Enginn grætur Íslending

Sagði Jónas Hallgrímsson í ljóði einu.  Það má með sanni segja að við erum e.t.v. að upplifa slíka höfnun, þó svo við séum ekki búin að fá kossinn frá torfu, þó eru margir svo neikvæðir að þeir eru búnir að jarða þjóðina með orðum, sem eru svo langt frá því að gefa fólki von.

Vitanlega eigum við að fá allt hreint og beint í æð, það er óþarfi að fegra slæmt ástand, við tökum því sem koma skal eins og okkur er vant, að íslenskum sið. "þetta reddast".  Þetta er hinn jákvæði arfur hins sanna landa, og það mun eflaust reyna á þessi orð í nánustu framtíð. Eitt er víst ég er ekki tilbúin að játa mig sigraða, hvað þá að fá hinsta kossinn af grænni torfu.......

jonasHallgrimssonPersónulega langar mig að leyfa Jónasi Hallgrímssyni að eiga hér nokkur orð, sem eru mjög við hæfi, ljóð og hluti af útskriftarræðu hans.

Enginn grætur Íslending
einan sér og dáinn.
Þegar allt er komið í kring
kyssir torfa náinn.

„Marga saklausa, yndisfulla gleði hefur guð íheiminum veitt hvörjum sem hennar rétt leita", segir í prófræðunni frá 1829, en næstumgengninni við guð og ánægjunni yftr afloknu skylduverki mun „engin svo hrein,engin sem líkist eins heimsins sælu og gleðin af umgengni við dyggðuga vini...Heilbrigði sálar og líkama, fáeinir vinir og daglegt brauð, þetta er sú jarðneskafarsæld sem vér viljum biðja guð að veita oss og sjálfir leita réttvíslega".

Yndislegt og viðeigandi orð Jónasar, orð sem eiga vel við í dag.


mbl.is Ávísun á risagjaldþrot ef lán fæst ekki frá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég held að risagjaldþrot blasi líka við ef við tökum á okkur drápsklyfjar þessara erlendu lána allra. En ég setti myndir á bloggið hjá mér af mótmælunum.

Á nokkrar fleiri sem ég get sent þér í tölvupósti ef þú vilt.

Bestu kveðjur,

T.N.

Theódór Norðkvist, 16.11.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk fyrir þetta, gott að lesa aðeins um Jónas á þessum tímum

Guðni Már Henningsson, 17.11.2008 kl. 00:41

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Vonin mín.

Frábært hjá þér. Jónas Hallgrímsson var eitt af mínum uppáhaldsskáldum þegar ég þurfti að læra ljóð í denn þegar ég var ung, you know. Hann hefur ekkert dalað þó margir nýir hafi komið með einhverjar langlokur.

Vona að þú hvílist vel í nótt og hrjótir hraustlega.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.11.2008 kl. 00:52

4 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 12:32

5 Smámynd: Linda

Sæl elsku vinir, takk innilega fyrir athugasemdirnar.

Bið Guð að blessa ykkur og verndi.

Linda. 

Linda, 17.11.2008 kl. 14:14

6 identicon

Sniðugt. Jónas lifði ekki undir ósvipuðum aðstæðum og við gerum nú. Ætli ljóðin hans verði ekki í auknu mæli notuð í okkar samhengi?

Jakob (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 14:53

7 Smámynd: Linda

Hæ Jakob, já það væri óskandi, hann var frábært ljóðskáld, maður þarf eiginlega að fara pæla í hans orðum aftur.  Gaman að sjá þig btw.

kv.

Linda. 

Linda, 17.11.2008 kl. 14:58

8 Smámynd: Halla Rut

Jónas hittir í mark þótt undir torfuna sé komin.

Halla Rut , 19.11.2008 kl. 01:15

9 Smámynd: Linda

Nákvæmlega Halla, stundum þurfum við að hverfa til fortíðar til þess að finna svar fyrir framtíðina...

bk.

Linda. 

Linda, 19.11.2008 kl. 01:17

10 Smámynd: Halla Rut

Halla Rut , 19.11.2008 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband