26.9.2008 | 13:28
Ræða Naser Khaders um Sþ og völd Íslams innan þeirra raða.
Kæru vinir ég birti þessa færslu hér fyrir neðan sem er þýdd ræða flutt af Naser Khaders(á mynd), tilvitnanir í rit Múslíma eru ekki hluti af ræðunni heldur viðbætur af þýðenda greinarinnar til að sýna fram á að Naser er ekki að tala út í bláinn. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég er að taka áhættu með því að birta þessa grein hér á mbl, sú áhætta fellst í því að það verður mjög líklega lokað á mig.
Vinsamlega hafið í huga sem hér lesa að óginin er raunveruleg, en hún kemur ekki frá hinum venjulega lýðræðs elskandi Múslíma sem vill bara að hafa sína trú í friði og aðlagast vestrænu samfélagi, ógnin kemur frá öfgaarmi Íslams sem fáir þora að standa gegn innan Íslams, en með því að birta frásögur þeirra sem þora er ég að styðja þá í baráttu sinni við það sem þeir óttast og þekkja manna best. (Vinsamlega sýnið stillingu í allri umræðu um þetta mál)
Hér fyrir neðan er ræða Naser Khaders á ráðstefnunni í Genf. Ráðstefnan er til undirbúnings
ráðstefnunni sem hefur verið nefnd Durban II um kynþáttamismunun.
,,Trúarbrögð og tjáningarfrelsið í Mannréttindanefnd SÞ."
Genf, þann 18. September 2008
Þakka ykkur fyrir tækifærið til að koma hingað í dag þakka þér Hr. Roy Brown fyrir að standa að þessari ráðstefnu.
Herrar mínir og frúr, leyfið mér að hefja þetta með því að segja: Heimsstyrjöld nr. III er hafin.
Það er ekki stríðið gegn hryðjuverkum sem ég er að vitna til, þó að það fullnægi alveg skilyrðum þess að geta kallast heimsstyrjöld, þar sem hryðjuverkaárásir virða ekki landamæri heimsins. Það stríð er aðeins brot af því stríði sem raunverulega geysar.
Eins og hryðjuverkastarfsemin, þá hefur stríðið sem ég tala um engin efnisleg landamæri.
Það er hnattrænt stríð um gildi og það hefur staðið núna í þó nokkurn tíma. Það er stríðið milli Íslamismans og hugmyndafræði lýðræðislegra gilda.
Það stríð hefur verið í gangi aðallega vegna þess að það hefur komið leiðtogum lýðræðisríkjanna og stjórnmálamönnum heimsins í opna skjöldu.
Margir leiðtogar heimsins álíta að þarna sú um skoðanaskipti að ræða þar sem eina vopnið sé samræður. En leyfið mér að undirstrika fastlega að svo er ekki.
Skoðanaskipti eru aðdáunarleg lausn við margháttaðar aðstæður.
En ég vil benda á að viðræður hafa sínar takmarkanir, og í þessu tilfelli, þurfum við að átta okkur á því að skoðanaskipti eru ekki notuð af Íslamistum og okkur mun væntanlega ekki miða neitt með þeim.
Það sem Íslamistarnir gera er að troða sínum málum að ekki eingöngu í hinum íslamska heimi, en nú sjáum við þá vera komna með annan fótinn inn á ráðstefnur, þar sem aðeins ætti að leyfa aðgang þeirra, sem eru lýðræðissinnar, ef svo má að orði komast.
Það sem við erum að sjá að því er varðar Durban II er fullkomið dæmi.
Íslamistarnir hafa rænt málefnaskránni. Hún hefði getað fjallað um hryllinginn í Darfur, eða mannréttindabrot gegn konum um allan hinn íslamska heim eða önnur mál sem lægju eðlilega innan verkefna ráðstefnunnar.
Jæja, nú snýst málið um trúarlegar tilfinningar.
Eða að segja það beint út: Að vernda réttindi Guðs fram yfir og áður en við verndum mannréttindin.
Þetta er þróun innan SÞ. Sem ástæða er til að hafa verulegar áhyggjur af.
Hugsunargangur hjá SÞ. Hefur smám saman mótast meir og meir af hugsanaferlum alræðisríkja.
Hugleiðið þetta: Durban II ráðstefnan er undirbúin af sendiherra Líbýu, sem ætti að vera síðast í röðinni. Ég skal bæta því hér við að í augnablikinu þá heldur Líbýa dönskum þegn í fangelsi fyrir að skrifa gagnrýni um Mohammed Khaddafi.
Við skulum tala um Danmörk, við sóttum fyrr á þessu ári um að verða meðlimir Mannréttindanefndar SÞ., en var hafnað.
Danmörk býr yfir framúrskarandi sögu um að styðja mannréttindi og að búa við frægt lýðræðislegt fyrirkomulag.
Sérfræðingar telja að höfnunin hafi meðal annars mótast sem refsing vegna teikninganna af Múhameð Spámanni.
Í Bretlandi voru samþykkt lög nýlega þar sem fólk getur hlotið upp í 7 ára fangelsi fyrir brot gegn trúarbrögðum.
Snúum okkur aftur að Durban II: tekið hefur verið fram nú þegar að gagnrýnir óopinberir starfsmenn á Íslam, fá ekki aðgang að ráðstefnunni.
Í allri einlægni þá ættum við að hafa miklar áhyggjur. Athyglinni virðist vera mikið beint að Guði þessa dagana, jafnvel innan SÞ. Ég er ekki vissu um það að Guð sjálfur væri mjög ánægður með þessa stöðu mála.
En ég hefi áhyggjur af þessu.
Íslamistum á framskriði er tekið með umburðarlyndi og heimboðum á ráðstefnur og efnisdagskrár þar sem þeir hafa EKKERT og ég meina EKKERT - að leggja fram.
Þeir munu segja að stefnuskrá þeirra sé eingöngu beint að hinum íslamska heimi. En það er lygi. Eina markmið Íslamista er að sigra heiminn, ekki bara smá part af honum.
Allt heila klabbið - mann og mús.
Þeir eru þræl vopnaðir og vel undirbúnir til að standa endalaust í þessari baráttu.
Og við gerum þeim ákaflega létt fyrir.
Við högum okkur eins og að við höfum látið sviðsljósið ná okkur aðeins vegna þess að samtök eins og OIC segir að þeir - og þeir einir - tali fyrir munn allra Múslíma.
Allt í lagi við álítum að það séu heil margir Múslímar.
Við getum ekki hundsað slíka rödd.
Látum þá fá orðið, segjum við - vegna þess að við erum lýðræðissinnar og álítum að allir eigi að fá að tala.
En í þessu tilfelli erum við bara einfaldir lýðræðissinnar (Naívókratar eins og ég kalla þá) Við trúum þeim. Við höldum að OIC tali fyrir alla Múslíma.
En það gera þeir ekki.
Þeir tala ekki fyrir minn munn.
Þeir tala ekki fyrir munn margra hér á ráðstefnunni.
Þeir tala ekki fyrir helling vina minna lýðræðissinnaða nútíma Múslíma, sem líta á trúarbrögð sem einkamál hvers og eins, en ekki opinberan boxhring með Íslam annars vegar og lýðræðið hinum megin.
Að mínu áliti talar OIC aðeins fyrir sykurpabbana sína í Sádi Arabíu.
Og svo leyfum við þeim það.
Jæja, leyfum þeim að tala, já en ekki yfirtaka dagskrána.
Látum þá ekki sannfæra okkur um að trúarleg gildi séu hafin yfir lýðræðisleg gildi.
Þau eru það ekki.
En allt í einu þá virðist það vera svo innan SÞ. Að það sé umræðuefnið:
Að við eigum að vernda trúarlegar tilfinningar áður en við gætum lýðræðislegra gilda.
Ef trúarlegum tilfinningum þeirra er misboðið þá skal ég segja ykkur nokkuð:
Að því er varðar framvindu mála á Durban II, þá er lýðræðislegum tilfinningum mínum ákaflega misboðið.
Það sem ég áleit að aldrei myndi eiga sér stað er farið af stað: Ég er að missa tiltrú á SÞ.
Ég fæ ekki skilið hvernig þessi stolta stofnun, með það efsta og göfuga markmið er að sameina þjóðir.
Að berjast fyrir lýðræði á öllum tímum og vera verndari þeirra gagnrýnenda innan alræðisríkjanna og gjalda við lífi sínu fyrir baráttuna fyrir lýðræðislegum gildum: mál- og tjáningarfrelsi.
Um það snýst málið í SÞ.
Eða það áleit ég.
Jæja, að því er varðar Durban II, þá virðist mér augljóst að SÞ. Hafi gerst hinn nýi vígvöllur Íslamismans undir forystu nokkurra alræðisríkja.
Ég geri ekki ráð fyrir því að okkur sé ljóst að við skjótum lagalegum grundvelli undir Íslmista með Durban II, ráðstefnunni.
Og þeir ná sínu fram á meðan lýðræðisþjóðirnar horfa fram hjá því sumar krjúpa næstum því niður í eyðimerkursandinn og afhenda þeim dagskrána og um leið sigurinn - til alræðisríkjanna.
Ég tek ofan fyrir Kanada fyrir að standa fastir fyrir varðandi þetta mál og ætla að halda sig frá Durban II ráðstefnunni í mótmælaskini (Munu Íslendingar hafa bein í nefinu til að gera það sama? Innsk. Þýðanda.)
Við höfum horft á þjóðir keppast um að fá inngöngu í ESB.
Ef til vill er kominn tíminn á það að stofna Lýðræðisbandalag Þjóðanna þar sem þjóðum er eingöngu hleypt að ef þær undirrita viss lýðræðisleg fyrirheit.
Það mundi auka matarlystina verulega ef þannig má komast að orði.
Það er vert að hugsa um það.
En hugleiðingar okkar um það hvernig standa skal að þessu ætti að kalla eftir andsvörum núna.
Ástæðan er sú að meðan við höngsum og erum að hugsa, eru Íslamistarnir á fullri ferð.
Og þeir hafa sannað meiriháttar atriði með því að ræna Durban II:
Þeir eru alls staðar.
Þeir eru skipulagðir í þaula.
Og þeim verður vel ágengt.
Birt með góðfúslegu leyfi þýðenda,
Surah 2. Kýrin. 186 málsgrein.
Berjist í sjálfsvörn:
Kóran: 002:186. Berjist við þá sem gera "árás" á yður vegna Íslam, en farið ekki yfir mörkin. Allah elskar ekki þá sem kunna sér ekki hófs (fara ekki eftir Kóraninum og Sharia lögum).
Skýringar: Kóran002:186 m1. Skýring:
Að Múslímar eigi ekki að ráðast á neinn að fyrra bragði skal nota sem vörn fyrir íslam.
Allsherjar návist vestrænnar menningaryfirráða getur skoðast sem" árás".
Í flestum stríðum geta verið misvísandi ástæður fyrir "árás".
Gagnrýni á hið pólitíska Íslam getur verið skoðuð sem "árás".
Sérhver árás eða atlaga að Múslímum getur skoðast sem" árás" á hið pólitíska Íslam.
Smella hér, underground svíi að tjá sig á youtube
Smella hér, til að heyra hvað lögreglan og aðrir eru að segja í Malmö
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Öfga Íslam | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
Hér held ég að Naser Khader fari með hárrétt mál.
Hvað ætlum við íslendingar að gera, annað en að yppta öxlum, draga lappirnar og klappa hvoru öðru á axlirnar fyrir að vera umburðarlynd?
Verjum málfrelsið, mannréttindin og lýðræðið.
mbk,
Linda - eyddu fyrra innlegginu fyrir mig, bitte.
Kristinn Theódórsson, 26.9.2008 kl. 14:09
Hæ Kristinn, ég er þér svo innilega sammála.
Takk fyrir innlitið :)
mbk.
Linda, 26.9.2008 kl. 15:15
Linda, ég held ekki að þér verði hent út. Þessi texti birtist fyrst hjá mér á blogginu. Ég fékk hann svo að segja volgan tveimur dögum áður en hann var fluttur.
http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/647723/
Ég ætla rétt að vona að Mbl.blog. fari ekki að loka á þig fyrir að birta textann.
Ég er ekki búinn að lesa þýðinguna hjá þér, sem ég sá að Skúla Skúlason hinn ægileg var líka með.
Leyfi ég mér að benda ykkur á nýtt blogg, sem ég bið ykkur að styðja:
http://www.durban2.blog.is/blog/durban2/
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.9.2008 kl. 16:00
Takk Vilhjálmur, maður bara veit aldrei þessa dagana, það er svo stutt í að fólk er svipt tjáningafrelsi á blogginu. Ég ætla að kíkja á bloggið sem þú visar í.
mbk.
Linda
Linda, 26.9.2008 kl. 16:04
Mjög umhugsunarvert. Ég held að sérhver þjóð ætti að setja upp einhvers konar skilyrði fyrir þá sem vilja lifa í landinu. Finnst það mjög eðlilegt að þeir sem koma hingað samþykki trúfrelsi, lýðræði, mannréttindi og tjáningarfrelsi. Þeir sem telja að heiðursmorð og ofbeldi vegna trúarlegra móðgana vera í lagi ættu bara að fara heim til sín. Ég vona að við sjáum þetta hérna á Íslandi, að þetta eru okkar gildi og þeir sem virða þau ekki eiga að finna sér annan stað til að lifa á.
Takk fyrir góða færslu Linda! Ef einhverjir vilja loka blogginu þínu þá veistu að þú átt nóg af vinum sem munu mótmæla mjög hátt :)
Mofi, 26.9.2008 kl. 16:52
Takk Mófi. Mér er blöskrar svo gjörsamlega andvaraleysið í sumum fólki.
Gott að vita að maður á vini.
mbk.
Linda
Linda, 26.9.2008 kl. 17:10
Takk Linda, ég held að þetta sé brennheitt mál sem við séum hvergi nærri farin að sjá fyrir endann á. Ekki síst spennandi fyrir þær sakir að það snertir svo mörg svæði þess þjóðfélags sem við byggjum. En Mofi, hvernig á að fara að því að rannsaka hjörtun mannanna? Hvernig mælir skrifstofumaður hjá útlendingaeftirlitinu hinar eiginlegu skoðaniri fólks á samskiptum kynjanna, á barnauppeldi, kristinn náungakærleika og öllum þeim frelsishugtökum sem byggja lýðræðislegan grundvöll? Hef svosem engin svör sjálfur á þessu, þessu skaut bar a upp í kollinn á mér. Síst vil ég loka landinu, frekar að benda á að þessi umræða er óskaplega þörf, vil ekki sjá svona aðstæður eins og Jóhanna skrifaði um í dag (26.9) á Íslandi.
Ragnar Kristján Gestsson, 26.9.2008 kl. 18:18
Sæl Linda! Þakka þér fyrir að birta ræðu Nashe Khaders. Ég held að það sé kominn tími til að vekja athygli á þessu máli.
Við höfum oft þagað, þegar við áttum að tala.
Ég styð einnig bloggið sem Vilhjálmur bendir á.
http://www.durban2.blog.is/blog/durban2/
Linda! Ég var að lesa í Orðskviðum Salomons 31,29 og þú komst upp í hug minn.
"Margar konur hafa sýnt dugnað, en þú tekur af þeim öllum fram"
Shalom kveðja
olijoe
Ólafur Jóhannsson, 26.9.2008 kl. 18:35
sæll Ragnar og takk fyrir þína athugasemd, ég vona að fólk fari að gera sér grein fyrir alvöru málsins.
Sæll, Ólafur Þakka þér fyrir þinn góða stuðning eins og alltaf. Shalom til þín.
mbk.
Linda.
Linda, 26.9.2008 kl. 21:58
Sæl Linda! og takk fyrir fræabæra færslu og þssar myndir eru bara nokkuð sem ég hef séð með eigin augum. Ekkert nýtt fyrir mér.
Já, ég þekki þetta mál mjög vel. Hef búið í Svíþjóð í 20 ár. Er fluttur nú til bæjar nokkra kílómetra frá Malmö.
Það er ekki hægt og myndi ekki ráðleggja neinum að vera ekki margir saman eftir að myrkur er komið, læra hvaða hverfi ENGIN hvítur maður fer inn í, og ég persónulega geng alltaf vopnaður skammbyssu sem hægt er að kaupa hvar sem er.
Þetta er og voru mistök að hleypa þessu fólki inn. það bíður eftir ð komast í meirihluta, fer sér hægt og nú er það mesta ofbeldisfólkið í landinu.
Er einhver ástæðaa til að ætla að múslimar á Íslandi sem eru í toppstöðum, séu eitthvð öðruvísi enn þetta fólk? Hugsi nú hver fyrir sig.
Af hverju er svona alvarleg mál ekki til umfjöllunar áa þingi, í dagblöðum, í sjónvarpi? Mit álit er að menn hafa ekki áttað sig á mjög lúmskri ógnunar taktík sem er sérgrein herskárra múslima.
Að sjálfsögðu eru fjöldin allur af músslimum sem fyrirlítur þessa "trúbræður " sína. ENN! Ef þeim er gefin skipun, þáa gera þeir eins og þeim er sagt, jafnvel þó það sé á móti betri vitund.
Innilega sammála MOFI aldrei þessu vant :)
Óskar Arnórsson, 26.9.2008 kl. 22:32
Sæll Óskar og gott að það sé komið á hreint með þína síða, furðuleg mistök, en það er annað mál. Það er fínt að fá þitt á álit á þessari grein og jú myndböndunum sem fylgja neðst því þau tengja jú Svíþjóð þar sem þú býrð. Þögnin í fjölmiðlum er ærandi, það þorir engin að tala um þessi mál, en við reynum samt.
mbk.
Linda.
Linda, 26.9.2008 kl. 22:37
Sæll Hippó, takk fyrir þína athugasemd, þessar myndir vekja í manni óhug, í hvert sinn sem maður sér þær. Íslendingar verða að opna augun, og fara að taka alvarlega sem kemur frá reiðum og öfgasinnuðum Íslamistum sem eru að gera atlögu að frelsi Evrópu, þetta er ekkert grín, þetta er hið alvarlegasta mál.
mbk.
Linda.
Linda, 26.9.2008 kl. 22:43
Sæl Linda!
Það er einmitt málið! Fjölmiðlum er BANNAÐ ð taka upp þessa umræðu á Íslandi. Og viðurkenna það bara ekki. Hippokrates kemur með hressilegt og dagsatt innlegg þarna. Þetta er stríð sem byrjaði án þess að fólk tæki eftir því.
Skilurðu núna að ég sé ekkert athugavert við að verja mig og mína með hvaða ráðum sem er? Þó ég þurfi að skkjóta mér til varnar, geri ég það hiklaust. Það fylgir því að búa þarna..
Óskar Arnórsson, 26.9.2008 kl. 23:01
Þeir sem tala ekki arabísku komast ekki til himna !
http://jp.youtube.com/watch?v=nIbV-XD0Lac
Júrí (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 15:39
Kannski er þetta dæmi um hefðbundna predikun í nýju moskunni sem rís hér innann skamms ? Hvað skyldi Dorrit þá segja ?
http://jp.youtube.com/watch?v=MHPt6ehelwA&feature=relatedJúrí (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 15:50
Innlitskvitt og kveðjur til þín Linda.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 27.9.2008 kl. 16:57
Vel gert Linda mín að birta þetta, en nú er búið að opna bloggið hans Óskars á ný og menn hafa greinilega rætt málin. Múslimahrædd ritstjórn hefur greinilega safnað kjarki, ég hef ekkert kveikt á tölvu um helgina, hef ekki langað til þess og var ég fyrst að sjá þessa færslu núna. En ég styð þessa barráttu heilshugar!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.9.2008 kl. 13:15
Þetta er mjög áhugavert! Takk fyrir að birta þessa ræðu á blogginu Linda!
bkv. Sunna !
Sunna Dóra Möller, 28.9.2008 kl. 15:17
Takk fyrir þetta Linda, ég hef líka verið að hugsa, af hverjum saman standa: "Sameinuðu þjóðirnar, " Ef ég man rétt þá voru S.Þ. upphaflega samansafn þjóða sem stóð fyrir lýðræði. En hversu mörg muslimaríki tilheyra nú S.Þ. ??
Og er hægt að kalla þessi samtök í dag málsvara lýðræðisins? Bara svona spurning ?
Kristinn Ásgrímsson, 28.9.2008 kl. 15:50
Nokkuð áhugavert þetta sem Kristinn Ásgrímsson kemur með! þarf að skoðast betur...hmm..
Óskar Arnórsson, 28.9.2008 kl. 18:09
Mig langar að hrósa þér Linda fyrir hugrekki þitt og bið Guð að blessa þig ríkulega - takk innilega - þú ert yndisleg!!!
Nú ætla ég að safna saman þessum múslímafærslum ykkar og senda ákveðnum aðila til skoðunar og umhugsunar - í þeirri von að þetta verði tekið fyrir föstum tökum!!!
Ása (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 22:55
Hlaut að koma að því :)
Virkilega góð spurning! Hvað sameinar þær þjóðir sem tilheyra Sameinuðu þjóðunum?
Mofi, 29.9.2008 kl. 09:56
Já, MOFI elsku vinur!:) ég er aldrei "óvinur" neins manns. Trúi ekki á svoleiðis. bara að menn eru ekki alltaf sammála. Þú veist að maður rífts mest við þá sem maður elskar mest >MOFI, er það ekki? ;)
Óskar Arnórsson, 29.9.2008 kl. 10:20
Ég veit allt um það Óskar :)
Mofi, 29.9.2008 kl. 13:10
Ég vildi þakka öllum sem hér hafa skrifað,Haukur,Ásu, Sunnu, Juri, Kristinn, Dóra, Óskar sem og öðrum. Ég held að við getum öll verið sammála um að umræða um þetta mál er þörf og við verðum að fylgjast með og vera duglega að vekja athygli á þessu sem og öðrum málum sem tengjast misnotkun á lýðræðislegu valdi.
Mbk.
Linda.
Linda, 29.9.2008 kl. 17:18
Hægt og bítandi virðist það vera að komast í tísku að vita raunverulega eitthvað um Islam áður en rokið er upp til handa og fóta til þess að koma henni til varnar - en það eru reyndar ekki mjög margir íslendingar komnir langt á þeirri braut en það er sem betur fer að breytast.
halkatla, 30.9.2008 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.