Kjósa Kristnir aðalega íhaldið - Könnun

Ég var að pæla í þessu, því ég hef tekið eftir því hjá sumum að Geiri og Dabbi dæmalausi virðast ekki geta gert neitt rangt.

Það væri rosalega gaman vita hvað þið haldið, með því að svara könnuninni hér til hægri, og svo að fá umræðu um málið í athugasemdir.  Eina sem ég bið um að fólk gæti þess að vera ekki með nein ljótayrði eða persónu árásir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Ekki ég... er stoltur yfir því að hafa aldrei kosið íhaldið né framsókn og kem aldrei til með að gera. hér áður fyrr kaus ég Fylkinguna þegar hún bauð fram, síðan Allaballa ef einhver man eftir þeim og á síðustu árum hef ég kosið Vinstri græna. Er samt aldrei sammála öllu. hjá þeim En það virðist hvergi vera til kristinn vinstri flokkur, það er draumaflokkurinn minn...

Guðni Már Henningsson, 18.11.2008 kl. 01:32

2 identicon

Pabbi sagði að þegar væri hægristjórn yxi kirkjunni fiskur um hrygg !

svo virðist líka sem hægristefnan sé meira trúarbrögð en skilningur á aðstæðum

baddibæk (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 02:04

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kristni og vinstri fara jafn illa saman og vatn og olía.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.11.2008 kl. 03:12

4 Smámynd: Jóhann Hauksson

Ég verð að viðurkenna að hafa kosið íhaldið, ekki treyst öðrum fyrir stjórn landsins, núna eru farnar að renna á mig tvær grímur.

Verð samt að viðurkenna að ég sé ekki hverjir í stjórnarandstöðunni geti eða séu þeir menn og konur sem leitt geta okkur úr kreppunni. Ef ég gæti kosið einstaklinga í stjórn frekar en flokka þá er hugsanlegt að mér tækist að raða mönnum og konum í stjórnina, sama held ég að margir aðrir gætu sagt. 

Jóhann Hauksson, 18.11.2008 kl. 08:07

5 identicon

Búin að svara

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 08:35

6 Smámynd: Linda

Sæll Guðni, takk fyrir þitt svar, heiðarlegt og skemmtilegt

Baddibæk, "Hægristjórn yxi kirkjunni fiskur um hrygg" hahah, pabbi þinn góður, sjálfsagt eitthvað til í þessu, að mörgu leiti, takk fyrir þitt svar. 

Sæll Preddi, Sammála þér að mestu, sérstaklega vegna hina ýmsu ummæla þeirra, þó hafa þeir samt meiri áhuga á félagslegri áherslum, en aðhaldið, þeir vilja jafnt yfir alla í samfélaginu, og þetta er mjög jákvætt hugarfar og í raun mjög kristileg hugsjón, þó svo að formenn þeirra séu ekki Guðstrúar.

Sæll Jóhann, mjög heiðarlega og góð athugasemd, ég er sammála þér í því að það væri betra að kjósa einstaklinga yfir flokka.

Sæl Birna mín, þakka þér kærlega fyrir. 

Linda, 18.11.2008 kl. 11:05

7 Smámynd: Linda

nú er komið að mér að leggja plóg við hönd, eða þannig, ég man aldrei málshætti, þið fyrirgefið hahah

Ahem, já svo ég haldi áfram, ég er ekki flokksbundin, þegar ég flutti heim fyrir tug árum rúmlega þá kaus ég eins fólkið mitt hafði kosið, Íhaldið, þó svo að mitt fólk hafi almennt ekki verið neitt sérstaklega trúað umfram aðra.  Síðan þá hef ég verið flokka sígauni hehe, því miður þá hefur mér tekist að verða fyrir vonbrigðum ár eftir ár, enda tala fæstir máli mínu, sem einstæðings.  En íhaldið, er mér ekki lengur boðlegt...hvað verður veit ég ekki, en merkilegt þykir mér að sjá skoðunarkönnunina í þessum skrifuðu orðum 70% telja að kristnir kjósi íhaldið.

bk. 

Linda. 

Linda, 18.11.2008 kl. 11:13

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ekki að ræða að kjósa íhaldið! Fyrr má ég dauður liggja!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.11.2008 kl. 22:34

9 Smámynd: Linda

hahahah góður Haukur, þetta er nefnilega svo skondið, sakir þess að íhaldið m.a eru þeir sem samþ. að það mætti gefa samkynhn. saman í kirkju. Raunverulegt íhald hefði sagt nei...pælið í því..

 kv

Linda.

Linda, 18.11.2008 kl. 22:37

10 Smámynd: Linda

Kristnir og Íhaldið komið niður 64% og þetta kemur mér ekki á óvart.

Linda, 18.11.2008 kl. 22:57

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Skyldukvitt - Nauðungarkvitt

FIRÐARKVEÐJUR/RÓSA

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.11.2008 kl. 23:16

12 Smámynd: Linda

hahahahhahah...já einmitt það, sko, ég þekki nefnilega sýsló á vopnó,...nei allt í gríni milli mín og Rósu

Linda, 18.11.2008 kl. 23:19

13 Smámynd: Linda

Kæri Hippó, takk fyrir þína athugasemd og skemmtilega innsæi, út frá hinu "trúlausa" sjónarmiði, ég met það mikils. Hreinskilni þín og heiðarleiki er eins og best er á kosið á milli vini, líka bloggvina

Ég hugsa að ég verði áfram sígauni miðað við aðstæður í dag......ég held að það sé langbest.  Samfó sem ég taldi vera ágæta miðju á sínum tíma hefur illa svikið að mínu mati sína flokksmenn, með því að sitja á grindverkinu og hafa ekki hreina pólitíska afstöðu lengur, þar að segja fyrir utan hana Jóhönnu.  Svo..Linda sígauni verð ég eitthvað áframVG ....grrrrrrr need I say more hahah.

bk.

Linda. 

Linda, 19.11.2008 kl. 00:47

14 Smámynd: Linda

Hehe, ég veit ég hræddi þig pínu með VG ívafinu, lofa, ég kýs ekki VG það yrði eins og að kjósa yfir sig djöfsa argh, no way hóse (jose)   Ég held því áfram á  sígaunaflakkinu og skelli mér eins og sönnum Íslending í víking í Elliðaárdalinn, kreppukrónan kemst því miður ekki lengra hahaha

bk.

Madame Linda 

Linda, 19.11.2008 kl. 01:07

15 Smámynd: Halla Rut

Fyrst spurði ég mig "því það" en svo fattaði ég af hverju. Ekki mundu þeir kjósa vinstri græna enda mundi þá rísa hér moska um leið. Humm góð ámynning.

Halla Rut , 19.11.2008 kl. 01:19

16 Smámynd: Linda

Góður punktur Halla.  Þetta hafði ég ekki hugsað út í.   Ja hérna hér, maður verður að halda sig á mottunni og láta ekki það græna, ræna mann vitinu

bk.

Linda. 

Linda, 19.11.2008 kl. 01:23

17 Smámynd: Linda

Æi sendi of fljótt.  VG er bara ekki flokkur sem ég gæti kosið, sannfæringu minni yrði ofboðið...ok búin í bili

Linda, 19.11.2008 kl. 01:25

18 Smámynd: Linda

mér datt allt í einu í hug að fólk gæti haldið að ég væri haldin fordómum fólki sem kýs VG, og svarið er sko alfarið nei, hið fínasta fólk eru VGistar, eins og Guðni og Anna k.  Ég er bara á móti stefnu þeirra í ýmsu, og afstöðu þeirra til sumra mála, sem og er ég rosalega lítið fyrir S.J

Linda, 19.11.2008 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband