Það er eitthvað spes með hana Amy

hvort að það sé röddin, útlitið eða villta líf þá vekur hún upp vissa aðdáun og áhyggjur í senn hjá aðdáendum hennar sem og öðrum sem er fattseinir eins og égSideways.  Það verður að segjast eins og er þá þykir mér þessi söngkona ótrúlega töff, en frá því að ég fór að hlusta á hana og hafa gaman af þá hefur verið sem bögg í gangi, hún minnti mig á einhvern sem er löngu liðinn, og það tók mig smá tíma að átta mig á því hver það var og viti menn þá var ein merkilegasta blues og jass söngkona allra tíma, sjálf Billie Holliday!  Það er eiginlega óhugganalegt hvað er hægt að líkja þeim saman, en kíkið á vids hérna fyrir neðan og sjáið hvort þið sjáið hvað ég á við.  Ætla með því að smella hérer hægt að lesa um Billie og hennar flókna líf.

1. Billie Holliday-lady Day.

2. Amy Winehouse

 


mbl.is Winehouse fékk fimm Grammyverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þær eru báðar ótrúlega flottar söngkonur, ég fékk áfall þegar ég heyrði fyrst í Amy (það var bara nýlega, ég bjóst ekki við neinu en fékk alveg nóg! á góðan hátt )

halkatla, 11.2.2008 kl. 09:28

2 identicon

Just love her. Er búin að hlusta á hana í ár og fæ aldrei nóg af þessari rödd. Einhverjir töfrar þarna á ferð. Vonandi nær hún sér upp úr þessu rugli, efast um það og bætist þá við þann fagra hóp listamanna sem ekki kunnu sér hóf í heimi alsnægtanna.

Sandra (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 10:46

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Amy er stórgóð, vekur hjá mér smá Janice Joplin fíling. Vonandi rífur hún sig uppúr skítnum svo hún endi ekki eins og Janice Joplin sem fór með sig á viský drykkju og dópi þarna getur aðeins einn bjargað og það er Jesús sem er fær um að hjálpa öllum uppúr skítnum

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.2.2008 kl. 15:07

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Látið bæði myndböng rúlla saman og þá kemur flottur hljómur og ég verð var hversu miklu þjáningin gerir fyrir listamenn.Er það ekki einmitt málið með flottann jazz og blues sungið frá hjartanu,um líðan einhvers eða jafnvel síns eigin og úr verður þessi yndisllegi tregi.Eftir að hafa hlustað á þær tvær verður eftir hugsun mín um að enginn getur glaðst nema hann hafi syrgt því hvernig getur maðurinn vitað mun á sorg og gleði nema fyrir þjáninguna sem hann og hefur hlotið.

Hvað um það Amy verðskuldar sína Grammy þó ég haldi nú enn meir uppá Billie Holliday enda var hún svo mögnuð eina og reyndar margar aðrar fyrrum stjörnur.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 11.2.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband