Þetta kemur á óvart?

Ég sá þetta fyrir, þetta kemur mér því miður ekkert á óvart, ég hef miklar áhyggjur af lífi verðandi forseta BNA, hatrið á blökkumönnum er svo rosalegt hjá sumum og í sumum ríkjum BNA.  Rasismi er líka smitandi, ég veit af fólki sem hefur sótt nám í suðurríkjum BNA og kemur heim talandi illa um svarta, leti þeirra, gleypahneigð og meira að segja lyktina af þeimShocking

Rasismi nær yfir alla þætti lífsins og öllum félagslegum stigum lífsins, hvort um sé að ræða að hálfu  hvítra eða þeirra sem teljast til "litaða kynstofnsins".  Eitt dæmi, þegar óeirðirnar urðu í south Central LA, fyrir hvað rúmum 18 árum circa(vegna niðurstöðu réttarhalda yfir hvítum lögreglu mönnum í máli Rodney King), þá  réðust svartir á hvíta, og brenndu sín eigin hverfi og búðir, svo réðust Kóreu menn á svarta fyrir að ráðast á og brenna búðir þeirra sem voru í south Central, þetta var skuggalegt ástand og ég vona að svona mun ekki koma fyrir  aftur

Já það er mikið lagt á herðar hans Obama heima fyrir, erlendis og kynþátta átök..skuggalegt.  Maðurinn á eftir að sýna sig og sanna, það gefur alveg augaleið og kröfur samfélagsins sem eru í Bna mun ætlast til mikils af honum, meira en hvítum forverum hans, framtíð svartra framamanna mun standa og falla með Barrack Husseins Obama, réttlátt, sjálfsagt ekki, en staðreynd engu að síður.

 

 


mbl.is „Farðu aftur til Afríku“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var viðbúið.Ég held að Óbama sé fínn í embættið.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 11:59

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glitter Graphics

Thanksgiving Glitter

Sæl Linda mín.

Þetta er viðbjóðslegt. Nú er þjóðin búin að kjósa og fólkið verður að virða úrslit meirihlutans. 

Hugsaðu þér, ég er bara búin að kvitttttttttta.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.11.2008 kl. 12:17

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glitter Graphics

Glitter Thanksgiving Graphics

Jesús elskar ungu börnin,

Elskar börnin öll á jörð,

Þau sem eru andlitsbjört,

Einnig rauð og gul og svört.

Jesús elskar ungu börnin öll á jörð.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.11.2008 kl. 12:21

4 Smámynd: Linda

Sæl Birna, það verður spennandi að fylgjast með honum, ég vona að hann sé eins hreinn og beinn og hann sýnist vera, BNA þarf á hetju að halda, Repparnir eru búnir að eyðileggja allt þeirra traust. 

Sæl Rósa mína, og ekki nauðug muahahahahaha.

Takk fyrir innlitið báðar tvær.

knús 

Linda, 19.11.2008 kl. 14:51

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Linda mín!

Mér líst þrælvel á Obama sem forseta. Þetta er óvenjulegur maður á jákvæðan hátt. Það verður fylgst með honum meira enn nokkrum öðrum forseta.

Enn ég held að hann sé málamiðlari og muni heimsækjamörg lönd. Gott umræðuefni.... 

Óskar Arnórsson, 19.11.2008 kl. 16:39

6 Smámynd: Linda

Sæll Óskar, takk fyrir innlitið, það verður fylgst mjög vel með honum, og ég býst við því að hann sé nógu sterkur til þess að takast á við það sem koma skal.

bk.

 Linda.

Linda, 19.11.2008 kl. 16:45

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, ég held það líka. Þangað til annað kemur í ljós..

Óskar Arnórsson, 19.11.2008 kl. 17:31

8 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Linda!

Flottur pistill hjá þér!

Kveðja úr Garðabænum

  Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 19.11.2008 kl. 17:54

9 Smámynd: Linda

Takk kærlega fyrir innlitið Halldóra mín,

Linda, 19.11.2008 kl. 21:47

10 identicon

Sæl Linda mín.

Þarfur pistill hjá þér.

 Ég óttast að þetta geti gerst einfaldlega vegna þess að það er líka kreppa í USA, og hverjir missa fyrstir vinnuna og svo hitt að það geti farið af stað sterk andstöðuöfl sem þurfa ekkert frekar að vera komin frá Rebúblikum,þau geta komið svo víða að. Getur þú látið þér detta eitthvað bitastætt í hug.?

Kærleikskveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband