25.4.2008 | 04:10
Dýrlingar
Ég hef aldrei skilið þessa dýrlinga hefð innan Kaþólsku kirkjunnar, með fullri virðingu fyrir kaþólikkum og einlægni þeirra sem ég er ekki að draga í efa, þá skil ég þetta ekki, því ég get ekki fundið neitt í ritningunni sem staðfestir þessa milligangsleið. Ég notaði biblíuleit og leitað af orðinu "dauðu" og ég fann m.a eftirfarandi ritningar.
Jesaja 8:19 | |
19Ef sagt er við yður: Leitið til framliðinna og anda sem hvískra og muldra, skuluð þér svara: Á fólk ekki frekar að leita til Guðs síns? Hvers vegna ættu menn að leita til hinna dauðu vegna hinna lifandi? |
Í svar til lærisveins sem vildi jarða föður sínn
Matteusarguðspjall 8:22 | |
22Jesús svarar honum: Fylg þú mér en lát hina dauðu jarða sína dauðu. Neðangreind ritningagrein er mjög nokkuð tær þegar það kemur að bæninni eða milligönguliði í bæn, þó er það nú þannig að við sem lifum eigum að biðja fyrir hvort öðru og tilbiðja Guð í gleði og sorg með bæn. 1 Tim 2:5 5Einn er Guð. Einn er og meðalgangarinn milli Guðs og manna, maðurinn Kristur Jesús 6sem gaf sjálfan sig til lausnargjalds fyrir alla. Það var vitnisburður hans á settum tíma Því kem ég aftur að þeirri spurningu hvers vegna að biðja til dýrlinga?, ég efast ekki manngæsku þeirra eða góðvild þeirra þegar fólkið var bundið við jarðvistina, en að henni lokinni voru þessir þjónar Guð rétt eins og hver annar sem hefur dáið og munu deyja. Jesú sagði sá sem er fyrstur mun vera síðastur, sá sem er síðastur mun vera fyrstur, hann meinti með þessu að hann færi ekki manngreinar álits, eru því ekki þeir sem stunda tilbeiðslu dýrlinga að upphefja þá sem eru ekkert merkilegri en þeir sjálfir fyrir Guði, öll munum við þurfa standa frammi fyrir Guði. Þessi þráður er ætlaður sem fyrirspurnin og pæling til annarra sem trúa innan líkama Krists. Myndin er af dýrlingnum Thómasi Aquinas með því að smella á nafnið getið lært aðeins um hann. |
Biðröð að kistu dýrlings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Biblian og ritningin, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Breytt 28.4.2008 kl. 18:03 | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
Þið fyrirgefið, þegar ég skrifa þessa pælingu þá er eitthvað vesen á blogginu, ég fæ ekki neitt greinabil til að halda sér, því lítur þetta svona út, ég vona að ég geti lagað þetta á morgun.
kv.
Linda, 25.4.2008 kl. 04:13
.Það held ég nú.Kæra Linda.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 25.4.2008 kl. 07:10
Sæl Linda mín.
Þetta er einmitt sem kemur alltof sjaldan fram.Dýrðlingar Hvað?
Innilegar kveðjur til þín.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 09:18
Tómas frá Akvínó var nú frekar fræðimaður heldur en dýrlingur og er það mönnum frekar til gagns að læra af honum í stað þess að tilbiðja hann. Summa Theologia skrifaði hann sem eitt merkasta rit skólaspekinnar
Jakob (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 13:08
þetta mál er bara óhugnanlegt! ég er sammála þér um dýrlingana.
halkatla, 25.4.2008 kl. 13:15
Góður pistill sem endranær. Það er ágætt að heiðra þá sem gera vel, en munum að aðeins einn er Guð.
Takk fyrir samskiptin á liðnum vetri og megi Guð gefa þér ánægjulegt sumar.
Theódór Norðkvist, 25.4.2008 kl. 13:39
Já, nákvæmlega. Hví er kaþólska kirkjan að beina sjónum fólks í rangar áttir. Hví á fólkið að tilbiðja hina látnu, en ekki Guð sjálfan?
Bryndís Böðvarsdóttir, 25.4.2008 kl. 13:54
Sæll Úlfar -
Sæll Þórarinn - hvernig heilsast, hafðu það sem allra best takk fyrir innlitið.
Sæll Jakob - já þetta var merkur maður, en hann er samt skilgreindur sem dýrlingur innan Kaþólsku kirkjunnar, sjá hlekkinn í þræðinum. Mig minnir að hann sé dýrlingar þeirra sem sinna veikum. Þó er ég ekki viss, það vantar kaþólikka hér í umræðuna.
Sæll Teddi - þakka þér kærlega fyrir, ég bið þér gleðilegs sumars.
Sæl Bryndís - kæra vinkona einmitt, ég er að pæla í þessu og vona að við fáum fagleg svör fyrir því sem við skiljum ekki.
Knús og sumarkveðjur til allra sem hér skrifa
Linda, 25.4.2008 kl. 14:49
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Kæra Linda mín.
Gleðilegt sumar.
Þakka fyrir frábær kynni hér í bloggheimum, í gegnum tölvupóst og símtöl og fyrir alla hjálp við barn sem er ennþá blaut á bak við eyrun í tæknimálum bloggheima.
"Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni.
Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata,
en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín. 2 Mós. 20: 4-6.
Guð blessi þig.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2008 kl. 14:52
Sæl Rósa mín - vá þakka þér fallegu blóma myndina, maður kemst í sumarstuð með henni. Gott að benda á þetta orð innan ritningarinnar, það er annað innan nt sem bendir fólki að tilbiðja ekki eins og heiðingjarnir, sem sagt líkneski og falsguði. Mér dettur alltaf í hug krossinn sem er í öllum kirkjum er hann líkneski eða spegilmynd fórnarinnar. Ég hef svarað því annar staðar að ég tilbið ekki krossinn heldur tilbið ég við krossinn. Smá viðbótar pæling.
knús
Linda, 25.4.2008 kl. 14:58
Þetta er regluleg synd og skömm hvað kaþólikkar eru afvegleiddir hvað þetta varðar. Þetta gæti verið miklu sterkari kirkja og eru sterkir trúmenn innan hennar, svo mikið er víst.
Flower, 25.4.2008 kl. 15:37
Sæl Flower - takk fyrir þína athugasemd. Ég vona að við fáum svör frá kaþólikkum, því þeir einna best geta útskýrt þessa afstöðu kirkjunnar til dýrlinga og dýrlinga bænir.
Sæll Laissez - þetta er mannleg stöðuhækkun við hina dauðu, sakir starfa þeirra fyrir mannkynið, en þetta stennst ekki ritninguna, nema að því leitinu til að allir trúaðir verða kallaði dýrlingar þegar þeir koma til himna, samkvæm opinberunarbókinni m.a. að mig minnir. Ég vona að ég fái svör innan þeirra raða.
knús og kv.
Linda, 25.4.2008 kl. 16:05
Ég kem seinna til andsvara (er upptekinn við afar mikilvæga hluti á eigin bloggi) – en við kaþólskir tilbiðjum ekki framliðna! – Kær kveðja í þennan góða, kristna félagsskap.
Jón Valur Jensson, 25.4.2008 kl. 21:59
Sæll Jón Valur ekki málið, þráðurinn er opinn í 3 daga.
knús og kv.
Linda, 25.4.2008 kl. 22:02
Jón Valur, ef kaþólikkar tilbiðja ekki framliðna, af hverju var þá biðröð við kistu Padre Pio? Er maðurinn ekki löngu dáinn? Auk þess er Maríu mey dýrkunin mest hrópandi dæmi um tilbeðslu framliðna hjá kaþólikkum.
En ég reikna með að þú getir útskýrt þessi atriði betur fyrir mér, því ég segi eins og Linda ... ég hef aldrei skilið þessa dýrðlingadýrkun ykkar kaþólikkanna.
Góð grein Linda mín, og kannski fáum við skýr svör við þessu hjá Jóni Val.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.4.2008 kl. 23:22
Sæll Haukur við bíðum eftir útskýringu Jóns hún kemur væntanlega eins og hann lofar á ekki von á öðru.
Sæll Erlingur ég er ekki alveg að fatta hvað þú átt við, sjálfsagt sakir þess hver margt klukkan er orðin
Knús og kv drengir
Linda, 26.4.2008 kl. 04:02
Sæll aftur Jón Valur, þú segir að kaþólikkar tilbiðji ekki hina framliðnu en hvað með alla þá dýrlinga menjar sem eru í kaþólsku kirkjunni, bein og hár og blóð og ég veit ekki hvað og hvað, skrúðgöngur í kringum þetta allt saman og bænir, ég get ekki betur séð en að þetta sé að tilbiðja dauða hluti og líkneski.
Með virðngu og vinsemd og von um svör.
Linda, 26.4.2008 kl. 04:06
T.d dæmis dýrlingurinn Valentínus, þetta er dýrlingur ástarinnar sem er núna komin út um allan heim, svona nánast, hann er tilbeðin í borginni sem hann er talin jarðaður og líka tekin út fyrir fólkið að sjá og biðja til hans um hjálp í hinum og þessu sem tengist hjartanu, kannski er ég eitthvað að misskilja.
ok, er hætt í bili, nægilegar pælingar ætti að vera farin að sofa.
Linda, 26.4.2008 kl. 04:08
Sæl aftur öllsömul. Við kaþólska fólkið tilbiðjum ekki dýrlinga, ekki einu sinni Maríu Guðsmóður, heldur biðjum við þá að biðja fyrir okkur. Og hvers vegna skyldum við ekki gera það? Biðjum við ekki aðra menn hér á jörðu að biðja fyrir okkur? Hví þá ekki hina heilögu, þá sem skarað hafa fram úr í þjónustu við Guð og lifað svo heitu bænalífi og lifandi sambandi við Guð, að þau endurspegluðu til annarra birtu og blessun Guðs. Vissulega var Thómas Aquinas einn slíkra (og ekki aðeins "fræðimaður "). Um slíkt fólk hér á landi má nefna sem dæmi séra Friðrik Friðriksson, Ólafíu Jóhannsdóttur og herra Sigurbjörn biskup.
Ég undrast innlegg svo lærðrar konu sem Bryndísar (hans Guðsteins Hauks) hér ofar: "Hví er kaþólska kirkjan að beina sjónum fólks í rangar áttir. Hví á fólkið að tilbiðja hina látnu, en ekki Guð sjálfan?" Komdu í kaþólska kirkju, Bryndís, þá sérðu, hver er tilbeðinn þar – það getur þá með engu móti farið fram hjá þér; þú verður þar ekkert síður vör við virðingar-, alvöru- og gleðifulla dýrkun og tilbeiðslu Guðs og þess sem hann sendi, Drottins Jesú Krists, en í mörgum öðrum kirkjuhúsum.
Læt þetta nægja í bili, með góðri kveðju.
Jón Valur Jensson, 27.4.2008 kl. 13:06
Sæll Jón Valur þakka þér fyrir svarið. Ég er sjálfsagt búin að gera grein fyrir minni afstöðu í þræinum, því það er ekkert í ritningunni sem bendir til þess (svo ég viti til) að við eigum að sækja í framliðna til þessa að vera milligönguliðir fyrir okkur. Þetta fólk er dáið og bíður dóms. Þó að kaþólska kirkjan skilgreinir þá sem dýrlinga þá er ekkert í ritningunni sem gefur okkur leifi til slíks. Við eigum ekki að setja fólk á stall sakir þess sem það hefur gert meðan það var á lífi, heldur eiga kristnir að vera jafningar í trúnni, engin þeim æðri, nema sjálfur Guðdómurinn. Énn, ég segi aftur ég efast ekki einlægni kaþólikka, þetta er bara hlutur sem eru svo fjarri mínum skilningi, krossinn er á mörkunum að vera líkneski og fólk gleymir oft að við tilbiðjum ekki krossinn, heldur við krossinn sem minnir okkur á fórnina.
Knús og með virðingu og vinsemd.
Linda, 27.4.2008 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.