Draumur

Ég er löngu hætt hugsa að allt sem okkur dreymir hafi einhverjar dýpri þýðingu, ég notast heldur ekki við draumaráðninga bækur því slíkar bækur eiga það eitt sameiginlega að vera villandi og alhæfingar í þeim eru bara til þess að rugla meiningu drauma okkar, því sér hvert okkar hefur það sem ég kalla draumaskilning og tákn sem þýða eitthvað spes fyrir okkur sjálf ekki næsta mann (þó svo að draumurinn sé boðberi fyrir fleirri en okkur sjálf, þýðingalega séð). Því ber okkur að fara varlega að túlka drauma annarra, og geri ég slíkt sjaldan nánast aldrei og ég ávalt tek sérstaklega fram að þegar mig dreymir þessi tákn eða hin þá þýðir slíkt í mínu tilfelli mismunandi hluti.(þó ég útskýri ekki mín tákn hér og nú)

Hinsvegar kemur fyrir að mig dreymir sérstaklega skýran draum sem tengist mínu lífi eða því sem er í gangi ekki neitt, heldur er hann eins og mynd sem er skýr og hnitmiðuð.  Slíkan draum dreymdi mig í nótt ég veit hvað hann þýðir(er nokkuð viss) og ég set hann hér inn aðallega svo ég gleymi honum ekki.

Kirkjan var yfirfull af fólki, allir svo fínir, ég vissi að þetta var jarðaför og ég vissi líka að þetta var Dómkirkjan, ég gegn inn um gólfið, og sé að það eru tveir auka stólar, ég tek einn og vinkona mín annan (að mér finnst) þegar mér er litið til vinstri þá sé ég að Ólafur Ragnar situr mér við hlið og Dorrit kona hans honum við hlið, aðra þekki ég ekki.  Mér er litið í sætið fyrir framan Ólaf og frú, þar er kona klædd í Skautbúning, ég sé ekki andlit hennar enda skipti það ekki máli, því í stað þess að vera með hvíta slæðu eins og maður er vanur þá var Íslenski fáininn notaður sem slörið.

Allt í einu tek ég eftir því að forseta frúin og forsetin koma aftur til sæta sinna(var ekki var við að þau höfðu farið, enda svo einblínt á konuna í íslenskabúiningum og fána slörið), koma semsagt gangandi frá altarinu, þá tek ég eftir klæðaburði þeirra, forsetinn eins og honum er vant er klæddur fínum jakkafötum alveg svörtum, en það sem vekur athygli mína er það að forseta frúin er í bleikum buxum, svona þröngum sem ná niður að ökkla, síðan er hún í sínum fína fallega brúna pels og hún er brosandi, þau fá sér sæti aftur og mér er aftur einblínt á Íslenska fánan.

Síðan fer draumurinn út í óskýra hluti og það sem er ekkert samhengi lengur og því ekki táknrænn draumur lengur.

Ég vil taka það fram að mig hefur dreymt fánan okkar áður, bleiki liturinn er afar táknrænn í draumasamhengi mínu og bregst ekki út af þýðingu sinni það sama á við brosandi fólk. 

Þessi draumur er boðberi það er alveg á hreinu...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Linda mín ertu orðin svona gömul? Í Jóel 3:1 er sagt að gamalmenni yðar munu drauma dreyma! (Ha ha ha bara grín )  Ver þú viss þetta er draumur frá Guði og það er mikil blessun þegar Guð gefur þér ráðninguna líka. Guð geymi þig.

Aðalbjörn Leifsson, 23.11.2007 kl. 16:51

2 Smámynd: Flower

Mig dreymir mjög furðulega drauma en passa mig á að setja ekki of mikla merkingu í þá. Það eru nefnilega líkur á því að þeir séu bara bull. Ef einhverjir þeirra eru frá Guði mun hann opinbera mér það þegar þar að kemur.

Flower, 23.11.2007 kl. 18:46

3 Smámynd: Linda

Hey Alli húmorinn er góður gamli minn tíhi. Sæl Flower mikið rétt hjá þér skil hvað þú átt við, en reynslan hefur kennt mér að skilja hvað er hvað í mínum drauma heimi ef svo má að orði komast og vegna þess að ég þekki mín tákn þá er þessi draumur ráðinn, en hvenær hann verður uppfylltur veit ég ekki, þó á þessu forseta tímabili á ég fastlega von á.  Eitt er víst hann mun rætast óháð því hvað ég segi eða geri og ég fæ engu breytt. 

Linda, 23.11.2007 kl. 20:00

4 identicon

Váááááá enginn smá draumur þarna á ferð.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband