Íslamistar láta í sér heyra

líka í Kúwait, það  má ekki elska greinilega á fleiri stöðum í mið-austurlöndum, silly me, ég sem hélt að ástin væri yfir trú hafin, greinilega ekki hjá Íslamistum.  Sjá Kúwait frétt hér.  Ástin má heldur ekki dafna í Pakistan, oh nei þá koma mannræningar í heimsókn, lesist hér eða hér

 

 

Click for more graphics
More Cool Graphics at Graphics99.org!


mbl.is Trúarlögregla bannar sölu á rauðum rósum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jáhá - þetta kemur ekki á óvart

Íslamistar og þeirra menn eru sko ekki búinir að gleyma frekar en fyrridaginn.  Mæli með að fólk lesi bókina Íslamistar og Naívistar þó ekki nema til þess að fá einhverja hugmynd um hvað er í gangi hinum megin við tjörnina. Hér má sjá það nýjast sem er að ske í Oxford.íslamistar og Navíistar

´


mbl.is Ráðgerðu morð á dönskum teiknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er eitthvað spes með hana Amy

hvort að það sé röddin, útlitið eða villta líf þá vekur hún upp vissa aðdáun og áhyggjur í senn hjá aðdáendum hennar sem og öðrum sem er fattseinir eins og égSideways.  Það verður að segjast eins og er þá þykir mér þessi söngkona ótrúlega töff, en frá því að ég fór að hlusta á hana og hafa gaman af þá hefur verið sem bögg í gangi, hún minnti mig á einhvern sem er löngu liðinn, og það tók mig smá tíma að átta mig á því hver það var og viti menn þá var ein merkilegasta blues og jass söngkona allra tíma, sjálf Billie Holliday!  Það er eiginlega óhugganalegt hvað er hægt að líkja þeim saman, en kíkið á vids hérna fyrir neðan og sjáið hvort þið sjáið hvað ég á við.  Ætla með því að smella hérer hægt að lesa um Billie og hennar flókna líf.

1. Billie Holliday-lady Day.

2. Amy Winehouse

 


mbl.is Winehouse fékk fimm Grammyverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki allur sem hann er séður

Það fer ekki á milli mála að það er eitthvað heillandi við Herra Obama, bæði framkoma og útlit sem og gáfur og hæfileiki, en eins og flestir þá er hann ekki allur eins og hann er séður, ekki frekar en næsti maður, tengsl hans við Íslam eru til staðar og fara ekki í fjölmiðla gröfina þó svo hann vildi, og núna hefur komið í ljós að maðurinn er í kirkju sem er með lýsandi fordóma gegn Gyðingum og Ísrael.  En hver og einn verður að dæma um það sjálfur og lesa hér.. og hér..

Ef til vill er um að ræða hér ekkert flóknara dæmi en "guilty by association" og ekki eru öll kukl komin til grafar en hvað sem skeður þá verður árið framundan spennandi fyrir konur og menn, litlausa sem litaða...

 Fyrra bréf Páls til Þessa 5:21-23

Prófið allt, haldið því, sem gott er.

    22En forðist allt illt, í hvaða mynd sem er.

    23En sjálfur friðarins Guð helgi yður algjörlega og andi yðar, sál og líkami varðveitist alheil og vammlaus við komu Drottins vors Jesú Krists


mbl.is Obama sigraði í Maine
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til Valla

Kæri vinur, ég veit svo vel hvað það er að vera sorgmæddur og það virðist vera stundum eins og maður sé rosalega einn í heiminum, en veistu krútt, þú ert það ekki, við erum mörg sem erum hér og skiljum..ætla setja hér inn nokkur lög sem tala til mín eða hafa gert það á vissum tímum í lífi mínu, vona að þau gefi þér birtu þar sem skuggi situr núna.

 


Meira með Yolanda Adams - Vids margmiðlunar efni.

Þessi söngkona er hreint undur, kannski vegna þess að hún syngur svo inn í líf fólks, næstu tvö lög eru yndisleg og hvetjandi.  Njótið og vonandi verða plöturnar hennar fáanlegar hér á landi fyrr en seinna.

Svífur yfir Esjunni rykmökkur grár..

ok, gott og vel, hinsvegar vantar töluvert upp á að þessi frétt skili afgerandi upplýsingum. Það sem ég vil sjá er þetta.

1. hvað sýndu mælingar á sama tíma í fyrra.

2. miðað við að færri bílar séu á nöglum 42% úr 47% hefur það haft áhrif á tölurnar.

3. Svo væri frábært að fá umferðaslysa stats, hvað eru margir bílar negldir og svo ónegldir (þetta skiptir miklu máli vegna öryggisáhrifa dekkja.)

4. Hvers vegna hefur ekki verið skoðað betur sú reynd að Malbik er jú aðal ástæðan fyrir þessari mengun og að það hefur sýnt síg að t.d. í Svíþjóð þá eru steyptir vegir mun hagstæðir og endinga meiri en malbik auk þess sem svifryks myndun er töluvert minni.  (heyrðu þetta í útvarpinu í fyrra, var talað við konu á Bylgjunni sem hafði rannsakað þetta ýtarlega, man bara ekki hvað hún hét, því er nú ver.

 

 


mbl.is Færri á nagladekkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gluggagægir i umferðinni!

Palli og Pálína þið eruð ekki ein í heiminum, skafið að rúðum ykkar, við erum öll ábyrg gagnvart hvort öðru í umferðinni! Nægilegt bil á milli bíla er líka eitthvað sem fólk þarf að hafa í huga, þú kemst ekkert fyrr í vinnuna með því að vera oní næsta bíl.


mbl.is Sekt fyrir hélaðar rúður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þetta er ekki frásögufærandi

nema ef ekki væri um að ræða undarlega tilviljun, í gærkveldi, eftir myndina um Greifann sem reyndi a stúta mesta vibba mankynsögunar, hugsaði ég um ísland á stríðárunum og hvernig Íslendingar vöknuðu eiginlega við það að vera hernumið land án þess að geta reist við hönd, og mér hugnaðist að slíkt gæti skeð aftur.  Það er alvitað mál að Rússabjössi hefur gaman af að teygja úr sér hér á norður slóðum, Íslendingum og Normönnum til ama, hann ku bara vera æfa sig, ætli hann hefði verið svo djarfur ef kaninn væri hér á landi..ég efast um það. bear ég vona að við verðum ekki eins grandlaus og kauðinn á myndinni..  Segi nú bara svona, enda barn kaldastríðsins. Whistling
mbl.is Orrustuflugvél lent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundar sína aftur og aftur að þeir

eru einfaldlega besti vinur mansins.  Minn fær að gelta þegar einhver kemur, ég vil ekki kæfa þörf hans til þess að vernda mig, en um leið og hann fer að vera með stæla svona "voff voff" bara til  þessa að gelta þá er það kveðið í kút. 

getur engu treyst smellið á myndina til að fá hana stærri. Fyndin og á vel við.


mbl.is Hundarnir tóku á móti þjófnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

uss og svei

Ef fólk skildi ekki átta sig á því þá kallast þetta kult og öllum Kristnum til skammar.  Svona framkoma eins og þessi hópur hefur tíundað er fjandsamlegur, framkoman er ískyggileg og ég vil segja "djöfulleg".  Þeir sem dæma alla kristna út frá þessum hóp eru veruleikafirrtir.
mbl.is Mótmæla minningarathöfnum um Ledger
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband