Greyið litla ljósið

Voðalega var þessi heppinn að vera fundinn, hvað ætli það séu mörg dýr sem er farið illa með.  Ég bið bara að fólk sýni stillingu, hjálpum lögreglunni ef við höfum upplýsingar.  Ef ég hefði tök á því mundi ég taka þennan að mér, ekki spurning. 

Hjálpum löggunni að finna þá eða þann sem á raunverulega sök á þessu ómanneskjulega ódæði.

 


mbl.is Dýraníðings leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Sæll Einar minn, ég er þér svo innilega sammála.  Ef fólk vill ekki eiga hunda, hví þá ekki gefa þá, eða svæfa, en þetta hefur merki um ekkert annað en mannvonsku og allt mun koma í ljós þegar sá seki verður fundinn.

kv.

Linda, 21.6.2008 kl. 18:38

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín.

Þetta er viðurstyggð. Þvílík mannvonska gegn saklausu dýri. Það hljóta að hafa verið til aðrar leiðir til að losna við dýrið eins og að fara með það til dýralæknis eða lögreglu og lögreglan þá séð um framhaldið.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.6.2008 kl. 22:55

3 Smámynd: Aida.

Aida., 21.6.2008 kl. 23:46

4 Smámynd: Linda

Sælar Rósa og Aida, ég er svo sorgmædd yfir svona löguðu, börn og dýr, hver gerir þeim illt, hverskonar persóna gerir slíkt nema einhver alvarlega veikur, það er sko alveg á hreinu.

knús

Linda, 22.6.2008 kl. 00:11

5 Smámynd: halkatla

þetta er hroðalegt en vægast sagt mikil mildi að hvolpurinn skildi lifa. Ég vona svo innilega að hann muni eiga gott líf. Loksins er eitthvað gert í þessum málum, ég veit um svo mörg dýr sem hafa upplifað ómanneskjulega meðferð bæði hjá sínum eigendum eða níðingum sem hafa rekist á þau af tilviljun en mál þeirra dýra hafa enga athygli fengið og ekki þótt neitt tiltökumál. Það er tími til kominn að yfirvöld taki á þessum óhugnaði.  Illskan er næstum því áþreifanleg í þessum heimi

halkatla, 22.6.2008 kl. 09:29

6 identicon

Sæl Linda mín.

Eitt orð um þetta vonlaausa athæfi: HRYLLINGUR.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 09:40

7 identicon

Mér varð illt í hjartanu við lestur þessarar fréttar.Daginn vinkona.Koma svo í Hafnarfjörð á festival

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 10:12

8 Smámynd: Linda

Sæl Anna mín, svo innilega sammála þér, hjartað í manni þolir vart að sjá þessa mannvonsku gegn börnum og dýrum.  En, á meðan er skrifað og talað um þessi mál þá eigum við von með að breyta þessum viðbjóði.

Sæll Þórarinn minn, gaman að sjá þig og sammála

Sæl Birna mín, Góðan daginn, er þér sammála, vildi að ég gæti komist á þessa frábæru tónleika, heilsan leyfir það ekki.

knús

Linda, 22.6.2008 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband