Hverju eru þeir að mótmæla?? (FITNA)

að myndin skuli vers sýnd, að öfgamenn inna Íslams sjást á mynd hóta heiminum, að Kóraninn staðfesti slíkan boðskap, að þetta séu menn innan Íslams sem eru með þennan hrotta skap,???

Þeir mótmæla lýðræðislegum rétti einstaklings til þess að tjá sig, málfrelsi, trúfrelsi, skoðunarfrelsi, þessu kæru vinir mótmæla þeir í raun, ekki láta blekkjast, hugsið ykkur um, hafa þeir mótmælt orðum aðilana í þessari heimildamynd? Þið getið séð MYNDINA hér fyrir neðan, myndið ykkar eigin skoðun, rannsakið málið á eigin forsendum. Ég veit að fólk almennt gerir sér grein fyrir því að hér eru Íslamistar á ferð (öfgaíslam).  Lútum við vilja öfgamanna, eða stöndum við vörð um frelsi og lýðræði. Spyrjið ykkur svo sjálf hvernig berst maður gegn óvini, ef maður þekkir ekki óvininn.  Samtals verða hér tvö myndbönd, fyrsta er "Fitna" annað er myndband sem fer mun dýpra inn í heim Íslamista, síðara myndbandið er á Ensku,  undirtextin er á Hollensku. Nú viljir þú bara alveg sleppa því að horfa á þetta og fá bara eitthvað jákvætt og róandi smellið þá hér, þarna farið þið beint inn í efni sem ég kalla "Íhugun". Viðbætur 31.3.08 -  var að sjá að ég tvöfaldaði Fitna myndbandið í færsluna hér fyrir neðan, ég er núna búin að laga þetta og setja inn rétta og síðari heimildamyndina  sem gefur betri innsýn inn í öfga Íslam. 

 

>>
mbl.is Arabaleiðtogar mótmæla „Fitna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín.

Kærar þakkir fyrir pistilinn. Veitir ekki af að vekja Íslendinga til umhugsunar á hvað Öfga Íslam eru hræðilegir.

Drottinn blessi þig fyrir þrautseigu þína

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.3.2008 kl. 19:00

2 Smámynd: Linda

Hæ aftur, þrautseiga, e.t.v. ég reyni bara að koma á framfæri, hlið málsins sem fólk þorir kannski ekki að tala um, því það er svo mikil ótti við álit annarra.  Fyrir mér er þetta ekki svo flókið, ég er einfaldlega að tala um öfgaarm innan Íslams trúar ekki Múslíma almennt, það er svo mikilvægt að fólk átti síg á muninum. 

knús.

Linda, 29.3.2008 kl. 19:53

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Öfgamennirnir múslímsku vaða uppi og hóta eldi og brennisteini yfir vesturlönd ef ekki verður farið að kröfum þeirra.

En ekkert heyrist í hófsömu múslímunum... enginn fordæmir hryðjuverkaárásir eða morðhótanir til blaðamanna..

Ég get allavega ekki stutt trúarbrögð þar sem karlmaðurinn er með konuna sína í poka á eftir sér, og lemur hana í millitíðinni.

Nú er ég ekki að alhæfa, en þetta er mjög algengt.

Bestu kveðjur 

Guðríður Haraldsdóttir, 29.3.2008 kl. 20:02

4 Smámynd: Linda

Ekkert mál Einar, mamma þín er hreint frábær, það er ekki skrítið að það er mikið varið í þig. Hafðu það sem best. Ég held að megin ástæðan að það heyrist lítið úr hófsömum Múslímum er ótti við að verða fyrir öfgamönnum, enda sínir sagan að það sé ekki af ástæðulausu.

Knús vinur.

Linda, 29.3.2008 kl. 20:08

5 Smámynd: Sigurður Rósant

Þakka þér innlitið á blogg mitt Linda. Gott hjá þér að vista þetta á blogginu.

Ég hef sjálfur reynt að ræða við muslimi um það sem ég kalla hótanir í Kóraninum, en það hefur ekki borið neinn árangur. Þeir ýmist hafa ekki lesið Kóraninn, nema þá eitthvað smámvegis á sínu tungumáli, bosnísku, tyrknesku eða arabísku. Vilja ekkert kannst við þessar hótanir.

Ef við náum ekki að fá muslima til að ræða þessi mál við okkur, Gyðinga, kristna og trúleysingja, þá er hætta á fleiri og meiri hryðjuverkum á báða bóga í nánustu framtíð. Ég vil frekar harðar umræður/deilur, frekar en stríð.

Eru engir muslimir á blogginu sem geta útskýrt eitt eða neitt fyrir okkur fávísum?

Sigurður Rósant, 29.3.2008 kl. 20:39

6 Smámynd: Linda

Sæll Erlingur - gaman að sjá þig, og já, þetta er nefnilega stórt vandamál, þó að um sé að ræða 10% Múslíma sem aðhyllast öfgastefnu, þá erum við að tala um tugmiljóna manna.

Sæll Skúli - nákvæmlega, það vekur óhug að fólk tali um að skerða frelsi, hér og þar og þykir slíkt ekkert mál, þetta er stórmál, frelsið okkar er dýrkeypt og við hendum því ekki fyrir bý, vegna þess að nokkrir aðilar móðgist af og til, hei ég móðgast stundum út í vantrúar menn, en vá maður þá segi ég það bara og ausa yfir þá tíhí. Nei, frelsið er allra og allir eiga að standa vörð um það.

Sæll Sigurður - Takk fyrir að kíkja á mig. Ég verð að segja að það vekur furða að fólk skuli ekki skoða rit sín þegar það kemur að svona öfgum, það er svo mikilvægt að geta svarað fyrir sig, þó svo að það takist ekki alltaf, þá veistu alla vegana hvað viðkomandi er að tala um, og maður getur því lært að forðast öfgar. Ólafur vinur minn sem býr í mið-austurlöndum hafði borðið þetta á tal við vin sinn sem er Múslími og bent honum á viðeigandi vers, maðurinn játaði það að hann, bara læsi aldrei kóraninn, þetta stemmir nákvæmlega við það sem þú skrifar.

Tek undir með þér, það er betur að hafa harðar umræður og orðadeilur frekar en stríð, stríð er aldrei lausn.

kv og Knús til ykkar allra og þakka ég fyrir málefnalegar umræðu.

Linda, 29.3.2008 kl. 20:59

7 Smámynd: Linda

Takk Gréta fyrir innlitið

Linda, 29.3.2008 kl. 23:24

8 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

takk fyrir ráðin með kisuna mína:) ég tel líklegt að þetta sé hárbolti þar sem hún hefur góða lyst og ekkert annað virðist hrjá hana greyið. ég hef aldrei heyrt um þetta kisugras, mun kaupa svoleiðis eftir helgi;)

kær kveðja

Harpa kisumamma:)

Harpa Oddbjörnsdóttir, 29.3.2008 kl. 23:41

9 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Sæl Linda mín. Þetta var átakanlegt á að horfa. Við hjónin vorum í sjokki yfir þessu myndbandi. Ég get ímyndað mér af hverju enginn múslimi þorir að mótmæla, þar sem að við það að yfirgefa Íslam verða menn réttdræpir. Það sama gæti jafnvel gerst við alla sem andmæla þessum öfgum.

Slæmt finnst mér að það skuli vera til hópar Íslamista sem fara eftir þessu drápsboðum í Kóraninn. En verra finnst mér hversu erfitt hófsamir múslímar eiga með að andmæla þessu.

Bryndís Böðvarsdóttir, 30.3.2008 kl. 01:28

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég get ekki betur séð en að höfundur "Fitna" þ.e.a.s. Wilder, sé kominn á sama lista og Danskir skopteiknarar og Salmon Rushdee (eða hvernig sem það er skrifað = Höfund "Söngva Satans").

Mikið vona ég að myndband Wilders veki fólk til lífsins fyrir hættunni sem öfga múslímar boða og standa fyrir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.3.2008 kl. 01:32

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þessi öfgafulla túlkun á Kóraninum er það sama sem gerðist þegar öfgamenn Biblíunnar réðu ríkjum hér á árum áður. Það voru farnar krossferðir til landa sem höfðu aldrei heyrt minnst á Biblíuna og þeir umsvifalaust drepnir sem ekki játuðu trú á Krist. Þetta er endurtekning á sögu Biblíunnar en nú heitir sagan, saga kóransins.

Þetta sem ég sá minnir mann svolítið á öskrandi sjónvarpspredikara þó þeir hvetji ekki til manndrápa. Kristni varð líka til á einum degi á Íslandi vegna hótanna um að skip myndu ekki koma frá Danmörku ef Íslendingar játuðu ekki Krist. Mér finnst aðferðin ekkert kristileg.

ég er hræddur um að ég yrði fljótur að játa mig sem múslima og leggja hönd mína á Kóraninn og sverja allt sem ég væri beðin um, með AK 47 miðað á hausinn á mér eða börnin mín, eða ef hníf væri haldið að hálsi mér eða einhverjum úr fjölskyldu minni.

ég myndi ekki kalla mig skræfu fyrir það. Ég trúi að megnið af Múslimum bara leiki með og hafi raunverulega andstyggð á þessum "trúbræðrum" sínum sem hreinlega niðurlægja trú múslima með voðaverkum framdar í nafni Kóransins. ég trúi að gott fólk og vel innrætt sé í miklum meirihluta hjá múslimum og Kristnum

Það er aldrei tala um Bush og stríðsrekstur hans sem árás í nafni Biblíunnar. Og nú er hann að undirbúa árás á Íran.

Það er til mikið af vondu fólki og falsspámönnum í hvaða trúarbrögðum sem er. Mér finnst kristnir menn duglegir að ala á hatri gegn Múslimum og gera engan greinarmun á múslima og múslima..Takk fyrir myndina , Linda mín, ég fann hana ekki á netinu..

Óskar Arnórsson, 30.3.2008 kl. 01:48

12 Smámynd: Linda

Sæl Bryndís mín nákvæmlega þetta er rosalegt og manni hrís hugur við öll þessi ósköp,. Svo skilur maður mun betur hvers vegna hófsamir Múslímar eiga erfitt með a stíga fram, það er jú gjörsamlega gegn Qur'an að andmæla því sem þar stendur. 

Sæl Haukur minn afmælisbarn (í gær) ég er nokkuð viss um að hann sé komin ef hann var ekki þegar komin á Fatwa lista hjá extrímistum.

Sæll Óskar minn - ég þarf a skoða þetta betur sem þú skrifaðir svo ég geti svarað þér almennilega, ok

Knús og kveðjur til ykkar allra

Linda, 30.3.2008 kl. 03:14

13 Smámynd: Mofi

Flott færsla Linda.  Maður vonar bara að þeir múslimar sem eru hérna á landi eru hófsama týpan svo þeir taki svona færslum ekki illa.

Mofi, 30.3.2008 kl. 18:08

14 Smámynd: Linda

Sæll Óskar loksins get ég svarað þér, góð athugasemd og alveg marktæk ef svo má að orði komast. Ég hef athugasemd við tvennt.

1.  Kóran er með stríðsvers og hótanna vers, sem eru skrifuðu að mestu á tímum Mu á Medína, þá var hann orðin stríðsherra og ósáttur við Kristna og Gyðinga, hafði ágætt samband við þá á tímum Mekka. Munurinn á þessum ritum er ekki svo mikil þegar GT (í sumum tilfellum)er tekið með, hinsvegar er munnurinn gífurlegur þegar NT er tekið inn í dæmið.  Krossferðirnar voru farnar, ekki vegna þess að NT skipaði stríð gegn vantrúuðum, þær voru farnar vegna þess að Íslam hafði á 400 ára tímabili ráðist á og náð að hernema 2/3 hluta af stórum hluta af hinum Kristna heim þar inni var stór hluti af Evrópu. Þetta er svona í grófum dráttum megin ástæða krossferðanna, Jerúsalem kemur vissulega þar við, og vissulega þegar þeir fóru af stað þá fylgdu því skelfilegir atburðir sem við þekkjum öll, en, við verðum að skoða þessa hluti með aðdragandann að leiðarljósi líka. ok.

2. Bush (eða Runninn eins og ég kalla hann)ku vera Kristinnar trúar og hann á að hafa sagt að Guð hafi sagt honum að fara í stríð við Íraq, ég ætla ekkert að efast það að "Guð" hafi sagt það, þó vil ég meina að það hafi frekar verið Bush eldri og stoltið sem réði þar ferð, klára þyrfti dæmið sem sá eldri ...jæja við vitum þá sögu. En eins og með Krossferðirnar þá er ekkert í NT sem réttlætir stríðsrekstur eða ofbeldi gegn náunganum, þetta hér er allt eina ferðina enn af mannanna völdum. 

jæja þetta var bara það sem ég vildi koma á framfæri.

Hæ Mófi - Takk fyrir.  Gæti ekki verið meira sammála.  Nah, það er ekkert við mig að sakast hér, bara staðreyndir sem fólk getur skoðað á eigin forsendum, ég treysti því að múslímar hér sé friðelskandi og Mekka Qur'an fylgjendur, þar er von um frið og virðingu.

Knús og vinarkveðjur til allra sem hér hafa skrifað.

Linda, 30.3.2008 kl. 18:25

15 Smámynd: Jóhann Helgason

Hæ Linda  takk fyrir þetta  sláandi að sjá þetta og  hvað Öfga Íslam eru hræðilegir og þessi Öfga Íslam  stefna er taka yfir múslima heiminn sem er hræðilegt .

Jóhann Helgason, 30.3.2008 kl. 18:41

16 Smámynd: Linda

Hæ Jóhann minn, mikið er gaman að fá þig í heimsókn.  Já nákvæmlega öfga Íslam, þetta er öfga íslam ekki hin almenni múslími. ég er svo glöð að sjá að mínir lesendur langflestir skilja muninn. 

Knús

Linda, 30.3.2008 kl. 18:56

17 Smámynd: SeeingRed

Persónulega hef ég mun þyngri áhyggjur af uppgangi öfgakristinna með stríðsfíflið Blóð-Busa í fararbroddi en öfgamúslima þó að beri að vera á varðbergi gagnvart þeim líka.

SeeingRed, 30.3.2008 kl. 20:49

18 Smámynd: Linda

Rauður, það styttist í það að Bush kveðji hvítahúsið, og það veltur mikið á því hvort að annar Rebbi kemst til valda eða Demmi, það sem gæti gert úrslitin er það ef Obama fær umboð Demó. Gæti valdið því að rebbarnir fái hvítahúsið aftur. Þeir sem stunda stríð í nafni trúarinnar er sjaldnast að fara eftir boðskap NT, réttara sagt aldrei. Svo vonaðu að það komi rétttrúaður í hvítahúsið Tek það fram að "runninn" er ekki hafður í hávegum  hjá mér að mínum "Kristnu" vinum, svo það þýðir ekkert að nota hann hér. Daginn sem hann var kjörin forseti sagði ég "Kúreki kominn í hvítahúsið, við förum í stríð" ég er iðulega sannspá. Hafðu það sem best. Tak fyrir innlitið, þú ert velkomin, bara að hafa það á málefnalegum nótunum, og skilja allt blót á viðeigandi vettvangi, hann er ekki hér.

Linda, 30.3.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband