Gleðilega Þjóðhátíð!!!

3dflags_isl0001-0003a

Lofsöngur

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
              :; Íslands þúsund ár, ;:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.

Ó, guð, ó, guð! Vér föllum fram
og fórnum þér brennandi, brennandi sál,
guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns,
og vér kvökum vort helgasta mál.
Vér kvökum og þökkum í þúsund ár,
því þú ert vort einasta skjól.
Vér kvökum og þökkum með titrandi tár,
því þú tilbjóst vort forlagahjól.
              :; Íslands þúsund ár, ;:
voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár,
sem hitna við skínandi sól.

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá.,
Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá.
Ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf,
vor leiðtogi í daganna þraut
og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf
og vor hertogi á þjóðlífsins braut.
              :; Íslands þúsund ár, ;:
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.

skjaldarmerki

 

flagg fengið með því að smell hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Lofsöngur sr. Matthíasar er einstaklega fallegur, Guð blessi þig og varðveiti í Jesú nafni Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 17.6.2008 kl. 14:08

2 Smámynd: halkatla

takk fyrir þetta

halkatla, 17.6.2008 kl. 15:22

3 identicon

Algerlega óviðeigandi sem þjóðsöngur, þetta er púra kirkjusálmur og köld gusa framan í alla þá íslendinga sem eru ekki í ríkistrúnni... ég myndi líka ætla að kristnir mundu taka sama pól í hæðina, svona til þess að virða það að allir eru ekki eins.

DoctorE (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 23:06

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Andrés þetta er 50/50 núna Föðurland og Móðurmál,ekki megum við alveg leggjast í gras þó við elskum konur við karlmenn.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 18.6.2008 kl. 07:00

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ósammala er ég Dokksa og Andrési, þetta er afar fallegt og viðeigandi lag fyrir Íslendinga, það sem fer mest fyrir brjóstið á fólki er hversu erfitt er að syngja það.

Flott færsla Linda mín, og Gleðilega hátíð! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.6.2008 kl. 10:40

6 Smámynd: Linda

takk Haukur minn er þér algjörleg sammála.

knús

Linda, 18.6.2008 kl. 10:47

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín.

Komin heim.

Ég er svo stolt af þjóðsöngnum okkar. Textinn innihaldsríkur og lagið svo fallegt. Þegar ég heyri þjóðsönginn þá fara um mig svo hlýjir straumar og ég kemst oft við.

Megi almáttugur Guð blessa Ísland og alla Íslendinga.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.6.2008 kl. 23:23

8 identicon

Mér sem fannst þetta óttalega væminn og leiðingjarn söngur þegar ég var lítill. Mér finnst hann alveg magnaður í dag!

Takk fyrir þetta linda!

Bestu kveðjur 

Jakob (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 00:11

9 identicon

Fallegur er þjóðsöngurinn okkar

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 01:11

10 Smámynd: Jóhann Helgason

Ég er líka stoltur af þjóðsöngnum okkar ,hann er góður

Jóhann Helgason, 19.6.2008 kl. 01:26

11 Smámynd: Linda

Sæl öll sem hér skrifa, ég er ykkur sammála að þjóðsöngurinn er yndislegur og viðeigandi

Ég bjó í BNA þar var farið með föðurlands heitið, ég þurfti ekki að fara með það frekar en ég vildi og trúa því sem þar var haldið fram, Svo Diddi minn og Andrés þið getið bara látið hann sem vind um eyru fjúka.  En í dag er þetta þjóðsöngur landsins okkar og fegurri söng er erfitt að finna þó vítt og breytt væri leitað.

knús

Linda, 19.6.2008 kl. 09:55

12 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Mér finnst hann algert meistaraverk! (fyrst umræðan er farin að snúast um gildi þjóðsöngsins og fyrst 17.júní er liðinn).

Matthías Jochumsson nær með þessum texta að snerta við einhverjum streng þjóðar-stolts innra með mér. Hinsvegar er ég alveg tilbúin að skilja það fólk sem finnur enga tengingu við þjóðsönginn, þar sem það trúir ekki á þennan Guð vors lands. En mér finnst samt ekki að skipta eigi út þjóðsöngvum eins og maður skiptir um nærföt og sokka. Mér finnst þessi söngur of rótgróinn og greipaður í minningu fólks um ýmsa liðna atburði sem tengjast okkar þjóðarstolti.

En ef menn tækju til við að skipta út yrði ,,Ísland er land þitt" sá söngur sem næst kemst því að fylla mann af þjóðarstolti og ættjarðarást.

Bryndís Böðvarsdóttir, 19.6.2008 kl. 20:02

13 identicon

Sæl Linda mín.

Ég get allveg staðið við það að segja að Íslenski þjóðsöngurinn er er sá all fallegasti í heimi. Textinn er frábær.

Lagið er magnað í sinni fegurð, í allri byggingu lagsins er fegurð og kraftur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Linda
Linda
Trúuð 42 árs(dæs) og glöð að eiga góða vini og fjölsk. Elska dýrin mín oft meira enn mannskepnuna, þau eru bara svo miklu auðveldari   Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumum að þau skildu ekki sjá eftirnafn mitt..svo ég bæti því hér við Einars. Netfang vonogtru@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband