Dagur Pálmanna

Á göngu minni áðan og eftir samtal mitt við minn yndislega himneska föður, kom í huga minn, að í dag væri  Pálmasunnudagur, eða dagur Pálmanna eins ég kalla hann í dag.

Mér var hugsað til þess Þegar Drottinn reið inn um borgarhliðið í Jerúsalem og þar tók á móti honum mikill mannfjöldi sem veifuðu pálmum honum til heiðurs, fólkið vissi að þarna fór réttlátur og mikill maður, þarna í mansmynd var fyrirheitið fullkomnað, frelsari þeirra og konungur var komin til að leiða það aftur inn í helga samveru með Föður okkar allra.

Á sama tíma stóðu á húsþökum eða við glugga farísear og aðrir æðstuprestar, já e.t.v líka heiðnir leiðtogar Rómar og annarra ríkja og horfðu á þennan viðburð, sumir vissu ástæðu fyrir gleði fólksins og voru byrjaðir að skipuleggja fall mansins sem reið inn um borgarahliðið á "asna" dýri sem bara þeir fátæku gátu átt ef heppni var með þeim.

Eflaust voru þessi vitni, forviða yfir ákafa og ást fólksins á þessum lítilátlega manni sem reið inn á asna, eflaust voru þeir líka forvitnir, því það fór ekki á milli mála að þeir höfðu heyrt um andúð æðstu presta og tigna manna innan Gyðingsdómsins á þessu hógværa manni.  Ef til vill voru þarna menn sem mundu taka trú á Jesú, menn sem mundu upplifa og sjá þjáningu hans nokkrum dögum seinna, menn og konur sem mundu skilja eftir heiðna trú og byrja að ganga fram með orð Krists í hjarta sínum.  En á þessari stundu var þessi maður og fylgjendur hans bara forvitnilegur sérvitringur.

Þannig er þetta líka í dag, þeir sem eru ekki Kristnir, skilja ekki hvers vegna við trúum, skilja ekki hvers vegna við tilbiðjum Guð Gyðinganna sem var Krossfestur fyrir syndir okkar allra.  Ég sé fyrir mér þetta fólk standa á þökum og við glugga og horfa á erfingja Krists með sama hugarfari og furðu og gert var á þessum deigi fyrir 2000 árum síðan.  Tímarnir breytast en fólkið gerir það ekki, þannig er það og þannig verður það áfram.

Kristur kom, til þess að frelsa Gyðinga, og vegna þeirra hjörtu voru mörg orðin hörð, og sjálfselsk og höfðu í raun gleymt Guði, fengu heiðingjar arfinn, og það er undir okkur komið að vera hrein og bein í trú, að flækja ekki það sem er einfalt, að gefa Jesú af gleði til þeirra sem hafa ekki upplifað gleði honum tengdum, að útskýra að hann sé konungur okkar í þessu lífi og í því næsta, sem gaf allt svo að við gætum komið til hans á hinsta deigi.

Vissulega er ætlast til þess að við förum eftir reglum og gildum sem hann gaf okkur, en kærleikurinn er það sem á að vera sem lýsandi ljós í gegn um okkur, við megum líka vera ófeimin við að tala út það sem er Guði andstyggð, en ef við göngum með boðorðin og síðasta boðorðið sem Kristur gaf okkur í hjörtum okkar og reynum ávalt að fara eftir þessu, þá erum við á réttri leið.

Verum ekki eins og þeir sem tóku á móti Jesú af gleði og lofgjörð þegar hann kom inn um borgarhliðið fyrir 2000 árum, sem margir hverjir snérust gegn honum sakir orða fáfróðra manna sem þorðu ekki að trúa að þarna hafi komið mitt á meðal þeirra fyrirheitið sjálft.

Verum frekar trúföst, já jafnvel þegar það virðist vera sambandsleysi í bæn okkar til Guðs, höldum áfram að biðja og tala út okkar mál við Föðurinn, því hann heyrir hvert einasta orð af vörum okkar, huga okkar, það erum bara við sem náum ekki að hlusta á svarið í þögninni.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Með því að smella hér, getið þið lesið um atburð Pálmasunnudags.

 

ps. ég er á facebook, leitið bara af nafninu Linda Einars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

:,: Hósanna, hósanna,Hósanna‘ í hæstum hæðum :,:Guð, við lofum þitt nafn,Fullt af lofgjörðaróð.Við upphefjum þig, ó, Guð.

Hósanna‘ í hæstum hæðum.

  :,: Hyllum, hyllum,Hyllum konung konunga :,:Guð, við lofum þitt nafn,Fullt af lofgjörðaróð.Við upphefjum þig, ó Guð.Hyllum konung konunga.Shalom/Rósa  

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.4.2009 kl. 19:58

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Kæra Linda

Til hamingju með lífið og tilveruna og daginn í gær.

"Varpið áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér, hann mun eigi að eilífu láta réttlátan mann verða valtan á fótum." Sálm. 55:23

Leitt hvernig Hósanna kórinn fór í innlegginu hér fyrir ofan.

Guð blessi þig og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.4.2009 kl. 20:03

3 Smámynd: Linda

Takk Rósa mín.

Knús

Linda, 5.4.2009 kl. 21:18

4 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Marg blessuð Linda mín!

 Alltaf jafn yndisleg og gefandi(:)

Guð veri með þér

 Kveðja úr Garðabænum

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 5.4.2009 kl. 22:12

5 Smámynd: Flower

Þetta er góður pistill Linda. Að flækja ekki það sem er í raun einfalt, svo satt.

Flower, 5.4.2009 kl. 23:33

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Frábær grein Linda mín!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.4.2009 kl. 13:31

7 Smámynd: Linda

Kæra Halldóra, þakka þér fyrir að kíkja hingað inn til mín, ég skrifa svo sjaldan orðið, en, Guð gaf mér ofangreind orð á göngu minni og ég mátti til með að deila hans dýrð. Guð blessi þig og umvefji.

Kæra Flower mín,  gaman að sjá þig kíkja til mín, ég met það mikils, ég vona að þú njótir daganna framundan í faðmi fjölskildu þinnar :)  Guð blessi þig og varðveiti.

Sæll Haukur minn, þakka þér líka þitt innlit, hvítir hrafnar og allt það kemur í huga mér, sjálfsagt Rósu að kenna hhaaha.  Guð blessi þig og varðveiti vinur.

 Knús á alla sem hér skrifa.

Linda, 6.4.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband