Verður þetta fyrsta færsla ársin eða sú síðasta?

Hún gæti orðið sú síðasta, alla veganna á opnum vettvangi.  Ég er afskaplega prívat persóna, ég skammast mín ekki fyrir það sem ég hef skrifað, en ég hef mikla trú á það meðal annars, að fá að eiga mitt líf út af fyrir mig, mig er ekki að finna í símaskrá, ég er á bannlista með ónæði frá söluaðilum o.s.fv.  Þetta gefur því líka  til kynna að ég vil ekki að það sé hægt að Googla mig. 

Ég hef bloggað undir nafni,  Linda Einars., ég nota ekki milli nafn mitt að ráði, enda ekkert hrifin af því. Ég nota Einars í stað dóttir af persónulegum ástæðum og látum þar við liggja.

Svo ég bið þá sem hér lesa að verða ekki hissa ef þeir koma að lokuðu bloggi, muni ég  kjósa persónuvernd og prívat blogg, í stað þess að hægt verði að googla mig. Sem hentar mér vel.  Velji ég þennan kost munu þeir sem vilja hafa aðgang að mínum skrifum, með aðgangsorði.

Jafnframt mun ég einblína á málefni dagsins með jákvæðu hugarfari og uppbyggilegri hugsun, í stað, reiði og gremju, slíkt er andstætt minni trúarsannfæringu, þrátt fyrir sterka réttlætiskennd, þá trúi ég því að við áorkum meira með jákvæðni en neikvæðni. 'i framhaldi af þessu, mun ég eflaust ræða um Íslamista og ofbeldi gegn Kristnum, finni ég köllun til þess, á þessari stundu er engin slík köllun í sál minni, eflaust á einhver annar að taka upp þau mál, ég hef lagt mitt til málanna, að svo stöddu.  En  Guð hefur þann eiginleika að koma mönnum á óvart og sannfæra okkur um að okkar áform um hitt og þetta, sé bara ekki á hans dagsskrá, svo við sjáum hvað seturGrin

Að lokum vil ég þakka ykkur sem hér reglulega lesa fyrir áhuga ykkar, og skilja ykkur eftir með orð úr bókinni Dýrmætara en Gull eftir móðir Basilea Schlink.

"Syngið drottni, lofið nafn hans, kunngjörið hjálpráð hans dag eftir dag" Sálm. 96,2.

Lofaðu Drottin á hverjum deigi, einnig á þeim stundum þegar þú ert ekki í skapi til þess og innri og ytri byrðar íþyngja þér.  Þegar þú syngur nafni hans lof opnast farvegur fyrir hjálp Guðs til þín.  Þá muntu fá að reyna að hann lýtur niður að þér og fyllir líf þitt friði og gleði Andans og huggar þig.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

 "En margir hinir fyrstu munu verða síðastir og hinir síðustu fyrstir." Mark. 10:31

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.1.2009 kl. 12:48

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Mér finnst þetta góðar og mikilsverðar pælingar hjá þér.  Tók sjálfur uppá því einhverntíman að neita að gefa upp kennitöluna mína þegar ég kaupi mér gleraugu, ryksugupoka, reiðhjólabætur, osfr.osfr.  Þetta olli mér hinsvegar heilmiklum vandkvæðum því oft fékk ég ekki afgreiðslu: "kerfið virkar ekki nema þú geriri eins og við biðjum."  Ég held við séum í síauknum mæli að verða fórnarlömb þess sem átti að létta okkur amstrinu.  Innan ramma náms sem ég lauk í ... fyrra (þetta er að koma, sumsé 2008) hóf ég það verkefni að skoða eitt verkfærið til hins sama, skoðaðu það og segðu mér hvað þér finnst.
http://rfidflagan.wordpress.com/

Gleðilegt frjálst ár

Ragnar Kristján Gestsson, 2.1.2009 kl. 17:57

3 Smámynd: Flower

Skil þig alveg Linda mín. Það er ágætt að vera "ósýnilegur" eða lítt sýnilegur á netinu. Ég kæri mig t.d ekki um að nema útvaldir ættingjar lesi mitt blogg, þeir sem þekkja trúuðu hliðina. Hinum er ekki sagt bloggnafnið hehe. Guð blessi þig

Flower, 2.1.2009 kl. 18:16

4 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Linda mín og gleðilegt ár!

Öll förum við okkar leiðir í lífinu,en við komumst aldrei undan alsjáandi augum Drottins Guðs.Hann fylgist með okkur,gætir að okkur í gleði og sorg, og er til staðar fyrir þá sem kalla á hann.

Sjáumst í kirkjunni okkar !

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 2.1.2009 kl. 19:48

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Linda! Lestu kommentið mitt hjá Önnu K. og þá skilurðu kanski í hvaða málum ég á í..

Óskar Arnórsson, 2.1.2009 kl. 20:14

6 Smámynd: Kristín Ketilsdóttir

Kæra bloggvinkon það er gaman að lesa bloggið þitt og þess vegna þakka ég þér fyrir að hleypa mér í gegn áfram þó svo að þú hafir lokað fyrir það að hluta, ég skil það . Guð blessi þig.

GLEÐILEGT ÁR! OG TAKK FYRIR ÞAÐ LIÐNA!

Kristín Ketilsdóttir, 2.1.2009 kl. 20:18

7 Smámynd: Linda

Sæl Rósa mín yndislegt að fá fallega kveðju frá þér. 

Sæll Ragnar ég kíki á þetta hjá þér um fyrsta tækifæri

Sæl Flower mín, svo mikið rétt, ég skil þessa prívat þörf.  Mér hefur alltaf þótt það óþægilegt að vita til þess að hugsanlega verði hægt að googla mig..íck.

Sæl Halldóra mín, já mikið rétt hjá þér, enda þekkir hann mig inn og út, og elskar mig samt, hann er svo frábær

sæll Óskar minn, skal kíkja hjá ÖK. gaman að sjá þig.

Sæl Kristín mín, ég vona að þú látir oft sjá þig, ég kíki á þig mjög fljótlega, þú ert hreint frábær.

Bestu kveðjur til allra sem hér hafa skrifað.

Linda

Linda, 2.1.2009 kl. 22:39

8 Smámynd: Unnur Arna Sigurðardóttir

Gleðilegt ár Linda. Megi Guð friðarins færa þér sinn frið og gleði á árinu.

Kær kv. Unnur Arna

Unnur Arna Sigurðardóttir, 2.1.2009 kl. 22:57

9 Smámynd: Linda

Sæl Unnur Arna, takk fyrir innlitið.

Vertu Guði falin.

Linda.

Linda, 2.1.2009 kl. 23:18

10 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Linda!

Eg oska ter alls tess besta, alla daga a nyju ari.

Takk fyrir tinar m¢rgu greinar sem hafa gefid mer styrk og hvatningu.

Hinn trufasti Gud okkar er med ter... alltaf!

Shalom kvedja fra Zion
olijoe

p.s.

Tad er bref a leidini til tin fra Jerusalem.
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 3.1.2009 kl. 18:33

11 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gott og gleðilegt ár Linda mín. Takk fyrir bloggvináttuna á liðnu ár.

Kær kveðja

Guðrún Þorleifs, 4.1.2009 kl. 00:03

12 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ekkert hef ég við færsluna að athuga,enda er það á valdi hvers og eins að lifa eftir sannfæringu sinni.Ég get tekið undir með þér Linda með jákvæðnina undanfarnir mánuðir hafa sennilega reynt mikið á okkur öllum og umræðan öll sem hefur fylgt þessum harmleik.

Ég er svona þessi fréttasjúki náungi,vill vita hvað er að gerast og ég verð bara að viðurkenna það.Hugur minn er orðinn svo sýktur og sósaður að það er ekki nokkur leið til lukku.Og fyrir vikið verður erfitt að loka hugsunum sínum með jákvæða lausn,og maður lendir bara í lúpu.

Neiðkvæð hugsun að endanum lamar andann,og sýkir líkamann allann og þá verður maður ekki mörgum til gagns.

Þú vonandi fyrirgefur mér að láta dæluna ganga svona í engu samhengi,en fyrir mig þá losa ég sálina af þessu og kem betri hugsunum að fyrir vikið.

Ég óska þér gæfuríks árs og þakka okkar samskipti á liðnu ári.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 4.1.2009 kl. 03:48

13 Smámynd: Linda

Sæll Ólafur og kærar þakkir  fyrir kveðjuna frá Zion, met það mikils og sömuleiðis.

Guðrún þakka þér kærlega fyrir innlitið, gaman að sjá þig, ef svo má að orði komast

Kæri Úlli minn, þú mátt láta dæluna ganga hér hvenær sem er.  Já neikvæðni dregur úr manni allt sem gott er og eins og þú bendir á gerir mann andlegan og líkamlega veikan.  Ég hef bara tekið þá ákvörðun að ef ég er í Guði þá á ég ekki að velta mér upp úr þessu meira en svo að vita hvað er í gangi, og alls ekki leyfa þessu að hafa áhrif á mitt andlega líf og göngu með honum sem þekkir allt fyrir fram.  Ég held einmitt að hugarfar okkar íslendinga, gæti verið lykilinn að því að við komust úr þessu ástandi fyrr en ella, þ.a.s ef við erum jákvæð og höfum baráttu viljann fyrir henda.  

Borðum fisk og hafragraut og látum það nægja okkar rétt eins og okkar afar og ömmur gerðu að forðum þegar það voru erfiðir tímar.  Hægt að frosna ýsu á góðu verði ef við fylgjumst vel með.  Guð er góður.

 Verið Guði falin öll sem hér skrifa. Verið sem lýsandi ljós í þessu myrkri og angist sálar landans, svo að þeir sem ekki þekkja Guð mun sjá hann í ykkur og leita eftir honum og finna hann.

bk.

Linda.

Linda, 5.1.2009 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband