18.12.2008 | 17:39
Dagur í lífi, saga um blessun.
Jólin að koma, eina ferðina enn hugsaði hún og fann til kvíða, eins og henni var vant á síðustu árum rétt fyrir jól, hún fann fyrir pirringi enn vissi sem var að hún þyrfti bara að drífa sig á fætur og út með hundinn og þar gæti hún nálgast Jesú í bæn til Guðs, henni hefur þótt að þetta væri besta leiðin fyrir hana að tilbiðja Guð og leggja þá sem henni þótti vænt um og landið sitt í hans hendur.
Trúin hafði verið endurnýjuð í henni á þessum síðustu tveimur árum, vissulega með lægðum en slíkt er ósköp eðlilegt þegar maður fer að treysta Guði fyrir sjálfinu og öllu því tengt aftur.
Þennan dag, hugsaði hún um baksturinn líka og þær gjafir sem hún átti eftir að kaupa, og síðan hvernig hún ætti að haga fjármálum sínum eftir þessum þrönga hag sem lífið hennar var í og hafði verið í all langan tíma. Eftir smá stund og undirbúning var hún tilbúin að fara út með hundinn sinn og drífa sig í göngu, hún fann hvernig pirringur og kvíði var að ná tökum á sér og vildi komast út sem fyrst og finna fyrir nærveru Guðs og þeirri ró sem því fylgdi að tala við hann.
Eins og henni var vant, kíkti hún ofan ofan í póstkassann, þar stóð gjafa eintak Mbl upp úr, hún tók það upp með tregðu og hugsaði það er eflaust gluggapóstur þarna líka, ekki hjálpaði það hugarástandinu. Enn nei, það var bara mbl. Samt var eitthvað sem sagði henni að þreifa betur fyrir og hún setti hendina ofan í póstkassann og þar fann hún fyrir umslagi, hún dró það hægt upp úr kassanum með hálfgerðum kvíða.
Henni til mikils léttis, reyndist þetta vera venjulegt hvítt umslag eins og jólakort koma í, henni létti mikið og hún reif það upp, og hún átti ekki til orð, þar var gjafabréf fyrir klippingu og litun 1 febrúar. Hún varð orðlaus og svo þakklát, hún kíkti á það til að athuga hver hafði verið henni svona gjafmildur, því hárið á henni var orðið mittissítt og hún hafði ekki efni á því að láta klippa sig. Þegar hún hélt á umslaginu inn í eldhús, með hundinn vælandi á eftir sér af spenningi við að fara út, þá fann hún fyrir að eitthvað frekar var í umslaginu, hún leit ofan í það og leit á það sem þar var skrifað á annað umslag.
Kæra Linda!
Þetta er kærleiksgjöf til þín
frá Jesú
Hún opnaði annað umslagið, þar var peningur, peningur sem mundi létta henni árstíðina, bænasvar og blessun sem varð henni nærri því um megn að taka við.
Ég græt enn af þakklæti yfir þessum kærleika, að þarna úti á ég engil sem hlustaði á rödd Guðs og vann kærleiksblessun í hans nafni, ég veit ekki hver þú ert, en ég vil að þú vitir að ég umvef þig í faðmalagi kærleikans. Ég hef alltaf trúað á kraftaverk, ég hef fengið að upplifa slíkt, og ég trúi á bænasvör því ég sé þau sem fótspor í minni fortíð bæði svör eins og ég hafði beðið um og svo svör með Guðs vilja í aðalhlutverki, þau gátu verið erfið, og eru enn erfið en afara lærdómsrík.
Í lokin ég á yngri systir, hún sagði við mig fyrir nokkru að stundum verðum við að gefast upp fyrir hjálpinni, þá átti hún við að við getum ekki allt undir okkar eigin krafti stundum verðum við að taka á móti hjálp frá öðrum, það á við frá Guði líka. Ég legg allt mitt við fætur hans, allar áhyggjur, allar byrðar, alla gleði og þakklæti við hans fætur, ég gafst upp fyrir hjálpinni og fékk frábæran læknir og ég gafst upp fyrir hjálpinni og leyfði Guði að vinna með mér og í mér.
Ekkert skeður eins og skot, allt sem er þess virði tekur einhvern tíma, jafnvel trúin, en ég vildi gefa ykkur sem hér lesið, smá hluta af minni sögu á þessum deigi í mínu lífi, að treysta því og trúa að Guð er til, Jesú er til, Heilagur Andi er til, þú þarft bara að gefast upp fyrir hjálpinni sem þeir veita og sækja í þeirra kraft og kærleika.
Bænasvörin eru ekki alltaf eins og við eigum von á, enn þau eru alltaf alltaf, í vilja Guðs, stundum eru svörin erfið, en oftast þegar ég hef litið til baka þá skil ég að ég hef lært af þeim og er betri og bættari persóna fyrir vikið, vegna reynslunnar.
Sækið í Guð aftur hafið þið yfirgefið hann, hann bíður, sækið í hús hans og félagsskap við trúaða, hlustið á það sem hann segir, leyfið ekki uppgjafaranda að snerta sálu ykkar með orði sínu og neikvæðni, þessi andi talar gegn Guði, talar gegn allri mannlegri reisn í hans nafni, hlustið á Jesú hann gefur leiðarvísir sem er ómetanlegur, lærðu að treysta honum, gerir þú það ekki nú þegar, því blessunin mun ekki vera fjarri uppgjöf þinni fyrir hjálpinni.
Gleðilega Jól til allra ykkar sem hér lesa.
Linda.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Dægurmál, Trúmál og siðferði, Vinir og fjölskylda | Breytt 20.12.2008 kl. 21:29 | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
Sæl og blessuð
Mikið er dásamlegt að fá að lesa um mátt Jesú Krists. Drottinn sér um sína.
Gleðileg Jól og farsælt komandi ár.
Vertu Guði falin kæra vinkona.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.12.2008 kl. 17:56
Yndislega vinkona, þakka þér fyrir kveðjuna, og já Jesú er bestur :)
Knús
Linda.
Linda, 18.12.2008 kl. 18:08
Amen, Jesú ER bestur!!
Ragnar Kristján Gestsson, 18.12.2008 kl. 19:27
Sæll Ragnar, Gleðileg Jól og takk fyrir þína athugasemd.
bk.
Linda
Linda, 18.12.2008 kl. 19:59
Guð gefi þér jólagleði í hjarta, hún kostar sem betur fer ekkert
Flower, 18.12.2008 kl. 20:21
Takk Flower mín, það er svo mikið rétt.
knús
Linda, 18.12.2008 kl. 20:29
Sæl Linda mín!
Takk fyrir að deila þessari reynslusögu með okkur
það blessar. Drottinn blessi þig ogveri með þér þessa hátíð sem og alltaf.
Guð veri með þér
Kveðja Halldóra
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 18.12.2008 kl. 22:35
Takk Halldóra, ég mátti til, stundum þarf fólk að fá þá innsýn inn í líf okkar með Kristi og hvernig hann sér fyrir þörfum okkar, málið er ekki að lofa því að peningar séu alltaf svarið eða blessunin, heldur er það Jesú sjálfur sem skiptir málinu, hann einn er ástæða til þess að eiga þessa von. Ekki um ríkidæmi, heldur kærleika og traust, og líf með honum.
Knús á þig .
Linda.
Linda, 18.12.2008 kl. 23:20
Elsku Linda.
Takk fyrir þessa yndislega og fallegu færslu.
Gæsa húð frá topp til tá, hárið mitt eins og ég væri með hanakamb og skæl brosandi.
Eg bið um meiri blessun þér til handa og þakka honum fyrir þig að þú ert sú sem þú ert.
I Jesú nafni.Amen.
Aida., 18.12.2008 kl. 23:27
Enn dásamlegt!
Enn hvað Guð er góður! Hann tendrar ljós í hugum og hjörtum þeirra sem treysta honum og sem eiga nóg, en líta á það sem blessanir frá Guði. Þeir vita að Guð vill að þeir deili með sér af gæðum sínum. Guð blessi þennan engil sem breytti í vilja Guðs og gladdi mína yndislegu vinkonu.
Knús!
Bryndís Böðvarsdóttir, 18.12.2008 kl. 23:38
Kæra Aida mín, já vegir Guðs og hans verka eru okkur gjörsamlega óútreiknanleg, hann sá og sendi mér hjálparhönd, sem er engill inn í mitt líf þessa stundina. Hann á dýrðina og ég þigg þessa fallegu gjöf af auðmýkt.
knús og kveðja.
Linda
Linda, 19.12.2008 kl. 00:30
Sæl elsku Bryndís mín, Guð er mikill og miskunnsamur, ég á þetta ekki skilið frekar en næsti maður, en hvað sem það var sem olli því að mér var miskunnað, mun ég halda áfram að gera og ég bið að Guð gefi mér færi á því að blessa aðra í framtíðinni, að hann fái að nota mig til að létta byrði hjá öðrum.
Þú ert ekki síður Engill í mínu lífi kæra vinkona. Guð blessi þig.
Knús og kveðja.
Linda.
Linda, 19.12.2008 kl. 00:36
Sæl elsku Linda ,svona er Guðs andi yndislegt kraftaverk. þakka þér fyrir þennann vitnisburð um það hvernig Guðs andi megnar að reisa okkur upp aftur og aftur . Guð gefi þér dýrðarjól í Jesú nafni Amen!
Kristín Ketilsdóttir, 19.12.2008 kl. 15:32
Sæl Kristín mín, já það það er svo mikið rétt, ég vildi að allir mundu opna hjarta sitt fyrir honum og sjá hvað hann er miskunnsamur, og hvernig hann leiðir fólk til að hjálpa, að gefa af sér. Yndislegt alveg.
Megi þú og þínir eiga dýrðarjól líka Kristín mín.
bk.
Linda
Linda, 19.12.2008 kl. 17:16
Amen.Nákvæmlega svona vinnur Drottinn
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 23:34
Þetta var yndisleg lesning kæra Linda mín,og svo finnst mér þú bara líka vera yndisleg og takk fyrir ráðin í kvöld.Minns er alsæll með síðuna sem þú bentir mér á.
Snórt knús og koss í kaupbæti.Þinn vin Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 20.12.2008 kl. 00:30
Sæl Birna mín og Gleðileg jól, vegir Drottins eru óransakanlegir og dásamlegir.
Linda, 20.12.2008 kl. 01:49
Sæll Ulli minn, takk kærlega fyrir innlitið og lesturinn, og það gleður mig að þú getur notið góðs af síðunni Hafðu það sem allra best kæri bloggvinur.
knús og koss.
Linda.
Linda, 20.12.2008 kl. 01:52
Linda min!
Sendi ter blessunar oskir yfir tessar hatidir, med takk fyrir tessa grein og adrar sem hafa blessad mig a arinu sem er ad lida.
Her i Landinu helga er mikid um gledi tassa daga. Jol, hinna kristnu og Hanukka hatid gydinga a sama tima.
Okkar Gud er hatt upp hafinn fyrir trufesti sin og fyrirheit.
Oska ter einnig himingjurikt nytt ar, i nafni Jeshua.
Shalom kvedja fra Jerusalem
olijoe
Ólafur Jóhannsson, 21.12.2008 kl. 13:48
Sæl Linda! Þú hjálpar mörgu fólki...ég vildi gjarna hjálpa til, enn kann það ekki...
Óskar Arnórsson, 21.12.2008 kl. 13:57
Heil og sæl - mjög góður pistill - mig hlakkar líka obboðslega til að hittast og spjalla við þig, en í bili færð þú bara jólakveðju frá mér og köttunum
halkatla, 21.12.2008 kl. 17:10
Góð lesning . Kveðja jurí .
Júrí (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.