Einmitt það

Þetta voru okkar svo kallaðir vinir, að eiga svona vini veit ég að ég kæri mig ekki um neina óvini. Takk fyrir.  Sjáum hvað Jeremía hefur að segja um græðgi og svik hér á eftir. 

Reiði mín er eingu minni en hjá næsta manni, en ég kýs að láta hana ekki ná völdum á mér, ég kýs að fara eftir vilja Guðs og jú mótmæla á laugardaginn, eins og ég sagði við Kidda frá kef þá væri ég nú mótmælendatrúar og því væri slíkt alveg við hæfiWink Njótið dagsins, hann er sá sem við höfum, morgun dagurinn sér um sín vandamál. Brosið framan í hvort annað þó það sé erfitt, heilsið með hlýju og þú munt fá það margfalt til baka.

Jer 17:9-13

9 Svikult er hjartað fremur öllu öðru, og spillt er það. Hver þekkir það?

    10 Ég, Drottinn, er sá, sem rannsaka hjartað, prófa nýrun, og það til þess að gjalda sérhverjum eftir breytni hans, eftir ávexti verka hans.

    11 Sá, sem aflar auðs og eigi með réttu, er eins og akurhæna, sem liggur á eggjum, er hún eigi hefir orpið. Á miðri ævinni verður hann að yfirgefa auðinn og við ævilokin stendur hann sem heimskingi.

    12 Hásæti dýrðarinnar, hátt upp hafið frá upphafi, er staður helgidóms vors.

    13 Þú von Ísraels _ Drottinn! Allir þeir, sem yfirgefa þig, skulu til skammar verða. Já, þeir sem vikið hafa frá mér, verða skrifaðir í duftið, því að þeir hafa yfirgefið lind hins lifandi vatns, Drottin.

 

Já, svona er eru orð Drottins, fyrir þá sem spilltir eru ,þetta á við allar þjóðir, allan heiminn. Svo má lesa áfram í Jeremía 17:14-18 um þá von sem við eigum í Guði ef við bara tökum okkur stöðu með honum.

14 Lækna mig, Drottinn, að ég megi heill verða; hjálpa mér, svo að mér verði hjálpað, því að þú ert minn lofstír.

    15 Sjá, þeir segja við mig: "Hvar er orð Drottins? Rætist það þá!"

    16 Ég hefi ekki skotið mér undan því að vera hirðir eftir þinni bendingu, og óheilladagsins hefi ég ekki óskað _ það veist þú! Það, sem fram gengið hefir af vörum mínum, liggur bert fyrir augliti þínu.

    17 Vertu mér ekki skelfing, þú athvarf mitt á ógæfunnar degi!

    18 Lát ofsóknarmenn mína verða til skammar, en lát mig ekki verða til skammar. Lát þá skelfast, en lát mig ekki skelfast. Lát ógæfudag koma yfir þá og sundurmola þá tvöfaldri sundurmolan!

 


mbl.is Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín - Vonin mín. Voff, voff.

Tak fyrir kröftugt heilnæmt Guðs orð. Ekki veitir af að fá orð Guðs beint í æð.

Megi almáttugur Guð snúa við högum okkar.

Vertu Guði falin.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.11.2008 kl. 14:34

2 Smámynd: Ragnheiður Katla Laufdal

Sæl Linda, ég sá að þú horfðir á "ER GUÐ TIL?" á YouTube.  Ég vona að þú hafir líka horft á "THE MAN WITHOUT LIMBS" sem er fyrir neðan part 1 og part 2 af "ER GUÐ TIL".  Ég veit þú verður blessuð af að horfa á það.  Við kristnir menn eigum að lýsa öðrum veginn og þessi maður sem hefur hvorki fætur né hendur en lofar samt Guð er dásamleg sönnun þess að Drottinn lifir hið innra með okkur í ANDA sínum.  Lof sé Heilögum Anda sem leiðbeinir okkur alla daga og minnir okkur á og kennir okkur um hvað Guðsríki snýst um! Guð veri með þér alla daga Linda, Blessunarkveðjur, Ragnh.Laufdal

Ragnheiður Katla Laufdal, 13.11.2008 kl. 15:12

3 Smámynd: Linda

Takk Rósa mín Pipp sendir þér kveðjur sem ég veit að þú hefur gaman af að fá. ahem.  Ég tek líka undir þín heilnæmu orð Rósa mín. Takk fyrir þau.

Sæl Ragnheiður, já þetta var frábær þáttur, ég hef séð þennan unga mann sem er fæddur án þess að hafa hendur eða fætur, hann er magnaður.

bk.

Linda. 

Linda, 13.11.2008 kl. 23:31

4 identicon

Takk Linda mín fyrir að skrifa úr Orðinu til okkar - góð áminning.

Ása (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 07:44

5 identicon

Sæl Linda mín.

Þetta er alveg frábært.

það þarf aðeins eitt og það er að  Heimsækja síðuna þína og deginum er bjargað.

Kærleikskveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 09:56

6 Smámynd: halkatla

Kíktu á mína kristilegu mótmælafærslu

Annars er ég bara sammála þér, að venju. Vonandi mæta allir í mótmælin því það er ferlega viðeigandi - einsog þú segir

halkatla, 15.11.2008 kl. 12:26

7 identicon

Takk fyrir þetta.Í erfiðleikum koma sannir vinir í ljós.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 13:23

8 Smámynd: Linda

Sæl Ása mín kærar þakkir fyrir innlitið. Hringi i þig.

Sæll Þórarinn, takk fyrir það, það er það sem ég vona að mér takist að gera, í auknu mæli, mun sjálfsagt takast á við óvinsæl og erfið mál af og til, bara svona til að hrista upp í fólki, en öllu jafnan, er íhugun mín leið að átta mig á hlutunum, og þið fáið að fylgjast með.

Sæl Anna mín, já ætla gera það strax.

Sæl Birna mín, það er nefnilega málið, þeir sem eru vinir í raun, eru vinir sem við eigum að hlúa að .

bestu kveðjur til allra sem hér skrifa og lesa.

Linda 

Linda, 15.11.2008 kl. 18:14

10 Smámynd: Linda

Takk Rósa min, fyrir þessa fallegu mynd. 

bk.

Linda. 

Linda, 16.11.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband