13.3.2009 | 02:26
Ekki láta líða yfir ykkur...
Kem hér með smá færslu, ég er eins og fína fólkið fer í þerapíu og kem út voðalega gáfuð og töff. Ég verð þvi að deila með ykkur að ég er talin vera mjög jákvæð persóna þessa dagana, og rosalega hress, ég hefði vitanlega getað sagt þerapistanum þetta sjálf, en það var vissulega gott að fá þetta í æð frá honum, ef svo má að orði komast, heheh. ég er sem sagt ekki ímyndunar veik. (heppin ég).
Nú ég er ekki mikið fyrir samsæriskenningar, en hef samt lúmskt gaman af þeim, þær koma manni jú til þessa að líta í kringum sig og segja hmmmmmm nema hvað ég var að lesa í NT eftir bænir og viti menn, ég datt inn á Sálm 107 og ég ætla bara að deila honum með ykkur, og sjá hvort þið sjáið hvað ég er að pæla með því að setja hann hér inn.....very dúló.
Munið all megnum við fyrir hann sem oss styrkan gjörir.
Sálmarnir 107
því að miskunn hans varir að eilífu.
2Svo skulu hinir endurleystu Drottins segja,
þeir er hann hefur leyst úr nauðum
3og safnað saman frá öðrum löndum,
frá austri og vestri, frá norðri og suðri.
4Þeir reikuðu um eyðimörkina, um veglaus öræfin,
og fundu eigi leið til byggilegrar borgar.
5Þá hungraði og þyrsti
og lífskraftur þeirra þvarr.
6Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni,
hann bjargaði þeim úr þrengingum þeirra,
7leiddi þá á réttan veg
svo að þeir komust til byggilegrar borgar.
8Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans
og dásemdarverk hans við mannanna börn
9því að hann svalaði hinum þyrsta
og mettaði hungraðan gæðum.
10Þeir sem sátu í sorta og svartnætti
voru fangar í eymd og járnum
11því að þeir höfðu þrjóskast gegn boðorðum Guðs
og haft að engu ráð Hins hæsta.
12Hann beygði hug þeirra með mæðu,
þeir hrösuðu og enginn kom til hjálpar.
13Þeir hrópuðu til Drottins í neyð sinni,
hann bjargaði þeim úr þrengingum þeirra,
14leiddi þá út úr sortanum og svartnættinu
og sleit sundur fjötra þeirra.
15Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans
og dásemdarverk hans við mannanna börn
16því að hann braut eirhliðin
og mölvaði járnslárnar.
17Þeir sem sýktust vegna syndugs lífernis,
þjáðust vegna misgjörða sinna,
18þeim bauð við allri fæðu
og þeir voru nærri dauðans dyrum.
19Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni
og hann bjargaði þeim úr þrengingum þeirra,
20sendi orð sitt og læknaði þá
og bjargaði þeim frá gröfinni.
21Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans
og dásemdarverk hans við mannanna börn,
22færa honum þakkarfórnir
og segja frá verkum hans með fögnuði.
23Þeir sem fóru um hafið á skipum
og ráku verslun á hinum miklu höfum
24sáu verk Drottins
og dásemdarverk hans á djúpinu.
25Því að hann bauð og þá kom stormviðri
sem hóf upp öldur hafsins.
26Þeir hófust til himins, hnigu í djúpið,
og þeim féllst hugur í háskanum.
27Þeir skjögruðu og reikuðu eins og drukkinn maður
og kunnátta þeirra kom að engu haldi.
28Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni
og hann bjargaði þeim úr þrengingum þeirra.
29Hann breytti storminum í blíðan blæ
og öldur hafsins lægði.
30Þeir glöddust þegar þær kyrrðust
og hann leiddi þá til þeirrar hafnar sem þeir þráðu.
31Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans
og dásemdarverk hans við mannanna börn,
32vegsama hann í söfnuði þjóðarinnar
og lofa hann í ráði öldunganna.
33Hann gerir fljótin að eyðimörk
og uppsprettur að þurrum lendum,
34frjósamt land að saltsléttu
sakir illsku íbúanna.
35Hann gerir eyðimörk að vatnstjörnum
og þurrlendið að uppsprettum,
36lætur hungraða setjast þar að
og reisir þeim borg til að búa í.
37Þeir sá í akra, planta víngarða
og uppskera ríkulega.
38Hann blessar þá og þeir margfaldast
og ekki fækkar hann fénaði þeirra.
39En þótt þeim fækki og þeir hnígi niður
undan kúgun, böli og harmi
40eys hann smán yfir höfðingja,
lætur þá villast í veglausri auðn,
41en hinn snauða hefur hann upp úr eymd sinni
og gerir ættirnar sem hjarðir.
42Hinir réttvísu sjá það og gleðjast
og allt illt lokar munni sínum.
43Hver sem er vitur gefi gætur að þessu
og menn taki eftir náðarverkum Drottins.
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 127003
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
Sæl og blessuð Linda mín
Ætla ekki að láta líða yfir mig. Þið komið aftur og aftur þó þið segist vera í bloggfríi. Sjáðu bara Birnu Dís trúsystur okkar. Gaman af ykkur.
"Eru ekki fimm spörvar seldir fyrir tvo smápeninga? Og þó er ekki einn þeirra gleymdur Guði.Hárin á höfði yðar eru jafnvel öll talin. Verið óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar." Lúk. 12. 6.-7.
"Áður en þeir kalla, mun ég svara, og áður en þeir hafa orðinu sleppt, mun ég bænheyra." Jesaja 65:24
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.3.2009 kl. 11:39
Amen.Drottinn blessi þig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 14:42
Hæ elskurnar, hef ég sagt ykkur í dag hvað þið eru yndislegar og hvað mér þykir vænt um ykkur, ef svo er ekki, þá er það komið.
Linda, 13.3.2009 kl. 15:29
Flower, 13.3.2009 kl. 16:03
Linda mín "Gleði Drottins er hlífðarskjöldur þinn" be blessed and not stressed.
Aðalbjörn Leifsson, 13.3.2009 kl. 18:00
Guð er góður allan tíman, "jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér."
Gott að heyra að þér líður vel. Bestu kveðjur frá Kef.
Kristinn Ásgrímsson, 15.3.2009 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.