9.12.2008 | 15:45
Svona er lífið
Oh boy, algjör skandall, aumingja börnin á Íslandi. Þó er allt í lagi að spyrja foreldra hvort að þau vilji að skrá barnið í trúfélag eða ekki, svona til að koma til móts við alla, ef það er hægt.
En svo er það annað. Mér datt allt í einu hug að leggja fram smá pælingu sem ég hef verið að hugsa um af og til þegar vissar umræður um trúmál koma upp. Það virðist (takið eftir ég notaði orðið virðist) vera eins og fólk hafi einhverjar vissar hugmyndir um Kristna, ranghugmyndir um okkur, hvernig við eigum að haga okkur, hvernig við eigum jafnvel að skemmta okkur, jafnvel tjá okkur. Að allir Kristnir séu sammála í einu og öllu o.s.f.v.
Það er alveg á hreinu að ég fyrirverð mig ekki fyrir orð Krists eða ritninguna. Ég er hef hinsvegar sjálfstæða hugsun og vilja saman ber flestum þegnum þessa heims. Kjósi ég hinsvegar að lúta undir vilja Guðs fyrir mitt líf og stunda samkomur, biðja bænir og ræða orðið hví ætti slíkt að fara fyrir hjartað á sumu fólki í þjóðfélaginu.
Hafi ég skoðun á máli, þá er mér gert upp sú staðreynd að það er vegna þess að ég trúi á Jesú að ég hafi þessa afstöðu til hina og þessa mála, þegar staðreyndin er sú að margir hafa sömu skoðun og ég og eru alls ekki trúaðir.
Beiti ég kaldhæðni þegar ég tjái mig, þá er ég reið eða ómálefnaleg, sem er bara alls ekki kristið siðferði samkvæmt götudómstóli bloggsins og við vitum öll að ef götudómstóllinn dæmir þá er það bara staðreynd, eða þannig (smá kaldhæðni, ef það fór fram hjá einhverjum)
Nú megið þið ekki halda að ég sé reið eða sár yfir þessum fordómum, slíkt væri jú af og frá því ég er Kristin og verð ekki reið og hef gaman af því að láta traðka á mér og gera mér upp skoðanir, þarna var aftur kaldhæðni.
Ég er sein til reiði (já alveg satt og engin kaldhæðni) ef ég verð reið, þá fer slíkt ekki á milli mála, þið getið alveg treyst því. Ég blóta ekki að jafnaði, slíkt er bara dæmi um lélegan hugsunar hátt eða rökleysu, það sama má segja um að uppnefna fólk, kalla það heimskt eða vitlaust fyrir að hafa vissa afstöðu í lífi sínu (smá kaldhæðnisskot á ónefnda viðkvæma aðila).
Ég vildi að ég gæti sagt hér "í hnotskurn" en ég er ansi hrædd um að slíkt á bara ekki við mig, ég mala áfram og áfram og áfram, afsk. gleymdi mér smá.
Málið er einfald, Kristnir hafa trú, þeir gera sitt besta að lifa eftir þessari sannfæringu sinni, okkur tekst það misvel, enda bara venjulegt fólk eins og hver annar, við höfum gaman af því að skemmta okkur, fara út, fara í bíó, fara á kaffihús, gera grín, við grátum og reiðumst, en umfram allt þá leggjum við mikinn metnað á heiðarleika, kærleika, réttlæti og samhug með samfélaginu, við förum líka í mótmæli (sum okkar) sem er algjör skandall (kaldhæðni) við erum einfaldlega eins og þið.
Munurinn er sá að allt sem við gerum og segjum er lagt undir "hvað mundi Jesú segja eða gera" okkur tekst þetta misvel, en við reynum. Við erum eins mismunandi og við erum mörg, en það er alda í samfélaginu í dag, sem er að sameina líkama Krists í þjóðfélaginu samanber þverkirkjulegri bænagöngu, við erum hætt að þegja, við erum að koma út úr trúarskápnum.
Við erum partur af þessum samfélagi, við erum eins ófullkomin og næsti maður það eina sem aðskilur okkur er trúin á Jesú, en þessi aðskilnaður ætlar að vera sumum erfiður, meðan við þögðum var það besta mál að eiga trú, en núna eru breyttir tímar og barnið sem fjölskyldan skammaðist sín fyrir er komið út að leika....
Sjálfvirk skráning í trúfélög andstæð jafnréttislögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Íhugun, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
Matthías Ásgeirsson, 9.12.2008 kl. 15:56
Nei sko, þarna kemur fyrsti gesturinn heheh.
Matti trúmál og trú fólks hefur aldrei verið eins opinskátt rædd og í dag, fólk er ekki lengur feimið við að játa trú sína,eða að það tilheyri öðrum söfnuðum en Þjóðkirkjunni, við erum meira áberandi en nokkru sinni fyrr, trúin er ekki lengur einkamál til að hafa í felum, ég man t.d. eftir því þegar ég var lítil þá var verið að tala um fólkið sem var í "ungt fólk með hlutverk" ofsatrúar, skrítið, furðulegt voru orð sem öllu jafnan voru notuð, það sama átti við fólk í Hvítasunnu kirkjunni. Þetta hefur núna breyst. Sem betur fer er fólk farið að sækja aðrar kirkjur en þjóðkirkjuna bara til að fá tilbreytingu og svo öfugt. þetta eru bara spennandi tímar.
Linda, 9.12.2008 kl. 16:05
Komdu sæl Linda.
Þetta þykir mér svolítið einkennileg bloggfærsla. Þú byrjar á því að segja:
"Oh boy, algjör skandall, aumingja börnin á Íslandi."
En þú útskýrir ekkert af hverju þarf að vorkenna börnum á Íslandi? Af hverju er þetta skandall? Þú segir sjálf að fólk er orðið opinskárra við að vera í hinum ýmsu trúfélögum... ef trúmál eru foreldrum það mikið hjartans mál að þau hafi fyrir því að skrá sig í sérstök trúfélög þá ættu þau að taka fæðingu barns síns það alvarlega að þeirra fyrsta verk verði að skrá það í trúfélag.
Það sem er ekki eðlilegt við núverandi ástand er einkum tvennt:
1) Flestir Íslendingar eru ekki trúræknir. Af hverju ætti að skrá börn þeirra í trúfélag sem þau sjálf sinna ekki (þjóðkirkjan) og voru skráð í til að byrja með á sama hátt?
2) Sjálfvirk skráning í trúfélag móður er hreint og klárt brot á réttindum föður.
Restin af þessari færslu þinni er síðan sjálfsvorkun yfir því hvað allir eru vondir við ykkur trúarhneturnar. Þið haldið því statt og stöðugt fram að fólk sé að reyna að skipta sér af ykkar trúarskoðunum. Það er alls ekki rétt! Það sem fer í taugarnar á okkur trúleysingjunum er einmitt hið andstæða, þegar þið byrjið að skipta ykkur af skoðanaleysi fólks. Þetta gerið þið með því að stunda trúboð í skólum og trúboð þar sem fólk er mjög áhrifagjarnt eins og á meðferðarstofnunum. Ekki misskilja mig, ég held að meðferðarstofnanir séu oftast reknar af góðmennsku og vilja til að hjálpa einstaklingunum. Trúboðið sem þar er stundað er hins vegar eitthvað sem mætti endilega missa sín. Hjálpið endilega fólkinu að komast yfir sína sjúkdóma en leyfið því að jafna sig áður en þið otið að því trúarlegum boðskap og beitið það þrýstingi til að taka ákvörðun um að "hleypa Guði inn í líf þeirra". Hérna komum við samt eflaust að rót vandans og það er að þið getið engan veginn skilið hvernig fólk ætti að geta læknast án hjálpar æðri máttar. Við trúleysingjarnir hins vegar leggjum áherslu á að einstaklingurinn ætti ekki að þurfa hjálp frá ósýnilegu fólki. Það þarf hjálp frá sínum nánustu og það þarf hjálp frá heilbrigðiskerfinu en umfram allt þarf það að öðlast trú á sjálfu sér... ekki einhverju óskilgreindu almætti.
Stefán Freyr Stefánsson, 9.12.2008 kl. 17:16
Sæll Stefán, ég var með kaldhæðni. Reyndu að átta þig á þessu ekkert voðalega flókið. Að gera mikið úr svona máli eins og með trúarskráningu barnsins eftir fæðingu er bara fyndið, vitanlega eiga foreldrar að ráða þessu, og ættu að vera spurð.
Varðandi afganginn, mest að af þessu er háð, gagnvart samfélaginu í heild sinni, og smá pæling af minni hálfu, ef þú vilt sjá væl þá bendi ég þér á www.vantrú.is
þakkir fyrir innlitið gæskan.
bk.
Linda.
Linda, 9.12.2008 kl. 19:30
Takk.Einkennilegt hvað kristin trú veldur miklu hugarangri hjá fólki sem alls ekki segist trúa á Guð.Og gagnrýnir látlaust Guð fyrir hitt og þetta.Guð sem þau segjast ekki trúa á og sé ekki tilÉg trúi á Guð og Jesú.Það pirrar marga eins og það sé ekki mitt mál .
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 20:14
Hæ Birna mín, nákvæmlega.
Linda, 9.12.2008 kl. 20:21
Linda! þegar ég les þetta blogg hjá þér þá finnst mér ég vera skyld þér enda eigum við sama Föðurinn ,svo það fari ekkert á milli mála hjá þeim sem ekki þekkja hann. Himnaföðurinn.
Kristín Ketilsdóttir, 9.12.2008 kl. 20:35
Ég ætla að vitna í aðra athugasemd þína frá því í dag:
Matthías Ásgeirsson, 9.12.2008 kl. 22:05
Sæl Kristín mín, það segjum við tvær
Linda, 9.12.2008 kl. 22:09
Sæll Matti, æi já það var svo sem ekki rétt af mér að benda á vælið í ykkur, illa gert af mér, sorry við getum kannski bara stofnað væl kór saman og allir verið vinir
bk.
Linda.
Linda, 9.12.2008 kl. 22:11
Sæl Linda mín.
Hörku fjör hjá þér. Foreldrar eiga auðvita að ráða því hvar barnið þeirra er skráð. Eins finnst mér athugavert að skrá fólk sem er innflytjendur í þjóðkirkjuna án þeirra vitundar. Mákona mín var í Hvítasunnukirkjunni í Finnlandi og hún var búin að eiga heima hér í mörg ár þegar hún fékk vitneskju um að hún væri skráð í þjóðkirkjuna. Nú hér á Vopnafirði hafa börn verið skráð í hvítasunnusöfnuðinn því mæður þeirra voru í Hvítasunnusöfnuðinum. Þau breyttu því sjálf en voru samt ekkert að flýta sér að því. Ef ég hefði ekki viljað vera í sama söfnuði og móðir mín þá hefði ég geta breytt því þegar ég var lögráða. Þetta ætti ekki að vera vandamál nema ef foreldrar eru ekki í sama söfnuði. Af hverju ekki að bera það undir foreldra hvar barnið verður skráð. Kannski hefðu hjónin vilja skrá barnið í söfnuðinn sem faðirinn tilheyrði.
Vertu Guði falinn.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.12.2008 kl. 22:49
Sæl aftur.
Þar sem ég bý í litlu samfélagi þá fæ ég mjög oft að vita frá fólki sem er ekki í sömu kirkju og ég, hvað ég má og hvað ég má ekki.
Fólk hefur sagt við mig að ég megi ekki fara á dansleik. Ég hef hvergi lesið það í reglugerð kirkjunnar minnar að ég megi ekki fara á dansleik. Það er ég sjálf sem ákveð hvað ég vil gera. Ég hef farið á dansleik í nokkur skipti og verið þeirri stundu fegnust þegar ég hef komið mér þaðan út.
Það vill bara svo til að þegar fólk er að skipuleggja hitting eins og t.d. bekkjarmót að þá er stílað á að fara á dansleik og ég auðvita fór með. Ég hafði engan skaða af en ég viðurkenni að ég var ósköp ánægð þegar ég lét mig hverfa þegar dansleikurinn var hálfnaður.
Guð veri með þér Linda mín
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.12.2008 kl. 22:56
Takk Rósa mín, þú kemur alltaf með svo góðar athugasemdir.
Vertu Guði falin.
Bk. vinkona Linda
Linda, 9.12.2008 kl. 23:03
Góð Linda! Láttu þá heyra það!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.12.2008 kl. 11:03
Ég held að sú mynd sem fólk í samfélagi okkar hefur á okkur kristna fólkinu sé dálítið okkur sjálfum að kenna.
Eða fyrirrennurum okkar. Við höfum verið gjörn á að setja okkur og kirkjurnar okkar í ákveðinn kassa og form.
Ég veit að sumir vilja ekki fara í kirkju vegna þess að þeir eru hræddir við að verða dæmdir fyrir hið minnsta í lífi þeirra. Þeir halda að þeir verði að breyta öllu í lífi sínu strax og bannað sé að gera alla hluti. Fólk hræðist þetta því að hver getur verið fullkominn???
Enginn.
Myndin af hinu kristnu í heiminum er sú að við séum dæmandi fólk, því miður er það svo, því eins og við vitum er það alls ekki þannig.
Eins og Jesús sagði ,,sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum,,
Við erum öll syndug og skortir Guðs dýrð.
En ég trúi því að þetta sé að breytast, ég tala nú ekki um þennan vettfang Bloggið þar sem venjulegir Jónar geta sagt frá sinni upplifun og sínu venjulega lífi sem kristnir einstaklingar með kostum og göllum.
,,Kærleikinn breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt,, 1. Kor 13:7
Unnur Arna Sigurðardóttir, 10.12.2008 kl. 11:07
Hæhæ Haukur minn, ég er ekki svo mikið að láta þá hafa það, heldur bara að gera smá pælingu sem virðist fara fyrir hjartað á sumum.
bk.
Linda
Linda, 10.12.2008 kl. 16:32
Sæl Unnur yndislegt að fá athugasemd frá þér og þú leggur hér margt til málana og ég er þér sammála, þess vegna er svo yndislegt að fólk sé að koma út úr trúarskápnum Guði til dýrðar og sýni af sér góðan og einlægan þokka, að þetta sé allt saman, bull og fordómar sem eru hafðir um okkur. Ég veit það bara að fólki þykir yndislegt að koma í Fríkirkjuna Íslensku Kristkirkju upp í Grafarvogi, vegna viðmóts samfélagsins, Prestsins og kaffið eftir á :)
það er svo gaman.
Guð blessi þig vina og alla sem hér skrifa og villa taka móti blessun.
bk.
Linda.
Linda, 10.12.2008 kl. 16:35
Ég renndi yfir þessa frétt og verð að segja að ég er alveg hjartanlega sammála yfirlýsingu Vantrúar í þessum efnum.
Eðlilegast væri bara að hafa þetta þannig að sá prestur sem skírir barn sjái um að skrá það í söfnuðinn hjá sér eftir athöfnina. Engin skírn = ekkert skráð trúfélag. Foreldrarnir ættu að hafa tilhneigingu til að velja sér prest sem er frá þeirra söfnuði = enginn ruglingur á því hvar á að skrá.
Sjálfvirk skráning, meira bullið o_0
Mama G, 11.12.2008 kl. 10:28
Góður og áhugaverður pistill. Skil ekki að það sé verið að ráðast á þig fyrir það. Ég er búin að uppgvöta að virðing er stór þáttur í hvaða trú sem er. Það eru bara kirkjufóbían mín sem gerir það að ég fer aldrei í kirkju nema í jarðarfarir og skylduferðir.
Ég er með stórt og fallegt Buddaaltari heima hjá mér, og hef beðið þar. Sumar bænir virka vel, aðrar ekki neitt. Mér finnst ekkert að því. Samt er það einhver helgispjöll.
Meira hvað það er flókið að reyna við þessa trú. Ég veit alveg nákvæmlega til hvers Jésú ætlas af mér. Og honum er alveg sama um hvort það er fínt altari í glæsilegri kirkju, eða eitthvað sem ég bý til sjálfur. Aðalmálið er hugsuninn á bak þetta.
Enn að fylgja öllu sem ég veit, er ekki það léttasta.
Mattías! Ég er ekki trúaður þó ég fegin vildi. Það er ekkert létt verk að sannfæra mig um svona hluti. Ég skil samt ekki þessa gagnrýni.
Kristni verður að þola gagnrýni og einmitt vegna gagnrýni breyttist kristni úr krossferðum og galdrabrennum í það sem hún er í dag. Er það ekki jákvætt?
Ég hef tilheyrt alþjóðlegum félagsskap síða 1988 sem heitir MAHIKARI. Mikið umdeildur á tímabilum, og þar eru þeir einmitt ásakaðir fyrir að vera trúfélag. Þeir eru það ekki. Fólk úr öllum trúfélögum, eða trúlausir eru velkomnir.
Þau koma frá Japan. Aðeins ein kirkja er til, og ery samkomur bara í venjulegum íbúðum eða húsum. Engin merki um félagskapinn eru á þessum húsum og þeir eltast ekki við meðlimi.
Það er búið að byggja sjúkrahús í USA þar sem venjuleg læknisfræði og ljós-gjöf er nota jöfnum höndum með góðum árangri.
Ég tala ekki mikið um þennan félagsskap sem hjálpaði mér óskaplega mikið, það er ekkert trúboð í þessum félagsskap.
Mér finnst þú kritisera þessa færslu Lindu algjörlega án þess að hafa nein rök fyrir því. Að krítisera bara til að vera á móti, tekur engin mark á. Enn eins og ég sagði, ég hef ekkert vit á trú ef það hægt að hafa það, og er ekkert feimin við að segja mitt álítt ef mér misbýður eitthvað.
Talsmaður samtaka sem vill láta taka mark á sér, skýrir sinn málstað í rólegheitunum. Ég get orðið kolvitlaus þegar óréttlæti á sér stað og hika ekki við að segja það sem mér finnst. Mér finns ekkert að því að þú gerir það líka.
Linda segir ekki nokkurn skapaðan hlut í færslunni sem er vel gerð og algjörlega einlæg í allri framsettningu. Mér finnst allt í lagi að kritisera einhverja þvælu og öfgar, enn það vottar ekki fyrir henni hjá Lindu.
Gefðu mér komment á mína kanski, gæti verið trú:
Enn tilgangur félagssins MAHIKARI, sem er stjórnað af konu, er að gefa hvort öðru ljós með hendinni. Hljómar kanski undarlega, enn þú hefur men um hálsin og ert þannig miðlari af ljósi beint frá Guði. Hefur ekkert með þig sjálfan að gera. Eru þetta sérstakir punktar og minna þeir á akupunktur punkta á líkamanum. Og þetta virkar. Hefur EKKERT með trú að gera!
Það er bók sem öll eru orð Guðs, sem heitir Goseingen. Einnig er lítil bænabók, og er ég með 1.st gráðu af 3 mögulegum. Þar er m.a. mælt með hlutum úr ýmsum trúarbrögðum ef fólk vill.
Nú lét ég mitt menn um hálsin á móður minni þegar hún var jarðsett. Átti að vera einhverskona vernd. Enn það þýðir að ég verð að fara til Japans og vera á 3ja daga námskeiði til að fá nýtt men. Ætla ég að gera það við tækifæri.
´Eg uppfylli örugglega öll skylirði fyrir því að vera meðlimur í Vantrú. Enn ég er bara ekki viss um að félagsskapurinn myndi þola mig. ;)
Óskar Arnórsson, 11.12.2008 kl. 10:51
Sæl Mamma G. Takk fyrir innlitið og þína athugasemd. Mér þykir að það sé verið að gera of mikið úr þessu máli, þó er ég ekki óssamála því að vissulega eiga foreldrar að sjá um að skrá börnin sín rétt, það eru breyttir tímar, og við þurfum að endurskoða mál þessu líkt.
bk.
Linda
Linda, 11.12.2008 kl. 18:13
Sæll Óskar minn, þakka þér fyrir þín ærlegu vörn og vinarkærleika í minn garð.
Því eru nú þannig oft farið að meðlimir Vantrú eða þeir sem eru vantrúaðir hafa gaman að hnýta í okkur sem eru Kristinnar trúar, því þeir skilja ekki ástríðu okkar fyrir ritningunni og Jesú, eins og sagt er í Biblíunni, munu margir koma sem munu krefjast okkur svara o.s.f.v.
Matti er bara sá sem hann er, rétt eins og ég þú. Hans ástríða tilheyrir hans "söfnuði" rétt eins og mín tilheyrir Guði. Og ég verð að taka því að verða fyrir mikililli dómhörku af og til. Slíkt á ég að taka sem hlutdeild í þjáningu Krists, en mér tekst það ekki alltaf, enda bara mannleg.
bk.
Linda.
Linda, 11.12.2008 kl. 18:20
Sæl kæra Linda mín!
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 12.12.2008 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.