og hvað svo...

jæja, þið sem hér lesið, fáir sem þið eruð, þakka ég lesturinn, vegna googlefælni eins og þið vitið þá er bloggið læst, oh yeah. hahahGrin  Fyrir vikið hefur lesendum fækkað, sem er leiðinlegt, en þeir voru nú ekki margir til að byrja með sko, svo ég bara held áfram fyrir ykkur sem nenna. KnúsóKissing

Fyrst, vildi ég þakka Halldóru Ásgeirs fyrir að bjóða mér á Aglow fund/samkomu í kvöld, það var með einu orði sagt frábært.  Þar hitti ég líka mína kæru vinkonu Helenu, og er hún snilldar ræðumaður, hún tók fyrir Rut og Naomí og maður var svo spenntur hvað mundi koma fyrir næst, þó svo að maður þekkti sögu Rutar vel LoL  Kræsingar voru á boðstólnum, algjört gúmmulaði en, ég var rosalega pen, bara svo þið vitið það, pínu hér, smá hér og ánægð með að hafa getað smakkað á þessu öllu án þess að falla í gildru sælkerans heheh.  Sá liggur enn í dvala hjá mér.  THRILLING.

Svo út í smá þyngri pælingu, mér verður ómótt þegar ég les sum hatursskrifin hér á mbl gegn Ísrael, og já pínu reið, ok, mjög reið, svo það var svei mér gott að komast á Aglow kvöld, því þar var beðið fyrir Jerúsalem/Ísrael og Gaza, sungið og beðið um frið og mér varð það svo ljóst að við megum ekki blanda pólitíkinni inn í afstöðu okkar til landsins helga, þetta vissi ég vitanlega áður, en var búin að missa sjónir af þessari staðreynd.  Mér verður líka ómótt þegar ég hugsa til barnaanna á Gaza og allra þeirra sem saklausir eru hversu þjáð og hrætt fólkið er og ég get ekki sætt mig við að svona sé lífið þeirra, hví hafa börnin ekki verið send í burtu, gæti maður spurt sjálfan sig eins og var gert í Englandi svo dæmi sé tekið á síðari heimstyrjöld, hví hafa þessi börn ekki fengið griðastað frá Gaza, hví voru landamæri Egyptalands og Jórdans líka lokuð þeim, hví beið þeirra enginn með opna arma og sagði, þú verður hult/ur hér þar til yfir líkur.  Drottin Jesú ég bið þig  að frelsa þá saklausu úr viðjum þess valds sem þarna er, ég bið að þau fái að upplifa þig og finni frið í þér.  Guð opnaðu leið svo hægt sé að koma börnum undan.  Þetta er mín bæn fyrir Gaza.

Nú á léttari nótunum aftur, ég lenti í því að tína snyrtivöruveskinu mínu, oh já, þetta er sko hræðilegt, ég veit að þið finnið rosalega til með mér, ég leitaði um alla íbúð, alla 67fm for ofan í veski nokkrum sinnum en hvergi fannst snyrtiveskið mitt með dýru Xanebo vörunni minni sem ég leyfi mér að kaupa einu sinni á ári, smá lúxús í þröngu búi, nema hvað ég hringdi og fór í allar þær verslanir sem ég gæti hafa skilið það eftir, þar sem ég verslaði daginn áður (þið vitið maður þarf stundum að taka upp úr veskinu til að finna peninga veskið) en, hvergi var gersemin, ég fór strax í þetta leiðinlega, þið vitið, dóminn, uss og svei, hver mundi stela því sem aðrir gleyma, eða hver mundi stela snyrtibuddu, það er eins og að stela óhreinum þvottapoka, euww, (er mjög eigingjörn á mitt makeup sko) nema hvað ég þurfti því að kaupa nýtt, oh já, hrollur fer um ykkur sem þetta skiljið, nærri því 10.000 kr takk fyrir.  Oh nei,sagan er ekki búinW00t  Enga svona bjartsýni, ég er á leiðinni heim eftir að hafa stoppað og keypt kisumat(þið vilduð pottþétt vita þetta líka) og þá er mér hugsað til þess að kisa eins og honum er vant hefur örugglega hent veskinu af borðinu og það farið undir sofa, það væri bara eina útskýringin á málinu. svo ég fer heim og geri dauðleit aftur, en, nei, eingin snyrtibudda.Frown Úrkula vonar, hugsa ég til þess að 10.000kr eru horfnar úr buddu minni, sakir eigin vanrækslu og þar með var sagan öll, eða svo mætti ætla, er það ekki? Heldur betur ekki, því þegar ég fór inn í baðherbiki þá var snyrtibuddan í skranpoka (svona eyrnalokka, armbönd í saman í poka), það skondna við þetta er það að ég man ekki eftir því að hafa potað henni þarna.  Nema hvað, ég fór í Hagkaup og skilaði því sem ég hafði keypt fyrr um daginn, og þessar elskur miskunnuðu mér og létu mig fá beinharðan pening, eftir öll þessi átök.  Notabene, er byrjuð að taka aftur vítamína B dúndur sterka blöndu og ég á von á því að blondínan hverfi aftur, og eðlilega heilastarfsemi, fari að sýna sig...ég lifi í voninni..heheh.  Grin  Ég veit að þetta er rosaleg runa að lesa, en ég veit líka að konur skilja þetta mjög vel...

 

bæjó frá pæjó í  bili.

Verið Guði falin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Gleðilegt ár Linda mín og Drottinn mætir jafnvel hinum smæstu þörfum.  Ég er með þér í bæn fyrir Ísrael og bið Drottinn um miskunn fyrir börnin. En það er líka svolítið merkilegt að enginn fréttamiðill minnist á að löndin í kring um Gasa eru lokuð fyrir óbreittum borgurum og börnum Gasa. Hvar er öll samúðin þar.  Kveðja frá trúsystur.

G.Helga Ingadóttir, 9.1.2009 kl. 10:16

2 Smámynd: Linda

Kæra Helga, þakka þér innilega fyrir innlitið og þín orð, ég hef einmitt verið að pæla í þessari hræðilegu staðreynd með börnin, og ég fæ ekki skilið. Guð hefur verið að gefa mér smá sýn/hugmynd, sem ég mun ekki tíunda hér á blogginu heldur senda sem skilaboð, alla veganna til að byrja með.  Fékk þín skilaboð, ég mun leggja þarfir þínar og þinna í réttar hendur á göngu minni í dag Helga mín og næstu daga.

Vertu Guði falin.

Linda.

Linda, 9.1.2009 kl. 12:28

3 Smámynd: Flower

Já mér verður ómótt líka og hef beinlínis fundið reiði þegar ég hef séð að það er verið að blanda helförinni í þetta og að það bara synd að ekki skuli hafa verið lokið við dæmið En það er bara þáttur í áróðursstríðinu mikla og ég vona að Guð muni lýsa í hjörtu þessa fólks.

Flower, 9.1.2009 kl. 13:39

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Gott að heyra af liðlegheitum starfsmanna að láta þér pening í té,mér finnst nebbla svona liðlegheitum hafa fækkað eftir hrunið.

Og hreinlega er eiginlega hvergi að sjá það er stjórnvöld boðuðu um að komið yrði til móts við fólk í vanda.

En kannski er ég bara einn þeirra sem aldrei bið um eitt né neitt.Og því náttla sé ég ekkert gott neinstaðar.

Bestu kveðjur.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 9.1.2009 kl. 17:07

5 Smámynd: Linda

Sæl Flower mín, kærar þakkir fyrir innlitit og athugasemdina þína.

Sæll Úlli minn, bara vinna í því að sjá góða hluti í því smáa svo ferðu að sjá þá stærri og stærri hehe.  Takk fyrir innlitið.

bæjó frá pæjó.

Linda, 9.1.2009 kl. 17:52

6 Smámynd: Árni þór

Konan mín fór einmitt á þennan Aglow fund...

Guð blessi þig Linda og ykkur öll

Árni þór, 9.1.2009 kl. 18:02

7 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Kæra besta Linda.
Hjartans þakkir fyrir komuna á Aglow í gærkveldi mér þotti rosalega vænt um að sjá þig. Þú lítur líka svo vel út núna hefur grennst og ert öll að yngjast upp. Létt yfir þér dúllan mín, ég er mjög þakklát Guði fyrir allt það góða verk sem hann er að vinna í þínu lífi.

Linda mín, þú ert sterkur málsvari fyrir Israel, landið sem við elskum og við biðjum Jerúsalem friðar, unnum okkur engrar hvíldar hvorki dag né nótt. Aglow konurnar hafa tekið ástfóstri við þjóðina, fólkið og söguna. Ég var á  2ja daga námskeiði á vegum Aglow til að kynna mér enn frekar þá köllun sem Guð hefur lagt niður í hreyfinguna varðandi Israel.  Við höfum eignst vini í Israel og heimsækjum Jerúsalem árlega. Israel er klukka Guðs í dag, að fylgjast með Israel er að fylgjst með spádómum Biblíunnar.

En, Guð hefur líka gefið okkur hjarta fyrir konum innan Islam, við vinnum mjög öflugt starf meðal múslima kvenna. Við höldum úti heimsaíðu á arabísku,hjálparstarfi og Aglow hópum sem vinna bak við tjöldin, því eins og þú veist er sá dauðasekur sem tekur kristna trú.

Jesús hefur sjálfur verið að vinna í þessum heimshluta, fólk hefur fengið sýnir og dreymt drauma sem hafa leitt viðkomandi til frelsis. Þessvegna biðjum við okkar ástkæra himneska föður að opinbera,opna augu þeirra og skilning á hver Jesús er. Gyðingar þurfa líka að fá opinberun um Yeshua.

Ég er sammála þér, við megum ekki blanda politíkinni og öllu því skrumi sem er á bak við hana varðandi Israel og stríðið á Gasa. Ég er ekki sátt við verk Israela í dag en ég skil aðstöðu þeirra og málstað, þeir verða að verja landið sitt, fólkið sitt og sjálfstæði.

Sem Aglow kona, fyrirbiðjandi fyrir Jerúsalem ,bið ég að vilji Guðs komi , hans ríki verði mitt á meðal okkar, hans áætlun komi í dýrð.

Linda mín, þakka þér fyrir að gefa mér leynóið inná bloggið þitt.
Reynum að hittast sem allra fyrst.
Jesús elskar þig.
Helena

Helena Leifsdóttir, 9.1.2009 kl. 21:11

8 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Knús á þig þú ert nú meiri kjarnakonan og gaman að lesa færslurnar þínar

bkv. bev

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 10.1.2009 kl. 13:41

9 identicon

Sæl Linda.

Snyrtivöruveski getur umbyllt heilmiklu og margir aðrir heimsins hlutir.

HöLDUM ÁFRAM AÐ BIÐJA FYRIR ÍSRAEL....DAG OG NÓTT.

Kveðja/Shalom.

Þórarinn Þ. Gíslason.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband