Hvurslags árátta er þetta eiginlega

að deyða framandi dýr, væri ekki betra að koma þeim fyrir í húsdýragarðinum, þar sem þau geta lifað góðu lífi og verið fræðandi í senn.

Ég hef verið þess aðnjótandi að fá að halda á slíku dýri og ég varð heilluð eins og skot, þó svo ég mundi ekki vilja eiga snák.  Ef dýrið er meinlaust, og ekki í útrýmingarhættu sé ég enga ástæðu að banna dýrið sem gæludýr hér á Íslandi. 


mbl.is Íhugar að flytja til Danmerkur vegna banns við snáknum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það búa reyndar tvær skjaldbökur í Húsdýragarðinum, og lifa þar góðu lífi, en þær voru "blessaðar" af yfirdýralækni svo þær fengu að lifa ;)

Annars skil ég ekki heldur af hverju það þarf endilega að deyða dýrin, en það væri einmitt betra að nota þau til fræðslu.

Eva Kristjáns (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 12:28

2 Smámynd: halkatla

ég er sammála þér, mér finnst þetta svo sorglegt. Það er einhverskonar dauðhreinsunarárátta í gangi.

halkatla, 19.11.2007 kl. 12:38

3 Smámynd: Linda

Skil bara ekki þessa áráttu, ég held sko að húsdýragarðurinn hefði fengið met aðsókn hefðu þeir veri með snák í heimsókn á meðan málið hefði geta verið útkljáð án þess að deyða blessað dýrið.

Linda, 19.11.2007 kl. 12:44

4 identicon

Sammála, leyfur öllum sem þess óska að flytja hvaða dýr sem þeim hentar og þá langar í hingað til landsins. Þá getum við aftur farið að taka á gin- og klaufaveikinni (ég meina sko dýralæknar eru bara alveg komnir úr æfingu að eiga við það) og þá getum við kannski líka loksins fengið hundaæði líka hingað til lands.

Ég skil bara ekki hvað menn eru að agnúast í því að dýralæknar geti fengið nóg að gera.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 13:14

5 Smámynd: Linda

Þakka þér fyrir Sigurður "hærðsluáróður á líka við af og til" Annars er eingin að tala um innflutnings á eftirlits, slíkt væri vitanlega bara heimska.

Linda, 19.11.2007 kl. 13:19

6 identicon

Sigurður Geirsson, hvernig væri að kynna sér hlutina áður en maður dæmir?

Skriðdýr eru mjög óskyld þeim dýrum sem eru til fyrir á Íslandi, þar af leiðandi enginn sjúkdómur sem fylgir þeim sem hefur áhrif á íslenska fánu.  Þessar tegundir gætu ekki einu sinni lifað af við íslenskar aðstæður og þurfa búr líkt og fiskar með sérstökum aðstæðum til að lifa af.

Snákar eru ljúfir, og þægileg gæludýr fyrir fólk sem getur kanski ekki haldið önnur dýr sökum ofnæmis.

Sigrún Edda (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 14:23

7 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Þetta er vanvirða við lög. Þetta er bannað, með almannahagmuni að leiðarljósi. Það að styðja þetta er dálítið skrítið í ljósi annarra skrifa. Við viljum ekki lögleysu á Íslandi. "hræðslu áróður af og til" eru sömu rök og þeir sem stunda hraðakstur t.d. "vegirnir eru svo góðir að þeir bera meiri hraða"...

Um leið og við gefum aflátt af lögum þá verðum við að spyrja okkur hvar þetta á að enda. Ég er að heyra réttlætingu fyrir lögbrotum. þetta er það sama sem þjófar, nauðgarar og aðrir misindis menn nota til að brjóta lög. Kristið fólk verður að standa þétt við lögin í landinu þó að okkur þyki þau ekki alltaf sanngjörn.

En hvaða vit höfum við á því hvaða dýr eru hættulaus á Íslandi...

Hvers vegna eigum við að kosta eftirlit með gæludýrum landsmanna...

Megi þessi aðili fara til Danmerkur mín vegna eða annað. Getur mér ekki staðið meira á sama. Þessi frétt er sorgleg. Hefði ég frekar viljað fréttir af gúrku uppskeru í Hveragerði. Ekki síður er það sorglegt að sakborningurinn réttlætir brot sitt. Það heitir siðblinda.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 19.11.2007 kl. 19:30

8 Smámynd: halkatla

"miskunnsemi vil ég, ekki fórnir" það sagði Jesú og réttast hefði verið að miskunna bæði snáknum og eiganda hans.

stundum er meiri siðblinda fólgin í að styðja ósanngjörn lög heldur en að réttlæta brot sín.

halkatla, 19.11.2007 kl. 19:42

9 Smámynd: Linda

Sæll Eiríkur, geri mér fyllilega grein fyrir því að hér er um lögbrot að ræða enda mæli ég ekki með slíku, ég hinsvegar vildi að þeir hefðu ekki verið svona fljótir að deyða dýrið slíkt er alveg óþarfi þó að það hefði verið fjarlægt frá eigenda sínum.  Dýrið er búið að vera á landinu í tvö ár og e.t.v. klekst hér út, þetta er svona eins og að skjóta af sér tánna sakir þess að það er inngróin tánögl  þjónar nákvæmlega engum tilgangi og gerir meiri skaða en ella.

Þetta er bara þörf áminning að Íslendingar eins og aðrir vilja eiga gæludýr sem fitta ekki inn í þanna ramma sem við höfum yfir slík dýr, og því væri bara réttlátt að skoða með að koma á leyfum og eftirliti svo hægt sé að stemma við lögbrjótum og hugsa um velferð dýrana sem hingað mundu koma með tilskildum leyfum.

Dýr eins og snákar geta ekki lifað til lengdar í okkar náttúru, frekar en páfagaukar, það er einfaldlega of kalt hér á fróni, sama er hægt að segja um eðlu tegundir.  Er ekki betra að hafa þetta löglegt að vissu marki, eins og ég benti á svo framarlega að dýrin séu okkur ekki hættulega (líkamlegum skaða)eða í útrýmingarhættu, gæti fólk sem hefur áhuga slíku sótt um leyfi fyrir þeim.

Anna mín, sammála þér, miskunnin var engin hér, því miður, rosalega hefði verið flott að hafa snák í húsdýragarðinum, manstu eftir því þegar þvottbjörn var skotin við hafnarbakkann í hafnarfyrði, en svo þegar villtur fugl var hér á flugi og þurfti aðhlynningu fékk hann að dúsa í góðu yfirlæti í húsdýragarðinum í nokkra mánuði.  Þvottabirninum hefði verið hægt að þyrma athuga hvort hann bæri sjúkdóma sem væru hættulegir okkar umhverfi og hefð slík komið í ljós lóga honum þá, ef ekki, flottur í húsdýragarðinn og allir ánægðir og lifandi fræðsla komin til landsins

en ég blaðra og blaðra, skil samt að við viljum ekki fá lime sjúkdóminn, eða hundaæði sem og annan ófögnuð til landsins, en síðast þegar ég vissi þá hefur engin séð froðufellandi snák með hundaæði í heiminum  Rotturnar sem koma hér á land með fraktskipum eru meira áhuggjuefni, það er annað umræðuefni.

Knús til ykkar beggja. 

Linda, 19.11.2007 kl. 21:02

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skyldi ekki þetta með að ég væri í hættu staddur Linda. Þessi bloggfærsla sem þú vísar í er farin.  Allt sem ég gerði þar var að setja ofan í manneskjuna með ónærgætni sína í dómum á stafsetningu á málfari fólks, sem var augljóslega að skrifa af veikum mætti. Það var ljótt fannst mér.  Ég held að ég hafi varla stuðað blessaða manneskjuna er það?

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2007 kl. 23:07

11 Smámynd: Linda

Sælir Jón Steinar - mér þótti athugasemd þin snilld og þörf á henni,  Maður hefur séð og lent í því sjálfur að sett er út á skrif fólks og þá er það ekki neitt sem tengist þræðinum heldur Íslenskunni og hvernig viðkomandi skrifar eða kemur frá sér orðinu. Mér hefur alltaf þótt það ömurlega dónalegt að gera lítið úr fólki sem er e.t.v. hrjáð af lesblindu eða öðrum örðueikum sem tengjast okkar fallegu tungu.   Veit um einn sem bara hætti að blogga vegna þessa.  Svo þú átt það að hættu að verða hetjan mín, ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem berst gegn óréttlæti.  Takk fyrir vildi ég nú bara segja.

Linda, 20.11.2007 kl. 10:41

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir þetta vina.  Við erum þá sama sinnis um eitthvað hehe. Ég tók samt út kommentið þitt á gestabókinni, því það gæti misskilist af óvönduðu fólki í tengslum við orðræðu mína hér.  Konan tók líka út þessa færslu í kjölfarið og fór í bloggfrí að mér sýnist.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2007 kl. 11:20

13 Smámynd: Linda

Ekkert mál fólk þarf ekki að vera sammála um allt, en það þarf að hafa kurteisi sér til hliðsjónar þegar það spjallar tja öllum verður á eins og sagt er.  Hún, missteig sig hrapalega þarna, sjálfsagt fleiri ekki verið sérstaklega jákvæðir um þennan þráð, þannig skeður þetta stundum.  Gott, mál með gestabókina enda bara leið til þess að koma til þín skilaboðum og ekki gestafærsla sem slík.  Friður verði með þér í dag og finni þig glaðan á morgun sem og alla daga eftir það.

ps. svo að við höldum þessu þræði hreinum, hver er þín skoðun á þessu með snákinn?

Linda, 20.11.2007 kl. 11:50

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hef ekkiþekkingu á forsendum heilbrigisyfirvalda en treysti því að þær hljóti að vera grundaðar á einhverju eins og t.d. sauðfjárvarnarsvæðin og sóttkvíar fyrir innflutt dýr. Að smygla dýrum getur verið varasamt hugsa ég, fyrir utan að það eru lögbrot.  Hér er vafalaust um fyrirbyggjandi hugsun að ræða, enda dæmi um alvarlegan heilbrigðisvanda og faraldsfræðilega útbreiðslu vírusa, sem hafa bæði fellt fólk og unnið landbúnaði og efnahag mikið tjón.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2007 kl. 12:45

15 identicon

Merkilegt þykir mér þó að þegar einhver dýralæknirinn var spurður hvers vegna bannið væri, þá gat hann ekki svarað því hann sjálfur vissi ekki ástæðuna fyrur því.

Sjúkdómar sem fylgja skriðdýrum eru mjög ólíkir þeim sem fylgja spendýrum. 

Sigrún Edda (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 15:12

16 Smámynd: Linda

Takk fyrir þetta Jón Steinar og Sigrún - skil að þetta varði við lög, og efast ekki um að Sigrún geri það líka, það sem veldur mér þó nokkurri umhugsun er að dýrið er búið að vera á landinu í tvö ár, ekkert svo vitað sé hefur komið upp sem hægt er að segja tengist þessum smygluðu dýrum, dýrið er búið að hafa fram úr skarandi eiganda sem braut lög en samt framúr skarandi eigandi sem hugsaði vel um dýrið, ég held að það hefði ekki verið neitt tiltöku mál að athugað hvort dýrið væri ekki hreint ef svo má að orði komast og koma því svo fyrir í t.d. húsdýragarðinum.  En, ég er öfga dýra elskandi svo það er kannski ekki beint að marka mig í þessu, ég vil bara bjarga dýrum. 

Dauði dýrsins þjónaði engum tilgangi, nema laga (gott og vel)en, skaðin var tilfiningalegur og í raun óþarfi.  Það er mín skoðun í þessum skrifuðu orðum. 

Linda, 20.11.2007 kl. 15:46

17 identicon

Eins og talað út frá mínu hjarta Linda

Sigrún (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 20:38

18 Smámynd: Halla Rut

Og gæinn ætlar kannski bara að flytja til Danmerkur af því að hann má ekki hafa snák hjá sér. Ég mundi nú ekki einu sinni elta manninn minn þangað svo eitthvað skipta þessi löngu, sleipu og köldu dýr hann máli.

Ég skil ekki af hverju ekki má hafa snák eins og það má hafa risa stórann hund. En ekki vil ég að það verði snákar hér í náttúrunni enda geta þeir varla lifað hér villt. Við erum blessunarlega laus við þá hér. 

Halla Rut , 20.11.2007 kl. 21:08

19 Smámynd: Ruth

Ég tek undir með þér Linda mín  ,sé engan tilgang í að deyða Dýrið

Ruth, 21.11.2007 kl. 00:22

20 identicon

Viðverukvitt.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband