Mér datt í hug að koma hér nokkrum orðum um hvernig mér líður sakir stöðu mála á Íslandi og í heiminum í dag út frá sjónarhorni trúar minnar og mín beiska eðlis.(samanber færslunni á undan þessari).
Ég eins og þið er óróleg, þó get ég sagt að þetta hafi ekki komið mér á óvart.(nema Landsbankinn, hefði aldrei geta ímyndað mér hann í vanda) Ég hef bent á oftar en einu sinni í minni fjölskildu sem og í vinahópi að það mundi koma fall, það væri ekkert annað í stöðunni, það sem fer upp verður að koma niður, þetta á líka við hið fjárhagslega.
Dýrkun á Mammon er og var fyrirsjáanlegt kapphlaup að falli mansins fram af klettabrún græðginnar, með ekkert undir fótum sínum sér til styrktar, ekkert til að grípa í sér til halds og enginn til að styrkja huga þess sem hefur valið að velja græðgi og vald í stað Guð almáttugan og hans boðskap.
Á samkomu í kvöld í minni yndislegu kirkju var mikið talað um fyrirgefninguna, og hversu erfitt það væri að fyrirgefa, og hvernig við ríghéldum í reiði, og særindi í daga, mánuði, eða ár eftir ár, í stað þess að fyrirgefa þeim sem hafði gert eitthvað í okkar garð. Ég sat þarna og hugsaði, obbósí, kímdi hálfpartinn og hugsaði til þrumu ræðu minnar til Gordon Browns.(færslan hér á undan)
Óh já, maður var pínu á iði við þessa ræðu, en hún hughreysti mig líka og mig langar svo að setja hér in ritningarvers sem talar svo inn í aðstæður okkar samfélags í dag, í þeirri von og bæn að þeir sem hafa völdin taki þau orð til sín festi þau í hjarta sér og huga, og muni að þó von okkar sé í Guði þá verðum við almenningur að fá að upplifa að valdamenn ríkisins og bankanna séu traustsins verðir, þá fyrst getum við tekið skref í átt að endurnýjun og uppbyggingu með Guði og mönnum. (Matt 18)
21Þá gekk Pétur til hans og spurði: Drottinn, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum ef hann misgerir við mig? Svo sem sjö sinnum?
22Jesús svaraði: Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö.[3]
23Því að líkt er um himnaríki og konung sem vildi láta þjóna sína gera skil. 24Hann hóf reikningsskilin og var færður til hans maður er skuldaði tíu þúsund talentur.[4]
25Sá gat ekkert borgað og bauð konungur þá að hann skyldi seldur ásamt konu og börnum og öllu sem hann átti til lúkningar skuldinni. 26Þá féll þjónninn til fóta honum og sagði: Haf biðlund við mig og ég mun borga þér allt. 27Og herra þjónsins kenndi í brjósti um hann, lét hann lausan og gaf honum upp skuldina.
28Þegar þjónn þessi kom út hitti hann einn samþjón sinn sem skuldaði honum hundrað denara. Hann greip hann, tók fyrir kverkar honum og sagði: Borga það sem þú skuldar! 29Samþjónn hans féll þá til fóta honum og bað hann: Haf biðlund við mig og ég mun borga þér. 30En hann vildi það ekki, heldur fór og lét varpa honum í fangelsi uns hann hefði borgað skuldina. 31Þegar samþjónar hans sáu hvað orðið var urðu þeir mjög hryggir og sögðu herra sínum allt sem gerst hafði. 32Konungurinn kallar þá þjóninn fyrir sig og segir við hann: Illi þjónn, alla þessa skuld gaf ég þér upp af því að þú baðst mig. 33Bar þér þá ekki einnig að miskunna samþjóni þínum eins og ég miskunnaði þér? 34Og konungur varð reiður og afhenti hann böðlunum uns hann hefði goldið allt sem hann skuldaði honum.
35Þannig mun og faðir minn himneskur gera við yður nema þér fyrirgefið af hjarta hvert öðru.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Íhugun, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 01:07 | Facebook
Færsluflokkar
- Biblian og ritningin
- Bloggar
- Bækur
- dýr
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Íhugun
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ofsótta kirkjan!
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- þýddar fréttir
- Öfga Íslam
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Mofi
- Ruth
- Flower
- Helena Leifsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Birgirsm
- Árni þór
- Kristín Ketilsdóttir
- Theódór Norðkvist
- G.Helga Ingadóttir
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Ragnar Kristján Gestsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Tinna Jónsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Morgunstjarnan
- Stefán Garðarsson
- Tryggvi Hjaltason
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Bumba
- Ólafur Jóhannsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Jón Valur Jensson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Hörður Finnbogason
- Sunna Dóra Möller
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Halla Rut
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þórðarson
- Adda bloggar
- Ingibjörg
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Kristinn Theódórsson
- Mama G
- Sigríður Jónsdóttir
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Gestur Halldórsson
- Högni Hilmisson
- Magnús V. Skúlason
- Sævar Einarsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Magnús Arason
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sigurður Sigurðsson
- Svala Erlendsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Alfreð Símonarson
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Guðrún Markúsdóttir
- Alexander Kristófer Gústafsson
- gudni.is
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Hdora
- Snorri Bergz
- Jóhann Hauksson
- Julie
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Jeremía
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Björn Heiðdal
- Gunnar og Jenný
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Bullukolla
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Mótmælum Durban II
- Baldvin Jónsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Meðvirkill
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Bwahahaha...
- Guðjón Baldursson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Magnús Karlsson
- Jón Ríkharðsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Valur Arnarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 127003
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Lestur til góðs
Hér verða góðar bækur fyrir sálina, eða ég vona það alla vegana.
-
: Face to Face With God (ISBN: 978-1599790701)
Frábært maður með einstakan eiginleika til að koma orði Guðs frá sér á skiljanlegan máta. Einn áhrifamesti safnaðarhriðir í BNA í dag. Hann og Rob Bell eru hið nýja afslappaða andlit trúarinna á Jesú, heitir, svalir og í orðinu.
-
: This Present Darkness and Piercing the Darkness (ISBN: 978-1581342147)
Spennandi skáldsaga um Engla og dímona og baráttu þeirra, dúndur góð lesning, mjög spennandi, Þetta er eitthvað fyrir alla. Sögu þráður tengist litlum bæ og yfirnáttúrulegum atburðurm. -
: The Shack (ISBN: 978-0964729247 )
Stórkostleg bók! Fáum hana til landsins.
Tenglar
áhugaverðar síður
- Biblían á netinu
- Dr. Homa Darabi
- Lindin Kristilegt útvarp
- Brussels Journal Margt fróðlegt að lesa hér.
- RR og uppskriftir hey hún talar mikið enn eldar vel.
- Bíómyndir, leikarar Fyrir þá sem fíla popp og kók í bíó.
- Mogginn þetta er jú mbl blogg
- Bjarmi áhugaverðar greinar
- Honest thinkings ekki fyrir söfnuð pólitíska rétttrúnaðarins.
- Kristni í dag, fréttavefur trúaðra á ensku Fréttavefur með kristnum áherslum
- Ísland Ísrael Ekki fyrir anti-semíta.
- Kross ganga Fréttir og annað í kristilegu samhengi.
- Ert þú góð/ur persóna SPURNINGARLISTI Hmmmmmm
- Íslenska Kristskirkjan Lúthersk fríkirkja. Frábær Presthjón þarna á ferð. Frábær kirkja.
- Vinir Ísraels Biðju Ísrael Friðar
- Barnabas Fund til stuðnings hinni ofsóttu kirkju.
Trúarbrögð
Hér eru allir þræðir sem ég hef skilgreint að tengist trú. Auðveldar að leita eftir þannig efni eftir mig.
- Jerúsalem er borg Gyðinga 20 ára ransókn, staðfestir rétt þeirra.
- Times Square Church-messur Hver mann ekki eftir "Knive and the kross"
- Islam og Jerúsalem á Islam rétt til Jerúsalems?
- Guðfærðilegt efni um mismunandi trúarbrögð td. Religious studys resourses.
- Hlið Zion´s Vegna Gyðinga eigum við arfleið sem er Jesú, það er kominn tími að við segjum Takk Fyrir !
- Biblían - Hebreska með Enskri Þýðingu Líka hægt að hlusta á Hebreska lesningu
- Gríska Nýja testamenttið, Ensku og frumtexta Hér er NT á Grískum texta og enskum
- Hvað er satt og ósatt með ástandið í Israel. Mjög áhugaverð síða. Fyrir þá sem vilja heyra aðra hlið málsins.
- Þræðir eftir mig sem eru trúarlegs eðlis bara kíkið og fléttið.
- Íslam og ofbeldi í sögulegu samhengi. hér er farið yfir þá staðreynd að Íslam hefur sjaldnast verið til friðs.
Önnur Blogg
önnur blogg enn mbl blogg
- Prívat bloggið á msn spaces fréttir af mér persónulega og gjörningum.
- Hermdarverk, skrifandi Skúli Skúlason Hér er tekið á erfiðum flóknum málum bókstafstrúar og öfga innan Íslams.
- Halkatla aka Anna Karen og nýja bloggið!!! Ein af bestu bloggurum okkar á Íslandi
- Jón Valur Jenson á Kirkju.net Hér talar hann um fóstur, fósturvísa sem og önnur viðkvæm málefni samfélagsins.
Athugasemdir
Linda þú varst sko ekki of hörð við Gordon Brown annars tek ég bara undir þessi skilaboð. Núna er tíminn til að fyrirgefa, bæði sjálfum sér og öðrum. Takk fyrir þessa færslu
halkatla, 13.10.2008 kl. 00:29
phew. Takk Anna mín, það var ekki gaman að iða eins og syndarselur á samkomu...
Knús.
Linda, 13.10.2008 kl. 00:33
Sæl Linda,
Jæja,margt kom uppá hjá mér í kvöld sem varð til þess að ekki fór ég yfir "brúna" í kirkjuna þína( mína).Ég hef verið að hugleiða mjög svo margt jafnhliða því að blogga á fullu til að fá útrás. En allt gengur þetta yfir. Og ég hlustaði á Omega í kvöld á þátt sem heitir " Ljós í myrkri " með Sigurði júlíussyni og fannst mér hann góður.
Þakka þér góðan pistil og Algóður Guð geymi þig.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 00:36
Kæri Þórarinn, það hefði verið yndislegt að sjá þig í kvöld, en, kannski næst :) Ég sá hvað þú skrifaðir um hina ofsóttu kirkju þakka þér fyrir það kæri vinur. Mikið er gott að sjá fjölmiðla taka eftir raunum bræðra og systra okkar í Írak.
knús.
Linda, 13.10.2008 kl. 00:39
Þú varst að kommenta næstum því um leið og ég - spáðu í að vera á sömu bylgjulengdinni - það eina sem mig vantar í Litlu-Moskvu er að geta komist á almennilega samkomu, það hljómar yndislega
halkatla, 13.10.2008 kl. 00:39
Haha Takk takk Híppó minn, gaman að sjá þig í heimsókn. :)
Knús vinur.
Linda, 13.10.2008 kl. 00:39
sko tilviljunin var að við kommentuðum hjá hvor annarri á sama tíma.
halkatla, 13.10.2008 kl. 00:40
Trallala Anna mín, við erum snillingar ekki spurning á sömu bylgjulengt í kvöld. Enn, þú getur komið hvenær sem er á samkomu hjá Íslensku Kristkirkjunni í litlu Moskvu hvenær sem þú ert í bænum.
knús.
Linda, 13.10.2008 kl. 00:43
Sæl Linda mín.
Allt í lagi að gefa Gordon Brown aðeins á baukinn. Hann vildi fara í stríð við okkur. Við höfum alltaf sigrað Breta. Við tökum Bretana í bóndabeyju ef með þarf.
"Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður."1. Pét. 5:7
Guð veri með þé og einnig með Gordon Brown
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.10.2008 kl. 00:50
haha, þú ert yndisleg Rósa mín.
"Tökum Gordon Brown í bóndabeygju" argasta snilld sé það fyrir mér, muahahahah.
Guð veri með þér einnig kæra vinkona.
knús
Linda, 13.10.2008 kl. 00:54
Sæl aftur Linda mín.
Við værum flottar ef við værum sendar til Englands og taka karl í bóndabeyju eða í nefið.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.10.2008 kl. 00:57
.
Linda, 13.10.2008 kl. 01:01
Altari Mammóns stendur í ljósum loga, og traust mannanna hefur sem betur fer snúist annað. Takk fyrir frábæra grein Linda mín!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.10.2008 kl. 09:32
Takk Svandís mín, alveg sammála :)
Takk Haukur minn, ´þín var saknað á samkomu í gær.
Knús á alla sem hér skrifa með Guðs blessun í farabroddi.
Linda, 13.10.2008 kl. 18:13
Amen
Aida., 13.10.2008 kl. 18:35
Yndislegt að fá þig í heimsókn Alda mín, ég bið að Guð blessi þig og þína.
knús.
Linda, 13.10.2008 kl. 18:52
Mér datt í hug að bæta þessu inn, að á þriðjudögum kl 20 er hugleiðslu og kyrrðarstunda í Íslensku kristkirkjunni að Fossaleyni 14, Grafarvogi. Þar fær fólk klt tíma í endurnæringu og nærveru Guðs, lærir að hugleiða og slaka á. Endilega kíkið, þið munið ekki sjá eftir því.
Megi almáttugur Guð blessa ykkur öll og varðveita.
knús.
Linda, 13.10.2008 kl. 19:43
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 15:16
Sæl Linda!
Góð dæmisaga. Eiginlega ekkert mikið öðruvísi ennn sem ég fara að koma með á síðustu færsly. Hún er bara öðruvísi orðuð. Snilldarfærsla, takk fyrir það. :)
Óskar Arnórsson, 16.10.2008 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.