8.9.2007 | 01:57
Töff myndband sem fær mann til að hugsa
læt myndbandið segja það sem segja þarf.. hlekkur á myndbandið smellið hér.
Myndbönd munu einungis vera í 1 til 2 vikur á síðunni, síðan verður hægt að smella á hlekk til þess að sjá myndbandið á upprunalegum vef.
Trúmál og siðferði | Breytt 16.9.2007 kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
7.9.2007 | 03:05
Stöndum saman og bloggum þessa frétt..
![]() |
Kaffistofu Samhjálpar lokað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2007 | 17:27
Krossferðirnar næsta færsla
Nokkrum árum eftir að Múhamad lést var byrjað að ráðast á Evrópu, vitað er að fylgjendur Muhamads réðust gegn Eyjunni Sikiley í kring um 652. Þó er það ekki fyrir enn 200 árum seinn seinna sem þeim tókst að hertaka eyna réðu þar ríkjum í 75 ár og hrelltu íbúa 2 aldir sem voru atburðaríkar og skelfilegar við eyjaskeggja, fjöldamorð var framið í bænum Castrogiovanni þar létu 8.000 kristnir einstaklingar lífið. 1084, eða 10 árum áður enn fyrsta Krossferðin leit dagsins ljós, réðust Múslímar aftur inn á Sikiley, þar sem þeir brendu Kirkjur í Reggio, hnepptu munka í þrælahald og nauðguðu nunnum.
Tíminn sem fór í krossferðirnar spannaði vissulega nokkrar aldir, hinsvegar voru þetta ekki nema 20 ár í allt ef við tökum tölurnar saman. (Krossferðirnar voru semsagt frá 1098 -1099, 1146-1148, 1188-1192, 1201-1204, 1218-1221, 1228-1229 og 1248-1250)
Hér eru ágætis samantektir um innrásir og hernað gegn Evrópu Múslímar hafa vissulega ekki setið aðgerðalausir og saklausir í gegnum aldirnar.
Hér má hlusta og lesa um nýjan fræðslu þátt um Íslam not a peacefull religion..
Ath. Þessi þráður er ekki gerður til þess að réttlæta eitt eða annað sem átti sér stað á sögulegu tímum, heldur einungis að benda fólki á að það þurfi ekki að sitja undir endalausum ásökunum um krossferðirnar, því miður þá var Íslam skæður og skelfilegur skaðvaldur í gegnum um sögu Evrópu eins og sagan ber vitni um. Ég er ekki með þessu að segja að Evrópa hafi ekki átt sína sóða sögu í nafni trúarinnar líka, enda væri slíkt fáránlegt, heldur er ég einungis að leiðrétta vissan áróður sem Kristnir og Kristin samfélög þurfa að sitja undir þegar óprúttnir aðilar innan Íslams fara á bak áróðursskepnunnar sem sem öfga Íslam spinnir fyrir hina auðtrúaðu í samfélagi Pólitísksrétttrúnaðs.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
6.9.2007 | 13:16
Gullna röddinn öll,,,
![]() |
Luciano Pavarotti látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Úrgrip fréttar á Worldnet Daily.
"Á síðustu mánuðum hafa Kristnir einstaklingar þurft að yfirgefa heimili sín, sérstaklega í borginni Dora rétt fyrir utan Baghdad. Í Dora er fólki hótað lífláti ef það tekur ekki upp Íslams trú eða borga háa verndarskatta (jitza) Það eru mörg hundruð mans sem eru kristinnar trúar sem búa í kirkjum landsins, enn það verður erfiðara með hverjum deigi að hafa nægan mat og vatn..... Lesa alla fréttina með því að smella hér
Osló, Noregur (Ap) úrgrip.
3 menn hafa verið ákærðir fyrir að tengjast árás sem var gerð á Syngougue (samkomuhús Gyðinga) og samsæri um að ráðast gegn sendiráðum BNA og Ísraela í höfuðborg Noregs..smellið hér til þess að lesa alla greinina..
Frétta úrgrip tekið af síðu Memri.
Síða Íslamista sem er hýst í Minnesota, BNA boðar sjálfsmorðs árásir á Danmörku
"sumir Múslímar hafa lagt á hilluna Danska Teiknimynda hneykslið og hafa í raun alveg gleymt því enn ég (Abu Al-Bara Al-Dosari)ætla að endurvekja málið til þess að hrella hinu trúlausu Dani, og minna þá á að þetta mál er ekki búið og gert, og herjar verðandi pistlavotta eru á leiðinni. HÉR MÁ LESA ALLA FRÉTTINA
Frétt úr Kastljósi þar sem fyrrum Múslími talar gegn öfgum í Íslam, smellið hér til að sjá viðtalið.
Eldri færslur um þessi mál.
14.8.07 Kristnu framfólkiá Gaza sæta ofbeldi
6.7.07 þráður sem ég þýddium ofbeldi gegn Kristnum í Irak
5.6.07 ofbeldi gegn Kristnumí Indonesíu
Trúmál og siðferði | Breytt 20.2.2008 kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.9.2007 | 04:17
Krossferðirnar
Hvenær byrjuðuð krossferðirnar alræmdu?
Fyrstu Krossferðirnar voru farnar 1095, 460 árum eftir að ráðist var á fyrstu Kristnu borgina af Íslömskum herjum, 457 árum eftir að Jerúsalem var hertekin af herjum Íslams, 453 árum eftir að Egyptaland fell fyrir herjum Íslams, 443 eftir að Múslímar réðust inn í Ítalíu, 427 árum eftir að herjar Múslíma umkringdu Kristnu borgina Constantínnopel, 280 árum eftir að Spánn var hernumin ef herjum Múslíma, 363 árum eftir að ráðist var í fyrsta skipta á Frakkland af herjum Íslams, 249 árum eftir að Róm varð fyrir árás af herjum Íslams.
Þegar krossferðirnar ógurlegu loksins fóru af stað, þá höfðu Múslímskir herjar náð að sölsa til sín 2/3 hluta af hinum Kristna heimi.
Er ekki komin tími til að við hættum að láta blæða yfir okkur rangfærslum um krossferðirnar, og förum að skoða dæmið án sektar?
Frekari upplýsingar munu birtast um þetta málefni af og til. Hér er grein um þetta efni sem er afar fróðleg
Trúmál og siðferði | Breytt 7.1.2008 kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
27.8.2007 | 20:53
Í síðustu færslu minni talaði ég um hógværð
Í þessari færslu ætla ég að fara í algjörlega öfuga átt og íhuga "drambsemi" út frá ritningunni. Hvers vegna þetta orð, það er nú ekki sérstaklega flókið, þetta orð hefur hreiðrað um sig í huga mínum í nokkra dag og þá fer maður vitanlega nafla skoðun af stað og forvitni svo ég BG-aði orðið og viti menn þar var úr miklu að taka og mikið að lesa.
Skoðum Sálm 17:9-11
fyrir hinum guðlausu, er sýna mér ofbeldi, fyrir gráðugum óvinum, er kringja um mig.
10Mörhjörtum sínum hafa þeir lokað, með munni sínum mæla þeir drambsamleg orð.
11Hvar sem ég geng, umkringja þeir mig, þeir beina augum sínum að því að varpa mér til jarðar.
Orðskv 16:17-19
17Braut hreinskilinna er að forðast illt, að varðveita sálu sína er að gæta breytni sinnar.
18Drambsemi er undanfari tortímingar, og oflæti veit á fall.
19Betra er að vera lítillátur með auðmjúkum en að skipta herfangi með dramblátum.
Hvað eiga þessar tvær ritninga greinar sameiginlegt, það er þetta, að varast það að vera með hroka,(drambsemi) að sækjast eftir því að vera hreinskilinn og auðmjúk, réttlát, því ef við gerum það ekki þá er voðinn vís.
Hér er greinilega líka verð að vara okkur við afleiðingunum ef við göngum ekki fram af einlægni og auðmýkt, þegar ráðist er á okkur, setið um okkur eins og Sálmurinn hér fyrir ofan kveður á um, hvað eigum við þá að gera, við skulum skoða framhaldið: Sálmarnir 17:13-15
13Rís upp, Drottinn! Far í móti óvininum og varpa honum niður, frelsa mig undan hinum óguðlega með sverði þínu.
14Frelsa mig undan mönnunum með hendi þinni, Drottinn, undan mönnum heimsins, sem hafa hlutskipti sitt í lífinu og þú kviðfyllir gæðum þínum. Þeir eru ríkir að sonum og skilja börnum sínum eftir nægtir sínar.
15En ég mun sakir réttlætisins skoða auglit þitt, þá er ég vakna, mun ég mettast af mynd þinni.
Þarna sjáum við svarið til okkar sem trúa, við eigum að ákalla Drottin þegar að okkur er vegið, því eins og ritningin segir "ekki það sem við mengum, heldur það sem Drottinn megnar". Ég mæli eindregið með því að lesa allan 17 kafla Davíðs Sálm sem er hægt með því að smella hér og lesa á netinu.
Það má ekki lesa úr þessu að ég telji að allir sem trúa ekki eins og ég séu drambsamir, það er af og frá, og heldur ekki hrokafullir, þó eru þeir ekki ófáir sem tala gegn orðum Guðs og hafa trú okkar að háði og það er alfarið á þeirra eigin kostnað, því ekki sækist ég eftir þeirra samþykki heldur einungis Guðs.
Þegar við sækjumst eftir því sem er í heiminum, þá fáum við laun heimsins enn ef við sækjumst eftir því sem frá Guði kemur og samfélagi við hann þá fáum við laun sem eru ekki mælanleg á mælikvarða sem heimurinn notar.
Við erum öll svo ófullkomin trúuð sem ótrúuð, enn það þýðir ekki að við getum ekki reynt að lifa í sátt við hvort annað, eins og ég sagði við einn efasemdamann ekki alls fyrir löngu, hvers vegna sækist þú svona í þræði hjá trúuðum ef það pirrar þig svona mikið? Ekki sækist ég almennt í síður hjá þeim sem eru vantrúaðir, það þjónar bara engum tilgangi fyrir mig að reyna að rökræða við þá um það sem þeir ekki skilja.
Nú, aftur að orðinu "drambsemi" og hversvegna þetta orð hefur vegið í hjarta mínu í nokkra daga, þetta er jú þörf áminning til mín frá Drottni að íhuga vel og vandlega að trú mín sé ávalt auðmjúk að ég falli ekki í gryfju "drambseminnar", sem ég hef vitanlega gert, því tek ég við þessu sem áminningu til mín og leiðréttingu á mínu hugafari og vonandi stend ég eftir betri fyrir vikið, svo að það sem ég skrifa verði einungis Guði til Dýrðar og blessun fyrir aðra sem lesa þennan þráð.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.8.2007 | 18:32
Hver erum við sem teljumst til kristinnar trúar?
sem láta ekki bjóða sér hvað sem er, sem láta ekki níðast á trú okkar, sakir þess eins að okkar viðhorf passar ekki inn í vinsældalista heimsins. Við erum sökuð um kærleikssvik, þegar við stöndum á óvinsælum ritningagreinum, við erum sökuð um að elska ekki náunga vegna þess að við elsku Guð meira og orð hans meira enn okkur sjálf.
Kærleikurinn er ekki bitlaust sverð, kærleikurinn er beittur í eðli sínu, Jesú sýndi kærleika í verki, þegar hann áminnti farísea og fræðimenn fyrir heimsku þeirra, hann sýndi kærleika þegar þegar hann brást reiður við vanhelgun Gyðinga á húsi Guðs. Hann gaf okkur dæmisögun um Lasarus svo við gætum lært af syndsamlegri hegðun ríka mansins, í þessu er mjög sterk áminning, svona mætti áfram telja.
Enn, við Kristnir verðum vissulega að gæta hógværðar í öllu sem við tökum okkur fyrir, að muna þegar við áminnum eða leiðréttum að við gerum það til dýrðar Guði enn ekki okkur sjálfum. Við verðum að muna að vera ekki svo full af sjálfsréttlætingu að við sjáum ekki okkar eigin mistök fyrir okkar eigin ágæti.
Páll postuli hafið mikið um þetta að segja m.a. þetta í síðara bréfi til Kórin 10:1
1Nú áminni ég sjálfur, Páll, yður með hógværð og mildi Krists, ég, sem í návist yðar á að vera auðmjúkur, en fjarverandi djarfmáll við yður.
Og hér 10:4-6
því að vopnin, sem vér berjumst með, eru ekki jarðnesk, heldur máttug vopn Guðs til að brjóta niður vígi.
5Vér brjótum niður hugsmíðar og allt, sem hreykir sér gegn þekkingunni á Guði, og hertökum hverja hugsun til hlýðni við Krist
ég mæli með þessum kafla í heild sinni með því að smella hér getið þið lesið hann á netinu
Kristnir mega passa sig á því að vera ekki drambsamir í orðinu þó svo að við eru tilbúin að vera í orðinu og setja undir leiðbeiningu, kennslu og leiðréttingu orðsins, þá eru ekki allir tilbúnir að takast á við dóminn sem er í ritningunni, því er það okkar að muna að varúðar skal gætt í nærveru sálar.
Hógværð er orð sem gekk um heilann minn fyrir svefnin í nótt,(ekki af ástæðu lausu) ég lét BG leita það uppi og fékk ritningarvers mér til leiðbeiningar, ég þakka fyrir áminninguna sem Drottin hefur veitt mér og tek henni fegins höndum.
Oðrskv. 15:3-5 hafa hér síðasta orðið:
3Augu Drottins eru alls staðar, vakandi yfir vondum og góðum.
4Hógværð tungunnar er lífstré, en fals hennar veldur hugarkvöl.
5Afglapinn smáir aga föður síns, en sá sem tekur umvöndun, verður hygginn
Trúmál og siðferði | Breytt 25.8.2007 kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
24.8.2007 | 17:24
Dúllurnar mínar, gleðigjafar og krútt
ég á tvær dúllur úr dýraheiminum hund og kött, þessi dýr gefa manni svo mikið þar má m.a. nefna hlátur og gleði. Ég vildi að allir gætu haft gæludýr, þetta er svo gott fyrir okkur andlega og líkamlega. Enn snúum okkur að mínum ljósenglum.
Pipp er hugaður í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, hann ver mig með mikilmennsku og tjáningu, hingað og ekki lengra ég á þessa(mig semsagt) og ég deili ekki auðveldlega með mannfólki hvað þá öðrum hundum Pipp hefur gaman af því að eltast og leika við kisu, enn ekki kisur sem eru ókunnugar þær vill hann ekki sjá á lóðinni sinni, tja frekar enn aðra hunda. Hann er mikil veiði hundur í sér og vill helst fá að eltast við flugur, sem er í lagi því ekki er ég sérstaklega hrifin af flugum, enn ég verð nú að segja alveg eins og er að mér fyndist allt í lagi ef hann mundi hætta að eltast við randaflugur á stærð við krónu og geitunga, til þess stend ég allt of nálægt og er í mikilli hættu stödd
og á meðan maður setur sig í viðbragðstöðu til að gera sig til að hlaupa eins og maður hafið lífið að verja þá getur maður ekki annað enn hlegið af Pipp þar sem hann skoppar í kringum randaflugu risann og reynir að þefa af henni.
S sem er kötturinn, hann er verulega kewl náungi, hann lætur hundinn á heimilinu ekkert hræða sig, allt of gáfaður til þess, hann kann jú að forða sér á réttum tíma ef leikurinn verður of kröftugur enn er ekkert að flýta sér í burt, þó það nú væri enda virðulegur kisi. S. hefur mikla matalyst svo mikla að hann þarf að hafa skálina fulla allan daginn annars heldur hann að hún sé tóm þrátt fyrir að magnið í henni mundi duga til næsta dags.(kisi er í kjörþyngd) Kisi hefur líka mikla tjáningar þörf, sem fellst í því að mjálma mikið t.d. ef það er rigning þá kemur langt og hávært MJÁ sem er í dýpri kantinum og svo er horft á mig með vesældar svip, eins og ég geti látið hætta að rigna
Tjáningar þörfin er líka notuð til þess að kjassa og kela, þá ber mér að taka hans virðulega hátign og halda á honum á meðan ég labba með Pipp. Kisi hinn virðulegi á það líka til að láta klærnar í mig, það er þó bara ef ég er of lengi að gefa honum harðfisk nammi sem hann dýrkar, klærnar er til þess að ég gefi honum meira enn einn bita af þessu undursamlega konfekti fyrir kisur og hunda.
Stundum þurfum ég og Pipp að læðast út úr húsi til þess að fara í lengri göngutúra, því ef hans hátign sæi okkur mundi hann fylgja okkur alla leið, sem hefur komið fyrir og hans hátign verður því fyrir árásum af öðrum minni háttar prinsum og prinsessum sem ekki hafa áttað sig á því að hans hátign ræður öllu sem er í okkar hverfi. Reynið að útskýra fyrir kisum að þær séu komnar út fyrir sitt yfirráða svæði.
Já þau eru dásamleg dýrin okkar. Elsku dúllurnar sem færa mér svo mikla gleði, þúsund þakkir fyrir að vera til.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.8.2007 | 13:41
ég var að pæla, hvar er Anna Karen?
er hún gjörsamlega horfin bloggheiminum? Sumir eru einfaldlega of skemmtilegir bloggarar til þess að taka sér langt frí, maður einfaldlega fær fráhvarfs einkenni á því að geta ekki lesið þann aragrúa af skemmtilegum fróðleik sem hún Anna okkar allra hefur komið með á bloggið.
Ég vona svo sannarlega að hún sé ok, og að hún hafi unnið milljónir ofan á milljónir í lottó og sé einfaldlega að gera stórmerkilega hluti sem hún mun væntanlega segja okkur hinum frá og ef hún er að eltast við drauga á hálendinu, álfa á láglendinu, eða Engla sem eru út um allt, þá bíðum við væntanlega spennt eftir þeim frásögnum (sigh)
Jæja hvað sem skeður, þá söknum við hennar, sem eru aðdáendur skrifa hennar og blogg félagsskap.
18.8.2007 | 19:53
Þarna er lék afi minn sér og systur hans.
Hringsdalur er þar sem ég rek mína ættir til, þarna synti afi minn í sjónum, stökk fyrir borð þegar róið var og synti í land á undan föður sínum. Þarna léku systur hans og riðu út á glæstum fákum, þarna tók langamma mín á móti gestum á fallegu heimili, þarna skrifaði Afi mín vísur, sem voru t.d. um starfræðireglur og málfræði, þarna á ég mínar rætur, og hver veit nema þetta kuml séu ættfeður mínir, ég vona að ég komist í Hringsdal næsta sumar.
![]() |
Kuml fannst í Arnarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.8.2007 | 17:26
Af hverju er fólk hissa?
![]() |
Foreldrar fullir viðbjóðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Úlfar Þór Birgisson Aspar
-
halkatla
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Mofi
-
Ruth
-
Flower
-
Helena Leifsdóttir
-
Aðalbjörn Leifsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Guðni Már Henningsson
-
Birgirsm
-
Árni þór
-
Kristín Ketilsdóttir
-
Theódór Norðkvist
-
G.Helga Ingadóttir
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Ragnheiður Katla Laufdal
-
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
-
Ragnar Kristján Gestsson
-
Unnur Arna Sigurðardóttir
-
Tinna Jónsdóttir
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Morgunstjarnan
-
Stefán Garðarsson
-
Tryggvi Hjaltason
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Bumba
-
Ólafur Jóhannsson
-
Kristinn Ásgrímsson
-
Jón Valur Jensson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Hörður Finnbogason
-
Sunna Dóra Möller
-
Janus Hafsteinn Engilbertsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Guðmundur Pálsson
-
Jón Hjörleifur Stefánsson
-
Halla Rut
-
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Adda bloggar
-
Ingibjörg
-
Steingrímur Jón Valgarðsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Mama G
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Eiríkur Ingvar Ingvarsson
-
Gestur Halldórsson
-
Högni Hilmisson
-
Magnús V. Skúlason
-
Sævar Einarsson
-
Kristján Björnsson
-
Kristján Magnús Arason
-
Böðvar Ingi Guðbjartsson
-
Svanur Heiðar Hauksson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Svala Erlendsdóttir
-
Bergþóra Guðmunds
-
Alfreð Símonarson
-
Ingvar Leví Gunnarsson
-
Kjartan Guðmundur Júlíusson.
-
Guðrún Markúsdóttir
-
Alexander Kristófer Gústafsson
-
gudni.is
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Hdora
-
Snorri Bergz
-
Jóhann Hauksson
-
Julie
-
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
-
Jeremía
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Huld S. Ringsted
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
Björn Heiðdal
-
Gunnar og Jenný
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Bullukolla
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Mótmælum Durban II
-
Baldvin Jónsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Meðvirkill
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
Bwahahaha...
-
Guðjón Baldursson
-
Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Magnús Karlsson
-
Jón Ríkharðsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.