Ekki allur sem hann er séður

Það fer ekki á milli mála að það er eitthvað heillandi við Herra Obama, bæði framkoma og útlit sem og gáfur og hæfileiki, en eins og flestir þá er hann ekki allur eins og hann er séður, ekki frekar en næsti maður, tengsl hans við Íslam eru til staðar og fara ekki í fjölmiðla gröfina þó svo hann vildi, og núna hefur komið í ljós að maðurinn er í kirkju sem er með lýsandi fordóma gegn Gyðingum og Ísrael.  En hver og einn verður að dæma um það sjálfur og lesa hér.. og hér..

Ef til vill er um að ræða hér ekkert flóknara dæmi en "guilty by association" og ekki eru öll kukl komin til grafar en hvað sem skeður þá verður árið framundan spennandi fyrir konur og menn, litlausa sem litaða...

 Fyrra bréf Páls til Þessa 5:21-23

Prófið allt, haldið því, sem gott er.

    22En forðist allt illt, í hvaða mynd sem er.

    23En sjálfur friðarins Guð helgi yður algjörlega og andi yðar, sál og líkami varðveitist alheil og vammlaus við komu Drottins vors Jesú Krists


mbl.is Obama sigraði í Maine
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"tengsl hans við Íslam eru til staðar" -.... og hvað með það, annað væri nú óeðlilegt eftir að hafa búið í Indonesíu í allnokkur ár.  

Skondið að þú talir um fordóma gagnvart gyðingum og ísrael, rétt á 

eftir því að þú gefur til kynna að tengsl við Íslam séu óæskileg.

fridrih (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 09:28

2 Smámynd: halkatla

kirkjan hans er líka með rosalega fordóma gegn hvítu fólki, eða svona, þeim er blandað inní predikanir (Nataly Holloway sem hvarf var t.d óbeint kölluð drusla af prestinum!) og mér finnst það frekar pirrandi, en hann er þó í kirkju, og hann er geggjaðslega vinstrisinnaður, ef það heillar einhvern

halkatla, 11.2.2008 kl. 09:31

3 identicon

Ég segi bara loksins kemur forsetaframbjóðandi sem er ekki hliðhollur þessu Ísraelsríki. Stofnun og stuðningur við þetta ríki hefur aukið hatur múslima á vesturlöndum í 60 ár, sem og aðrir þættir auðvitað.

Hannes Valur (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 09:35

4 Smámynd: Linda

Friddi nafnlausi - vitnalega eru tengsl hann við Íslam áhugaverð og frá því verður ekki dregið, þó eru tengsl hann við wahabisma nánast engin sem er jú mjög jákvætt, en vitanlega datt þér ekki í hug að ég væri að gera góðfúslega athugasemd við lélega umræðu sem fór af stað um hann..

Hannes Valur - Íslamistar mundu hata okkur þó svo Ísrael væri ekki til, gerðu þér grein fyrir því, við erum öll vantrúar heiðingjar sem þeir ætla að losa sig við.  Þekkir þú muninn á Íslamista og Múslíma? Ísrael er bitbein öfgamanna, og hefur alltaf verið tromp spil í hinu Íslamska heimi til að fá vilja sínum framgengt í gegn um söguna.  En ég er búin að skrifa um þessa þætti og útskýra þá margoft hér inni, ég ætla ekki að 10unda það hér á þessum þræði frekar.

Anna, já þessi kirkja er í raun sjúklega rassísk, og það vekur furðu mína að hann skuli ekki forðast að vera tengdur henni. Tja ætli hann biðji ekki líka í átt að Mecka þegar engin sér, hvað veit maður svo sem, eitt er víst að sól hans hefur risið mjög hratt og það er ekki alltaf vísbending um góða hluti.  En, allt kemur þetta í ljós með tímanum. Ég vona einfaldlega að hann eigi traustið skil sem forkosningarnar benda á um.

Hillary vekur heldur ekki neina sérstaka hrifningu hjá mér og hefur aldrei gert, ekki nægilega mikla til þess að ég myndi kjósa hana ef ég ætti þess kost þó svo um sé að ræða konu. Hægri miðju krafturinn í mér, er bara ekki að kaupa það sem vinstri miðja keypti auðveldlegaa í síðustu kosningum  hér á landi, þetta blæðir allt saman í minum huga..hehe.

Linda, 11.2.2008 kl. 13:07

5 Smámynd: Linda

Það er dæmigert fyrir Naívista að hrópa fordómar fordómar þegar Íslam er notað í samhengi við vissar fréttir, það má ekki tala um þessa hluti án þess að fá yfir sig dóm, mér þykir skondið að hugsa til þessa að Herra Óbama er í krirkju sem er þekkt fyrir kynþáttafordóma gegn hvítum og gyðingum og það er í lagi, "American thinker bendir réttilega á að ef um væri að ræða hvítan þingmann þá væri málið annað" á Obama að frían passa bara af því hann er svartur..góð pæling hjá þeim sem skrifa AT.

Nú svo er það þetta með Íslömsku tengst Obamas, hví má ekki ræða það, það er engin að segja að hann sé terroristi, heldur er fólk einfaldlega að pæla í því hvernig hann slapp svona auðveldlega úr Íslam án þess að fá yfir is dóm "fathva" það vekur upp vissar spurningar, tja alla veganna hjá þeim sem þekkja til Íslams.  Hér er góð grein sem spekulerar meira um þetta mál.

Linda, 11.2.2008 kl. 14:28

6 identicon

Ef þú heldur í alvörunni að islamistar séu þeir einu í arabaheiminum sem eru argir útaf ísrael skaltu lesa þig aðeins betur til, ég hef talað við marga moderate múslima og lesið mig mikið til um þetta efni og það eru sko ekki bara islamistar sem hata okkur útaf ísrael, það er almenn ónægja útaf ísrael í flestum ríkjum miðausturlanda, þótt þeir sýni það ekki með sprengingum og beinu hatri vinan, í næstum því öllum múslimaríkjunum ertu stoppaður og ekki hleypt inn í landið ef þú ert með stimpil frá ísrael í vegabréfinu þínu, er það verk islamista? Nei. Þú þykist vita ýmislegt um þetta þegar þú veist ekki rassgat sýnist mér.

Það að þú skulir taka það fram að þú sért trúuð grefur undan hlutlægni þínu í skrifum þínum, þú ert týpan sem hlustar og lest bara það sem þú vilt heyra og vita og þykist vera mjög klár þegar þú veist bara aðra hlið á málinu, ég hlusta ekki fólk á eins og þig

Hannes Valur (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 21:05

7 Smámynd: Linda

Enn og aftur Hannes Valur gerðu greina mun á Íslamistum og venjulegum Múslíma, hófsamir múslímar sem hatast út í Ísrael eru þá ekki hófsamir. ´Reynum aftur  að nota Ísrael sem bitbein til að hata er verkfæri Íslamista, þeir sem kaupa það að Ísrael sé að valda öllum ófrið í heiminum eru einfaldlega grænir eða Naívistar, hinn hernaðarlegi armur Íslams er búin að vera ráðast á okkur menningu nánast frá byrjun, þeir náðu svo langt að þeir tókst fyrir minna en 200 árum síðan að sitja um borgina Vín, nei, Hannes Ísrael er afsökun til að ofbeldis.  Munir á þér og mér er þessi, þú hatast út í Ísrael sérð ekkert réttlát við þeirra lýðræðislegu baráttu um að vernda sitt land og fólk. Ég og ber enga virðingu fyrir Íslamistum eða þeirra afsökun til haturs. Íslamistar eru úrgangur heimsins, lægri en skítur röttunnar og það væri óskandi að þessu "hófsömu" Múslímar færu að taka til í eigin húsi áður en þeir réttlætu árásir á lýðræðisríki.

Ég er ekki sátt við allar aðferðir Ísraels manna, en í því fellst kannski sú sannfæring mín að menn ættu að berjast á vígvelli heilans ekki blóðsins en, ég er líka raunsæ og neita að hræsnast, því ef það væri ráðist á mína þjóð dagsdaglega ég mundi ekki taka því þegjandi og hljóðalaust heldur.

hafðu það sem best.

Linda, 12.2.2008 kl. 09:17

8 Smámynd: Linda

btw, frekari athugsemdir frá þér um Ísrael verða fjarlægðar, þær tengjast ekki þræðinum um Obama og draga úr þeirri válegri staðreynd að Obama virðist mega vera og stunda rasíska kirkju án þess að hann sé kallaður til ábyrgðar, það kallast hræsni, því ef um væri að ræða "hvítan" mann þá væri þetta ekki svona líbó. 

Linda, 12.2.2008 kl. 09:26

9 identicon

maður verður bara sjúkur af að lesa allt þetta trúboð.

Sem finnst hérna á MBL-blogginu.

Lukas (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 04:44

10 Smámynd: Linda

lestu þá ekkiallt þetta trúboð Lúkas, býrð í lýðræði þar sem engin neyðir þig til þess.

Linda, 13.2.2008 kl. 06:01

11 identicon

Jæja, þá er það ákveðið, nú er ég alveg hættur að lesa Moggabloggið. 

Þessi bloggfærsla hjá "Lindu" er lokapunkturinn.

Gunnar (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 08:50

12 Smámynd: Linda

Phew þvílíkur léttir Gunnar, þeir sem horfa fram hjá rassisma horfa fram hjá réttlæti. Gott að losna við þig.

með vinsemd.

Linda, 13.2.2008 kl. 08:55

13 identicon

Skemmtileg umræða hér. Spurningin mín er samt sú, skiptir ekki meira máli hvað maður eða kona hefur að bjóða heldur hverju hann/hún tengist? Skiptir það meira máli að frambjóðandi í einhverju framboði sé tengdur ákveðnari trú heldur en að vera með góða stefnuskrá og úrræðsmiklar lausnir á vandamálum?

 Ég mæli með að sem flestir fari á youtube og hlusti á ræður frá Obama, sérstaklega eftir New Hampshire kosningarnar. Það er einnig hægt að hlusta á kappræður Obama og Clinton á Youtube, góðar 50 mínútur eða svo og er þar skýrt hvor er betri frambjóðandinn. Ég er á því að Clinton var Kona Fólksins þegar maður hennar var forseti, nú er Obama Maður Fólksins. Bandaríkin eru komin á slæman stað með núverandi stjórn og ef ég væri bandaríkjamaður þá væri ég bjartsýnn fyrir næsta forseta. Það eina sem ég fyllist af þegar ég heyri í Obama er það sama og þetta blogg kveðst vera. Von. Maðurinn talar eins og hann væri afi minn að hjálpa mér að læra að hjóla. Þvílíkt öryggi og von sem hann boðar.

 Ég er orðinn þreyttur á að fólk einblíni á fortíð og tengsl fólk þegar það sem skiptir máli er nútíðin og málefni.

Tomas (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 08:55

14 Smámynd: Linda

Sæll Tómas og þakka þér fyrir mjög málefnalega athugasemd, hún er mikils virði.

Ég er sammál þér, það er mjög svo mikið varið í Obama og hann er ferskt loft í andrúmsloft sem er þrungið ruglinu sem Bush hefur náð að festa í sessi.  En, það er nú samt þannig að ef fólk hefur tengst óæskilegum félagskap þá er það litað af því allt sitt líf, sérstaklega ef það hefur ekki komið fram og gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi þau mál, og á meðan hann svarar ekki eða dregur sig í hlé t.d. varðandi kirkjuna sem hann er í þá er þetta áhyggjumál, því jafn skal yfir alla og þeir sem hvítir eru fá ekki hvítahúsið ef það er dropi af rassískir hugsjón í fortíð þeirra, ég er ekki að segja að hann endilega trúi því sem þessi predikari er að tönglast á, en hann hefur samt mjög svo hátt álit á honum að að skrifaði bók til heiðurs þessum manni.  Nú, t.d. Malcholm X þarna var maður sem var með hræðilega fordóma gegn hvítu fólki, en, hann sá af sér og við vitum afleiðingarnar.

Eigum við að horfa fram hjá tengslum við fordóma vegna þess að einhver er litaður sem tengist þeim eða eigum við að gera sömu kröfur til allra varðandi þau mál. 

Ég tel engan vegin að Obama sé slæmur maður, það er svo langt því frá, ég er eins heilluð af honum og næsti maður eða kona, ég vil nú samt fá alla kubbana í púslinu til þess að geta séð heila mynd ekki brenglaða.  Það skiptir máli í öllu sem ég hef áhuga á. 

Með vinsemd.

Linda, 13.2.2008 kl. 09:11

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ritað er:

Matteusarguðspjall 7:15

Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar.  

Maður sem kemur svona fram undir fölskum formerkjum eins og Obama, uppfyllir erindið sem ég vitna í hér ofar. Þegar hann gerist þingmaður leggur hann hönd sína á kóraninn í stað biblíunar. Þrátt fyrir þá staðreynd að hann er skráður í kristilegann söfnuð, sem byggir mikið til á þeim rassisma sem nokkrir hér hafa ásakað Lindu um. 

Ég fagna því innilega að blökkumaður verði forseti bandaríkjanna, en tenging hans við Íslam er óhjákvæmleg og myndi það þýða .væilíkt umburðarlyndi gegn mönnum sem ásælast öfga íslam. Og á ég þá einungis við öfga íslam því hósama múslima hef ég nákvæmlega EKKERT út á að setja og megi Guð blessa þau.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.2.2008 kl. 16:51

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

P.s. áfram Hillary !!!   ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.2.2008 kl. 17:01

17 Smámynd: Linda

Pastor Wright er predikari sem predikar gegn hvítum og Gyðingum og tengsl hans við íslam eru ógnvænleg og þetta er maður sem Herra Obama metur mikils...???

When his enemies find out that in 1984 I went to Tripoli” to visit Col. Muammar el-Qaddafi, Mr. Wright recalled, “with Farrakhan, a lot of his Jewish support will dry up quicker than a snowball in hell.” Mr. Wright added that his trip implied no endorsement of either Louis Farrakhan’s views or Qaddafi’s.

Mr. Wright said that in the phone conversation in which Mr. Obama disinvited him from a role in the announcement, Mr. Obama cited an article in Rolling Stone, “The Radical Roots of Barack Obama.”

Linda, 16.2.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband