Daglegt brauð fyrir daginn í dag

Eftirfarandi er úr bókinni Daglegt brauð eftir Carl Fr Wislöff, með góðfúslegu leyfi Salt ehf Útgáfufélagi hef ég fengið leyfi til að birta efnið á bls 132 sem er til lesturs 7 Maí.  Hægt er að nálgast bókina með því að hringja í 533-4900.

Ritningavers dagsins er úr Rómverjabréfi 16:17.

"Ég áminni yður um, bræður, að hafa gát á þeim er vekja sundurþykkju og tæla frá þeirri kenningu sem þér hafið númið.  Sneiðið hjá þeim"

Það er ævinlega sárt og dapurlegt þegar deilur og átök verða í kristninni. Slíkt skaðar mjög Kristindóminn.

En af hverju koma deilur og hver er ábyrgur þegar menn fara að takast á?  Páll er ekki í vafa.  Ábyrgðin hvílir á þeim sem koma með nýja og framandi prédikun.

Ef menn hefðu ekki flutt hina óbiblíulegu lærdóma hefði ekki orðið neitt slíkt stríð.

En þeir fengu að komast inn í söfnuðina og heilluðu fólkið og þá upphófust vandræði.

Þess vegna eigum við ekki að hlusta á þessa menn, segir orð Guðs. Við eigum að sneiða hjá þeim.

Annarleg kenning getur snert bæði trúfræðina og kristilega breytni.  Því miður gerist það ósjaldan að við verðum vör við afneitun á grundvallarþáttum Biblíunnar eins og um guðdóm Krists , að hann sé getinn af heilögum anda og fæddur af Maríu mey, að hann hafi tekið út hegningu fyrir syndirnar í stað okkar og um önnur megin sannindi. Það getur líka varðað kristilegt líf, að menn umsnúi frelsi kristins manns frá lögmálinu svo að það verður frelsi fyrir syndugt eðli okkar.

Komið ekki nálægt þeim, sneiðið hjá þeim segir orð Guðs.

Hví er þessi viðvörun nauðsynleg?  Eigum við ekki að vera umburðarlynd svo að við leyfum öðrum að hugsa og prédika eins og þeim finnst rétt án þess að andmæla þeim?

Já þannig spyrja sumir, Svarið er einfalt: Það er hættulegt að slaka á varðandi sannleikann. Sáluhjálp okkar er í húfi, hvorki meira né minna. Kenning og breytni í ósamræmi við Biblíuna leiðir okkur í burtu frá Guði.  Biðjum um skýra , andlega sjón, svo að við víkjum aldrei frá sannleika orðsins.

       Ofangreind orð eru þörf áminning, ég og vinkona mín vorum að ræða í gærkveldi að við vorum sammála um að kristnir ættu það til að taka það sem er beitt í ritningunni og vefja það inn í silki ham, hvað gerum við  rétt með því?  Mig grunar að við gerum þeim sem eru leitandi meiri óskunda með því að fela beittan kærleiks boðskap sem er að finna í ritningunni, slíkt er óþægilegt en oftast þegar við finnum fyrir óþægindum vegna gjörða okkar, þá er sannleikurinn sá að við höfum ekki góða samvisku, þetta á við allt, í kristnu hugarfari eður ei.  Svo ég spyr hví eru margir trúaðir á Jesú knúnir til að fela samvisku boðskap ritningarinnar?(rauðletrun er íhugun bloggara)

Ég bið þá sem hér lesa að virða rétt trúaðra til að ræða um þessi mál sín á milli, þessi þráður er ekki til þess að koma á umræðu milli vantrúaðra og trúaðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Eigum við ekki að vera umburðarlynd svo að við leyfum öðrum að hugsa og prédika eins og þeim finnst rétt án þess að andmæla þeim?

Einmitt! Það er einmitt málið! Við skulum leyfa þeim predika, en við megum aldrei sofna á verðinum og andmæla því sem við teljum vera rangt! Kristnir vanrækja þetta atriði MJÖG oft! 

Takk fyrir góða grein Linda. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 09:07

2 Smámynd: Linda

Ég sé að þú skilur hvað hann á við.  Þor og dug vantar í samfélag trúaðra. 

Ps.  var að skrá mig i Kristkirkju, sendi meil á Friðrik í gær, hef ekki fengið svar frá honum, vona að það verði fljótlega, svo ég viti að mínir tax peningar fara þangað héðan í frá.

Knús

Linda, 8.5.2008 kl. 13:44

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ertu ekki að grínast Linda? VELKOMINN! Vá hvað þetta gleður mig!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 14:16

4 Smámynd: Linda

Nei ekki að grínast heheh, ég skráði mig bara til að hrella þighahahahha.  Nei, ég er búin að vera á leiðinni þangað í langan tíma og hún er svo þægilega nálægt að maður getur gengið þetta á fallegu sumarkvöldi að það er bara ekki annað hægt að fara þangað, nú svo er Friðrik hreint frábær.

knús

Linda, 8.5.2008 kl. 14:41

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Frábært alveg .... ég er hálf orðlaus ....

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.5.2008 kl. 14:46

6 Smámynd: Linda

Orðleysi þitt mun var stutt moname

Linda, 8.5.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband