Stormar lífsins og náttúrunnar

Mikið gengur á hér heima fyrir, efnahagsstormar, andlegir stormar og svo kemur náttúran með smá hressingu til að krydda upp á þegar of kryddaða tilveru, en svona er lífið.

Ég hvet alla þá sem vettlingi geta valdið að biðja fyrir fólkinu sem er að takast á við þetta hræðilega ástand á Indlandi, að biðja fyrir fjölskildu starfsmanni SOS sem var myrtur á vinnustað sínum hjá SOS, biðjum fyrir þeim sem á okkar landi þjást sakir áhyggna, þeim sem leyfa reiðinni að ná stjórn á sér, biðjum fyrir landi okkar í allri sinni mynd og fjölbreytni. Biðjum Guð að leiða okkur fram í réttlæti fyrir sakir sonar hans Jesú Krists.

Sálmarnir 40
1Til söngstjórans. Davíðssálmur.
2Stöðugt vonaði ég á Drottin
og hann laut niður að mér og heyrði ákall mitt.
3Hann dró mig upp úr glötunargröfinni,
upp úr fúafeni,
veitti mér fótfestu á kletti
og gerði mig styrkan í gangi.
4Hann lagði mér ný ljóð í munn,
lofsöng til Guðs vors.
Margir sjá það og óttast
og treysta Drottni.
5Sæll er sá maður sem gerir Drottin að athvarfi sínu
og snýr sér ekki til dramblátra
eða þeirra sem fylgja falsguðum.
6Drottinn, Guð minn, mörg eru máttarverk þín
og áform þín oss til handa,
ekkert jafnast á við þig.
Ég vil segja frá þeim, kunngjöra þau,
en þau eru fleiri en tölu verði á komið.
7Á sláturfórn og kornfórn hefur þú enga þóknun,
þú hefur gefið mér opin eyru,
brennifórnar og syndafórnar krefst þú ekki.
8Þá sagði ég: „Hér er ég.
Í bókinni er skrifað hvað ég á að gera.
9Að gera vilja þinn, Guð minn, er mér yndi
og lögmál þitt er innra með mér.“
10Ég hef flutt fagnaðarboðin um réttlæti í stórum söfnuði,
ég lauk ekki vörunum aftur,
það veist þú, Drottinn.
11Ég leyndi eigi réttlæti þínu í hjarta mér,
ég vitnaði um trúfesti þína og hjálp
og dró eigi dul á náð þína og tryggð
í hinum mikla söfnuði.
12Tak þú eigi miskunn þína frá mér, Drottinn,
lát náð þína og trúfesti ætíð vernda mig
13því að ótal hættur umkringja mig,
misgjörðir mínar hafa náð mér
svo að ég má eigi sjá,
þær eru fleiri en hárin á höfði mér,
mér fellst hugur.
14Drottinn, lát þér þóknast að frelsa mig,
Drottinn, skunda mér til hjálpar.
15Lát þá verða til skammar og hljóta kinnroða
er sitja um líf mitt,
lát þá hverfa aftur með skömm
er óska mér ógæfu.
16Lát þá sem hrópa að mér háðsyrði
hrylla við eigin smán.
17En þeir sem leita þín
skulu gleðjast og fagna yfir þér.
Þeir sem unna hjálpræði þínu
skulu sífellt segja: „Mikill er Drottinn.“
18Ég er hrjáður og snauður
en Drottinn ber umhyggju fyrir mér.
Þú ert fulltingi mitt og frelsari,
tef eigi, Guð minn.

 


mbl.is Varað við stormi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín.

Hér er mjög hvasst og úrkoma. Þurfti að fara inní apótek fyrir föður minn fyrr í dag og var nú afskaplega fegin þegar ég kom aftur heim. Fór svo seinna og þá var aðeins betra en það gengur á með éljum.

Við höfum séð það hvítara - svartara hér á Vopnafirði og við erum keik.

Sorglegt með manninn á Indlandi. Við vitum að margir sem eru kristnir á Indlandi hafa verið myrtir að undanförnu.

"Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður.

Verið algáðir, vakið. Óvinur yðar, djöfullinn, gengur um sem öskrandi ljón, leitandi að þeim, sem hann geti gleypt.

Standið gegn honum, stöðugir í trúnni, og vitið, að bræður yðar um allan heim verða fyrir sömu þjáningum.

En Guð allrar náðar, sem hefur kallað yður í Kristi til sinnar eilífu dýrðar, mun sjálfur, er þér hafið þjáðst um lítinn tíma, fullkomna yður, styrkja og öfluga gjöra.

Hans er mátturinn um aldir alda. Amen." 1. Pét. 5: 7.-11.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.11.2008 kl. 16:40

2 Smámynd: Linda

Takk Rósa mín, bara svo vindurinn þeyti þér ekki á haf út, er ég ánægð og viss um að Vopna Rósa mun standa af sér óveður ;) heheh.

Takk fyrir þín fallegu orð úr ritningunni.  Þau eiga svo sannarlega við.

bk.

Linda. 

Linda, 27.11.2008 kl. 18:02

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Nú er gott að hafa góða ballest - kjölfestu.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.11.2008 kl. 22:56

4 identicon

Amen.Esikel 28

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband