5.1.2008 | 19:06
Þögn
Hafið þið hugsað út í þögnina, hvað hún getur verið skaðleg, hvernig þögnin hefur þann eiginleika að fela sannleikan, tekur þú þátt í þögninni. Hvað ef þögnin tengdist hinum Kristnu sem þjást, hvað ef þeir sem eru í fjölmiðla geiranum hundsa ofbeldi gegn vissum hópum. Skoðum tölurnar og íhugum svo þögnina.
Lönd sem eru leiðandi í ofbeldi gegn Kristnum eru Afganistan, írak og Sádi Arabía.
*ofbeldi sakir trúar er oftast í löndum þar sem Íslam er ráðandi, en það er líka hægt að finna slíkt í löndum þar sem t.d þeir sem iðka Búdda trú (Bhutan,72% eru Búddar). Hindúar (Indland 79% eru Hindu trúar)og Kristnir(Colombíu 95% Kristinnar trúar)
* Afgananistan er 98% Íslams trúar og 0.02 % eru Kristnir, vandamálið í landinu er skelfileg og þeir hafa það samt af að beita kristnum ofbeldi, þeir sem voru Múslímar og taka krista trú í þessu landi eru oft á tíðum drepnir af fjölskildu meðlimum.
*Algería hefur staðið í innbyrðis stríði í meira en hálfa öld við Berbera, samt höfðu þeir það af að skrifa lög þess efnis í Júní 2007 að kristilegt trúboð væri með öllu bannað, sá sem er fundin sekur um slíkt getur átt yfir höfði sér 2-5 ára fangelsis vist og 12.000$ sekt, það sama á við þá sem dreifa kristilegu efni.
*Bangladess eins og náttúran hefur verið þeim óhagstæði, flóð og ofsaveður, hafa þeir samt náð að beita Kristnum ofbeldi. Landið er 89% íslams trúar
1. júlí 2007- Múslímar réðust á og börðu 41 einstakling sem hafði gerst trúskiptingur til kristinnar trúar.
2. Kristnum var gefið 24 tíma til að yfirgefa heimilin sín eða eiga yfir sér frekari barsmíðar og eyðileggingu á heimilum.
3. Lögreglan sem átti að vernda þetta fólk í 3 mánuði gafst upp eftir viku.
* Bhutan var yfir tekin af Kína 1949. þar er þjóðin 27% Búddistar, 23% Hindúa trúar, og 0.46% Kristinnar trúar.* Allt trúboð sem er ekki tengt Búdda trú er ólöglegt, þegar þegnar landinn er uppvísir af því að skipta yfir í Kristna trú, missa þau öll ríkisréttindi eins og réttur til náms og vinnu þeim hefur jafnvel verið hafnað aðstoð á sjúkrahúsi.
*Kólumbíu þar sem þjóðin er 95% kristinnar trúar eru hryðjuverkamenna sem eru Marxistar búnir að drepa 300 kristna einstaklinga, gert hundruð mans heimilislausa, þeir beita kristnum og Kaþólskum ofbeldi sakir þess af þessum hóp stafar sú hætta sem gæti komið í veg fyrir að þeir fái nægilega mikið af fólki til liðs við sig. (FARC er nafnið á þessum ódæðismönnum)Þrátt fyrir þetta er Kristni í sókn í Kólumbíu "amen" segi ég nú bara.
*Kína er átakanlegt land fyrir kristna þar sitja kristnir í fangelsum í sakir trúar, hvergi annar staðar í heiminum eru eins markir kristnir í fangelsi eins og í Kína. Í 2007 fóru Kínverjar í herferð gegn kristnum og tóku biblíur og kristileg rit og lokuðu kirkjum svona mætti endalaust telja.
*Gaza, Sádí Arabía, Kúba, Írak, Indland, Afganistan...smellið hér til að lesa meira.
Samkvæmt greininn sem ég nota sem heimild er aðal ástæðan sú að ekki sé rætt um þessi máli í almennum fjölmiðlum að þetta er ekki nægilega æsandi málefni m.a.
Ein spurning í lokin, hversu mörg ykkar hafið heyrt presta ykkar tala um þessar ofsóknir, hversu mörg ykkar vita yfir höfuð að það er fólk þarna út sem berst án aðstoðar frá Kristnu samfélagi, Finnst ykkur slíkt réttlætanlegt, þegar við hin Kristnu tökum undir þögnina......
Sagði Jesú ekki að það sem þið gerið þeim sem minnst mega sín gerið þið mér! Ég spyr aftur hvað gerum við Jesú með þögninni... Mun Jesú þegja hljóðum þegar hann hittir okkur ég veit ekki með ykkur en ég get varla afborðið þá hugsun.
*
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:14 | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 127060
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
Það á að setja í stjórnarskrá, að Ísland verði aldrei minn en 97% kristið land ! Og hana nú !
conwoy (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 19:28
Glæsileg og flott færsla Linda eins og þín er von og vísa,og gott að þú ert komin aftur á moggabloggið með þínar greinar ég fagna því,málið er auðvitað Linda mín að við þegum vegna vanmáttar og ef við hugsum mikið um líðan þessarra einstaklinga um heim allann líður okkur auðvitað illa.En auðvitað má ekki þegja þessi mál í hel ástandið versnar þá bara til muna kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 5.1.2008 kl. 19:51
Sæl Linda mín. Frábær færsla og til umhugsunar. Á Nýársdag vorum við að biðja fyrir Rússlandi. Hvítasunnukirkjan í Kirkjulækjarkoti er mjög dugleg að biðja fyrir m.a. mörgum Afríkuríkjum. Þau taka fyrir eitt land í einu. Alveg frábært hjá þeim. Trúsystkinin okkar út um allan heim eru þjáð vegna ofsókna. Hvernig verður þetta hér ef við erum endalaust að fylla landið af múslimum? Guð varðveiti okkur að við stöndumst ofsóknir. Ég hef oft hugsað um hvort ég myndi þá bregðast Guði mínum. Guð blessi þig.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.1.2008 kl. 21:51
Góð færsla hjá þér Linda mín!!! Guð blessi þig og umvefji!
Ása (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 22:53
Takk fyrir þetta elsku vinir, endilega látið vita af þessu, hér til vinstri er alltaf RSS straumur sem er með upplýsingar um ofsóknir og endilega vekið athygli á þessu ef þess er þörf þá megið þið notast við mitt auma framlag. Guð blessi ykkur og varðveiti. Knús
Linda, 6.1.2008 kl. 00:09
Sæl Linda mín.
Ef ekki frá þér ,hvaðan þá? þú ert nefnilega frábær í að koma með greinar sem svo sannarlega eiga ERINDI TIL OKKAR sem gefum okkur út fyrir að vera KRISTIN.oG MÉR FINNST mikið öryggi í þér oft á tíðum að fylgjast með og svo upplýsa okkur hin.
Satt best að segja eru þetta LJÓTAR FRÉTTIR. En nauðsynlegar fréttir.Guð blessi þig Linda mín og ykkur öll hérna sem hafið tjáð ykkur.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 01:24
Öll erum við börn guðs, hverju nafni við köllum hann, allir þeir sem kveljast og þjást í nafni sinnar trúar eiga samúð mína alla og eru með í mínum bænum. Munið bara að þegar þið bendið á einhverja hópa eða einstaklinga með einum putta, þá benda þrír á sendandan.
Munið orð Krists þegar hann var nelgdur á krossinn: Faðir fyrirgef þú þeim, þeir vita eigi hvað þeir gera. Hann bað fyrir misyndismönnum sínum. Ekki dæma þá sem gera illvirki heldur biðjið fyrir þeim sem illt gera, þeir hafa meiri þörf á því.
Gangið á Guðs vegum.
Gunnar Páll Gunnarsson, 6.1.2008 kl. 01:58
það sem er þörf á er að kristnir einstaklingar átti sig á því að það er fólk þarna úti sem fórnar lífi sínu fyrir Krist, ekki af því það biður um það heldur vegna þess að það fær engu um það ráðið. Ég tek ekki þátt í þögninni, og ef einhver vill benda á mig, gjörið svo vel, en ég mun ekki þegja. Já við erum öll börn Guðs en við tilbiðjum ekki öll sama Guðinn. Því miður. Öll dýrin í hálsaskógi eru ekki vinir og þau sem aðhyllast Kristna trú eru í auknu mæli að enda líf sítt á götum, og fangelsum út um allan heim.
Ég svíf því miður ekki um á hallelúja skýi, kannski er það mín köllun að sjá það sem er að ske fyrir mín trú systkini og kannski er það mín köllun að vera ekki sama. Kannski ef fólk vill hlusta fer það að tala um þetta meira, kannski við getum þá byrjað að biðja fyrir óvinum okkar þegar við loksins áttum okkur á því að þeir eru til og þeir eru að særa og myrða okkur..Kannski en ekki á meðan við horfumst ekki í augu við staðreyndir, hvernig er hæt að biðja fyrir óvini sem þú veist ekki að þú átt.
Með virðingu og vinsemd.
Linda, 6.1.2008 kl. 02:10
kæra vonin !
fallegt nafn á bloggi.
ég skil vel þessa tilfinningu sem þú upplifir og mér finnst ég skynja í blogginu þínu,að er hræðilegt að lesa um allt það fólk sem þjáist hvar sem er í heiminum hvort sem er vegna trúarinnar eða annarra afla sem hafa áhrif á líf fólks. en ég skil ekki reiðitóninn sem ég finn bæði þegar ég les bloggið og svar þitt hérna að ofan.
eftir minni bestu vitund boðaði Kristur frið, Kærleika, skilning fyrirgefninguna og fl. af því sem er jákvætt. Jákvætt er alltaf sterkara en neikvætt. Kærleikur er sterkari en hatur, Gleði er sterkari er reiði, eða þar stoppa ég svolítið, því það sem hryggir mig er þegar ég skoða blogg hjá bæði þér og öðrum þeim sem titla sig kristna. Þar er meiri reiði en Gleði, meira hatur en Kærleikur, meiri fordómar er skilningur. Var það það sem Kristur boðaði, eða er það persónuleg innri reiði sem er hreytt út í nafni trúarinnar. þetta sé ég ekki bara hjá kristnum, einnig islamistum ég sé því miður ekki mikinn mun á hatri kristinna til þeirra en hatri þeirra til kristinna.þetta er sama hatrið, eitt er ekki betra en annað hatur og reiði er vond orka, sama hvaðan hún kemur..
hvað veldur að við sjálf ekki reynum fyrst að lifa eftir þeim boðorðum sem Kristur færði okkur, áður en við horfum á náungan og dæmum rétt eða rangt.
ég á erfitt með að ímynda mér að einhverjir séu sérlega útvaldir til að vera lögreglur í nafni Krists, yfir öðrum en sjálfum sér. er ekki verkefni okkar h´rna á jörðinni að elska en ekki hata, að hjálpa hvert öðru að .....
ef hver og einn skoðar og vinnur með sjálfan sig þá eigum við VON, en ef við höldum áfram í framtíðinni að fókusera á hvað aðrir gera og gera ekki þá náum við aldrei að gera jörðina að þeirri Paradís sem við viljum, eða vilja allir það ?
það er sorglegt að hugsa um að þessi fallegi boðskaður sem Kristin trú hefur sé oft notuð til að boða út það neikvæða, reiði, hatur fordæmingu. það get ég ekki ímyndað mér að hafi verið ætlun Krists á sínum tíma.
Ég get heldur ekki ímyndað mér að Kristur hafi svifið um á hallelúja skýi, þó hann hefði Kærleikann í hjartanu og það held ég og vona að sé þangað við öll eigum að stefna að.
AlheimsLjós til þín kæra VONIN
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 10:27
Steinunn vá ég hata engan, ég hata ofbeldi, ég mæli ekki með því, þvert á móti, hinsvegar er það algengur misskilningur að Kristnir þurfi að þegja þegar að þeim er vegið, vandamálið er einmitt að við höfum þegið, við höfum ekkert sagt varðandi hvernig komið er fram við fólkið okkar út í hinum stóra heimi, engin segir neitt. Kærleikur og friður er yndislegt markmið og það er eitthvað sem við sækjumst eftir, en ekki á kostnað þeirra sem deyja vegna ofbeldis og það á við alla, hvort um sé að ræða Kristna,Gyðinga, Múslíma , Búdda trúar eða Hindúa, með við þegjum heldur vandamálið áfram.
Hefur þú tekið eftir því að engin fjölmiðill hér á Íslandi talaði máli tveggja táninga stúlkna svo voru myrtar af Íslömskum föður sínu til að verja heiður fjölskyldunnar, er hægt að kveða þetta í burtu með kærleika og friði. Er hægt að kveða það niður að 60.000 stúlkur í Bretlandi hafa vera látnar sæta umskurði sakir Íslams trúar, hefur heyrt talað um þetta í samhengi við Bretland, svona hlutum á ekki að þegja yfir, við búum til meiri fórnalömb með þögninni, hver er kærleikurinn í því.
Á Gaza þar sem kristnir og múslímar hafa ávalt átt gott samband, er núna ótti, Kristnir þora sig vart að hreyfa af ótta við að verða barðir eða myrtir, Múslímskir vinir þeirra þora ekki að tala við þá því þá eru þeir svikarar. Í íran eru konur hengdar, barðar og grýttar, fyrir hvað, það sem kallast sæmdarbrot. Sama á við samkynhneigða karlmenn. Á ég þegja yfir þessu líka kannski.?
Á ég að þegja yfir því að maður í Malasíu fær ekki dána eiginkonu sína greftraða sakir þess að hún dó kristinnar trúar, hann þarf að skrifa undir bréf þess efnis að hún hafi snúið aftur til Íslams svo hún veri grafin, hvernig mætir þú kærleika og friði þarna.
Ég tel mig ekki vera lögreglu, en, ég veit að núna er mér ætlað að skrifa um þessa hluti.
Það er nú þannig að Kristnir mega ekki hafa skoðun án þess að vera fordæmdir fyrir að fara út fyrir trú sína, hver er kærleikurinn í því? Fólk gleymir því að Jesú var manna harðastur þegar það koma að óréttæti, sérðu þú eitthvað réttlát í meðferð á Kristnum, ég skal segja þér annað í flestum ef ekki öllum tilvikum hafa kristnir ekki mætt ofbeldi með ofbeldi, hugsaðu þér, þeir sækjast eftir stuðningi lögreglu valda, sem hundsa þá, þeir sækjast eftir friði, en fá ekki frið, kirkjur þeirra eru brenndar, prestar myrtir, en í stað þess að hefna sín segja þeir fyrirgefa. Svo þú fyrirgefur mér að mér skuli ekki standa sama um þögnina sem ríkir í þessum málum.
Jesú var ekki hippi, hann var beittur þegar þess þurfti hann ætlast ekki til minna af okkur sem á hann trúum. Mundu eftir musterinu, mundu eftir samtölum hans við Faríseana,mundu þegar hann ámynnti Pétur, já hann var kærleikurinn uppmálaður enn hann var ekki blindur gegn því sem gekk á í kringum hann í samfélaginu sem ann bjó í.
Hvernig get ég beðið fyrir þeim sem ásækir mig ef ég gerir mér ekki grein fyrir því að að mér sé vegið, hvernig get ég gefið fátækum ef ég neita að sjá fátækt, hvernig get ég séð ljósið ef ég neita að sjá myrkrið. Stundum verðum við að sjá alla myndina til þess að geta nálgast frið og kærleika og von.
Er ég reið, oh já, ekki spurning, en ég á von því þetta fólk sem ég skrifa um hefur þegar sigrað það hefur sýnt mér meira um kærleika, dug og trú en nokkur annar hefur gert þess vegna tala ég máli þeirra.
Mér þykir miður að þú skiljir ekki ásettning minn, en við því get ég lítið gert. Það gleður mig að þú sjáir bara ljósið, ég vona að svo verði áfram, ég hinsvegar get ekki horft fram hjá þjáningunni það er minn kærleikur að horfast í augu við og standa með mínum trúbrærum og stysturm sem eru ekki svo heppin að búa þar sem málfrelsi og trúfrelsi er ennþá í hávegum haft.
Með virðingu og vinsemd, Drottinn Jesú blessi þig og varðveiti.
Linda, 6.1.2008 kl. 11:31
kæra linda, ég get ekki annað en verið sammála mörgu af því sem þú telur upp, enda væri annað undarlegt. Ég ætla ekki að fara endurtaka það sem ég hef skrifað áður en það sem ég furða mig á er reiðin, reiði skapa reiði. það eru engin ný sannindi.
AlheimsLjós til þín kæra Von!
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 12:41
Kæra Linda, að vona er gott, en manstu eftir sögunni um hænurnar þrjár sem hétu Trú, Von og Kærleikur. Trú og Von dóu eftir miklar þjáningar en Kærleikurinn dafnaði og varð að stórri og flottri varphænu sem ungaði út mörgum hænuungum. Dæmisagan sýnir bara að kærleikurinn er stæstur og mestur. Því hvað gagnar það manninum að hann hafi svo mikla trú að flytja mætti fjöll en hefði engan kærleika þá væri ég ekki neitt. Og hefði alla visku heims(man ekki alveg orðalagið) en hefði ekki kærleik þá væri ég ekki neitt. Kærleikurinn er óendanlegur, hann hefur ekkert upphaf of engan endi. Það er gott að benda fólki á það óréttlæti sem gerist í heiminum en fyrir mér eru allir undir sama hatti. Trúaðir og trúleysingjar.
Gangið á guðs vegum.
Gunni Palli kokkur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 6.1.2008 kl. 12:54
Gunni Palli Kokkur - litla gula hænan má eiga sig mín vegna, enda trúi ég á Jesú Krist og þarf ekki dæmi sögu um hænu til að útskýra kærleikann Ég er alls ekki ósammála kærleiks boðskapnum, slíkt væri jú algjörleg á skjön við trú mína, en kærleikurinn er ekki alltaf blóm í haga og krúttí búttí lamb, heldur getur hann verið beittari en sverð en engu að síður stórkostlegur kærleikur, uppalendur skilja þessar forsendur.
Málið er að engin tekur á þessu máli hér heima í blöðum eða fjölmiðlum, prestar eru þöglir varðandi þetta mál flestir hverjir, en, og vegna þess halda (sumir)Kristnir(eða vilja halda) að allt sé bara í blóma hjá öllum Kristnum í samfélögum út um allan heim, við erum svo ánægð með Kína og hvað er í gangi þar með leikanna í vor, og engin eða fáir vilja sjá eymdina og sársaukann sem er á bak við luktar dyr fangelsis klefa, væri ég kærleiksrík ef ég talaði ekki um þetta svo dæmi sé tekið.
Mín reiði er réttlát, en, hún er ekkert miðað við þá þjáningu sem fólk þarf að þola, vanvirðingu, svívirðingu, barsmíðar, nauðganir,pyntingar og morð og það hefur það hafa af halda trú sinni og að fyrirgefa þeim sem gera þeim þetta, í raun er mín reiði aum því ég fæ kannski engu breytt með þessum skrifum, en ef ein persóna sér þetta og fer að íhuga og lesa sig til um þetta mál og tala fyrir þá sem enginn talar fyrir, kannski þá mun fólk taka eftir...kannski þá fær kærleikurinn að vinna fyrir augum allra þeirra sem áður reyndu að fangelsa hann með þögninni. Í þessu fellst dýrmædd von.
Linda, 6.1.2008 kl. 13:44
Afs. sakir svefnleysis láðist mér að skrifa kveðju undir síðust athugasemd.
Með Guð blessun kæra Steina og Gunni.
Linda, 6.1.2008 kl. 13:47
kæra linda, ekkert að afsaka
gangi þér vel í þeirri baráttu sem að þínu mati er rétt fyrir þig.
penninn er áhrifamikiðv opn og því vopni hvílir mikil áyrgð, en án Kærleikans er penninn sennilega hættulegasta vopnið.
AlheimsLjós til þín kæra linda, og vonandi færðu fallegan sunnudag.
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 14:20
Sæll Skúli minn, þú hefur skilið að mig skortir ekki kærleika til náungans, þrátt fyrir erfið skrif sem eru oft áttakanlegur lestur. Guð einn veit að ég geri þetta ekki að ganni mínu. Ég met stuðning þinn mikils.
Guð Blessi þig Skúli minn.
Steina ljós þú ert að misskilja eitthvað aftur, ég er ekki að "afsaka" mig eða það sem ég skrifa. knús til þín.
Linda, 6.1.2008 kl. 14:43
Jemin eini steina, sjáðu bara svefnleysið alveg að gera út af við mig, tíhi´, ég var jú að afsaka mig varðandi svefnleysi og þú..hehe sorry hon, ég þarf kaffi og göngutúr svo mér takist að snúa deginum við knús. .
Linda, 6.1.2008 kl. 14:56
Þó að þeir sem eru ofsóttir fyrir nafn Krists úti í heimi séu kannski án stuðnings systkina í Kristi eru þeir með Krist með sér. Það hjálpar auðvitað alltaf að hafa bænir með sér en Drottinn yfirgefur sitt fólk aldrei, og síst í aðstæðum sem þessum.
Það er huggun að vita þó að svo margir trúaðir sæti ofsóknum og dauða fyrir trú sína mun orð Drottins aldrei þagna. Við verðum bara að vona að þeir sem þessi illvirki stunda sjái trú þessa fólks sem þeir bana og undrist hana og jafnvel óttist innst inni. Því að þeim tekst ekki að slökkva þetta ljós heldur auka það og lyfta til vegsömunar án þess að ætla sér.
Flower, 6.1.2008 kl. 17:33
Já Flower, við biðjum fyrir þeim, en ætlum við að taka þátt í þögninni eða ætlum við sem eru bundin hér á þessari jörðu með þeim að láta ekki kveða frásögnina niður, ætlum við að halda áfram að segja frá þessum mannréttinda brotum, engin talaði um það hér í fréttum að stærsti hópur flóttamanna í Sýrlandi og Jórdan voru Kristnir Írakar,Bahaiistar og aðrir minni hluta hópar. Páfinn talaði um þetta, en engin tók eftir því...þögnin er ærandi!
Linda, 6.1.2008 kl. 18:30
Sæl Linda. Ég las yfir allt bloggið. Var búin að lesa pistilill og gerði það aftur og las athugasemdir. Ég hlýt að vera eitthvað skrýtin því ég finn enga reiði í blogginu. Þú kemur fram með staðreyndir og svo kemur þú inn með athugasemd þar sem þú tekur mörg dæmi um ofsóknir. Við lesum í Biblíunni um ofsóknir gagnvart þeim kristnu. Við getum nú bara tekið dæmi um sjálfan Jesú Krist. Hann var tekinn til fanga fyrir engar sakir og var pyntaður og húðstrýktur og sett var á hann þyrnikóróna. Hann var sleginn mörgum svipuhöggum og nelgdur á kross. Margar hliðstæðar lýsingar lesum við um eins og í bókinni Himnamaðurinn sem Fíladelfía-Forlag gaf út nýlega.
Fíladelfía Forlag gaf út bókina Útskúfuð fyrir mörgum árum. Múhameðsk hefðarkona býr í skjóli heimilis síns, umkringd þjónustufólki, í bænum Wah í Pakistan. Kvöld eitt er hún í skrúðgarði sínum, þegar undarlegur þytur fer um garðinn og eitthvað torkennilegt skýst hjá. Undarlegir atburðarrás er hafin. Merkilegir draumar og ýmis yfirskilvitleg atvik beina augum Bilquis Sheikh að Bók bókanna. Þar ljúkast upp fyrir henni leyndir hlutir og hún dirfist að nefna Guð "föður."
Nafn hefðarkonunnar var breytt til öryggis. Eftir að hún varð kristin varð hún útskúfuð Í Pakistan þó svo að hún hafði verið hefðarkona og gert mikið gang fyrir héraðið sitt. Hún varð að fara frá Pakistan til Bandaríkjana því að kristnu fólki er ekki vært í Pakistan. Það óttast um líf sitt.
Matt. 5 10. - 12. "Sælir eruð þér þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna. Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar eru mikil á himnum. Þannig ofsóttu þeir spámennina, sem voru á undan yður."
Við vitum að kristið fólk er ofsótt út um allan heim. Mannvonskan er mikil en þessu fólk er ekki sjálfrátt því er stýrt af myrkravaldinu.
Fréttaflutningur á Íslandi er mjög hlutdrægur. Mætti halda að þeir sem stjórnuðu fréttaflutningi væru allt kommúnistar. Ég man tímana tvenna og margt fólk sem var sósíalískt var líka mjög mikið á móti kristinni trú.
Að lokum langar mig að spyrja um þetta Alheimsljós sem er alltaf verið að senda til þín Linda mín. Ég fæ yfirleitt ímyndað ofnæmi á líkamann þegar ég les þetta en af hverju veit ég ekki? Ég aftur á móti vil þakka þér fyrir að skrifa um ofsóknir trúaða um allan heim sem við fáum ekki að heyra um í fjölmiðlum á Íslandi. Hvers vegna ekki? Guð blessi þig og megi ljós hans skína skært.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.1.2008 kl. 20:16
Linda mín,
Ég þakka þér fyrir frábæra grein, sem á fulla rétt á sér. Greinin hefur vakið marga úr svefni þagnarinnar.
Við eigum EKKI að þegja þegar trúsystkin okkar eru ofsótt, kvalin og drepin fyrir að eitt að tilheyra frelsara okkar Jesú. Ég á erfitt með að gleyma trúbróður mínum sem var myrtur á Gaza-svæðinu 7.Október s.l. frá þrem börnum og konu hans sem gekk með það fjórða. Ástæðan var að hann vildi ekki afneita trú sinni og gerast múslími.
Ég þekki margar sögur um grimmd íslamista í Betlehem, Nablus og Ramallah, gegn hinum kristnu. Því miður heyrist ekki mikið frá prestum eða leiðandi mönnum í kirkjum eða kristnum samfélögum. Auðvitað eigum við að biðja fyrir óvinum okkar og þeim sem ofsækja okkur, en það þýðir ekki að við séum að biðja Guð að blessa grimmdarverk þeirra.
Við biðjum þess að þeir mættu sjá hið sanna Ljós, sem er Kristur. Það eru svo mörg villuljós sem skína í heiminum. Orðið varar okkur einnig við því að sjáfur Satan geti komið í ljósengilsmynd, því geta þjónar hans einnig komið sem réttlætisþjónar. Við skulum vera á verði.
Ég er sammála henni Rósu hér fyrir ofan, það fer undarlegur straumur um mig þegar þetta orð Alheimsljós er ritað. Hvað er það?
Guð okkar er ljós og hið sanna Ljós kom í heiminn. Það er aðeins það ljós sem getur sigrað myrkrið. Ljósið er Jesús Kristur.
Kærleikurinn sem svo oft er vitnað til er persóna. Kærleikurinn er Kristur. Linda þú átt marga fyrirbiðjendur sem biðja Föður okkar að gefa þér áframhaldandi styrk og kraft, til þess að vekja okkur úr dvala.
Aðeins, Ljósið frá Honum getur lýst okkur á rétta braut.
Guð blessi þig áframhaldandi,
í Jesú nafni.
Shalom kveðja
Ólafur Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 23:28
Halla Rut , 7.1.2008 kl. 00:13
Þögnin getur verið besti vinur manns, eða hin versti óvinur sem hægt er að eignast. Þess vegna er það skylda okkar trúaðra að fara út fyrir veggi kirkjunar og segja frá því sem er að gerast í heiminum. Kristnir eiga skömm skilið fyrir að segja ekki frá þeim ofsóknum sem þeir verða fyrir, þeir eiga skömm skilið fyrir að hrópa ekki og benda á þau mannréttindabrot og pyntingar sem þeir verða fyrir, bæði líkamlega og andlega. Þess vegna finnst mér þessi grein hreint afbragð þótt ég skilji ekki hvaða ljósagang Steina og Gunni eru að tala um.
Guð blessi þig Linda mín fyrir þessi frábæru skrif!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.1.2008 kl. 11:07
Kæru vinir ég þakka ykkur öllum fyrir ykkar orð og athugasemdir.
Rósa - þúsund þakkir fyrir stuðninginn, þú ert ómetanleg, og kemur ávalt með hnitmiðaðar athugasemdir.
Ólafur- mikið afskaplega var gaman að sjá þig hér inni kæri vinur, já ástandið í landinu Helga er engum hagstætt, þar eru öfl sem yðilegga fyrir þeim sem vilja gera gott, mér tekur sárt með vin þinn, ég man þegar ég tók á því með efni um ofsóknir þegar bókabúin hans var sprengd í fyrstaskipti, það, aldrei þessu vant kom í fréttir hér heima, en það var ekki tekið sérstaklega fram að um væri að ræða Kristinn bókasala. Síðan fréttir maður af öðru tilræðinu og dauða hans. Skelfilegt.
Skúli -þakka þér fyrir þessa frétt ætla að skoða hana og lesa og sjá hvað verður úr því.
Halla Rut -sömuleiðis vina.
Haukur - nákvæmlega og ég hvet þig eindregið með öll þín tengsl að þú takir upp málefnið með mér og biðjir presta og ráðamenn að ræða þessi mál opinberlega. Ég er að íhuga leið sem ég mun tjá mig um síðar, sjáum til hvað verður úr því.
Svo í lokin Steina og Gunni eru yndislegt fólk að ég best veit, um alheimsljósið þeirra veit ég best lítið en ég trúi því að þau hafi góðan ásettning með því og ég vona að Kristur Jesu blessi þau og varðveiti ég veit að þið gerið það sama.
Mikið eruð þið Yndisleg Guð blessi ykkur og varðveiti!
Linda, 7.1.2008 kl. 13:57
HAHAHA Guðsteinn minn þú ert æðislegur. Langt síðan ég hef heyrt orðið ljósagangur. Það ver alltaf nefnt með reimleikum og svo í sambandi við þrumur og eldingar (svo sjaldan sem það gerist á ÍSLANDI)
Linda takk fyrir blessunina og bið krist um að gera það sama með þig.
Svo loka ég þessari umræðu að minni hálfu.
Gangið sem ávallt á Guðs vegum.
Gunni Palli kokkur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 7.1.2008 kl. 15:56
kæra linda, ég held eiginlega áfram með þessar umræður á blogginu mínu. það sem okkur fór á milli hefur sett margar hugsanir í gang, takk fyrir það og fann ég þörf fyrir að blogga um þetta efni.
Ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 17:11
Hæ ég hló þegar ég las innlegg Gunnars Páls um ljósagang og var þar að benda á skrif Guðsteins Shalom
Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.1.2008 kl. 19:18
Sæl öll. Ég fór inná síðurnar hjá Steinu og Gunnari Páli. Skil núna með þennan ljósagang. Alheimsljós til þín, ljós til þín. Gunnar segir á síðunni sinni: "Andleg áhugamál er ég byrjaður að grúska í og er ég meðlimur í hugleiðsluhópi."Er einhver af kristnu bloggurunum sem geta skrifað pistil um þetta dótarí? Shalom.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.1.2008 kl. 19:28
Sæl Linda mín og þakka þér fyrir að vekja athygli á þessu. Ég er einmitt nýbúinn að fá bréf frá Indlandi, þar sem tvær konur voru handteknar, vegna trúar sinnar og upplogina saka. Lögreglan aðhefst ekkert í málinu. Dæmigert fyrir þessi lönd.
Verð að segja að ég merki nú ekki neina reiði í þessum pistli þínum. Finn hins vegar lyktina af því sem ég kalla " Umburðalyndisfasisma" Frekar slæmur sjúkdómur, en samt læknanlegur með réttri hugleiðslu.
Kristinn Ásgrímsson, 7.1.2008 kl. 23:07
Sæl öll. Fullt af nýjum athugasemdum. Í 2 Kor. 11 13.-15. standa þessi orð: "Því að slíkir menn eru falspostular, svikulir verkamenn, er taka á sig mynd postula Krists. Og ekki er það undur, því að Satan sjálfur tekur sjálfur á sig ljósengilsmynd. Það er því ekki mikið, þótt þjónar hans taki á sig mynd réttlætisþjóna. afdrif þeirra munu verða samkvæmt verkum þeirra. Við sjáum alveg að Satan notar aðferðir sem líkjast kristninni til að blekkja. Orð Drottins skýrir sig sjálft. Shalom
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.1.2008 kl. 02:43
Vá góð færsla.Takk fyrir meil
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 12:13
vá hér er fjör, takk öll fyrir innlitið, þið eruð frábær.
Kristinn - vá takk fyrir að segja frá konunum í Indlandi, ástandið þar er versnandi og mörg svæði orðin kristnum fjandsamt, sem er kannski ekki skrítið mér skilst að það sé vakning þar ?
Erlingur takk fyrir þína athugasemd og skoðun.
Pétur hjá mikið rétt þögnin er góð, eins og í dæminu sem þú tekur, hinsvegar er þögnin líka meðvirk og slíkt er óásættanlegt.
Rósa takk fyrir þetta.
Birna mín ekki málið gaman að sjá þig.
Knús til ykkar allra
Linda, 8.1.2008 kl. 13:59
Sæll Valgeir og vertu Guðs velkomin í hópinn, mér þykir afskaplega vænt um mína bloggvini það gleður mig því mikið að þú hafir samþykkt mína vina beiðni.
Knús vinur og Guð blessi þig og varðveit.
Linda, 8.1.2008 kl. 22:37
Sæl Linda , , datt í hug að benda þér á erlend síðu sem selur konfekt í Kristilegum og fallegum umbúðum .
www.heartandsoulcandies.com
Bestu kveðjur : Conwoy
conwoy (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 17:46
Sæl Linda.
Kannski eru fjölmiðlar og stjórnvöld svona kristin eftir allt saman.
Hvað segir Biblían um málið?
14Blessið þá, er ofsækja yður, blessið þá, en bölvið þeim ekki. 15Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum. 16Berið sama hug til allra, hreykið yður ekki, en haldið yður að hinum lítilmótlegu. Ætlið yður ekki hyggna með sjálfum yður. 17Gjaldið engum illt fyrir illt. Stundið það sem fagurt er fyrir sjónum allra manna. 18Hafið frið við alla menn að því leyti sem það er unnt og á yðar valdi. 19Hefnið yðar ekki sjálfir, þér elskaðir, heldur lofið hinni refsandi reiði Guðs að komast að, því að ritað er: "Mín er hefndin, ég mun endurgjalda, segir Drottinn." 20En "ef óvin þinn hungrar, þá gef honum að eta, ef hann þyrstir, þá gef honum að drekka. Með því að gjöra þetta, safnar þú glóðum elds á höfuð honum." 21Lát ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur sigra þú illt með góðu.
13
1Sérhver maður hlýði þeim yfirvöldum, sem hann er undirgefinn. Því ekki er neitt yfirvald til nema frá Guði, og þau sem til eru, þau eru skipuð af Guði. 2Sá sem veitir yfirvöldunum mótstöðu, hann veitir Guðs tilskipun mótstöðu, og þeir sem veita mótstöðu munu fá dóm sinn. 3Sá sem vinnur góð verk þarf ekki að óttast valdsmennina, heldur sá sem vinnur vond verk. En viljir þú eigi þurfa að óttast yfirvöldin, þá gjör það sem gott er, og muntu fá lofstír af þeim. 4Því að þau eru þjónn Guðs þér til góðs. En ef þú gjörir það sem illt er, þá skaltu óttast. Yfirvöldin bera ekki sverðið ófyrirsynju, þau eru Guðs þjónn, hegnari til refsingar þeim er aðhefst hið illa. 5Þess vegna er nauðsynlegt að hlýðnast, ekki einungis vegna hegningarinnar, heldur og vegna samviskunnar.
Rómv.b.
6Einmitt þess vegna gjaldið þér og skatta, því að valdsmennirnir eru Guðs þjónar, sem annast þetta. 7Gjaldið öllum það sem skylt er: Þeim skatt, sem skattur ber, þeim toll, sem tollur ber, þeim ótta, sem ótti ber, þeim virðing, sem virðing ber.
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.1.2008 kl. 17:47
Sæll Conni - allt er til.
Sæll Svanur - það er hægt að ræða um málefnið án þess að kallað sé á hefnd ofan á hefnd, við fáum engu breytt með því að taka undir þögnina, mannréttindi og þögn á aldrei vel saman, og Kristur var eflaust mesti mannréttinda baráttu maður sem sögur fara af.
Linda, 9.1.2008 kl. 17:57
Satt er það Linda að við getum rætt um málefnin.
Ég sé ekki betur á þessum Rómverjabréfstexta að það sé hlutverki kristinna að sætta sig við mótlætið og fela Guði þær aðgerðir sem hann kýs.
Ég er hins vegar sammála því að mannréttindi eins og þau eru yfirleitt skilgreind í sáttmála Sameinuðu þjóðanna og þögn fara ekki vel saman. Mannréttindabrot eru algeng og útbreidd og eru framin af fólki af flestum trúarbrögðum. Kristnir menn eru þar á enginn undantekning. Sum ákvæði mannréttindasáttmálans eru þannig að margir kristnir menn og konur geta ekki einu sinni fallist á þau og þyssvegna varhugavert að skýrskota til þeirra frekar en þess sem Biblían boðar.
En ég hélt að þú talaðir fyrst og fremst sem kristin kona og ef við höldum okkur við kristnina og þá síðmennt sem hún boðar, þá eiga orð Rómverjabréfsins afar vel um þá atburði sem þú talar um í grein þinni, eða hvað finnst þér?
kv,
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.1.2008 kl. 18:42
Sæl Svanur - gott að við erum sammála um þögnina og almenn mannréttindi. Varðandi þá kafla ritninganna sem þú bendir á, þá gefur það augaleið að við sem á Jesú trúum og fylgjum eigum að forðast allt sem telst til hefndar, að taka öllu mótlæti sem að okkur kemur með reisn og hugrekki og í raun sækja skjóls hjá Guði í orðinu hans. Ekki neita ég þessu, hinsvegar þýðir það ekki að við sem búum ekki við slíkar aðstæður ættum að hundsa þann veruleika sem þetta fólk býr við sakir trúar þess og okkar.
Tökum sem dæmi: ég er í fangelsi í Pakistan, ég hef neitað að gefa upp trú mína og snúast til Íslams, ég veit að fjölskilda mín er í hættu stödd en líkt og ég kærir fjölskilda mín og aðrir meðlimir míns safnaðar sig ekki um að gerast trúskiptingur, húsin okkar eru brennd, safnaðarhúsið er rifið og tætt í sundur, biblíur brenndar sem og önnur rit sem tengjast trú minni. Ég sækist ekki eftir því að vera einhver trúarhetja frekar en mínir nánustu, ég er réttindalaus og mállaus, því engin talar fyrir mig eða þeirra sem hafa undan mér þurft að lúta ódæði, nema ritningin og þjáning Krists.
hvað er hægt að gera.
1. Styðja fórnarlömbin og fjölskildu sem og söfnuði fjárhagslega, til endurbyggingar.
2. Stunda skrif til þeirra sem koma að þessum málum og biðja þá um að sína miskunn.
3. bjóða þeim flóttamanna status.
4. að sína fyrirgefningu í verki og sækjast eftir réttlæti.
ekkert af þessu er hægt nema að fólk viti um þessi sorglegu mál. Guð biður okkur um að vera réttlát gagnvart hvort öðru og réttlát í því sem við tökum okkur fyrir hendur, það þýðir ekki að við þurfum að samþykkja kúgun í því fellst engin réttlæting, heldur uppgjöf.
Ég er að lesa merkileg bók eftir Bill Johnson og talar m.a um Davíð Konung, hvernig hann þrátt fyrir að Samúel hafi gert hann að næsta konungi Ísraels þurfti að líða mörg ár í hættu, og baráttu við ytri öfl áður en hann komst til valda, hann þurfti að læra að þola mótlæti áður en hann náði völdum m.a. Hann barðist á öðrum vettvangi og gafst aldrei upp, hann hvíldi í Guði og treysti.
Davíð lifði ekki kúguðu lífi, heldur þvert á móti, og við sem trúum getum hjálpað þeim sem bera erfiðar byrðir með því að ræða um mál þeirra og veita stuðning. Slíkt er ekki mótsögn við ritninguna.
Þú fyrirgefur, en hugur minn er út um allt er varðar þetta málefni og svör mín til þín, ég vona að ég hafi komið þessu til skilja.
Með Guðs blessun og vinsemd.
Linda, 9.1.2008 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.