsins, Nýja testamentið er bók þeirra sem trúa á Jesú/Yashua/Jasúa, í honum, í orðum hans er sannleikurinn.


Öllu er nú hægt að rífast yfir

Ja hérna hér, spurning um hvort ég mundi móðgast ef DK væri sett í sambærilega auglýsingu með kort af Íslandi..hmmm...NEIBWhistling

Animated-Gifs
Animated Gifs
mbl.is Absolut biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðir dagar eða slæmir dagar

rosec1Staðreyndin er sú að á endanum höfum við oftast stjórn yfir því hvernig dagurinn okkar verður, í flestum tilfellum, sérstaklega þegar við eigum ekki við langvarandi sjúkdóma að ræða, líkamlega eða andlega.  Stundum er hægt að líta framhjá því hvernig náunganum líður, vegna þess að hann eða hún eru ekki inn i okkar daglega lífi eða sá sem situr á götuhorninu er bara einhver sem kemur þér ekki við, ókunnugur náungi sem kom sjálfinu í sjálfsheldu vegna neyslu.  Eða þá persónan sem á við andlegt stríð á hverjum deigi sem talar við sjálfið upphátt þegar þú labbar framhjá. Lítur þú í hina áttina?, því innst inni er þessi persóna að valda þér óþægindum.  Þannig erum við bara, það gerir okkur hvorki betri eða verri en næsta persóna þér við hlið, en öll eigum við okkar góðu eða slæmu daga og ef við erum lánsöm þá vara þeir slæmu stutt. 

Stundum þurfum við að staldra við og sjá virkilega sjá þá sem ganga með okkur í þessu lífshlaupi, engill í bænþað fólk sem gengur kannski ekki alveg þér við hlið á þínum göngustíg, það er e.t.v. á næsta sem er steinum  hlaðinn og erfitt er að ganga þar. Þegar slíkt er þá kemur fyrir að við viljum horfa bara beint fram fyrir okkur, láta sem við sjáum ekki veikleika annarra, en, mín pæling er þessi, hvað ef hvert okkar sem gengur á stíg lífsins sem er fullur af heilbrigði og lífsgleði, hvað ef við stoppuðum aðeins og réttum út hönd okkar til að styðja við þann sem kemst ekki eins auðveldlega í gegnum sína göngu......

Ég sá mynd sem heitir "Pay it forward" þarna er mynd sem allir ættu að horfa á, þessi mynd er eins og Guðsgjöf, svo einfaldur boðskapur sem gæti leitt svo dásamlega hluti af sér.

Efas. 2:10

10Við erum smíð Guðs, sköpuð í Kristi Jesú til góðra verka sem hann hefur áður fyrirbúið til þess að við skyldum leggja stund á þau.

Heb 4:6-7

6Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. 7Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir ykkar í Kristi Jesú.


 

 

Photobucket

Rúv var með fræðsluþátt í fyrra sem tók á þessu

þar var gerð ítarlega rannsókn, ég man eftir tvíburunum, þær voru báðar miklar vatnsdrykkju manneskjur, alltaf sötrandi á þessu, alltaf með brúsa af vatni hvert sem þær fóru, nema það að ein var látin hætta að drekka vatn og hin ekki, viti menn það varð enginn munur á líkamsstarfsemi þeirra, maður hefði haldið miðað við það sem við héldum að við vissum að þetta hefði verið mjög svo afgerandi munur.  Annar hópur, varð að borða svona hreinsandi mat, eins og er í tísku hjá sumum, aftur var niðurstaðan sú að hópurinn sem fékk að borða venjulegan mat, með súkkulaði sem ábót og þeirra sem borðuðu "hreinsandi mat" var nákvæmlega engin munur á starfsemi líkama þeirra. Vísindamennirnir sögðu einfaldlega, að heilbrigður líkami þyrfti enga sérstaka hjálp til þess að losna við óholl efni, nýrun og lifrin sinntu því hlutverki fullkomlega. Allt er gott í hófi, ætti að vera ágætur meðal vegurCool  þarf að temja mér það líka......(andvarp)Grin
mbl.is Óþarfi að drekka átta vatnsglös á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hva hva hvak

Eða þannig, ég verð að játa það að mér þykir öndin afskaplega krúttlegur fugl, ekkert skemmtilegar en að sjá þær á vappi.  Er það ekki bara hið besta mál að vernda dýrin óprúttnum aðilum, það þykir mér að minnsta kosti.

Animated-Gifs
Animated Gifs
mbl.is Komdu ekki nálægt öndinni framar!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varúðar skal gætt í nærveru sálar!! (til trúaðra sem og annarra)

kærleikurÉg ætla skrifa hér nokkur orð um framkomu, okkar við annað fólk, eftirfarandi er skrifað með það að leiðarljósi að leiðrétta trúbræður að setja fram mína skoðun og framþróun hennar síðan ég byrjaði að blogga, ég set mig ekki á neinn stall, ég hef gert mistök hér sem og annar staðar og þannig er það nú með flest okkar, þá er best að hrista af sér alla sjálfsréttlætingu, sækja í réttlæti og halda áfram sem betri persóna hafi maður misstigið sig í framkomu við aðra. 

Svo ég haldi áfram, það er vist þroskunar ferli sem hefst þegar maður byrjar að blogga, maður sér það ekki fyrr en maður lítur til baka.  Nýverið missti ég vin af blogginu, ekki vegna orða minna, heldur vegna orða einstaklings sem er innan trúarinnar.  Þessi orð voru skrifuð í samhengi við skoðun einstaklings, sem hafði mjög sterk orð um "Kristna trú" þó ekki til að byrjar með, snérist út í það.

Mér brá þegar ég sá þessi orð og ég vona að sá sem skrifaði þau, hafi beðist afsökunar, ég get ekki svarað því, þar sem ég sæki ekki síður þar sem vegið er að trú minni öllu jafnan,  það þjónar engum tilgangi að stofan til deilna við fólk sem er öndverðumegin þegar það kemur að trú og pólitík svo dæmi séu tekin.

umburðalyndi og kærleikurSvo ég snúi mér aftur að þroskaferli bloggarans, viss málefni sem eru honum eða henni kær er allt það sem kemst að til að byrja með, skiljanlega, því annars væri það ekki skemmtilegt áhugamál.  Það kemur fyrir að þessi sama persóna, bíti frá sér og úr því verða hatramar deilur, sem særir út frá sér, ef svo má að orði komast.  En með tímanum þá fer bloggarin að venjast siðaboðskap bloggsins, sem er mjög sérstakt fyrirbæri, bloggarin ku hafa sömu áhugamál og hefur ekki vikið frá skoðun sinni eða trú þegar það kemur að þessu öllu saman, en hann er farin að sjá lengra, hann er farin að skilja að ef maður skrifar eitthvað þá verður maður að hafa það í huga hvort maður mundi segja það sama við einstaklingin ef maður sæti á móti þeim, t.d. á kaffihúsi. Þetta hef ég reynt að temja mér, en ekki alltaf gengið eins og vel og ég hefði getað óskaðBlush

Nú svo ég taki dæmi,  DrE hefur stundað það að vera með yfirlýsingar sem eru særandi fyrir marga trúaða, og það hefur komið fyrir að mér finnst að minni trú vegið vegna skrifa hans, en, og hérna kemur bloggþroskinn inn í dæmið, "en" hann er að tala um málefni sem hann telur vera mikilvægt að deila með öðrum, ég þarf ekki að vera sammála honum, en ég þarf að virða hans skoðun og sína honum kurteisi, það hefur ekki alltaf tekist, enda er ég ekki neitt gróðurhúsa blómWhistling, stundum eru erfiðustu skrefin að skoða sjónarhorn sem maður skilur ekki, og læra að virða þau, ræða málin málefnalega og koma sinni skoðun á framfæri við þann bloggara, án þess að gera lítið úr því sem viðkomandi er að reyna koma á framfæri.  Þetta þroskaskref er erfitt, en vel gerandlegt.

"Varúðar skal gætt í nærveru sálar", þetta eru ekki innantóm orð, þetta eru orð sem við ættum öll að lifa eftir hvort sem við trúum eða erum vantrúuð, það er ekkert sem réttlætir persónuníð eða vanvirðingu, þetta gengur jafnt yfir alla.  Það er fátt dýrmætara í þessum heimi en framkoma okkar við annað fólk, og sem trúuð persóna, þá geri ég mér fyllilega grein fyrir því að ég bý ekki í heimi sem er byggður upp af sykurpúðum og baðmull, orð mína hafa áhrif, þessi áhrif geta verið neikvæð þau geta verið jákvæð, en þau hafa áhrif og skilja eftir sig spor.

Orð ritningarinnar eru ekki vopn, þau eru til íhugunar, fræðslu og leiðbeininga, vissulega geta þau verið beitt og vissulega er í lagi að nota þau, en ekki til þess að særa eða gera lítið úr náunganum, við verðum að átta okkar á því að það sem við skiljum sem áminning eða leiðbeining, er öðrum sem árás og lítilsvirðing sakir vantrúar eða trúleysis viðkomandi.gefðu virðingu

Við sem trúum, erum trúuð ekki vegna þess að okkur er það meðfætt, heldur vegna þess að við upplifum trú á mjög persónulegan hátt, þessi trú er oft svo áþreifanleg að fólk sem er ekki á sama stað trúarlega fær það ekki skilið, og gera lítið úr þessum einstaklings trú sæmd og andlegu heilbrigði. Þetta er rangt, þetta er ljótt og þetta er engum til sæmdar.  Ég skil háð, ég skil beitt háð sem er tekin með húmorinn að sjónarhorni, en ég fæ seint skilið grimmt háð, ég fæ seint skilið neina grimmd.

Kæru vinir og trúbræður, sækjumst eftir því að vera full af kærleika, og skilning, sækjumst eftir því að virða alla, sama hvar þeir eru í þjóðfélaginu, sama hversu ósammála við erum hinu og þessu, umvefjum hvern einasta aðila í blíðu og umhyggju, notum aldrei niðrandi orð, tölum aldrei niður til eins eða annars, sækjumst ávalt eftir friði, skiljum eftir spor sem eru Jesú til gleði og Guði til blessunar, ef það sem við skrifum eða segjum gerir það ekki, þá erum við að gera eitthvað sem við verðum að bæta úr. Tökum ekki þátt í deilum, stöndum vörð um sálu okkar og heillindi, látum skoðun okkar standa eða falla án þess að gera lítið úr orðum  annarra og þeirra skilningi. Ræðum um málin sem eru okkur kær út frá okkar sjónarhorni, með það í huga að ekki allir munu skilja og ekki allir verða sammála og að það sé  bara allt í lagi.

Hafi ég nokkurn tíman sært þig sem hér les með orðum mínum, bið ég þig að fyrirgefa mér, því sannleikurinn er sá að ég fæ ekki afborðið að særa neinn. 

Nú svo ef þið hafið lesið alla þessa færslu þá fáið þið bónus, og þið getið treyst mér, ég tala helst ekki um þetta, en í tilefni dagsins og þá læt ég vaða, kæru vinir sem og aðrir netverjar, ég á afmæli í dag, ég er 42 ára, á þessum deigi fyrir 42 árum síðan,  kl 8:05 að morgni fæddist ég inn í þennan heim, móður minni til gleði þó svo að ég hafi komið með miklum látum og hún hafi þurft súrefni, þá er ég hin rólegast í dag, kannski allt of róleg, en þannig er það nú.  Hafið það sem allar best, Guð blessi ykkur og varðveiti í dag sem og allar daga.gleði

Knús.

 
   Fyrra Korintubréf 13:1
1Þótt ég talaði tungum manna og engla
en hefði ekki kærleika
væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla</


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband