Ég þrjóskast við ....

að fara ekki strax á nagladekkin sem eru niðri í geymslu, ég mæni á veðurspá moggans og annarra miðla, moggin spáir snjókomu á sunnudaginn, rigningu á mánudaginn og svo einhverju bland í poka. 

Ég þoli ekki þessi nagladekk, tel þau vera nauðsynleg fyrir mig, en þoli þau samt ekki, eru svo hávær og óþolandi í akstri (dæs)en sitt sýnist hverjum, ég sé fram á það að þessi dekki þurfi að fara undir bílinn áður en Desember verður að mánuði.

Farið þið sem þurfið að keyra fjallavegna varlega og please verið á réttum dekkjum.

Mun ég standast freistinguna...?

 

 


mbl.is Fjórðungur á nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er líka að þrjóskast og er á sumardekkjum, fylgist líka vel með veðurspám og vona að ég komist upp með þetta sem lengst. En ég veit samt ekki hve lengi í viðbót, vegna þess að ég verð skelfingu lostin að keyra í hálku á sumardekkjum. Þannig að nú er að sjá, hvað gerist! Ef að það snjóar, þá fer ég beint með bílinn í dekkjaskiptingu !

Eigðu góða helgi Linda !

Sunna Dóra Möller, 23.11.2007 kl. 20:39

2 identicon

Úss, sei sei nei !! Ekki nota þessa malbiksmorðingja og svifryksframleiðendur með meiru . Hugsaðu um allar umferðatafirnar þegar fræsa á göturnar næsta sumar ! Já og allann tjöruhreinsirinn sem skolast svo á endanum í sjóinn,og mengar hann . Hver hefur svo gamann af því að þvo alla þessa tjöru af fína bilnum sýnum, út allann veturinn ? Ekki ég ! Alveg búinn að fá nóg af ókostum malbiksmorðingjana .  

enok (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 22:15

3 Smámynd: Ruth

Ég hef líka verið að draga þetta en verð víst að fara að drífa í að setja vetrardekkin undir,svo að ég komist nú í bæinn í vetur,þoli ekki að keyra þrengslin eða heiðina á veturna ,æ sorry Enok ég verð að fara á nagla

Ruth, 23.11.2007 kl. 23:40

4 identicon

Hæ. Heilsársdekk, hvernig eru þau? Vitið þið hverning þau hafa reynst t.d. í Borg Dags, Vilhjálms, Steinunnar Valdísar, Ingibjargar Sólrúnar, Davíðs og allra hinna?

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 23:54

5 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Stattu þig stelpa...engin þörf á nagladekkjum...naglarnir menga alveg ótrúlega, mæli með venjulegum vetrardekkjum...gangi þér annars alltaf vel í umferðinni...

Guðni Már Henningsson, 24.11.2007 kl. 00:27

6 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Mæli með heilsársdekkjum Linda mín.

<knús til þín

Magnús Paul Korntop, 24.11.2007 kl. 02:58

7 identicon

 Ég varð að skella þeim undir,því miður.Ég verð að nýta þau þennan vetur .Ég er einn af þeim örfáu sem hef ekki efni á því að kaupa ný og öðruvísi dekk.Svo er ein fræg brekka hérna í Grafarholtinu þannig hönnuð að halda mætti að þeir hafi verið á hvolfi sem hönnuðu þá brekku.Hún er eins og  KETKRÓKUR í laginu og þegar frystir þá REYNIR VERULEGA  á hæfni bílstjóra að komast upp úr henni. í fyrra var einn slæmur dagur og allt lokaðist vegna þessar einu beygju,jafnvel jeppaeigendur lentu í klandri. Góðan og gæfuríkan vetur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 06:36

8 Smámynd: Linda

Ja hérna hér og nú, ég er eins og Sunna verð skelfingu lostin í hálku, sviti drýpur af enni mínu, hendurnar halda svo fast um stýrið að það þarf að nudda á mér lófana til þess að fá tilfiningu aftur og hreyfigetu, allt þetta skeður áður en ég fæ nagla, eftir það líður mér miklu betur ég er ansi hrædd um að ég verði á Malbiksmorðingjum áfram Enok minn alla veganna þangað til að efni leyfa vetradekk eins Þórarinn segir, heiðina og  þrengslin fer ég ekki nema með þeim sem eru meiri töffarar en égeins og Ruth er t.d.,  á sumrin  I´m kewl ef svo má að orðið komast.. Guðni Már mun þrjóskast við eitthvað lengur og um leið og ég hef efni Magnús Paul.

Knús til ykkar allra

Linda, 24.11.2007 kl. 11:50

9 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það þyrfti einhver að þróa svona "bílamannbrodda" sem smella mætti á dekkin þá fáu hálkudaga sem réttlættu nagladekkin á höfuðborgarsvæðinu.

Knús til þín, Linduskott.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.11.2007 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband