Íhugun um vinskap

Ég þarf eiginlega að fara út að ganga, en það er svo kuldalegt að ég kem mér ekki í það, alveg strax.  Því ákvað ég að blogga pínu.  Bloggið hefur opnað nýjan heim, vegna bloggsins er ég að hitta mjög skemmtilegt og lifandi fólk, fólk sem ég tel til vina, fólk sem mér þykir vænt um, sumir eru ennþá kunningjar, en hver veit nema að það verði breyting á því. 

Það fólk sem ég tel til vina, tel ég að séu traustsins verðugt, ég er svo mikil öfgamanneskja varðandi trúnað, að þegar mér er sagt eitthvað í trúnaði þá set ég slíkt svo langt og djúpt inn í huga minn að oftast þurfa vinir mínir að minni mig á að hafa sagt mér hitt og þetta, mitt svar er iðulega, þú sagðir mér þetta í trúnaði, slíkt ber manni að grafa svo djúpt að maður getur gleymt því.

Svona er þetta hjá mér.  Stundum treysti ég of auðveldlega, eða er of fljót til að taka fólk að mér, engin er fullkominBlush Guð veit að það er langt í það hjá mér.  En maður lifir og lærir eins og sagt er.

Í Síraksbók kafla sex er að finna speki um vináttu, og eins og 99% af því efni sem finnst í þessari bók þá er ekki hægt annað en að hrífast af fegurðinni sem þar er að vinna, speki og kennslu um svo margt. 

Síraksbók er hluti af því sem kallast Apókrífu ritum ritninganna, ekki eru allir sammála um réttmæti þess að þau rit skulu vera í nýju og endurþýddu Biblíu okkar Íslendinga, en ég tel að Síraksbók eigi fullt erindi þar inn. Njótið og verið velkomin á samkomu hjá Íslensku Kristkirkjunni í kvöld kl 20:00.


 
Vinátta

5Fögur orð fjölga vinum
og ómþýtt mál vekur vinsemd fleiri.
6 Kunningsskap við marga skaltu halda
en veit einum af þúsundi trúnað þinn allan.
7 Vin skaltu reyna viljir þú vin eiga
og ver eigi fljótur til að veita honum trúnað.
8 Margur er vinur þegar honum hentar
en er hvergi nærri þegar að sverfur.
9 Aðrir eru þeir vinir sem í óvini breytast
og gera þér hneisu með því að ljóstra upp hvað olli.
10 Margur er vinur er þú býður til veislu
en er hvergi nærri þegar að sverfur.
11 Þegar þér vegnar vel er hann sem hugur þinn
og segir þjónum þínum til.
12 En gerist þér mótdrægt snýst hann gegn þér
og fer í felur sjái hann þig nálgast.
13 Hald þig fjarri fjandmönnum þínum
og vertu á varðbergi gagnvart vinum.
14 Traustur vinur er örugg vörn,
finnir þú slíkan áttu fjársjóð fundinn.
15 Traustur vinur er verðmætari öllu,
á engan kvarða fæst gildi hans metið.
16 Traustur vinur er sem ódáinsdrykkur,
sá sem Drottin óttast mun slíkan finna.
17 Sá sem óttast Drottin vandar val vina,
hann heldur sér að slíkum sem honum sjálfum líkjast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.11.2008 kl. 17:45

2 Smámynd: Flower

Æi já, þetta á það til að vera vandmeðfarið. Enda gamli málshátturinn góður, ekki eru allir viðhlæjendur vinir.

Flower, 23.11.2008 kl. 18:21

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Vinur í raun, ekki slæmt fyrir okkur að eiga vin í þér.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.11.2008 kl. 19:47

4 Smámynd: Hörður Finnbogason

Ég þarf að fara að lesa Apókrífu bækurnar þó þær séu ekki hluti af heilagri Ritningu sem eru 66 bækur.

Hörður Finnbogason, 23.11.2008 kl. 21:18

5 Smámynd: Linda

Haukur, sömuleiðis.

Hæ Flower, nákvæmlega og flottur málsháttur.

Sæl Rósa mín, takk vinkona.

sæll Hörður, vertu velkomin, Það er margt merkilegt að finna, og speki sem þú munt kannast við úr ritningunni.

bk.

Linda. 

Linda, 23.11.2008 kl. 22:09

6 identicon

Heil og sæl elsku Linda mín!

Ég er sammála þér með þetta rit Síraksbók, hreint frábær bók.

Ég les oft í henni. Var einmitt að lesa 23 kaflann vers 1

Drottinn faðir,hertogi lífs míns, gef mig ekki lausmælgi á vald,lát mig ekki lenda í 

ógæfu vegna tungu og vara. 

Það er vert að lesa allann kaflann ,mjög góð lesning.

Ég fór á samkomu í morgun, svo ég fékk líka gott Guðs orð í kirkjunni okkar.

 Guð blessi þig.kv. Halldóra

Halldóra Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 23:43

7 Smámynd: Linda

Takk fyrir innlitið Halldóra mín, og fallega orðið úr Síraksbók.

bk.

Linda.

ps.

Sendi mail. 

Linda, 24.11.2008 kl. 14:18

8 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Takk fyrir mig, mikið viska - vinur er líka sá sem til vamms segir

Ragnar Kristján Gestsson, 24.11.2008 kl. 14:45

9 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Linda og vinafélag bloggara!
Hér er ein góð vísa um vináttuna.

Vinátta

Vinátta er góð
hún gerir okkur fróð.

Vinir hlæja saman
og hafa alltaf gaman.
Vinur í raun
er eins og bestu laun.

Allir þurfa vini
líka þeir sem eiga syni.
Vinur er alltaf til staðar
hann fjör til sín laðar.

Sönnum vini getur maður sagt allt,
jafnvel þótt úti sé kalt.
Vinir eru æði
alveg eins og gott fæði.

höf??
Vinir eru eins og gott fæði ( góður matur) hrein snilld
Blessjú/ Helena

Helena Leifsdóttir, 24.11.2008 kl. 16:28

10 Smámynd: Linda

Takk Ragnar, gaman að sjá þig.

Hæ Helena, þú ert snilli, á maður að rappa þetta líka, ég rappaði litlu Gulu hænuna mér til hláturs hahahaha.  M.é.M þú ert yndó.

Linda, 24.11.2008 kl. 16:57

11 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Takk fyrir þetta Linda, góð hugleiðing.

Kristinn Ásgrímsson, 24.11.2008 kl. 17:01

12 Smámynd: Árni þór

Jesús er minn besti vinur

Árni þór, 24.11.2008 kl. 17:02

13 Smámynd: Linda

Takk fyrir Kristinn

Sæll Árni-ég er þér svo sammála, Jesú er besti vinur okkar.  "Jesú með okkur og við með Jesú".

bk.

Linda. 

Linda, 24.11.2008 kl. 17:06

14 Smámynd: Kristín Ketilsdóttir

Sæl Linda þú sýnir mikið vinarþel  og mér finnst þú  frábær bloggvinkona.

Kristín Ketilsdóttir, 24.11.2008 kl. 19:31

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Linda, þú ert frábær! 

..sú manneskja sem ég rífst mest við, er konan mín. Við elskum hvort annað.

Sá sem ég rífst næstmest við, er besti vinur minn sem ég hef þekkt í 30 ár. og höldum áfram að vera góðir vinir...

Óskar Arnórsson, 24.11.2008 kl. 20:27

16 Smámynd: Linda

Takk Kærlega fyrir það Kristín, Sömuleiðis.

Sæll Óskar, ég yfirgef ekki mína vini, no worries.

bk.

Linda. 

Linda, 24.11.2008 kl. 20:59

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sama hér Linda engillinn minn!  Við þurfum ekkert alltaf að vera sammála segir konan mín. Hún er vitrari enn ég.. :(

Óskar Arnórsson, 24.11.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband